Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. maí 1989
13
PRESSAN spyr nokkra karlmenn
hvað þeim finnst
Hvað gerir konur kynþokkafullar í augum karl-
manna? Sjö karlmenn svara beirri spurningu og
?|reinilegt er að þeir hrífast eklci allir af því sama í
ari kvenna. Sem betur fer!
VIÐTÖL: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR — MYNDIR: EINAR ÓLASON
Smekkur manna er sem betur fer
misjafn. Það, sem mér finnst fal-
legt, þykir þér kannski forljótt. Og
öfugt. Svona er þessu t.d. farið með
smekk karla og kvenna á fólki af
gagnstæða kyninu. Sumir leggja
mikið upp úr andlitsfegurð, aðrir
hrífast helst af fallegum augum og
svo framvegis.
En skyldi vera hægt að finna ein-
hvern samnefnara yfir það, sem
telst „sexý“ eða kynþokkafullt?
Við könnuðum málið með því að
spjalla við sjö karlmenn og kanna
hvað það væri helst í fari kvenna,
sem þeim þætti gera þær aðlað-
andi. Svörin voru misjöfn, en
mennirnir voru þó allir á því að
framkoma og persónuleiki skipt
meira máli en einhver ákveðin út-
litseinkenni.
kynþokkafull. Eiginlega fer það
fyrst og síðast eftir því hvernig kon-
an ber sig. Hvort hún ber sig eins og
kona, sem þorir að vera kona.
„Hráefnið“ er sem sagt ekki aðal-
atriðið, heldur hvað konan gerir úr
því!“
GESTUR ÚLAFSSON
arkitekt:
EMIL ÖRN
KRISTJANSSON hjá Nor-
rænu ferðaskrifstofunni:
Skynjunaratriði
„Það er eins með konur og borg-
ir. Það er ekki nóg að þær séu heill-
andi í fjarska, heldur verða þær líka
að vera áhugavekjandi, þegar nær
dregur.
Eg fæ strax á tilfinninguna
hvernig persónuleiki einhver mann-
eskja er, bara af því að sjá hana og
tala við hana nokkur orð. Þessi „til-
finning" hefur sjaldan brugðist
mér, því persónan geislar oftast út
frá fólki. Þetta er þess vegna skynj-
unaratriði.
Það er hins vegar ljóst að kona er
tæpast áhugaverð, ef það er ekkert
í höfðinu á henni. Hver vill bók
með einungis einni blaðsíðu?!
Kvenleikann má heldur ekki
vanta. Ein uppáhaldsleikkonan
mín, Jeanne Moreau, er dæmi um
konu með gífurlegan kvenleika.
Maður þarf ekkert að velta því fyrir
sér hvort þetta sé kvenmaður eða
ekki! Hún bókstaflega geislar af
kvenlegum töfrum.
Þegar ég hitti konu í fyrsta sinn
reyni ég að horfa mjög vel á hana og
taka eftir þessum smáatriðum í fari
hennar. Það er afar mikilvægt að
menn séu með skilningarvitin opin,
þegar þeir hitta fólk, ef þeir ætla að
komast að einhverju um viðkom-
andi.
Annars er ég farinn að halda að
ísland bjóði eiginlega ekki upp á
það að konur þroskist hér almenni-
lega. Þetta á raunar líka við um
karla. í stærri og fjölbreyttari þjóð-
Hún verður að
bera sig vel
„Það eru auðvitað margir sam-
verkandi þættir, sem valda því að
kona er kynþokkafull, en mér
finnst augun skipta þar miklu máli.
Þau eru það fyrsta, sem ég tek eftir
í fari kvenna.
Það getur hins vegar aldrei verið
bara eitthvert eitt atriði, sem skiptir
öllu máli. Það er t.d. ekki hægt að
slá því fram að allar konur með stór
brjóst og stundaglasvöxt séu sexý.
Kona, sem alls ekki Iíkist þeirri
stöðluðu ímynd, getur verið mjög