Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 mann með tóman bensínbrúsa og hjólaði með hann á bensínstöð. Og ein besta sagan af honum er þegar hann hringdi í vin sinn, ritstjóra á dagblaðinu E1 Pais í Madrid. Blaða- maður sem svaraði sagði að ritstjór- inn kæmist ekki í símann og Juan Carlos bað fyrir skilaboð: „Viltu gjöra svo vel að biðja hann að hringja í mig. Þetta er Juan Carlos — konungur." „Já ég geri það,“ svaraði blaðamaðurinn. „Eg er Napóleón Bonaparte!" Þegar ég spyr Maríu Önnu hvort hún hafi ekkert verið í vafa um hvernig hún ætti að klæðast í sam- fylgd konungborinna svarar hún skellihlæjandi: „Jú ég var nú tauga- óstyrk yfir því! Fyrsta daginn ákvað að fara í gráa dragt — og var með forljótt veski! Hins vegar skipti ég miklu oftar um föt en þau, því ég fór ekki með til Vestmannaeyja og gat því farið heim á milli. Síðdegis á fimmtudeginum var móttaka fyrir spænskumælandi fólk og þá fóru konungshjónin beint úr bílnum í móttökuna, en ég hafði fengið klukkutíma heima til að hafa mig til! Það er greinlega miklu auðveldara að vera undirmanneskja ...!“ Það kvöld var haldin konungs- veisla og þar sögðu öryggisverðirnir Maríu Önnu að henni væri velkom- ið að fljúga með konungsvélinni til Madrid daginn eftir: „Ég varð hins vegar að gefa upp nöfn þeirra sem myndu sækja mig á flugvöllinn, því konungsvélin lendir á afgirtu her- svæði. Ég rauk í símann og hringdi í Jesus, svona rétt til að tryggja að systir hans og mágur kæmu út á völl!" Um borð í einkaþotu konungshjónanna Henni var sagt að koma með tösk- urnar sínar á Hótel Sögu fyrir klukk- an níu næsta morgun. Þar uppgötv- aði María Anna sér til mikillar skelf- ingar að hún hafði farið í háhælaða skó — en ferðinni var fyrst heitið á Nesjavelli og þaðan til Þingvalla: „Ég hljóp því inn í gestamóttökuna og spurði hvort einhver þar gæti lánað mér lágbotnaða skó!“ segir hún hlæjandi. „Það var minnsta mál, svo ég gat gengið um á Þing- völlum.. Síðdegis var haldið út á flugvöll. Það var í fyrsta og líklega síðasta skipti sem María Anna hefur farið út úr landinu og inn í Spán án þess að framvísa vegabréfi: „Konungshjón- in sátu fremst í vélinni, ásamt hæst- settu mönnunum í konungsráðu- neytinu, en ég var með öryggisvörð- unum aftan til. Auk mín var aðeins ein önnur kona þar. Rétt áður en við lentum í Madrid bað ég um leyfi til að fara fram í og kveðja konungs- hjónin. Ég var nú svo dauðfeimin að ég þakkaði þeim bara fyrir samver- una og góð kynni... Maður er aðal- lega í því að vera taugaveiklaður og feiminn í návígi við svona háttsett fólk, þótt það sé í rauninni engin ástæða til. Og mér fannst gaman að sjá töskurnar mínar í Madrid, merktar með konunglegu spjaldi... Það sem ég sé einna mest eftir er að hafa ekki haft kjark í mér til að biðja einhvern að taka mynd af mér með drottningunni í Kringlunni. Myndavélin lá í veskinu mínu, en ég þorði ekki...! Þetta var ævintýri sem maður lendir örugglega ekki í nema einu sinni á ævinni." PRESSU MfeL&JR ’ðinair — flugfélag Helga Jónssonar, sem sérhæft hefur sig i Grænlandsflugi — mun vera að hefja sölu á nýjum hreindýraveiði- ferðum til Austur-Grænlands. Þetta eru fimm daga ferðir og eiga að kosta hátt á þriðja hundraðþúsund, en þá er líka allt innifalið. Islenskir veiði- menn sem bregða munu sér til Grænlands fá þó ekki leyfi til að koma með kjötið heim. Lög hér