Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 21. sept. 1989 sjúkdómar og fólk Læknir á almannafæri Lœknir allan sólarhringinn Læknir er alltaf læknir og getur aldrei komist út úr því hlutverki. Flestar aðrar starfsstéttir geta í frí- timanum slakað á og gleymt dag- legu amstri en læknirinn verður alltaf að vera til taks ef einhver veik- ist, hvar sem hann er staddur. Þá er ætlast til þess, að læknirinn hlaupi til og hefji lækningar, hvernig sem stendur á. Þessu er ekki svona varið með aðrar starfsgreinar, enginn ger- ir ráð fyrir því, að pípulagninga- maður, sem staddur er í veislu í sparifötunum sinum, fari að skrúfa einhvern krana sem skyndilega fer að leka eða bifvélavirki fari að gera við bíldruslu sem bilar á almanna- færi. En læknirinn sem er á leið til deildarhjúkrunarforstjórans með blóm í fanginu og rauðvínskút í plastpoka verður að kasta hvoru tveggja frá sér og fara að sinna læknisverkum ef einhver verður veikur á almannafæri þar sem læknirinn er staddur. Deildarhjúkr- unarforstjórinn verður að bíða. Flestum læknum finnst þetta þó bara skemmtilegt. Yfirleitt safnast mannfjöldi í kringum mann, sem veikist á almannafæri, og gefur góð ráð: — Hafiði höfuðið á honum lágt og gefið honum að drekka; hafiði höfuðið hátt og látið hann æla; setj- ið utan um teppi; takiði púlsinn; andiði ofan í manninn!! Við þessar aðstæður kemur læknirinn eins og frelsandi engill, tekur við stjórn- taumunum og segir hvað gera eigi. Hann brýst í gegnum mannþvöguna á ákveðinn hátt: — Farið frá, ég er læknir, og þvagan opnast eins og Rauðahafið forðum fyrir ísraels- mönnum. Hann krýpur síðan og skoðar sjúklinginn og veitir fyrstu aðhlynningu og reynir jafnframt að róa hann með því að. vera hress og jákvæður. — Taktu það bara rólega, ég er læknir og þetta er allt í lagi, ég er vanur endurlífgunum svo þú get- ur bara farið beint í hjartastopp ef þú vilt, sjúkrabíllinn kemur bráðum, og þá verður farið með þig í sjúkra- hús. Ég vona bara, að minn spítali sé á bráðavakt, svo þú fáir góðan „sörviss". Það er sko besti spítalinn. En vertu alveg rólegur, það hlýtur að koma sjúkrabíll einhvern tím- ann. Læknirinn getur síðan bara beðið og vonað með sjúklingnum að sjúkrabíllinn komi sem fyrst og helst að Ijósmyndari frá DV eigi leið framhjá og taki mynd af öllu saman. Flestum læknum finnst þetta bara skemmtilegt. Þegar sjúkrabíllinn er kominn og farinn tekur læknirinn upp blómvöndinn og rauðvínskút- inn og heldur hress í bragði til deild- arhjúkrunarforstjórans og hyggur gott til glóðarinnar að segja henni frá ævintýrinu. Læknir í flugvél Fólk getur veikst víða og læknir þurft að grípa inn í og koma til hjálp- ar. Veikist einhver í flugvél er kall- að í hátalarann hvort einhver læknir sé um borð til að sinna veikum manni. Læknirinn þarf þá að leggja frá sér bjórdósina og rit Flugleiða, Atlantica, sem hann er að fletta í lOda sinn, standa upp úr þröngu sæt- inu og finna sjúklinginn. Þá er að biðja og vona, að flugmaðurinn hafi ekki veikst. Síðan er að nálgast sjúklinginn, sinna honum og tala við hann róandi röddu. Ef læknirinn er búinn að fá sér um of á barnum getur hann fyrir misskilning farið að tala við sjúklinginn eins og mann sem liggur á götunni. — Vertu bara rólegur, sjúkrabíllinn er að koma, ekkert að óttast. Ég er læknir og það var einhver að hringja á sjúkra- bíl. Sjúklingurinn verður oft furðu lostinn og horfir undrandi á þennan furðufugl, sem hefur tekist að hringjaásjúkrabíl upp í háloftin. En læknirinn verður að taka erfiðar ákvarðanir víð þessar kringum- stæður. A að biðja flugmanninn að snúa við eða láta hann