Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 5
.RiTyntgqlagur 17. ágúst 1989 5 ÁHUGAHÓPUR UM BÆTTA UMFERÐARMENNINGU: IIMFERÐARSLYS KOSTA TVO MILLJAROA Á ÁRI í Reykjavík eru þrjátíu og sex hættulegir staðir, ■ svokallaðir „svartir blettir“. Oskað var eftir tuttugu og fimm milljóna króna framlagi borgarinnar til að lagfæra þessar slysagildrur. Borgin reiddi fram fjórar milljónir. Áhugahópnum var meinað að senda áheyrnarfulltrúa á fundi Umferðarnefndar Reykjavíkur þar sem til dæmis Kaupmannasamtökin hafa áheyrnarfulltrúa. Ragnheið- ur Davíðsdóttir er ein þeirra sem starfa með áhugahópnum og hún hefur frá mörgu að segja ... I II ; 1 „Það hefur mikið verið hamrað á orð- um eins og tillitssemi og náungakœrleika baráttunni fyrir bœttri umferðarmenn- ingu. Við viljum hins vegar höfða til öku- manna með sterkari oroum en hingað til hafa tiðkast. Við notum harðar stað- reyndir til að koma áréðri okkar á fram- færi. Sumir hafa viljað kalla Jþetta hræðsluáróður, sem „sjokkeri" félk, en meðan hann gerir gagn er tilganginum náð." EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYND: EINAR ÓLASON Þetta segir Ragnheiður Davíðs- dóttir, fyrrum lögreglukona, núver- andi ritstjóri tímaritsins „Við sem fljúgum". Ragnheiður er ein af þeim tíu konum sem mynda kjarna Áhugahóps um bætta umferðar- menningu. Starfsemi hópsins hefur vaxið mikið á þvi rúma ári sem hann hefur starfað og nú er svo komið að aðstandendur hans sjá fram á að verða að halda almennan borgarafund og virkja það fólk sem þegar hefur boðið fram krafta sína. Kjarni áhugahópsins samanstendur aðallega af leikkonum og fjölmiðla- konum, konum sem allar eru í fullu starfi á öðrum vettvangi og starfa fyrir hópinn af einskærum áhuga. Sjálf situr Ragnheiður þessa dagana við að ljúka handriti að viðtalsbók við Laufeyju Jakobsdóttur, ömmuna í Grjótaþorpinu, en það er greinilegt að bætt umferðarmenning á hug hennar allan, því ekki lét hún bók- ina stöðva sig í að segja okkur nánar frá þessum hópi og markmiðum hans. Akstur er dauðans alvara „Þetta eru óformleg samtök áhugamanna um bætta umferðar- menningu og voru stofnuð í fyrra- sumar eftir að ung kona lét lífið í umferðarslysi hér í borginni. Öku- maðurinn var rétt indalaus og ölvað- ur. Okkur, eins og öðrum, ofbauð þær hörmungar sem fylgja umferð- inni og í þetta skipti ákváðum við að sitja ekki auðum höndum.“ Fyrsta verkefni hópsins var aug- lýsingaherferð þar sem kvað við nýjan tón. Auglýsingarnar þóttu harðar, jafnvel svo harðar að ein- hverjir álitu að þær gætu haft slæm áhrif á börn. Ein auglýsingin var þannig að byssu var beint að höfði lítillar stúlku og textinn var: „Ölvun- arakstur er eins og rússnesk rúlletta — nema þú leggur aðra undir líka.“ Ragnheiður segir auglýsingarnar hafa verið hannaðar af Auglýsinga- stofu GBB, þar sem ein úr hópnum, Ólöf Þorvaldsdóttir, starfar: „Fram að þessum tíma hafði hið opinbera séð um allan auglýsingaáróður og við vildum kveða sterkar að orði. Við hræddumst ekki að koma við kaunin á fólki eins og kom kannski best í ljós í auglýsingunni þar sem dúkka lá sundurtætt á götunni. Textinn var: „Ert þú vaxinn upp úr að leika þér á götunni?" Þessi aug- lýsingaherferð var sett fram undir kjörorðinu „Akstur er dauðans al- vara“ og við merktum ekki auglýs- ingarnar því að okkar mati skipti ekki máli hvaðan þær komu. En þær fóru fyrir brjóstið á mörgum. Einn af frammámönnum í umferð- armálum i Reykjavík hringdi til dæmis niður á Morgunblað eitt sinn, gagngert til að sverja af sér alla að- ild að þessum auglýsingum. Við lét- um líka gera auglýsingatexta í út- varp, stuttan og hnitmiðaðan eins ráða ferðinni og: „Hann var að beygja sig eftir sígarettu. Það var það síðasta sem hann gerði." í fyrrasumar fækkaði ölvunaraksturstilfellum samkvæmt skráðum tölum og þótt ég vilji ekki fullyrða að það hafi verið vegna þessara auglýsinga þá held ég ekki að tilviljun ein hafi ráðið." Synjað um éhey rna rf ulltrúa hjá umferðarnefnd Reykjavíkur Ragnheiður segir ýmis samtök ökukennslu her á landi... sem beiti sér á sviði umferðarmála hafa boðið áhugahópnum að taka þátt í ráðstefnum og fundahaldi um þau mál. Á einni slíkri ráðstefnu, sem umferðarráð boðaði sveitar- stjórnarfólk til, hafi þær hins vegar fengið að heyra að þær væru á villi- götum hvað umferðaráróðurinn Oft virðast gródasjónarmiðin ein

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.