Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 17. ágúst 1989
varðaði:
„Á þessum fundi stóð upp Harald-
ur Blöndal, formaður Umferðar-
nefndar Reykjavíkur, og lýsti þvi yfir
að allur umferðaráróður væri einsk-
is virði. Hann fullyrti að það eina
sem dygði í þessum efnum væri að
herða viðurlögin og auka löggæsl-
una. Hugsaðu þér, formaður um-
ferðarnefndar leyfir sér að halda því
fram að allur áróður, þar með tal-
inn okkar, sé út i hött. Mér fannst
þetta gjörsamlega ábyrgðarlaust tal
af manni í hans stöðu og varpaði
fram þeirri spurningu til hans hvort
starf ^ umferðarráðs, Slysavarnafé-
lags íslands og þjóðarátaksnefndar
væri þá ekki bara tímasóun og pen-
ingaeyðsla? Jafnframt spurði ég full-.
trúa fjármálaráðuneytisins sem
þarna var staddur hvort þeim pen-
ingum sem varið hafði verið til Þjóð-
arátaks 1988 hefði ekki eins verið
hægt að fleygja út um gluggann. Ég
fékk engin svör nema þau að for-
maðurinn væri ekki svara verður."
Henni verður heitt í hamsi þegar
hún rifjar upp þennan fund: „Það er
ekki við góðu að búast hjá umferð-
arnefnd Reykjavíkur þegar maður
með svona skoðanir situr sem for-
maður. Á þessari ráðstefnu orðuð-
um við þá ósk okkar við Harald
Blöndal að við fengjum að hafa
áheyrnarfulltrúa hjá umferðar-
nefnd Reykjavíkur. Hann lýsti því yf-
ir í heyranda hljóði að hann myndi
gera allt sem i hans valdi stæði til að
hindra að af slíku yrði. Við sóttum
um til borgarráðs að við fengjúm
áheyrnarfulltrúa og vísuðum til þess
að leigubílstjórar, strætisvagnabíl-
stjórar og Kaupmannasamtökin
hafa sinn áheyrnarfulltrúa hjá um-
ferðarnefnd. Þetta var í fyrsta skipti
sem hinn almenni borgari óskaði
eftir að sitja fundina og við hefðum
ekki haft atkvæðisrétt, aðeins tillögu-
rétt. Þessi beiðni okkar var felld í
borgarráði og fór fyrir borgarstjórn
Reykjavíkur. Þar studdi minnihlut-
inn þessa tillögu eindregið, en meiri-
hlutinn felldi hana. Þar með var
málið endanlega afgreitt. Þetta er
gott dæmi um að það ríkja ekki lýð-
ræðisleg sjónarmið hjá Umferðar-
nefnd Reykjavíkur, en það sem kom
okkur þó mest á óvart var að Katrín
Lífsreynsla sem
aldrei gleymist
En Ragnheiður þekkir slysin af
öðru en frásögnum. Hún starfaði í
níu ár sem lögreglukona hjá slysa-
rannsóknardeild og kom á þeim ár-
um oft að umferðarslysum: „Ég
kom að fjölda umferðarslysa og
horfði upp á mikið slasað eða látið
fólk. Eitt af því hræðilegasta sem
hægt er að upplifa er að verða vitni
að því að móðir eða faðir kastar sér
Ragnheiður Davíðsdóttir er þeirrar skoðunar að umferðarmál eigi að ' yfir barn sitt á götunni, viti sínu fjær
vera þverpólitísk. af skelfingu. Það er lífsreynsla sem
Sú lífsreynsla ad sjá foreldri kasta
sér yfir barn sitt á götunni gleymist
aldrei...
Formaður Umferðarnefndar
Reykjavíkur hélt því fram að allur
áróður væri út í hött...
