Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 18
18 PRESSU lc BvÉkeppnin um Ungfrú ísland fer fram á Hótel íslandi á annan í hvítasunnu. Erlendir aðilar hafa sýnt þessari keppni áhuga eftir að Hólmfríður Karlsdóttir gerði garð- inn frægan 1985 og ekki ætti áhuginn að hafa minnkað eftir sig- ur Lindu Pétursdóttur í vetur. Aðr- ar stúlkur sem þátt tóku í keppninni í fyrra hafa heldur ekki orðið til annars en auka hróður íslenskrar fegurðar á erlendri grund. Guðrún Margrét Hannesdóttir er nýkomin úr keppninni Miss Wonderland á Taiwan, þar sem hún komst í úrslit af 80 keppendum. Miss Wonder- land er sama keppnin og Miss Yo- ung International sem Henny Hermannsdóttir sigraði í árið 1970 en í fyrra sendu íslendingar í fyrsta sinn keppanda í Miss Wonderland, Sigríði Guðlaugsdóttur, sem náði þriðja sætinu. Guðbjörg Gissurar- dóttir, sem varð númer tvö í Fegurð- arsamkeppni íslands í fyrra, hefur haft í nógu að snúast, því þar sent Linda sigraði í sinni fyrstu keppni, Miss World, kom það í Guðbjargar hlut að sækja tvær keppnir. Hún komst í tíu stúlkna úrslit í keppn- inni Miss International, sem haldin var í Tokýó í haust, og í lok maí tek- ur hún þátt í keppninni Miss Uni- verse. Guðbjörg getur átt von á enn frekari ferðalögum því Ungfrú Reykjavík 1988, Guðný Elísabet Óladóttir, varð móðir fyrir skömmu og hefur því um annað að hugsa í bili... Íréttir um myglað nautakjöt, sem fór á markað á Reykjavíkur- svæðinu eftir að hafa fengið bless- un yfirvalda, hafa vakið verðskuld- aða athygli. Það er í raun ekkert nýtt að óneysluhæft kjöt berist suð- ur, sérstaklega frá fámennari stöð- um langt frá suðvesturhorninu, sem þurfa að nota seinvirk og óviðeig- andi samgöngutæki. Eitt sýni sem tekið var af yfirborði kjötsins leiddi í ljós, samkvæmt heimildum PRESSUNNAR, 800 þúsund óæskilega gerla á einum fersenti- metra, — þrátt fyrir vísindalega meðhöndlun SÍS og hins opinbera. Þetta „girnilega“ kjöt mun hafa komið frá Vopnafirði. Talað er um að kjötið hafi skemmst á leiðinni, en aðrar raddir herma að kjötið hafi verið 10 daga gamalt þegar það lagði af stað . . . FJOLBREYTT URVAL POKKUNARVÉLA • LOFTTÆMINGARVELAR OG -POKAR fjármálaráðherrann Ólaf Ragnar Grímsson. Hámarki náði óánægj- an eftir hinn harðvítuga fund sem ráðherra átti með HÍK-kennurum á þriðjudaginn. Þá eru þeir sagðir sérlega óánægðir með hve mál- gagnið, Þjóðviljinn, hefur lítt tekið undir kröfur þeirra en fylgt eftir sjónarmiðum ólafs Ragnars. Er okkur tjáð að margir þeirra hafi tekið sig til og sagt upp áskrift að Þjóðviljanum í mótmælaskyni... 'kafmiðahappdrættið Fjark- inn heldur aðalfund á næstunni. Fjarkamenn eru að rétta úr kútnum eftir ýmis áföll undanfarið. Meðal annars voru skafmiðar prentaðir í stóru upplagi í Bandaríkjunum, en það reyndist nær ómögulegt að skafa af miðunum auk þess sem táknin voru ólæsileg. Núna horfa eigendur Fjarkans, HSÍ og Skák- sambandið, björtum augum á framtíðina enda salan stigið undan- farna mánuði... TOLEDO VOGIR FRÁ TOLEDO-USA GETUR PLASTOS HF BOÐIÐ VOGIR FRÁ LITLUM RANNSÓKNARVOGUM í STÓRAR BÍLVOGIR OG NÁNAST ALLT ÞAR Á