Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 4. maí 1989 39r ism .iMupsduímmH spáin vikuna 4. maí—11. maí. (21. mars — 20. april) Vinna sem þú innir af hendi á næstu dögum gæti skilað þérvænni launaupp- bót. Hafóu hugfast aöyfirmenn þinireru að leggjamat á vinnuna, þannig að aukin tilþrif koma sér mjög vel. Passaðu þig á þvi að Ijúka verkefnum þínum á áætlun og helst fyrr. Helgin gæti orðið mjög vænleg fyrir rómantiskt stefnumót. (21. april — 20. mai) Taktu daginn snemma á næstunni. Morgunstundin er heppilegust til að hrinda nýjum áætlunum i framkvæmd. Reiknaðu líka með að fá mikilvægt sím- tal á þessum tíma. Núna er einnig rétti tíminn til að hressa upp á útlitið. Gæti jafnvel borgað sig að kaupa sér ný föt, því þú geturátt von áað þurfaað heilla mikil- vægan aðila meö framkomu þinni og út- liti. \ (21. mai — 21. júni) Núna er sérlega góður timi til að gleðja ástvin meó gjöf eða jafnvel blóm- um. Tilefnið þarf ekki að vera neitt sér- stakt, og slik gjöf myndi gleðja enn meir en ella. Hafðu það hugfast að þér gæti gengið mjög illa að fá fjárhagslega skuldbindingu frá mikilvægum við- 'skiptaaðila á næstu dögum. Þvi gæti borgað sig að leita eitthvert annað. WW (22. júní — 22. júlí) Láttu vanabundin störf ganga fyrir á næstunni. Þetta er slæmur timi til ákvarðanatöku og betra væri fyrir þig, ef þú gætir falið öðrum slíka hluti. Þetta er heldur ekki góður timi til að stofna til nýrra kynna við gagnstæða kynið. Ef þú ert einstæður skaltu frekar gefa þér tima til að ná áttum i lifinu áður en þú skuld- bindur þig. (23. júlí — 22. ágúst) Varastu eins og heitan eldinn að lenda i vafasömu ráðabruggi i vinnunni. Það borgar sig alls ekki að taka málstað ann- ars aðilai vinnudeilu, nemaþú sért sann- færóur um rétt þeirrar manneskju. Það kann að vera, að einhver standi í bak- tjaldamakki sem þú veist ekki af. Samn- ingar sem virðast veraof góóir til að geta verió ekta eru það að öllum likindum. i framhjqhlaupi Rannveig Guömundsdóttir aöstoöarmaöur félagsmálaráöherra Roluqanqur fer mest í tauqamar i mérí — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Ef ég á að miða við þroska minn sem manneskju held ég að systkini mín hafi haft mest áhrif á mig. Ég er alin upp í stórum systkinahópi og við vorum mjög samhent. Uppeldi mitt í þessum hópi hafði án efa mjög mótandi áhrif á mig sem manneskju." — Hvenær varöstu hrædd- ust á ævinni? „Ég held ég hafi orðið hræddust þegarég varstödd á hóteli úti i Finnlandi og vakn- aði upp klukkan hálfsex um morgun við barning frammi og hélt að þar væri fyllerí. Þegar ég hringdi niður í afgreiðslu til að vitahvaðaónæði þettaværi varmérsagtaöþað væri kvikn- að í hótelinu og ég skyldi reyna að koma mér niður sem fyrst! En það fór allt vel.“ — Hvenær varöstu glöö- ust? „Maðurverðursvooft „glað- astur“. Ég held ég hafi orðið glöðust í hvert skipti sem ég eignaðist börnin mín þrjú, ynd- isleg og heilbrigð. Að sama skapi varð ég glöðust þegarég eignaðist fyrsta barnabarnið. Kannski sterkustu tilfinning- arnar < gleði hafi brotist fram við þær aðstæður.“ — Hvers gætirðu síst verið án? „Fjölskyldu og vina.“ — Hvaö finnst þér leiðin- legast aö gera? „Mér finnst engin verkefni leiðinleg. Hins vegarþykirmér kannski leiðinlegast þegar ég er föst í umferðarhnút eða ein- hverju slíku sem ég ræðekkert við og þarf að una einhverjum ytri aðstæðum." — Hvaö finnst þér skemmtilegast aö gera? „Mér finnst langskemmti- legast að vera í góðum vina- hópi. í sambandi við vinnu þá fannst mér ákaflega gaman — meðan ég hafði tíma — að sitja við saumavél og skapa nýja flík. Það var verkefni sem ég hafði mikla ánægju af, en þeir hlutir eru fyrir bí í bili!“ — Hvaö fer mest í taugarn- ar á þér? „Rolugangur." — Ef þú yrðir aö skipta um starf, hvað vildirðu þá fara að vinna viö? „Ég vann við tölvuforritun áður. Það fannst mér heillandi starf og hef oft séð eftir því. Hins vegar veit ég að ég myndi ekki hverfa í slikt starf aftur eftir að hafa verið frá því árum saman, eins mikil þróun og hefur orðið þar. Ef ég ætlaði mér að hverfa alveg úr stjórn- málunum og gæti valið um hvaða starf sem er myndi ég líklega velja mér einhverja úti- vinnu.