halda áfram og lenda á næsta flugvelli? Læknir- inn verður að ákveða þetta með ástand sjúklingsins og fleira í huga; hvernig er öndun og púls sjúklings- ins, hvernig er liturinn á sjúklingn- um, er hægt að kaupa áfengi um borð áður en lent er, hvað er á boð- stólum hjá flugfreyjunum, hvernig er fríhöfnin á vellinum sem næstur er? Best er að róa sjúklinginn með einhverjum vel völdum orðum og síðan þarf læknirinn að sitja hjá honum þar til lent er. Læknirinn missir þá oft af matnum og barnum um borð, en fær aldrei neitt endur- greitt af miðaverðinu. Læknir í leikhúsi Stundum verður fólk veikt í leik- húsinu Þá verður læknirinn að bregðast snöggt við og koma sjúkl- ingnum til aðstoðar. Það er ekki auðvelt að ná til veiks manns í þétt- setnu Þjóðleikhúsinu og klofa yfir fjöldann allan af prúðbúnum leik- húsgestum til að komast að sjúkl- ingnum sem alltaf situr inni í bekkn- um miðjum. Fólk verður aldrei veikt ef það situr til endanna. Læknirinn þarf þá fyrst að taka afstöðu til þess, hvort sjúklingurinn hefur veikst vegna þess hve leikritið er lélegt eða út af einhverju öðru. Ef sjúkling- urinn hefur t.d. farið að kasta upp vegna væmninnar í Pilti og stúlku verður að taka viðkomandi afsíðis og segja honum að hætta að fara á íslenska leiklist. Ef sjúklingurinn er í raun veikur er læknirinn í vanda staddur, því það er ómögulegt að rannsaka slíkan mann af einhverju viti þar sem hann situr klemmdur í sæti sínu og læknirinn hálfliggur á hnjánum og uppi í kjöltunni á ein- hverjum leikhúsgestinum. Oft hefur það líka truflandi áhrif, að allir í hús- inu eru hættir að horfa upp á sviðið heldur stara í ofvæni á lækninn. Þá getur læknirinn reynt að fá leikar- ana aftur af stað, svo hann geti stundað sjúklinginn í friði og ró. Hann getur þá t.d. kallað upp á svið- ið: — Áfram Skugga-Sveinn, keyra nú, strákar, skylmist áfram, í hann, Ketill skrækur. Síðan getur læknirinn snúið sér að sjúklingnum fyrir alvöru og talað við hann í róandi tón eins og áður. — Þetta er allt í lagi, ég er læknir, bráð- um kemur sjúkrabíll, þú missir ekki af miklu að verða veikur í þessu leikriti, þetta er hundleiðinlegt, ég er eiginlega hálfslappur sjálfur og þú færð örugglega endurgreidda miðana. Þetta er allt í lagi, bráðum kemur sjúkrabíllinn. Stöku sinnum kemur það fyrir að einhver leikaranna veikist og þá getur læknirinn þurft að þjóta upp á sviðið til að lækna. Læknisstörf fyrir fullu húsi áhorfenda uppi á leiksviði eru auðvitað draumur hvers læknis. Einn vinur minn lenti einu sinni í því að einn leikaranna hné niður með- vitundarlaus, hann æddi upp á svið- ið og naut augnabliksins til fullnustu. Sjúklingurinn komst eiginlega strax til meðvitundar en vinur minn dró upp fornfálega hlustunarpípu sem hann gengur alltaf með og hlustaði leikarann í bak og fyrir sem auka- númer. Síðan stóð hann á fætur, hneigði sig og veifaði til áhorfenda, sem fögnuðu honum með dynjandi lófataki. Maöur getur eiginlega veikst hvar sem er íslenskir læknir eru mjög margir miðað við fólksfjölda, svo þar sem eitthvert fjölmenni er samankomið eru örugglega staddir ekki færri en 2—3 læknar. Þannig er eiginlega óhætt fyrir fólk að veikjast hvar sem er; alls staðar er læknislærður mað- ur viðstaddur sem strax kemur fram úr mannmergðinni og gerir skyldu sína við Hippókrates og föðurland- ið. Þó gæti farið svo, að enginn læknir gæfi sig fram á nektarsýn- ingu eða í klámbíói, jafnvel þótt einhverjum yrði illt. Hættulegast er að veikjast, þar sem margir læknar eru samankomnir. Menn geta þá ekki komið sér saman um það hvað gera eigi og ótal sjúkdómsgreining- ar villa mönnum