Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 21. sept. 1989 brfdge krossgátcm Það er æði dularfullt hvernig spilin gefast á hendurnar i tví- menningskeppni. Það er ekki lengra síðan en vika að ég fjallaði um slemmu þar sem trompliturinn var D1093 á móti Á8764 í spaða. (Vandinn var þá að gefa aðeins einn slag á litinn og varnarkænska varð sagnhafa að falli.) Ég var varla búinn að skila af mér greininni þegar ég varð vitni að spili með nákvæmlega sama trompi milli handa NS. En tilbrigði við stef; vörnin hafði þegar hirt á ás og það má aðeins gefa einn slag ef vinna á slemmu. * D1093 y KDG7 . ♦ DG 4»ÁKD ♦ G V1062 ♦ Á87632 4*862 ♦ K52 V9843 ♦ 94 4*9754 * Á8764 V Á5 ♦ K105 4* G103 S gefur, allir á. Sagnir voru væg- ast sagt afleitar. Opnunin var I- spaði, norður krafði með 3-hjört- um og 3-spaðar í suður (?). Norður skellti sér í ásaspurningu, með þessi óhentugu spil, og endaði í 6-spöðum þegar hann uppgötvaði aðjrað vantaði ás. Ut kom tígulás og meiri tígull. Tvær leiðir blöstu nú við suðri: Kóngur stakur í austur; leggja nið- ur ás og svína fyrir gosann, eða gosinn blankur í vestur; leggja af stað með drottningu úr blindum. í líkindafræðinni vega mögu- leikarnir jafnt, en það var enginn efi í huga sagnhafa. Hann vann tígulslaginn í borði og bað um spaðadrottningu. Sagnhafi skýrði að spilinu loknu hvað hefði ráðið ferðinni; sagnir hefðu verið svo „sannfærandi" að jafnvel þótt austur hefði átt t.d. K2 og vestur G5 var hugsanlegt að austur legði ekki á. Af sjónarhóli austurs gat suður átt ÁG87654 og þá eru aftur jafnar líkur að fella kónginn stakan fyrir aftan. Rökrétt. skók Bréfskákir í bréfskák senda menn leiki sína í bréfum eða á póstkortum. Nú á dögum eru gerð sérstök bréfspjöld til þessara nota og þúsundir manna nota sér póstkerfið til að hafa samband við fjarlæga skák- vini á þennan hátt. Til eru sagnir um bréfskákir fyrr á öldum, meðal annars frá 17. öld, þar sem Feneyingar áttu hlut að máli. En fyrsta bréfskák sem vitað er um með fullri vissu var tefld rétt eftir aldamótin 1800. Annar tefi- endanna bjó í Haag en hinn í Breda, en þar eru um 60 km á milli. Fyrri hluti nítjándu aldar er blómaskeið bréfskákanna. Þá tefl- ir London við Edinborg (1824—'28, fimm skákir samtímis), París við London (1834—'36, tvær skákir) og Pest við París (1842—'46, tvær skákir). Þessir kappleikir vöktu mikla athygli, ekki síst vegna þess hvernig úrslit urðu: Edinborg sigraði London, Frakkar sigruðu Englendinga og Ungverjar sigruðu Frakka. Tvær þekktar taflbyrjanir eiga nöfn sín þessum viðureignum að þakka: Edinborgarmenn beittu byrjuninni 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 d4, en hún hefur heitið skoskur leikur síðan. Skákfélagið í París svaraði 1 e4 með I — e6 og er það kallaður franskur leikur enn í dag. Ég hef mestar heimildir um bréf- skákirnar milli Edinborgar og London er stóðu í fjögur ár. Fjar- lægðin milli London og Edinborg- ar er um 650 km. Bréfin voru flutt með póstvagninum er fór reglu- lega milli þessara borga, eins hratt og auðið var á þeim tíma. Ferðin tók um þrjá sólarhringa og 30 sinnum var skipt um hesta á leið- inni. Burðargjald bréfa var þá hlut- fallslega miklu hærra en nú, eins og eðlilegt er þar sem svo mikið var haft fyrir því að koma bréfum áleiðis. Burðargjald bréfs frá Lond- on til Edinborgar nam þá meiru en daglaunum verkamanns. Af þess- um sökum voru það skákfélög sem stóðu fyrir keppninni en ekki einstaklingar og tefldar voru margar skákir í senn. Bréfskákirn- ar vöktu mikla athygli, leikirnir voru birtir í blöðum jafnharðan og þannig gat almenningur fylgst með tafimennskunni. Fimm skák- ir voru tefldar samtímis í keppn- inni, Skotar unnu tvær, Lundúna- búar eina, en tveimur lauk í jafn- tefli. Úr þessari keppni er þetta enda- tafl einna frægast: Svartur er að vinna biskupinn, en hvítur nær hættulegri sókn. 40 g5 (rýmir fyrir kónginn og hót- ar sjálfur g6 mát) 40 — Hhxh2 + 41 Kg4 h5+ 42 Kf3 Hhf2+ 43 Ke4 g6 44 Hc7+ Kg8 45 Ke5! (Kóngurinn tekur sjálfur þátt í sókninni!) 45 — Hc5+ 46 Kf6 Hxf5+ 47 Kxg6 Hf8 (Hrókurinn komst í vörnina í tæka tíð) 48 Hg7+ Kh8 49 Kh6! (Kóngurinn heldur för sinni áfram 49 Hee7 nægir ekki nema til jafnteflis vegna Bc3) 49 - Bb4 50 He6 Hf5 (Hvítur hótaði máti í 2. leik) 51 Hh7+ Kg8 52 Hg6+ Kf8 53 Hxc6 Hc5 (Taflið er tvísýnt og vandteflt: 53 - Kg8 54 g6 h4! 55 Hg7+ (En hvorki 55 g7 Hh5+ né 55 g4 H5xf4) 55 - Kh8 56 Hxa7 hg3 57 g7 + Kg8 58 Hc8+ og vinn- ur) 54 Hf6+ Ke8 55 g6 Hc3 56 g4 (lokar dyrunum!) Bf8+ 57 Hxf8+ Kxf8 58 g7+ Kf7 59 Hh8 Hc6+ 60 Kh7 og nú gafst svartur upp. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 17 18 19 20 21 Verdlaunakrossgáta nr. 52. Skilafrestur krossgátunnar er til 3. október. Utanáskriftin er: Press- an, verðlaunakrossgáta nr. 51, Ármúla 36, 108 Reykjavík. I verölaunin aö þessu sinni er bókin Villtír matsveppir á íslandi eftir Ásu M. Ásgrímsdóttur og Guðrúnu Magnúsdóttur. Fróöleg bók um sveppi og notagildi þeirra í matseld. Dregiö hefur veriö úr lausnum 50. krossgátu. Lausnaroröin voru: Hart bíta hundar kóngs. Hinn lukkulegi vinningshafi aö þessu Sinni er Jóhanna S. Thorarensen, Gjögri, 522 Strandasýslu. í verölaun fœr hún bókina Refurinn eftir D.H. Lawrence. Skjald- borg gefur bókina út. 16

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.