“ — Manstu eftir pínlegri stööu sem þú hefur lent í? „Ég er óskaplega ómann- glögg og hef oft lent i pínlegri stöðu vegna þess. Ég minnist atviks þegar ég var á stödd á flugvelli og við mér brosti svo hlýtt kona sem þar sat með manni sínum. Ég hugsaði með mér að þessa konu hlyti ég að þekkjaog ætlaði nú einu sinni að láta ekki sjást hvað ég var ómannglögg. Ég settist hjá henni og spuröi hana hvað væri að frétta. Þá spurði hún: „Þekkjumst við?“ Við hlógum dátt þegar við fundum út hvernig staðan var og þetta hef ég ekki reynt aftur!“ (23. ágúsl — 23. sepl.) Notaðu helgina til að hugleiða nýjar brautir i vinnu þinni og starfsframa. Grein sem þú lest eða samtal sem þú heyrir gæti gefið þér nýjar hugmyndir i sambandi við vinnuna. Stutt ferðalag gæti haft góð áhrif og kvöldin eru tilvalin fyrir samsæti i vinahóþi. (24. sepl. — 23. okl.) Fréttir frá fólki á fjarlægum Stöðum gætu orðió tilefni til mikillar bjartsýni af þinni hálfu. Notaðu simann til að ná sam- bandi við slikt fólk og enn betra væri ef þú gætir skotist i heimsókn. Notaðu næstu kvöld til að slaka á og lesa góða bók. fffu- (24. okl. — 22. nóv.) Vertu ekkert að stressa þig á stórfram- kvæmdum áheimilinu. Létt heimilisstörf henta betur um helgina og raunar veröur allt sem tengist félagslifi mun ánægju- legra en nokkur vinna á næstu dögum. Láttu það eftir þér. (23. nóv. — 21. des.) Verslunarferó um helgina gæti komió séreinstaklegavel. Vertuáhöttunum eft- ir góðum afslætti á þvi sem þú ætlar að kaupa. Vinnuálag eykst stöðugt og þú þarft örugglega að vinna mikla yfirvinnu til að hafa undan á næstunni. Ekki ör- vænta, þvi vinnan mun borga sig marg- falt i næstu viku. (22. des. — 20. janúar) Helgin er kjörin fyrir stórfellda til- raunastarfsemi af þinni hálfu. Losaðu þig við hlekki vanans og prófaðu eitthvaö sem er mjög ólikt þér. Ástamálin þurfa einmitt á góðum skammti af imyndunar- afli að haldaum helgina. Ekki látaþitt eft- ir liggja. 21. janúar — 19. febrúar) Leitaðu uppi fólk sem lífgar upp á til- veruna. Börn gætu verið tilvalin i þetta hlutverk, ef þú gefur þér góðan tima fyrir þau. Fljót hugsun af þinni hálfu gæti tryggt þérfjárhagslegt öryggi um langan tíma, ef þú notar tímann vel. (20. febrúar — 20. mars) Hugmyndir munu Sþretta upp hjá þér hraðar en nokkru sinni fyrr. Hrintu þeim i framkvæmd. sérstaklega þeim hug- myndum sem tengjast daglegu lifi þinu. Auglýsing i þlöðunum gæti skilað góð- um árangri, bæði i einkalífi og vinnunni. Breytingar gætu átt sér stað í ástalífinu yfirhelgina. Vertu samt ávarðbergi gagn- vart þeim. (kona, fædd 12.1.1951) TILFINNINGALÍNAN (1): Þetta er frekar sjálfstæð per- sóna, dagfarsprúð og jafnlynd, sem vandar mjög vel allt sem hún gerir. Hún er allvarkár í til- I þessari E.H. viku: lófalestur tinningamálum eða beitir a.m.k. skynseminni og raunsæinu, þegartilfinningarnareru annars vegar. ALMENNT: Það ríkti svolítil óvissa í lífi þessarar konu á tímabilinu frá 1984 og fram undir 1988. Ýmsum framkvæmdum hefur þá seink- að og hún hefur verið í nokkurs konar biðstöðu. Sem heildarmynd gætu árin framundan reynst þessari konu hagstæð, en hún kemst lengst í þjóðfélaginu fráseinni hlutafer- tugsaldurs og eftir þann tíma. Það erekki ólíklegt að hún vinni einhvern tímann hjá opinberum aðilum eða bindist manni, sem þyrfti að starfa í þágu hins opin- bera. Þetta er nákvæmnismann- eskja, sem gerir oft strangar kröfur til sjálfrar sín. Hún hefur tilhneigingu til að slíta sér út. En seiglan og úthaldið drífa hana áfram. VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa (nema þú sért örv- hent/ur) og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á blaðið, ásamt upplýsingum um kyn og fæð- ingardag. Utanáskriftin er: PRESSAN — lófalestur, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Því miður er þó ekki nokkur leið að lesa úr öllum þeim lóf- um, sem berast blaðinu, þar sem þeir skipta hundruðum á mánuði. AMY ENGILBERTS ^ ) (i. ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.