sýn. Oft er það, að einhver gamail heilsugæslulæknir tekur stjórnina og ýtir yngri mönn- unum til hliðar eða einhver hressi- leg, þéttholda hjúkrunarkona lífgar við sjúklinginn, því læknarnir eru önnum kafnir við að deila sín á milli um það sem gera eigi. (Aö litlu leyti stoliö frá Richard Fuchs.) ÓTTAR GUÐMUNDSSON pressupennar Gyðingar og Gervasoni Er hægt að læra af reynslunni? Nú fyrir skemmstu voru 50 ár lið- in frá upphafi seinni heimsstyrjald- arinnar. Var atburðarins minnst með ýmsum hætti hér á landi og m.a. kom hingað þýskur sagnfræð- ingur sem vinnur við rannsóknir á þessu örlagaríka tímabili í sögu þýsku þjóðarinnar og mannkyns alls. I viðtali sem birtist við hann í fréttatíma sjónvarpsins var hann að því spurður hvaða lærdóma mætti draga af þeirri atburðarás sem að lokum leiddi til þess að um 50 millj- ónir manna voru drepnar, þar af 6 milljónir gyðinga og 20 milljónir Sovétbúa. Hann svaraði spurning- unni eitthvað á þá leið að hann væri svartsýnn að eðlisfari og það væri sín skoðun að menn lærðu ekkert af reynslunni. í hvert sinn sem þeim stæði það til boða væru þeir þess fullvissir að ekki væri um sambæri- lega hluti að ræða. Þetta svar hans er óneitanlega nöturlegt og hlýtur í sjálfu sér að vekja upp spurningar um gagnsemi sagnfræðirannsókna. Það sem er þó öllu verra er að ekki er hægt að af- neita sannleiksgildi þeirra af neinni sannfæringu. Það má t.d. velta því fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld hafi dregið einhverja lærdóma af afdrifa- ríkri meðhöndlun sinni á pólitískum flóttamönnum sem hingað leituðu á fjórða áratugnum? Hefur hæfileiki ráðamanna til að setja sig í spor ann- arra, til að skilja aðstæður annarra og sýna samkennd c itthvað aukist frá þeim tíma? Mér et það mjög til efs. Ljótur bl&ttur Lengi vel lá það í hálfgerðu þagn- argildi hvernig móttökur þeir gyð- ingar fengu, sem hingað leituðu sem flóttamenn. í síðustu viku varð það lýðum Ijóst og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þjóðarsálin lét málið til sín taka og skoðanir henn- ar voru í stórum dráttum af tvenn- um toga. Annars vegar voru þeir sem reyndu að réttlæta aögerðir þá- verandi stjórnvalda og svo hinir sem hörmuðu þessa atburði og litu á þá sem Ijótan blett en um leið sem liðna tíð. En er þetta liðin tíð? Hversu tilbú- in eru og hafa íslensk stjórnvöld ver- ið til að taka við pólitískum flótta- mönnum? Ráða hyggindi sem í hag koma stefnu þeirra í þessum mál- um? Á fjórða áratugnum var þeim m.a. í mun að hætta ekki viðskipta- samböndum sínum við Þýskaland og gyðingar sem hingað leituðu voru því engir aufúsugestir. íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti tekið á móti Vietnömum — sem vissulega ber ekki að vanþakka — enda hvorki efnahagslegir né pólitískir hagsmunir i húfi. En hingað til lands hafa líka leitað einstaklingar sem af samviskuástæðum eru flóttamenn frá heimalandi sínu en hafa ekki haft hér erindi sem erfiði. Er þar skemmst að minnast Frakkans Pat- ricks Gervasoni sem leitaði hælis hér í september 1980 og var vísað úr landi þremur mánuðum síðar. Flótti til hins friðelskandi lands Gervasoni var friðarsinni og hafði af þeim sökum neitað að gegna her- þjónustu í heimalandi sínu, Frakk- landi. Hann var engu að síður færð- ur til herþjónustu en gerðist lið- hlaupi og komst úr landi vegabréfs- laus og allslaus. Átti hann nú tvo dóma að baki sér í Frakklandi og vísa fangelsisvist ef hann sneri þangað aftur. Til hins herlausa og friðelskandi íslands kom hann með skipi og á fölsuðum pappírum. Fljót- lega eftir að hingað kom sótti hann svo um hæli sem pólitískur