Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 21
FwMntut^águr" 1i7tgágúöt'J989
V1
spáin
vikuna 17.—24. ágúst
(21. mars—20. apríl)
Vertu stolt/ur yfir því sem þú gerir, sérstak-
lega ef börn eiga í hlut. Þaö er einhver
heimavinna sem þú átt eftir aö gera. Ljúktu
henni af og taktu þaö síðan rólega. Þú gætir
þurft aö panta tíma hjá tannlækni eöa lækni
á næstunni.
(21. apríl—20. mai)
Fólk í áhrifastööum gæti komið sér vel fyrir
þig núna. Ekki slá hendinni á móti hjálp þess.
Fjármálin eru t.d hlutur sem þarfnast endur-
skipulagningar. Faröu því varlega meö pen-
ingana þína og ekki eyða í óþarfa.
(21. mai—21. júní)
Fyrir tvíbura í fjárfestingarhugleiðingum er
þetta ekki svo slæmur tími. En það borgar
sig samt aö hugsa málin vel áður en fram-
kvæmt er. Tilhugalífiö er í fína lagi og tvíbur-
ar sigla lygnan sjó um þessar mundir. Óveö-
ursský gætu þó leynst einhvers staöar.
(22. júní—22. júlí)
Eitthvað dregur úr þér alla orku. Þaö er því
ekki ákjósanlegt fyrir þig aö blanda mikiö
geöi viö aðra. Hugsaöu frekar um aö endur-
nýja orkubirgðimar. Ný vinnuvika er jú fram-
undan.
(23. júli-~22. ágúst)
Varastu aö láta smáatriðin veröa aö aðal-
atriöum. Reyndu frekar aö afla þér heildar-
sýnar yfir hlutina. Ef þér býöst aukavinna
ekki neita henni, þvi þú gaetir þurft á pening-
unum aö halda.
SA
*(23. úgúst—23. september)
Rólegheit eru þaö orö sem á best viö meyjar
þessa dagana. Rólegheitin eru svo mikil aö
sumir myndu flokka þaö undir leti. En ekki
vera neitt aö hlusta á þessa „suma". Hugs-
aöu bara um sjálfa(n) jjig, í rólegheituml!
■ fy,.-.
(23. sept.—24. október)
Þaö sem krefst samvinnu er líklegt aö gangi
ekki upp vegna skorts á samstarfsvilja fólks
í kringum þig. Þaö er allt í lagi því þú getur
gert margt og mikið upp á eigin spýtur. Þú
færö ánægjulega heimsókn um helgina,
reyndu aö fá sem mest út úr henni.
q
^ L* (24. okt.—22. nóv.)
Þú átt á hættu aö flækjast i tilfinningamál
varðandi vin sem þú átt. Varastu slikt þvi þú
mátt varla viö þvi vegna eðlislægrar við-
kvæmni. Helgin veröur samt einhvern veg-
inn öll á hvolfi, en hlutirnir rétta úr sér i byrj-
un næstu viku.
(23. nóv.—2l. des.)
Foreldrar i þessu merki eiga enga sæludaga
framundan, þvi krakkarnir eru liklegir til aö
veröa óskaplega órólegir. Því reynir virkilega
á samstóðu og samheldni. Annaö er upp á
teningnum hjá einhleypum, sem þess
vegna gætu látið allt mótlæti sem vind um
eyru þjóta.
(22. des.—20. janúar)
Nú fer að liða aö hausti og timi til kominn aö
skipuleggja. Láttu þetta veröa helgi hinnar
miklu skipulagningar. Verðlaunaöu þig síöan
fyrir vel unnin stórf meö þvi aö lyfta þér upp
á einhvern hátt, fara út aö boröa, á bíó, ball
eöa eitthvað slíkt.
(21. janúar—19. febrúar)
Vatnsberar eru yfirleitt bjartsýnismanneskj-
ur, og eiga stundum alveg fullan rétt á þvi.
Þó er hægt að ofgera öllu. Slikt ber aö varast
þvi þaö getur haft hinar skuggalegustu af-
leiðingar. Ekki er þetta þó algilt, sumir vatns-
berar komast upp meö allt.
