Pressan - 07.09.1989, Page 8
8
Fimmtudagur 7. sept. 1989
Borgarstjórnarlcosningarnar:
í óformlegum viðræðum minnihlutans i
Reykjavik v«r gert ráð fyrir að Ingibjörq
Sólrún Gisladóttir yrði borgarstioraefm
sameiginlegs lista Alþýðuflokks, Al-
þýðubandalags, Framsóknarfloklcs og
Kvennalista. Ingibjörg Sólrún var um sex
ára skeið borgarfulltrúi Kvennalista.
Viðræðum minnihlutans var hætt i vor
vegna deilna um skólastjórastöðu Sjafn-
ar Sigurbjörnsdóttur.
Nú er að þvi spurt hvort eitthvað verði
af sameiginlegu framboði minnihlutans i
Reykjavík.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON
Tillagan um Ingibjörgu Sólrúnu
sem borgarstjóraefni átti að tryggja
að sameiginlegur listi minnihlutans
yrði skýr mótleikur við framboð
sjálfstæðismanna. Önnur hugmynd
í viðræðum minnihlutans var að
skipta átta efstu sætunum á sameig-
inlegan lista þannig að hver flokkur
fengi tvö sæti: Þessi skipting var til-
laga alþýðubandalagsmanna, en í
núverandi borgarstjórn á Alþýðu-
bandalagið þrjá fulltrúa á meðan
hinir þrír flokkarnir eiga einn full-
trúa hver.
Óformlegar viðræður minnihluta-
flokkanna síðastliðinn vetur voru
framhald af samvinnu sem flokk-
arnir fjórir höfðu átt í borgarstjórn
allt kjörtímabilið. Arlega komu
flokkarnir sér saman um tillögu til
fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkur-
borg þau þrjú ár sem liðin eru af
kjörtímabilinu.
Bjarni P. Magnússon, borgar-
fulltrúi Alþýðuflokks, var eindreg-
inn talsmaður sameiginlegs fram-
boðs. Þann 8. mars var haft eftir
Bjarna í Alþýðublaðinu að hann
teldi eðlilegt að boðinn yrði fram
einn sameiginlegur listi minnihlut-
ans i kosningunum á næsta ári.
Sjafnarmól
Mánuði síðar afgreiddi Bjarni
frekara samstarf minnihlutaflokk-
anna í sjónvarpsviðtali. Hann lýsti
því yfir að ekki væri hægt að eiga
samvinnu við alþýðubandalags-
menn.
Ráðherra Alþýðubandalagsins,
Svavar Gestsson, hafði auglýst
skólastjórastöðuna í Ölduselsskóla
lausa til umsóknar og þar með ætl-
að sér að koma frá Sjöfn Sigur-
björnsdóttur, settum skólastjóra,
og gekk það eftir. Sjöfn er fyrrum
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins ogf
fékk skólastjórastöðuna frá Birgi
ísleifi Gunnarssyni á meðan hann
var menntamálaráðherra, í trássi
við vilja kennara og foreldrasam-
taka ÖÍduselsskóla.
í byrjun apríl var fundur í borgar-
málaráði Alþýðuflokksins þar sem
Sjafnarmál var rætt með hliðsjón af
óformlegum viðræðum minnihluta-
flokkanna í Reykjavík um sameigin-
legt framboð. A fundinum gætti
óánægju með starfsháttu Svavars
legt framboð sín á milli, segir Ingi-
björg Sólrún, voru þær fleiri sem
voru á móti en hinar sem voru fylgj-
andi.
Ingibjörg Sólrún segir hugmynd-
ina um að hún yrði borgarstjóraefni
ekki hafa verið borna undir sig. „En
ég hef heyrt þessa hugmynd
nefnda."
Áhrif
ríkisstjórnarinnar
Innan Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks er að finna áköfustu
stuðningsmenn sameiginlegs lista.
Þegar flokkarnir mynduðu saman
ríkisstjórn síðastliðið haust var það
vatn á myllu þeirra sem vilja sam-
eiginlegt framboð. A-flokkarnir telj-
ast báðir til jafnaðarmannaflokka
og á síðustu árum hefur þeirri skoð-
un vaxið fylgi að flokkarnir gerðu
betur í að leggja áherslu á það sem
sameinaði þá og leggja gamlar vær-
ingar til hliðar.
