Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 7. sept. 1989 27 sjonvarp FIMHITUDAGUR 7. september Stöð tvö kl. 22.05 FUGLARNIR ★ ★★V2 (The Birds) Bresk hryllingsmynd Leikstjóri: Alfred Hitchcock Aöalhlutverk: Rod Taylor, Jessica Tandy, Suzanne Pleshette og Tippi Hedren Hér er komin ein af klassískum myndum meistara hrollvekjunnar og jafnframt eins mesta snillings kvikmyndasögunnar. Söguþráður- inn er á þá leið að hópur fugla gerir af ókunnum ástæðum árásir á íbúa Bodega-flóa í Kaliforníu. Svo sann- arlega óvenjulegt efni en Hitchcock vinnur snilldarlega úr því og tækni- vinnan i sambandi við fuglaatriðin er einstök, m.a er raunverulegur fjöldi fuglanna ekki nærri eins mik- ill og áhorfandinn sér, allt hug- kvæmni leikstjórans að þakka. Fugl- arnir eru alls ekki við hæfi barna og þeirra sem eru viðkvæmir fyrir hryllingi. Stöð tvö kl. 00.30 ÆRSLADRAUGURINN W-k-k'A (Poltergeist II) Bandarísk hryllingsmynd Leikstjóri: Brian Gibson Aöalhlutverk: JoBeth Williams, Craig T. Nelson, Heather O’Rourke og Oliver Robins Rétt eins og með flestar framhalds- myndir er þessi ekki nærri eins góð og fyrsta myndin. En hvað um það, í myndinni verður sama fjölskyldan og í fyrstu myndinni fyrir barðinu á einhverjum ærslaverum úr öðrum víddum, náttúrulega með tilheyr- andi tæknibrellum og látum. Bönn- uð börnum. FÖSTUDAGUR 8. september Stöðtvö kl. 21.10 STR0KUBÖRN (Runners) Bresk bíómynd Leikstjóri: Charles Sturridge Aðalhlutverk: James Fox, Kate Hardie, Jane Asher og Eileen O'Brien Rakel er ellefu ára og einn daginn finnst hjólið hennar eitt og yfirgefið en hún hvergi sjáanleg. Mikil leit er gerð að telpunni en ekki finnst hún. Að lokum er móðir hennar orðin sannfærð um að hún sjái dóttur sína aldrei á lífi en faðirinn telur sig geta endurheimt hana. Bönnuð börnum. Ríkissjónvarpið kl. 23.00 KAMELÍUFRÚIN (Camille) Bresk sjónvarpsmynd Leikstjóri: Desmond Davis Aðalhlutverk: Greta Scacchi, Colin Firth, John Gielgud og Ben Kingsley Myndin er byggð á hinni sígildu sögu eftir Alexandre Dumas. Sagan er á þá leið að ung kona verður yfir sig ástfangin af manni af góðum ætt- um. Föður mannsins líkar það ekki og tekur því til sinna ráða, þó hann viti ekki að konan er fársjúk. Það var víst gerð önnur mynd hér á ár- um áður eftir þessari sömu sögu en þá lék Gréta Garbó aðalhlutverkið. Sú mynd er talin mun betri og þessi ekki nema í meðallagi. Stöð tvö kl. 23.25 EDDIE MURPHY SJÁLFUR ** (Eddie Murphy Raw) Bandarísk brandaramynd Leikstjóri: Robert Townsend Aðalhlutverk: Eddie Murphy (hver annar!!) Þá er þessi glæsti grínari einn á svið- inu og segir brandara, sem eru æði misjafnir að gæðum. Hann nær sér best á strik þegar hann er að gera grín að Bill Cosby og Richard Pryor. En klámbrandararnir fara stundum yfir markið. Enda er myndin strang- lega bönnuð börnum. Stöð tvö kl. 1.00 ATTICA-FANGELSIÐ (Attica) Bandarísk spennumynd Leikstjóri: Marvin J. Chomsky Aðalhlutverk: Charles Durning, George Grizzard, Anthony Zerbe og Morgan Freeman Eins og titillinn gefur til kynna ger- ist myndin í fangelsi. Það er staðsett í New York og þangað hefur verið hrúgað í eitt búr hundruðum stór- hættulegra glæpamanna. Þeir setja fram kröfur um bættan aðbúnað en þeim er lítið sinnt. Við það fýkur í kappana og hefst sú alblóðugasta fangauppreisn sem sögur fara af, enda þurfti að kalla á herinn til að berja hana niður. