Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 13
12 Fimmtudagur 17. ágúst 1989 Fimmtudagur 17. ágúst 1989 13 ★ Snobb Siðasta kveðjan sem íslendingur fær birtist i daablaoi. Ættingi, kunnmgi eða vinnufóladi tekur sig til og skrifarTengri eða styttri minningargrein þar sem sumt er satt, annað ýkt og eittnvað þagað i hel. Ástvinum er oftast i mun að hins látna só minnst og ekki sakar að virðing- armenn vitni um göfugt starf hins fram- liðna. Í minningargreinum tvinnast sam- an hógómi, hughreystiorð og ekki sist hugmyndir íslendinga um dauðann og eilifðina. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYND: BJÖRG Minningargreinar eru séríslenskt fyrirbæri. Eriendis er algengt að lát- inna sé minnst með lítilli klausu og knöppu æviágripi. Það þekkist ekki að ættingjar og vinir skrifi langlok- ur um látinn mann. Fyrir nokkrum árum birtist í ljóð eru illa séð á minningarsíðun- um og kann það að stafa af hnign- andi skáldgáfu þjóðarinnar. Hér áð- ur var það íþrótt að yrkja erfidrápu. Þetta ljóðform var misnotað á 19du og 20stu öld með því að skáld voru fengin til að yrkja um sér bláókunn- sænsku síðdegisblaði frétt með fyr- irsögninni „Dödens tidning". Þar sagði frá undarlegu dagblaði á norð- urhjara veraldar sem þrifist helst á því að skrifa um látið fólk. Dagblað- ið sem sænskir áttu við er Tíminn, en í mörg herrans ár hélt blaðið úti íslendingaþáttum. Tíminn lagði ís- lendingaþættina af og Morgunblað- ið er eitt um að birta reglulega minningargreinar. Morgunblaðið hefur það fyrir reglu að birta allar þær minningar- greinar sem berast. Þegar mikið gengur á getur dregist að birta öll eftirmælin, en reynt er að koma þeim í blaðið daginn sem jarðarför fer fram. Greinarnar eru ekki styttar og aðeins málvillur leiðréttar. Það eru tvö atriði sem höfundar minningarorða í Morgunblaði verða að hafa í huga. Annarsvegar að yrkja ekki til hins látna. Frumort uga menn og fremur var litið á samningu erfiljóða sem handiðn en skáldskap. Hinsvegar að ávarpa ekki hinn látna, enda hefur Morgun- blaðið enga tryggingu fyrir því að framliðnir lesi blaðið. „Guðirnir elska . . Sökum þess að eftirmæli i Morg- unblaðinu eru ekki ritskoðuð eða stílfærð af ritstjórn blaðsins, heldur birt óbreytt, eru þau merkileg heim- ild um þær hugmyndir sem íslend- ingar gera sér um líf og dauða. Ekki er að efa að langflest minningarorð- in eru skrifuð af heilu hjarta og fölskvaleysi þess sem kemst í kynni við dauðann, jafnvel þótt óbeint sé. Lausleg athugun blaðamanns benti ekki til að fræðileg athugun hefði verið gerð á innihaldi minn- t Saluhjalp undar eftirmæla grípa stundum til þess ráðs að svara spurningunni með orðtakinu „þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Frá kristnu sjónarmiði er tvennt athugavert við þetta svar. í fyrsta lagi er guð hér í fleirtölu og það samrýmist illa eingyðistrú krist- inna. í öðru lagi er langlífi löngum talið mikil guðsblessun í kristnu samfélagi. Það er meira í ætt við heiðni að fegra ótímabæran dauð- daga. Þeir höfundar minningarorða sem vitna til latneska orðskviðarins hafa ábyggilega annað í huga en fjölgyðistrú, sumsé þetta: „Menn- irnir elska þá sem ungir deyja.