Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 7 skólum, barnaheimilum og á elli- heimilum. Það má rétt ímynda sér hverskonar hálfkák slík fræðsla verður; að ætlast til að tveir menn sinni henni." Hún fuliyrðir að auðveldlega eigi að vera hægt að fá fleiri lögreglu- menn í að sjá um umferðarlög- gæslu: „Það sem lögreglustjóri skýl- ir sér á bak við er að hann fái ekki fleiri menn, en auðvitað er þetta bara spurning um að nýta þá menn sem tii staðar eru á réttan hátt. Það er spurning hvort lögreglustjóra finnist önnur verkefni þrýnni en þau að halda uppi umferðarlög- gæslu. Sjálf hef ég barist fyrir því í mörg ár að lögregian radarmæli í íbúðarhverfum þar sem gildir 30 þeirra slösuðust áður en námi var lokið og því hefur þetta fólk tak- markaða möguleika á góðri vinnu og þar af leiðandi takmarkaða möguleika á að eignast húsnæði. Þetta fólk vill lifa eðlilegu lífi eins og ég og þú. Það vill ekki dvelja inni á stofnun alla sína ævi. Það þarf að búa í húsum með lyftum þar sem það getur bjargað sér á allan hátt. Við viljum hjálpa þessu fólki til að koma yfir sig þaki og við ætlum rétt að vona að hið opinbera komi til móts við þennan hóp í framhaldi af þessu átaki okkar. Þátturinn verður þannig byggður upp að fólk getur hringt inn og keypt ákveðin skemmtiatriði fyrir ákveðna upp- hæð. Allir skemmtikraftar ætla að Núorðið sést varla gangandi lögreglumaður á götum borgarinnar. Þeir eru annaðhvort inni í bílum eða inni á skrifstofum... Þetta fólk vill ekki dvelja á stofnun alla sína ævi. SÞað vill lifa lífinu eins og ég og þú... kílómetra hámarkshraði. Þar aka menn um á 60—70 kílómetra hraða, sem er yfir helmingi meiri hraði en leyfilegur er. Ef maður ekur hins vegar á 160 kílómetra hraða á göt- um þar sem hámarkshraðinn er 80 er hann umsvifalaust sviptur öku- leyfi! Það er radarmælt á götum eins og Elliðavogi og Kringlumýrarbraut þar sem aldrei sést gangandi maður, en íbúðarhverfin eru látin afskipta- laus. Að vísu hefur borgin komið svolítið á móts við íbúasamtök með því að setja niður hraðahindranir, en hvort sem það er tilviljun eða ekki eru þessar hraðahindranir mun lægri hin síðari ár eftir að núverandi umferðarnefnd tók til starfa. Sums staðar eru þær það lágar að mér er til efs að þær komi að nokkru gagni. Hraðahindranir eiga að vera eins og sú á Reykjavegi, þar sem menn verða nánast að stöðva bílinn til að komast yfir. Það nægir nefniiega ekki að draga örlítið úr hraðanum. Hraðahindranir verða að standa undir nafni eigi þær að gera gagn.“ Hún bendir á annað sem vekur furðu hennar: „Núorðið sést varla gangandi lögreglumaður á götum borgarinnar. Þeir eru annaðhvort inni í bílum eða inni á skrifstofum. Einu lögreglumennirnir sem ég sé við störf á götum úti í lögreglubún- ingum er kornungt fólk eða þeir sem elstir eru. Miðjuhópurinn, menn á besta aldri, er kominn inn á skrifstofur, búinn að fá stöður og er óeinkennisklæddur við skrifborðin sín.“ Dagskrá til styrktar SEM-hópnum Og áhugahópsins bíður stórt verk- efni. Þann 17. september ætlar hann að efna til beinnar útsending- ar á Stöð 2; þriggja kiukkustunda langrar dagskrár frá Hótel íslandi þar sem fram koma allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar. „Við viljum gera hlutina almennilega eða ekki. Við viljum ráðast í stór verk- efni sem skilja eitthvað eftir sig, ekki eitthvert hálfkák," segir Ragn- heiður. „Útifundurinn á Lækjartorgi heppnaðist stórkostlega og nú erum við að undirbúa þessa útsendingu í samvinnu við Stöð 2. Á skemmtun- inni ætlum við að safna peningum fyrir SEM-hópinn, Samtök endur- hæfðra mænuskaddaðra. Flestir í þeim samtökum eru fólk sem hefur slasast í umferðinni og þarf að eyða ævinni í hjólastól. Þessi hópur hefur verið gjörsamlega afskiptur varð- andi fyrirgreiðslu, hann nýtur ekki opinberra styrkja eða ágóða af lottópeningum. Jafnframt nýtur hann þeirrar sérstöðu að í honum er fólk sem hefur verið kippt úr sam- bandi á besta aldri. Aðrir fatlaðir hafa í flestum tilvikum aðlögunar- tíma, en þetta fólk lamaðist á einni örskotsstundu og þurfti að byrja að læra að lifa lífinu upp á nýtt. Flest gefa vinnu sína og ágóðinn rennur beint til SEM-hópsins.