Alvarlegt
umferðarslys
kostar þjóðina
40—50 milljónir
Hún segir liggja nokkuð ljóst fyrir
hvar helstu slysagildrur borgarinn-
ar séu: „Hjá Umferðardeild Reykja-
víkurborgar hefur verið gerð úttekt
á helstu slysastöðum í borginni sam-
kvæmt tölum um umferðarslys. Þar
hefur einn ágætur maður, Gunnar
Gunnarsson verkfræðingur, sent frá
sér svokallaða „svartblettaskýrslu"
þar sem hann bendir á hættulega
staði í borginni, kemur með tillögur
til úrbóta og hvað þær muni kosta.
Auk þess bendir Gunnar á í skýrslu
sinni að þær upphæðir sem myndu
sparast við fækkun alvarlegra slysa
og dauðaslysa yrðu fljótar að borga
upp lagfæringarnar. Eins og margir
vita kostar eitt dauðaslys í umferð-
inni þjóðfélagið að meðaltali 15
milljónir króna í beinhörðum pen-
ingum. Það hefur verið metið út frá
vinnutapi og öðru. Alvarlegt um-
ferðarslys sem hefur í för með sér
varanleg örkuml kostar þjóðfélagið
40—50 milljónir, enda er þar um að
ræða fólk sem þarf að dvelja á stofn-
unum alla sína ævi og fá en3urhæf-
ingu. Það má því rétt leika sér að töl-
um um það hvað þjóðfélagið myndi
spara mikið af peningum með því
að lagfæra þessa svörtu bletti. Það
eru þrjátíu og sex staðir hér í borg-
inni sem aðkallandi er að laga.
Minnihiutaflokkarnir lögðu fram til-
lögu þegar gerð var fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir þetta ár um að
borgin legði fram tuttugu og fimm
milljónir til að gera við þessa staði.
Niðurstaðan varð sú að borgin veitti
fjórar milljónir."
Hún segir að umferðarmál hafi
alltaf flokkast undir að vera „annars
flokks mál“ þegar til kosninga
kæmi: „Að minnsta kosti hef ég ekki
orðið vör við að neinn af pólitísku
flokkunum hafi sett umferðar- eða
skipulagsmál á oddinn þegar í kosn-
aldrei gleymist og lætur engan
ósnortinn. Það er líka skelfilegt að
horfa upp á marga þeirra sem ég
kom að rúlla sér nú áfram í hjóla-
stólum. Margt af þessu fólki slasað-
ist vegna aðstæðna í skipulagsmál-
um í vegagerð; í mörgum tilvikum
var þetta fólk sem ók á brúarstólpa
eða fór út af í hættulegum beygjum,
sem gert var við í kjölfar slysanna.
En það er aldrei hugsað fyrr en
skaðinn er skeður. Hér á landi eru
margar varhugaverðar blindhæðir
sem hægur vandi á að vera að laga,
en það er alltaf eins og það þurfi ein-
hver ósköp af slysum áður en eitt-
hvað er gert. Ég var nýlega á ferð
norður í landi og þar bentu lög-
reglumenn mér á fjölmargar slysa-
gildrur þar sem fjöldinn allur af slys-
um verður á hverju einasta ári. Lög-
reglan sagði mér að þeir væru búnir
að argast í Vegagerðinni og þeim
sem eiga að sjá um þetta, en það
væri sjaldnast nokkuð gert.“
Þriðjungur lótinna I
umteréarslysum ó
aldrinum 15—25 óra
Hún segir að því miður virðist of
staklingar um ökukennslu og það
virðist lítið sem ekkert eftirlit haft
með því hversu fáa tíma krakkar
sleppa með. Við vitum dæmi þess
að 17 ára strákar hafi fengið öku-
skírteini í hendur eftir fimm til sex
kennslustundir. Það er dýrt að taka
ökupróf, það kostar frá tuttugu upp
í þrjátíu þúsund krónur, og krakk-
arnir eru fegnir að sleppa með sem
fæsta tíma. Sem betur fer er þetta
ekki algiid regla meðal ökukennara,
en þó alltof algengt. Eitt af því sem
við viljum að verði gert er að koma
upp æfingasvæði fyrir þá sem eru
að taka bílpróf þar sem þeir geta æft
sig að aka við mismunandi aðstæð-
ur. Þeir sem sitja á peningunum hafa
ekki viljað eyða þeim í slíkt svæði.