flótta- maður. Starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins, og síðar dómsmálaráð- herrann Friðjón Þórðarson, svör- uðu beiðni hans umsvifalaust neit- andi og ákváðu að „endursenda" hann til Danmerkur en þaðan kom hann. Þeir kusu sem sagt að láta gömlu nýlenduherrana leysa þetta óþægilega mál fyrir sig. Rök þeirra voru í fyrsta lagi þau að maðurinn hefði komið ólöglega inn í landið. Engu að síður viðurkenndu starfs- menn útlendingaeftirlitsins að ef maðurinn hefði gefið sig fram þegar á skipsfjöl, og ekki haft undir hönd- um falsaða pappíra, hefði hann aldrei fengið svo mikið sem að stíga fæti sínum á bryggjuna á Seyðis- firði. í öðru lagi báru stjórnvöld það fyrir sig að engir alþjóðlegir samn- ingar kvæðu á um að herþjónustu- neitun veitti rétt til pólitísks hælis. Þeir létu hitt liggja á milli hluta að alþjóðlegir samningar bjóða ekki upp á neinar tæmandi skilgreining- ar á því hvað veiti þennan rétt og hvað ekki. Sá réttur fer fyrst og fremst eftir þeirri þjóð sem við flóttamanninum tekur. í þriðja lagi sögðu þeir að engin vissa væri fyrir því að Danir myndu senda Gervas- oni til Frakklands aftur. Það væri ekkert sem skyldaði þá til þess, en það var heldur ekkert sem skyldaði Islendinga ti! aðsenda hann hreppa- flutningum milli landa. Sendur út í óvissuna Gervasoni-málið vakti mikla at- hygli á sínum tíma og barst m.a. inn í sali Alþingis. Guðrún Helgadóttir, sem var í þingliði ríkisstjórnarinnar, hætti um tíma stuðningi við stjórn- ina vegna aðgerða dómsmálaráð- herrans í málinu. Gervasoni naut vissulega talsverðrar samúðar með- al almennings og ASÍ lýsti m.a. yfir stuðningi við málstað hans. En allt kom fyrir ekki; hann var sendur til Danmerkur og út í óvissuna. Sjálfur hafði hann aldrei sett Danmörku á óskalistann. í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér segir m.a.: „Neiti íslensk yfirvöld mér um hæli og vernd þá sem í því felst vil ég ekki vera fluttur einsog flækingshundur milli landa heldur sendur beint til Frakklands þar sem ég mæti dómurum mínum einsog manneskja, augliti til auglitis með stuðningi fólks sem þorir að taka afstöðu í máiinu. Það er betra hlutskipti en vernd þeirra sem ekki geta tekið afstöðu með réttindum mínum en skortir hugfekki til að standa við þá afstöðu sína. Allt tal hérlendra yfirvalda um að vernda mig utan sinnar eigin lögsagnar er fyrirsláttur einn og blekkingar. Geti þeir ekki veitt mér skjól á sínu eigin lögsagnarsvæði er naumast von til að vernd þeirra dugi fremur annars staðar." Þegar til Danmerkur kom tóku dönsk lögregluyfirvöld á móti Gervasoni, fluttu hann í Vestre fængsel, þar sem hann var í nokkra daga, en síðan var hann látinn laus og fékk að fara ferða sinna í Kaup- mannahöfn meðan dönsk yfirvöld voru að messa yfir máli hans. Hvað um hann svo varð veit ég ekki. Nú geta menn auðvitað sagt að mál gyðinganna sem hingað leituðu á fjórða áratugnum og Gervasoni- málið séu engan veginn sambæri- leg, hann hafi átt yfir höfði sér fang- elsi en þeir nokkuð vísan dauða. Þetta vitum við nú en menn höfðu enga vissu fyrir því þá. Auðvitað eru þessi mál ólík en þau eru samt sam- bærileg að því leytinu til, að í báð- um tilvikum var um að ræða ein- staklinga sem áttu yfir höfði sér harðæri í heimalandi sínu, annars vegar vegna uppruna síns og hins vegar vegna samvisku sinnar. Gyð- ingarnir leituðu hér hælis undan vopnuðu valdi, Gervasoni vegna þess að hann var andvígur vopna- valdi, hann vildi ekki bera vopn. Hvorum tveggja var synjað hælis. Það ætti að vera vopnlausri þjóð umhugsunarefni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.