Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 17 brídge krossgátan Það er ástæðulaust að fara á taugum þótt útlit sé fyrir að and- staðan sé að sækja sér stungu í upplögðum samningi. Það er uppörvandi að þú hefur séð vandann og þá er bara að skoða hvort hægt sé að finna lausn á honum. ♦ ÁKD1072 V 1093 ♦ K2 4»'82 4 G y KG75 4 865 4 KG943 N V A S 498643 VÁD862 ♦ - 41076 4 5 y 4 ♦ ÁDG109743 4ÁD5 S gefur, allir á. S hefur sagnir á 1-tígli, 1-spaði í N og suður á fyrir 3-tíglum. N stekkur í 4-spaða til að sýna sjálfspilandi lit og eftir fyrir- stöðusagnir í láglitunum endar suður í 6-tíglum. Það hefði verið klókt af vestri að leggja niður hjartakóng til þess að fá tækifæri til að skoða blindan og íhuga framhaldið, því ljóst var af sögnum að félagi átti þar fyrstu fyrirstöðu. En vestur kaus að spila út spaðagosa. Það blasti við suðri að gosinn væri einspil og stunga því yfirvof- andi. Hann stakk upp ás og spilaði trompi á ásinn, sem er í himnalagi ef trompin hefðu legið 2—1, en áætlunin þoldi ekki 3-0- skipting- una og suður fór að lokum tvo nið- ur. Suður var í hálfslemmu og hann hefði átt að einbeita sér að 12 slög- um. Fyrst vestri var svona umhug- að að sækja sér stungu var mátu- legt á hann að fá hana; fyrsta og síðasta slag varnarinnar! í 2. slag heldur suður áfram með spaðann og kastar hjarta heima og 3—0-legan í trompinu er ekkert vandamál lengur. Neiti vestur sér um trompun er spaðanum spilað áfram og laufi kastað að heiman. skák Taflvél Kempelens Wolfgang von Kempelen var mikill trúnaðarmaður yfirvalda í austurríska keisaradæminu á átj- ándu öld. Hann sá um byggingar og önnur mannvirki, stjórnaði verkum, skipulagði og teiknaði — var eins konar húsameistari ríkis- ins. Ekki lék vafi á því að maður- inn var snillingur, allt lék í hönd- unum á honum og hugmyndaflug- ið var frjótt. Það var árið 1769 að Kempelen hvarf um sex mánaða skeið, lokaði sig inni á verkstæði sínu, og fékk enginn að vita við hvað hann fékkst. En að lokum birtist hann aftur og hafði þá kjörgrip að sýna: vélmenni sem gat teflt skák. Við sæmilega stórt borð sem var að miklu leyti lokað eins og skápur sat brúða í fullri líkamsstærð, klædd eins og Tyrki með túrban á höfði. Á borðinu var fast skákborð með stórum og gerðarlegum tafl- mönnum. Hirðin með Maríu Ther- esíu í fararbroddi starði undrandi á þetta furðuverk þegar borðinu var ekið inn í salinn. Kempelen bauð hverjum sem vildi að koma og tefla við Tyrkjann, en menn voru hikandi og hissa. Einhver hafði orð á því hvort ekki væri maður falinn inn í vélinni. Kempelen tók þeirri spurningu vel, opnaði þegar tvær hurðir á skápnum svo að allir gætu séð hið flókna gangverk, bað meira að segja um kerti til að lýsa inni í skápinn. Síðan var hurð- unum lokað og sú þriðja og stærsta opnuð. Þá var opnuð hurð hinum megin á skápnum og loks voru allar þrjár hurðirnar sömu megin opnaðar og höfðu þá allir sannfærst um að enginn maður var í skápnum. Þá gat taflið hafist. Þeir sem tefldu við vélmennið voru beðnir að gæta þess að setja taflmennina ávallt nákvæmlega á miðja reiti. Tyrkinn gat hreyft aðra höndina og leikið þannig. Hann hreyfði sig hægt og settlega og var býsna kurteis: ef hann setti á drottningu hneigði hann sig tvisv- ar, en þrisvar ef hann skákaði. Ef mótleikandinn braut reglur um manngang hristi Tyrkinn höfuðið, færði manninn til baka og lék sjálf- ur. Það var refsing hans fyrir ólög- legan leik. Öðru hverju dró Kemp- elen upp gangverkið. Þetta vakti feikna athygli og þótti með ólíkindum. Sumir höfðu þrátt fyrir allt grun um að maður væri í skápnum, en hann var þá furðu vel falinn. Einhverra hluta vegna var Kempelen ekki áfjáður í að sýna þennan merkilega grip of oft. Sú saga komst á kreik að vélmennið væri bilað og var það ekki sýnt um sinn. En þegar Jósep annar hafði tekið við völdum af móður sinni og átti vin á rússn- eskum stórfursta í heimsókn komst Kempelen ekki hjá því að sýna tækið að nýju. Það vakti mikla athygli eins og fyrr og keis- arinn sendi Kempelen víða um Evrópu til að sýna þetta furðu- verk, meðal annars til Parísar og Lxjndon. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON VIÉLUIÍV AflOLir &WTPIIZ-1/ T, LOKA TÍT GYA.ru WffiTP1 k HOUT samtok JLoíiue/ P/KKAtl f/Ou-M þftíLL M/U/HUR ItYriú MYMufZ TlAfJG-A f&l-Ð- StlfíÐA GRPLti- METi 6 HTlMSKA OMll-'T £kD- £TÆSI J-/AT fUCrL II öEismt WRE'Yf- 167 15 )8 TOGi UTA/Y S%6- Afír/AS g‘ap/ ‘AGt-tYG fOTTAR E/rJfJlG BATI ¥— HluiJ/y- iiJoi Kolo OÐLAST KELOA HUG- LSiOlK SKtlbTi Mfcð/ PiPufí. flTHUGfl %------- fíLLTflh Lf-LtG /ÍSAST )6 REfSiriGc HRF-imn UPÚGcl G'alqi HPAOI fu&L I? Bú'ALfAfl KATARI P'lLfl 10 f/tODU hLP/sr fiflR- Ofl&i 1 KEYPBl H'flVAY- irJrY KOSTuP- SM'flli STPlf oARMiaR Yfcð 13 skyh- h/ífi & tom f0l<- fkfluf 'gu6 HLbMI TYWAKA TTo&Z UTflrl DfYKKUt % Llflufl S'fl-P ír!/Bu(l riL HRíYfDl H SF.fl ÍZ KONU- r/flfH 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Krossgáta nr. 47. Skilafrestur krossgátunnar er til 29. ágúst. Utanáskriftin er: Pressan, kross- gáta nr. 47, Ármúla 36, 108 Reykjavík. I verdlaun er bókin Uppgjörið eftir rithöfundinn Howard Fast og fjallar hún um örlagaatburdi sem veröa í lífi öldungadeildarþingmanns í Banda- ríkjunum. Dregiö hefur verid úr lausnum á 45. krossgátu. Vinningshafinn er Brynjar Halldórsson, Gilshaga 2, 671 Kópaskeri. Hann fœr senda bókina Viðsjái er vagga iífsins eftir Mary Higgins Clark. Skjaldborg gefur báöar bœkurnar út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.