MILLI. TOLEDO-6400 U-pallur vogarþol að 3 tonnum Með heilum palli Fyrir sekki og kassa Með brettastækkun fyrir bretti stærri en Euro Með uppkeyrslu- braut Meðal stórir vagnar Hæð upp á vogina aðeins 30mm Með uppkeyrslubraut Stórir vagnar KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900 .BAR-CODE" STRIKAMERKIVELAR • KASSABINDIVELAR • KASSALIMBANDSVELAR L’ maður haldið að ferðaskrifstofur væru lokaðar, en Ferðaskrifstofan Útsýn hefur auglýst „opið hús“ og er þar hægt að sinna öllum ferðaer- indum jafnt og á virkum dögum. Mun vera komin nokkurs konar ii m kvöldmatarleytið á sunnudag upphófst mikill eltinga- leikur lögreglu við ökumann vegna meintrar ölvunar (hins síðar- nefnda). Leiknum lyktaði á þann veg að lögreglubíllinn ók inn í bif- reið ölvaða mannsins á Kringlu- mýrarbraut. Þeir sem vitni urðu að eltingaleiknum telja hins vegar vafa leika á hvort lögreglan hafi gert sér fyllilega grein fyrir þeirri hættu sem gangandi vegfarendum og öðrum ökumönnum stafaði af þessum elt- ingaleik. Sá sem eltur var ók á fleygiferð inn Rauðarárstíginn og sveigði þar upp á gangstétt, þar sem hópur fólks var að fara inn á gang- brautina við Hlcmnt. Víðaerlendis fara lögreglumenn hægt í sakirnar við stöðva ölvaða ökumenn með því að elta þá með sírenuvæli og log- andi ljósum, enda reynslan kennt þeim að þá fyrst er hinn almenni borgari í stórhættu . . . ramtíð fjármálastjóra Bylgj- unnar og Stjörnunnar mun vera í mikilli óvissu. Enn sem komið er gegna fjármálastjórarnir gömlu stöðunum sínum, Sigurður Thorar- ensen fyrir Stjörnuna og Ólafur Njálsson fyrir Bylgjuna. Þeir eru að ganga frá fjármálum stöðvanna hvor í sínu lagi, en á meðan stýrir Jón Ólafsson, stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins, fjármálum sameinuðu stöðvanna. Jón rekur ennfremur fyrirtæki sitt Skífuna og verður því væntanlega fjármála- stjóri í skamman tíma. Þá þarf að ráða nýjan fjármálastjóra í ís- lenska útvarpsfélagió og þá er eðli- legt að fólk velti því fyrir sér hvort annaðhvort Ólafur eða Sigurður fái þá stöðu, eða hvort ráðinn verður nýr fjármálastjóri sem við hvoruga stöðina hefur starfað... 1^1 ýtt kvikmyndagerðarfyrir- tæki hefur litið dagsins ljós. Nefn- ist það Kvikmyndafélagið Nýja bíó hf., en aðstandendur þess eru kvik- myndagerðarmennirnir Guðmund- ur Kristjánsson, Hilmar Oddsson og Þorgeir Gunnarsson, ásamt Sonju B. Jónsdóttur, fyrrum frétta- manni hjá ríkissjónvarpinu... Itl k pólitiskur urgur er kominn upp innan raða alþýðu- bandalagsmanna í BHMR vegna kjaradeilunnar við formanninn og I dag, fimmtudag, er uppstign- ingardagur — hefðbundinn Iokun- ardagur verslana og flestra annarra fyrirtækja. Samkvæmt því gæti Fimmtudagur 4. maí 1989 hefð fyrir því í ferðabransanum að hafa þessi svokölluðu „opnu hús“ á fridögum, en það virðist vera nýtt orðalag yfir það að skrifstofurnar séu einfaldlega opnar, eins og það heitir á hvunndagsmáli... FÓTBOLTAR FÓTBOLTASKÓR IÞRÓTTASKÓR IÞRÓTTATÖSKUR MARGAR GERÐIR IÞRÓTTABÚNINGAR ÆFINGAGALLAR TRIMMGALLAR Topp gaeðt og verð ÁRMÚLA 36, REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.