Það er samt einatt stutt í þá heift
sem einkenndi samskipti A-flokk-
anna áratugum saman og er Sjafn-
armálið skýrt dæmi um það.
Þó Framsóknarflokkurinn sitji
með A-flokkunum í ríkisstjórn veg-
ur það ekki þungt þegar flokks-
menn í Reykjavík velta fyrir sér
sameiginlegu framboði. Olíkt A-
flokkunum eru engar raddir um það
í Framsóknarflokknum að flokkur-
inn skuli efla samvinnuna á vinstri
væng íslenskra stjórnmála. Fram-
sóknarflokkur hefur kosið sér það
hlutverk að vera nálægt miðju ís-
Geta Reykvíkingar valið á milli
Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar í
vor?
• Alþýðuflokkurinn
hefur ekki hafnað
sameiginlegu
framboði
Bjarni P. er erlendis um þessar
mundir og því tókst ekki að fá hans
hlið á málinu.
Út í HÖtt/#
„Það var út í hött hjá Alþýðu- X,X,!*X,!*X\*XvX
f lokknum að láta smámái á borð við
þetta eyðileggja möguleikann á V.*.V.V«V.
sameiginlegu framboði," segir Al- '
freð Þorsteinsson, fyrrum borgar-
fulltrúi og formaður Framsóknarfé-
lagsins í Reykjavík.
Alfreð segir það borna von að um-
ræðan um sameiginlegan lista verði hafa komið sér mjög á óvart. „Eg
tekin upp aftur. Álit Alfreðs er að held þetta hafi verið fljótfærni hjá
Sjafnarmálið hafi sýnt á hversu veik- Bjarna og ætla honum að hann sé
um grunni samstarf minnihluta- tiíbúinn að endurskoða hug sinn til
flokkanna standi. sameiginlegs framboðs," segir Krist-
Innan Framsóknarflokksins voru í ín. Hún bætir við að samstarf minni-
öndverðu uppi efasemdir um ágæti hlutans hafi verið það náið að „það
sameiginlegs lista. Alfreð segir þurfi sterk rök til að bjóða ekki fram
suma framsóknarmenn þeirrar saman".
skoðunar að flokkurinn kunni að „Umræðan um sameiginlegt
glata sérkennum sínum í samfloti framboð hætti eftir að Bjarni gaf út
með öðrum flokkum. sína yfirlýsingu," segir Ingibjörg
Einn af þrem borgarfulltrúum Al- Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgar-
þýðubandalagsins, Kristín Á. Ól- fulltrúi Kvennalistans. Þegar
afsdóttir, segir viðbrögð Bjarna P. kvennalistakonur ræddu sameigin-
MYNDIR EINAR ÓL. O.FL.
• Sameiginlegt
framboð nauðsyn-
legt ef hnekkja á
veldi Davíðs
Gestssonar. Kristín Arnalds,
skólastjóri Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og samstarfskona Sjafn-
ar, lét þau orð falla að alþýðubanda-
lagsfóíki væri í engu treystandi og
ekki væri ástæða að eiga við það
samstarf. Aðrir fundarmenn töldu
Sjafnarmál ekki svo alvarlegt að
samstarf við Alþýðubandalag skyldi
útilokað. Að sögn Dóru Hafsteins-
dóttur, sem á sæti í borgarmála-
ráði, var engin samþykkt gerð um
áframhaldandi viðræður minni-
hlutaflokkanna.
Orð Dóru eru staðfest af Bryndísi
Kristjánsdóttur, sem einnig var á
fundinum, og Stefán Friðfinns-
son, varaformaður Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur, kannast ekki við
að nein stofnun flokksins hafi álykt-
að um að viðræðum um minnihluta-
samstarf skuli hætt. „Ef menn hafa
einhvern áhuga á að hnekkja veldi
Davíðs verður það ekki gert án sam-
eiginlegs framboðs," er skoðun Stef-
áns.
„Það er Ijóst að Bjarni P. Magnús-
son kom sér í erfiða aðstöðu með yf-
irlýsingunni," segir Birgir Árnason,
formaður Sambands ungra jafnað-
armanna, „það var óheppilegt að
taka þessa vendingu eftir að hafa
beitt sér fyrir sameiginlegu fram-
boði.“