“ í sumum eftirmælum eru tilfærð- ar vísur úr Hávamálum. En Háva- mál koma úr heiðnum sið og eru gegnsýrð lífsviðhorfi víkingaaldar þar sem megináherslan er á þetta líf. Algengt er að hafa yfir vísuorðið um að orðstír sé það eina sem aldrei fyrnist. í kristni er orðstír aftur á móti forgengilegur eins og annar veraldlegur hégómi. Það er eins og íslendingar treysti almættinu ekki fyllilega fyrir velferð hins látna. Minningargrein í Mogga um eilífan orðstír er öruggari leið til ódauð- leika; skrifað orð stendur. Þau semja fyrir þig eftirmælin Ný þjónusta er í boði: Sértu í erfiðleikum með að koma saman minningarorðum um látið skyld- menni eða kunningja, en vilt engu að síður senda kveðju, eru þau Einar og Jóna í Ritvali hf. tiibúin að hjálpa þér. Maður .getur slegið á þráðinn eða heilsað upp á Einar og Jónu þar sem þau halda til á Skemmuveg- inum í Kópavogi og látið þau fá helstu upplýsingar um hinn látna. Einar semur textann og Jóna sér um uppsetningu og frágang. Verðið ætti ekki að fæla neinn frá, það kostar á milli 2.000 og 3.800 krónur að fá fullfrágengin eftirmæli. „Fyrirmyndin er frá Bandaríkjunum,” segir Einar Jónsson. í Fíladelfíu þar vestra kynntist hann fyrir- tæki sem sérhæfði sig í því að semja líkræður. Útfar- arræðurnar voru samdar að ósk ættingja og komu fullbúnar í hendur prestinum sem lagði til guðsorð- ið. Ameríkanar kunna til verka í færibandavinnu. Einar segir enga hættu á því að minningargreinar sem hann semur verði hver annarri líkar, enda vinni hann í nánu samstarfi við kúnnann. „Við erum nýbyrjuð með þessa þjónustu og bú- umst ekki við að þetta verði neinn gróðavegur. Þetta kemur sem viðbót við þá ritvinnslu sem við erum með,” segir Jóna Jóhannesdóttir. „Fyrirmyndin er frá Bandaríkjunum." Einar Jónsson og Jóna Jóhannesdóttir. Gamall siður Sennilega eru minningaskrif leif- ar af þeim sið að við jarðarfarir mæltu sveitungar hins látna nokkur orð þegar rekunum var kastað. Þeg- ar dagblöð komu til sögunnar var tilvalið að festa minningarorðin á blað og koma þeim á framfæri við fleiri lesendur. Ríkisútvarpið lagði líka sitt af mörkum og útvarpaði jarðarförum um árabil til allra lands- manna. Gátu menn borið líkræðu prestsins saman við umsögnina sem hinn látni fékk í dagblöðum. Það er eftirtektarvert að við frá- fall barna og unglinga finna tiltölu- lega margir sig knúna til að skrifa eftirmæli. Það virðist ekkert sam- ræmi milli aldurs og lífshlaups hins látna annarsvegar og lengd og fjölda minningargreina hinsvegar. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, telur minninga- skrif um ungt fólk oft vera aðferð kunningja og vina til að samhryggj- ast foreldrum hins láta ungmennis. „íslendingar eiga svo erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita illa hvaða atferli hæfir á sorgarstundu. Margir leysa úr þeim vanda með því að skrifa minningargrein,” segir Gunnar. { svo gott sem öllum eftirmælum er þeim látna gefin lyndiseinkunn. Sömu lýsingarorðin koma fyrir aft- ur og aftur. Um konur er gjarnan fjölyrt að þær hafi verið blíðlyndar og umhyggjusamar, en karlar eru oftast traustir, duglegir og gefast ekki upp þótt á móti blási. ingargreina, hvorki þekktu menn í guðfræðideild Háskóla íslands til þess né aðspurðir sagnfræðingar. Þegar ungt fólk fellur frá með sviplegum hætti er það alltaf jafn- óútskýranlegt. Þeir sem trúa á al- mættið standa einatt frammi fyrir þessari spurningu: Hvers vegna er lífið hér á jörð ekki algott fyrst upp- hafið og endirinn er hjá algóðum guði? Þrátt fyrir tvöþúsund ára við- leitni er ekki til einhlítt svar. Höf- Frómir gófumenn Þótt eftirmæli séu