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 9. september Stöð tvö kl. 13.30 G0LFSVEINAR (Caddyshack) Bandarísk gamanmynd Leikstjóri: Harold Ramis Aðalhlutverk: Chevy Chase, Bill Murray og Rodney Dangerfield Myndin gerist á golfvellinum í Graf- arholti og fylgjumst við með ríkis- stjórninni fara í golf snemma á laug- ardagsmorgni. Þá getur nú ýmislegt skondið gerst, t.d. er atriðið þegar Denni púttar með sandgryfjujárn- inu óborganlegt!!! Þetta var nú bara smáútúrsnúningur, ensamtsemáð- ur spennandi myndefni. Alvöru- myndin fjallar að hluta til um mold- vörpu sem gerir allt vitlaust á golf- velli nokkrum og stríð Bills Murray við hana, sem er æði fyndið á köfl- um. Chevy Chase og Rodney Dang- erfield standa sig einnig ágætlega. Þess má geta að framhaldsmyndin er eins og skugginn af þessari. Ríkissjónvarpið kl. 21.20 KAFBÁTURINN ★ ★★V2 (Das Boot) Þýsk stríðsmynd Leikstjóri: Wolfgang Petersen Aðalhlutverk: Jurgen Prochnow, Herbert Grövemeyer og Klaus Wennemann Stórkostleg kvikmynd um áhöfn kafbátsins U-96, sem er sendur í leynilega sendiför. Þeir fá aldeilis að finna fyrir því Hitlersdrengirnir þar um borð og lenda í allskonar hrakningum. Rosaleg spenna og raunsæisleg frásögn einkenna þessa miklu mynd. Á morgun, sunnudag, verður sýnd heimildakvikmynd um gerð myndarinnar. Hún er örugg- lega ekki síður fróðleg. Stöð tvö kl. 21.45 AULINN ★★,/2 (The Jerk) Bandarísk gamanmynd Leikstjóri: Carl Reiner Aðalhlutverk: Steve Martin, Berna- dette Peters, Catlin Adams og Jackie Mason Aulinn (Steve Martin í sínu fyrsta stóra hlutverki) er alinn upp hjá negrafjölskyldu í Mississippi. Dag einn kemst hann að því að húðlitur hans er ekki í samræmi við fjöl- skylduna og það sem verra er; hann verður aldrei svartur! Hann er al- gerlega taktlaus og blúsinn gerir hann dapran. Því heldur hann út í hinn stóra heim til þess að „meika” það. Það fer nú á ýmsa lund. — Aul- inn á víst sína góðu spretti en dettur svo niður þess á milli. Rikissjónvarpið kl. 23.45 NÁTTFARI (The Night Stalker) Bandarísk spennugrínmynd Leikstjóri: John L. Moxey Aðalhlutverk: Darren McGavin, Carol Lynley, Simon Oakland og Claude Akins Blaðamaður í Los Angeles leggur líf sitt í hættu við að rannsaka morð- mál. Þar af leiðandi er myndin ekki við hæfi barna. Stöð tvö kl. 00.10 J0E KIDD ★★ Bandarískur vestri Leikstjóri: John Sturges Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Ro- bert Duvall og John Saxon Saxon leikur hér baráttuglaðan ná- unga sem hyggst ná landi sínu og annarra Suður-Ameríkubræðra sinna aftur. Þetta veldur ugg og áhyggjum hjá landeiganda nokkr- um, sem ræður Joe Kidd (Eastwood) til að skakka leikinn. Ofsahasar og byssugelt eru vanalega það sem ein- kennir myndir sem Eastwood kem- ur nálægt og þessi er engin undan- tekning. SUNNUDAGUR 10. september Stöð tvö kl. 23.35 KISULÓRUR ★★ (What's new Pussycat) Bandarísk grínmynd Leikstjóri: Clive Donner Aðalhlutverk: Peter