á landi banna slíkt. Heimildir okkar segja hinsvegar að veiðiferðir til Grænlands séu kærkomin nýjung fyrir tannlækna og aðra hátekjuúti- vistarmenn, sem fái þarna nýjan kost í „leikjasafnið”... b “einar útsendingar frá skák- mótum þykja takast misvel. í þeim efnum þótti Stðð 2 skara framúr þegar Heimsbikarmótið var hald- ið í Borgarleikhúsinu í fyrrahaust. Stórmeistarasambandið með Kas- parov í fararbroddi hreifst svo af vinnubrögðum Stöðvarmanna að óskað var eftir aðstoð þeirra við út- sendingar frá heimsbikarmótinu sem nú er haldið í Sviþjóð. Það er Maríanna Friðjónsdóttir sem stjórnar beinum útsendingum það- an og henni til aðstoðar er Birna Björgvinsdóttir. Búast má við að áhorfendur skipti tugum þúsunda, enda Rússar meðal þeirra sem njóta útsendinga sænskra sjónvarps- stöðva. Og hver haldið þið að segi fréttir af mótinu? Jú, enginn annar en Páll Magnússon, fréttastjóri á Stöð 2... ^^amtök gjaldþrota einstaklinga, G-samtökin, eru um þessar mundir að opna skrifstofu þar sem forráða- 11 menn þeirra telja mikla þörf fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf fyrir fólk í fjárhagsvanda. Skrifstofan verður líklega opin tvisvar í viku, en hún er til húsa í Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði. Enn hafa forsvars- menn samtakanna þó ekki leyst eitt vandamál í tengslum við skrifstofu- haldið. Þeir eiga ekki svo mikið sem einn stól á skrifstofuna, hvað þá skrifborð... m íi xíkóför Ólafs Ragnars á dögunum vakti athygli vegna yfir- lýsinga hans um möguleika á út- flutningi íslendinga til landsins. Það fylgdi hins vegar ekki fréttunum að Mexíkó telst í hópi skuldugustu þjóða heims og kannski ekki svo feitan gölt að flá þegar litið er á mögulegar útflutningstekjur frá Mexíkönum .. . RYMINGAR 1 Við eigum til nokkra MAZDA og LANCIA bíla árgerð 1989, sem við seljum í dag og næstu daga á sérstöku verði til að rýma til fyrir 1990 árgerðunum, sem eru væntanlegar í haust. Dæmi um verð: Fullt verð Verö nú Þú sparar MAZDA 323 3 dyra LX 1.3L 5 gíra Super sport 727.000 662.000 65.000 MAZDA 323 3 dyra GLX 1.51 sj.sk. vökvast. Super Special 856.000 757.000 99.000 MAZDA 323 5 dyra LX 1.3L sj.sk. Super Special 801.000 718.000 83.000 MAZDA 323 4 dyra GLX 1.5L sj.sk. vökvast. Super Special 929.000 827.000 102.000 MAZDA 323 3 dyra GTi 1.6i 5 gíra m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.049.000 927.000 122.000 MAZDA 323 4 dyra TURBO 5 gíra 150 hö. m/vökvast./álfegum/vindsk. 1.236.000 1.093.000 143.000 MAZDA 626 4 dyra GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.198.000 1.103.000 95.000 MAZDA 626 5 dyra Station GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.300.000 1.181.000 119.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GLX 2.0L 5 gíra/vökvast. 1.150.000 1.026.000 124.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GTi 2.0L 148 hö. m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.415.000 1.270.000 145.000 MAZDA 929 4 dyra GLX 2.2L m/sj.sk./vökvast. 1.550.000 1.357.000 193.000 LANCIA SKUTLA Deluxe (’88 árg.) 501.000 416.000 85.000 LANCIA SKUTLA „FILA“ (’88 árg.) 515.000 425.000 86.000 (Qreiðæiliiisjör \úi® aHlea HnacAi — ILanætfrmi afltt :npp íí 2% át!! Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax, því aðeins er um tak- markað magn að ræða! BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.