hugsuð af hálfu höfunda sem álitsgerðir um ein- staklinga, sem eru eins misjafnir og þeir eru margir, segja þau ýmislegt um þær dyggðir sem helst þykja prýða menn og konur. Og ekki síður gefa slíkar umsagnir góða hugmynd um þá lesti sem landlægir eru á ís- landi. Það er varla tilviljun hversu oft höfundar minningargreina gefa þeim látna þau eftirmæli að „hon- um/henni lá aldrei illt orð til nokk- urs manns”. Baktal og rógur þrífast vel í fámennu samfélagi og gömul saga að íslensk eyru fýsir illt að heyra. Þegar skráð eru eftirmæli verður það mælikvarði á frómt líf- erni hvort viðkomandi hafi staðist þá freistni að tala illa um náungann. Önnur algeng einkunn lýtur að gáfum þess látna. Orð eins og „gáf- aður, skarpur, bráðgáfaður og greindur” má víða lesa í eftirmæl- um. Sigurður Nordal gerði einu sinni grín að gáfumannakomplexum ís- lendinga. Hann tók dæmi af 1000 mannlýsingum opinberra starfs- manna þar sem rrieira en helftin fékk þá umsögn að vera gáfuð. Ádeiluna flutti Sigurður haustið 1942 í Menntaskólanum í Reykjavík en hún birtist í fyrsta skipti á prenti fjörutíu og fimm árum síðar, í útgáfu AB. Niðurstaða Sigurðar er þessi: „Sé gáfumannahjalið okkar brotið til mergjar, stappar það háskalega nærri því, að við höfum viljað virða sem mest þá menn, sem allt var sjálfrátt illa gefið . .. Því meira sem hér yrði af heilbrigðri skynsemi og siðferði, því færri gáfumenn mundu verða hér í þeim rangsnúna og dap- urlega skilningi, sem eymdarkjör og vanmetakennd hafa innrætt þjóð- inni að leggja í það orð.“ Drýgið tekjumarí Endurvinnslan hf. tekur við einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum gegn skilagjaldi. Á móttökustöðum er skilagjaldið greitt út í hönd. Til að flýta fyrir afgreiðslu eru menn beðnir að flokka umbúðir og setja áldósir í einn poka, plastdósir og -flöskur í annan og einnota gler- flöskur í þann þriðja. Móttökustaðir eru opnir virká daga frá mánudegi til föstudags. Á söfnunarstöðum er tekið við óflokkuðum umbúðum. Þær eru merktar og fluttar til Endur- vinnslunnar í Reykjavík sem sendir eiganda ávísun fyrir skilagjaldinu í pósti. Miðað er við að menn safni a.m.k. 100 umbúðum í einn poka áður en honum er skilað á söfnunarstað. Upplýsingar um afgreiðslustað og tíma eru auglýstar á hverjum stað. Sö/hunantaðin Borgarnes Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Súðavík Hólmavík Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Húsavík Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Búðir Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Hvolsvöllur Hella Hveragerði Laugarvatn Stokkseyri Þorlákshöfn Grindavík Endurvinnsla stuðlar að hreinna umhverfí, heilbrigðara verðmætamati og er auk þess dágóð búbót fyrir duglega safnara. [mRvimun HF Nýtt úr notuðu Móttökustaðir: Reykjavík: Dugguvogur 2, opið kl. 13-18. Við Jaðarsel (hverfisstöð Gatnamálastjóra), opið kl. 13-18. í skemmu við Eiðisgranda, opið kl. 13-18. Kópavogur: Við Fífuhvammsveg, opið kl. 13-18. Hafnarfjörður: Vinnuskóli við Flatahraun, opið kl. 13-18. Akranes: Smiðjuvellir 3, opið kl. 9-12. ísafjörður: Hjallavegur 11, opið kl. 20-22. Akureyri: Við KA-heimilið, opið kl. 13-18. Vestmannaeyjar: Kaupfélag Vestmannaeyja, opið á verslunartíma. Selfoss: Vörumóttaka Kaupfélags Árnesinga, opið kl. 13-17:30. Keflavík: Iðavellir 9B, opið kl. 14-18. YDDA Y30. 3/SlA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.