“ Þarna verður þó auðvitað ekki eingöngu glens og grín á ferðinni, því áróður fyrir bættri umferðar- menningu mun skipa veglegan sess. Ragnheiður sótti efni út á land og á Hótel íslandi verða fórnarlömb um- ferðarslysa og aðstandendur þeirra sem talað verður við. Viljum ekki verða að peningabatteríi Áhugahópur um bætta umferðar- menningu starfar að svipuðum mál- um og umferðarráð, en Ragnheiður hefur starfað af og til með umferðar- ráði. Hvers vegna starfa þessir tveir hópar ekki meira saman? „Við ber- um fulla virðingu fyrir umferðarráði og þar hafa verið gerðir góðir hlut- ir,“ segir Ragnheiður. „En Umferðar- ráð er opinber stofnun sem nýtur opinberra fjárstyrkja og við teljum ekki vænlegt að vinna mikið með þeim sem njóta slíkra styrkja. Við erum að ráðast í stóra hluti, og við gætum ekki með heilum hug beðið um aðstoð alls þessa góða fólks ef við fengjum peninga frá hinu opin- bera. Styrkur okkar felst í því að við erum frjáls og óháður hópur og vilj- um ekki verða að peningabatteríi." Meðal annars þess vegna segir hún þær hafa afþakkað öll góð boð um peningagjafir sem fólk hefur viljað gefa þeim í minningu látinna ást- vina. Það barf hugarfarsbreytingu hjá þjáðinni En hvernig sér hún framtíðina fyr- ir sér? — Munu þær endalaust geta komið góðu til leiðar með áróðri? „Við álítum að það þurfi alltaf að vera jafn og stöðugur áróður í fjöl- miðlum," svarar hún að bragði. „Við viljum láta stokka upp ökukennslu, löggæslu, skipulagsmál og fræðslu- málin, en þetta verður allt að vinna saman. Það er ekki nóg að setja hnefann á loft eins og Haraldur Blöndal og segja: Upp með budd- una! Hert viðurlög! Slíkt hleypir illu blóði í fólk. Við verðum að höfða til skynsemi fólks í umferðinni. Við ná- um aldrei neinum árangri ef við ætl- um að vera með hnefann á lofti og ætlumst til að fólk fari hér um götur með óttablandinni virðingu fyrir lögreglunni. Fólk verður að finna það hjá sér sjálft að það getur orðið næsta fórnarlambið í umferðinni — eða einhver því nákominn. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og hugarfarsbreyting kemur ekki nema með auknum áróðri. Það verður að koma að því að þeir sem stjórna fjármálunum hætti að horfa í aurinn og kasta krónunni. Eitt bíla- stæði, 2,5x5 metrar í kjallara ráð- hússins, kostar svipaða upphæð og þjónustuíbúð fyrir fatlaðan mann. Bílastædi í kjallara ráðhússins kostar svipaða upphæð og þjónustuíbúð fyrir fatlaðan einstakling... Sú upphæð sem Reykjavíkurborg ver beint í umferðarfræðslu er tvær milljónir á ári! Og hvað kostar að reisa mannvirki eins og ráðhúsið eða hringhúsið á Öskjuhlíð? Hvað væri hægt að koma í veg fyrir mörg alvarleg umferðarslys ef þeim pen- ingum væri varið í úrbætur í um- ferðarmálum? — Þegar takmarki okkar verður náð og hugarfars- breyting verður orðin hjá þjóðinni, verður ekki lengur þörf fyrir áhuga- hóp um bætta umferðarmenningu. Þá getum við lagt upp laupana með góðri samvisku." 55 55 IGNIS ARF 905 Kættr 170 Itr. Frystir 10 Itr. (") Samtals: 180 Itr. 59.5 IGNIS ARF 843 Kælir210ltr. Frystir 55 Itr. Samtals: 265 Itr. 55 Kaelir: 162 Itr. Frystir: 78 Itr. Samtals:240 Itr. 55 --- Frystir 24 Itr. Samtals: 220 Itr. -------59.5 - 36^' 39^' 45^' 56.66O IGNIS ARF842 Kælir: 307 Itr. Frystir: 30 Itr (**) Samtals: 337 Itr. IGNISARF844 Kælir 245 Itr. Frystir 65 Itr. Samtals:310ltr. IGNIS ARF933 Kælir: 161 Itr. Frystir: 116 Itr. Samtals: 277 Itr. IGNIS ARF426 Kaalir. 270 Itr. Frystir 120 Itr. Samtals: 390 Itr. IGIMIS S 25 Frystir: 245 Itr. Mál:81 x 86,5 x 66 EP IGNISS17 Frystir: 165 Itr. Mál: 60x86,5x66 ELDHUSVIFTUR • með eða án kolsíu • 2ja hraða mótor • tvö innbyggð Ijós • útdraganlegurskermur Umboósmenn um land allt: Fálkinn hf., Reykjavík H.G. Guöjónsson, Reykjavík Peran, Reykjavik Rafglit, Reykjavik Fit, Hafnarfiröi Glóey, Reykjavík Ljós og raftæki, Hafnarfirði Vesturland Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi Kaupfélag Borgfiröinga, Borgarnesi Vöruhúsiö Hólmakjör hf., Stykkishólmi Húsiö, Stykkishólmi Guöni E. Hallgrimsson, Grundarfiröi Jónas Þór, rafbúö, Patreksfirði Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík Straumur, ísafirði Norðurland Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga, Sauöárkróki Raftækjavinnustofan, Ólafsfiröi Akurvík hf., Akureyri Raftækjavinnustofa Gríms og Árna, Húsavík Gestur Fanndal, Siglufiröi Austurland Verslunin Eyco, Egilsstöðum KASK, Höfn Suðurland Kjarni, Vestmannaeyjum Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélag Árnesinga, Selfossi . Rás sf., Þorlákshöfn Stapafell, Keflavík *Öll verð miöast viö staögreiöslu J5"ín<RINGUJNFR!685440 [

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.