(20. febrúar—20. mars)
Nýtt atvinnutækifæri gæti komið skyndi-
lega upp i hendurnar á þér. Þú ert i mikilli
klipu þvi þig langar til aö taka því. Geröu þitt
besta og kannaðu alla möguleika. Láttu
samt ekki óraunsæjar hugmyndir ná tökum
á þér. Koma timar, koma ráö.
i framhjáhlaupi
Inga Björk Sólnes
framkvæmdastjóri Listahátíðar
„Dreymir um eð verðð
stórkostleg listakona"
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Faðir minn. Hann er stórkost-
leg manneskja."
— Hvenær varðstu hræddust
á ævinni?
„Ég er alltaf hræddust í háloft-
unum. Ég man sérstaklega vel eft-
ir atviki þegar ég hafði næstum
sálast úr hræðslu. Þá var ég í flug-
vél á leiðinni frá Marseille til Túnis.
Það var mikil ókyrrð í loftinu og
mér var hætt að standa á sama
þegar ég sá að flugfreyjurnar voru
orðnar náfölar af hræðslu sjálfar."
— Hvenær varðstu glöðust?
„Þegar ég lauk BA-prófinu í
stjórnmálafræði frá Háskóla ís-
lands. Þá vissi ég að ég þyrfti
aldrei framar að setjast á skóla-
bekk."
— Hvers gætirðu síst verið
án?
„Matar. Ég er afskaplega mikið
matargat þótt ég beri það kannski
ekki utan á mér. Án matar gæti ég
ekki verið lengi."
— Hvað leiðist þér mest?
„Það er svo margt sem mér
finnst leiðinlegt að ég held ekki að
ég sé að nefna neitt eitt umfram
annað. Sennilega finnst mér þó
leiðinlegast af öllu að taka strætis-
vagninn."
— Hvað skemmtir þér best?
„Pínleg atvik sem aðrir lenda í."
— Hvað fer mest í taugarnar á
þér?
„Tilgerð."
— Manstu eftir pínlegri stöðu
sem þú hefur lent f?
„Ég er ævinlega að lenda í pín-
legri stöðu."
— Hvað vildirðu helst fást við
ef þú skiptir um starf?
„Mér líður afskaplega vel í nú-
verandi starfi, sem ég er reyndar
nýtekin við. Ég gæti hugsað mér
að gegna því lengi enn."
— Attu þér einhvern leyndan
draum?
„Mig hefur alltaf dreymt um að
verða stórkostleg listakona. En sá
draumur verður líklega aldrei að
veruleika vegna þess að mig grun-
ar að ég sé gersneydd öllum list-
rænum hæfileikum. Ég ætla því að
láta mér nægja að starfa í þágu
listarinnar."
■ *
VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM
LÓFA?
Sendu þá tvö góð Ijósrit af hægri
hendi (þeirörvhentu Ijósrita vinstri lóf-
ann!) og skrifaðu eitthvert lykilorð aft-
an á blöðin, ásamt upplýsingum um
kyn og fæðingardag
Utanáskriftin: PRESSAN — lófalestur
Ármúli 36
108 Reykjavík
lófalestur
í þessari viku:
Naut
(kona, fædd 6.5/47)
MERKÚRLÍNAN (1):
Það er eins og þessi kona hafi ekki
getað ráðið almennilega við örlög
sín, ýmislegt bendir einnig til að
hún hafi að undanförnu gengið í
gegnum mikla lífsreynslu. Það
gerðist að öllum líkindum að vor-
eða sumarlagi, árið 1987 eða 1988
eða a.m.k. á síðustu tveimur eða
þremur árum. En núna hefst hjá
konunni mun auðveldara tímabil,
þó svo það reyni svolítið á hana.
ALMENNT:
Það verða jákvæðar breytingar á
starfi konunnar í framtíðinni. Hún
er mjög fórnfús í sambandi við
heimilið og fjölskylduna og fram-
koma hennar nánustu skiptir hana
miklu máli.
AMY
ENGILBERTS
í
Ct