Krakkar sem læra að aka á sumrin
vita ekkert hvernig það er að aka í
hálku en þeim er hleypt út í umferð-
ina eigi að síður."
Rangar áherslur
á störf
lögreglunnar
Ragnheiður er heldur ekki sátt
við þann niðurskurð sem orðið hef-
ur hjá lögreglunni. Hún segir að
þeirrar tilhneigingar hafi gætt und-
anfarin ár að skera niður löggæsl-
Þridjungur alira alvarlegra
umferðarslysa hendir fólk á
aldrinum 15—25 ára. . .
ingabaráttu er komið. Og ég er al-
veg sannfærð um að sá flokkur sem
myndi beita sér fyrir þessum málum
og kæmi með raunhæfar tillögur í
umferðarmálum í borginni færi
ekki halloka í næstu borgarstjórnar-
kosningum. Það er eins og hlutirnir
þurfi alltaf að höggva nærri fólki til
að það skilji. Það væri kannski ráð
að bjóða þessum aðilum inn á
Grensásdeild og sjá fólkið sem hefur
lamast og þarf að eyða ævinni í
hjólastól? Það væri líka kannski ráð
að bjóða þeim að horfa upp á hörm-
ungar þeirra sem séð hafa á eftir ást-
vinum sínum á vígvelli umferðar-
innar? Ég vona bara að ráðamenn í
þjóðfélaginu þurfi ekki að upplifa
slíka sorg sjálfir til að augu þeirra
opnist."
Alvarlegt umferðarslys sem hefur
varanleg örkuml í för með sér
kostar 40—50 milljónir...
Fjeldsted, fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn, skyldi greiða at-
kvæði gegn okkur. Katrín hefur gef-
ið sig út fyrir að vera mjög afgerandi
í umferðarmálum; hún hefur barist
mjög fyrir umbótum á gatnakerfinu
og beitt sér fyrir því að hraðahindr-
unum væri komið upp. En þarna sá-
um við að það er aldrei á vísan að
róa í þessum málum. í okkar huga
eru umferðarmál málefni allrar
þjóðarinnar og ættu því að vera
þverpólitísk með öllu." Þarna voru
því furðuleg sjónarmið á ferðinni að
okkar mati.
Hjá Umferðardeild
Reykjavíkurborgar hefur verið gerð
úttekt á helstu slysastöðum
borgarinnar....
ríkjandi það viðhorf að „ekki sé við
öðru að búast, ökumaðurinn hafi
verið að fá bílpróf": „Þriðjungur
allra alvarlegra umferðarslysa
hendir fólk á aldrinum 15—25 ára,“
segir hún. „Á þessu ári var helm-
ingur látinna af völdum umferðar-
slysa á þessum aldri. Það er kannski
ekki við góðu að búast eins og stað-
ið er að ökukennslu hérlendis. Þar
virðast því miður oft gróðasjónar-
miðin ein ráða ferðinni. Okkur í
þessum áhugahópi langar til að
beita okkur í þeim málum sem lúta
að ökukennslu. Hér á landi sjá ein-
una og nú sé umferðardeildin ekki
svipur hjá sjón hjá því sem áður var.
Skýringin sé sögð sú að ekki fáist
fjárveiting til aukinnar löggæslu:
„En mín skoðun er sú að það séu
ekki réttar áherslur á störf þeirra
manna sem til staðar eru,“ segir
hún. „Lögreglan hefur ákveðinn
mannafla, en áherslurnar liggja á
öðrum sviðum en þeim að sinna
umferðinni. Það er sífellt verið að
taka menn úr umferðardeildinni til
að takast á við önnur verkefni og
núna eru til dæmis aðeins tveir lög-
reglumenn við umferðarfræðslu í