O’Toole, Peter Sellers, Woody Allen, Ursula And- ress og Romy Schneider Peter O’Toole leikur hér tískublaðs- útgefanda sem nýtur svo mikillar kvenhylli að hann veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Vinur hans ráðleggur honum að fara til sálfræð- ings, en þar reynist vera maðkur í mysunni. Samkvæmt leikurunum sem eru í þessari mynd ætti hún að vera bomba en stjörnugjöfin segir annað. dagbókin hennar Ég er farin að hafa svo rosalegar áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Skólinn er nefnilega að byrja og við fáum sama íslenskukennarann, sem alltaf er að láta mann skrifa ritgerðir um þjóðmálaumræðuna. Það þýðir þess vegna ekkert ann- að en pæla soldið í þessu með Borg- araflokkinn og allt það, því það er einmitt svoleiðis jukk sem kennar- inn vill að við tökum fyrir — þó það hafi ekki baun í bala að gera með ís- lensku. Mömmu finnst þetta samt voða sniðugt, en hún er nú líka með pólitísku veikina á hæsta stigi, eins og pabbi segir. Amma á Einimeln- um segir hins vegar að mamma sé með þingmann í maganum og að pabbi skuli aldeilis passa sig, þegar þingkonurnar í Kvennalistanum standi loksins upp úr volgum stólun- um og hleypi mömmu að. Þá verði nú hjónabandið fljótlega korslúttað, því þessir þingmenn séu í svo sjúk- legu hjásofelsi og framhjáhaldi að það sé næstum eins og á sjálfri Stöð 2. En það er víst önnur saga. .. Mér liði mun betur, ef það væri einhver smáglæta í þessum tangó þarna í stjórninni. Ég fatta til dæmis ekki af hverju Borgarakallarnir eru eitthvert númer. Amma segir að flokkurinn sé gjörsamlega „elegans- laus“ eftir að sendiherradóttirin hætti að stjórna honum og að hún þekki ekki sálu ofanjarðar, sem ætli að kjósa hann næst. (Ég hef ömmu sko grunaða um að hafa svikið bláa litinn síðast, en hún neitar að trúa mér fyrir því og segist ætla að taka sín kosningaeinkamál í gröfina.) En köllunum í ríkisstjórninni finnst ekkert skipta máli þó Borgararnir hafi engin atkvæði í landinu fyrst þeir hafa atkvæði á Alþingi. Þannig geta þeir nefnilega reddað sér tíma til að gefa fólkinu alls konar barna- bótaauka og erfiðleikalán og svo- leiðis áður en næstu kosningar verða. Þá verða allir kjósendurnir svo ofsa glaðir að þeir lofa sömu köllunum að stjórna áfram. Annars er amma (sem er minn helsti ráðgjafi í þessum pólitísku pælingum fyrir skólann, því hún er ekta hlutlaus sjálfstæðismaður) næstum viss um að Davíð borgó ætli að ryðjast til valda í Sjálfstæðis- flokknum. Hún er ekki enn búin að fyrirgefa honum þetta með ráðhús- ið og risastóri hundurinn hans eyði- leggur alveg fyrir henni Ægisíðu- göngutúrana, því það er alltaf verið að viðra hann þar og hún er að deyja úr hundahræðslu. En maður- inn bræddi hana alveg um daginn, þegar hann fékk sér hjólastól. Ömmu fannst svo meiriháttar að þessi elegant sjentilmaður skyldi „rísíkera" að krumpa silkijakkafötin sín með því að sitja samankraminn í stólnum í heilan dag til að kynnast lífi fatlaðra. Hún sagðist m.a.s. næst- um tilbúin að fara í úthringingar fyr- ir hann í kosningunum! En ég er eiginlega engu nær um þessa pólitík. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.