Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 21. sept. 1989 PRESSU ^■vavar Egilsson, sá sem keypti hlut í Ferðamiðstöðinni Veröld í gær, hefur komið víða við og fest kaup á mörgu. Meðal þeirra fyrir- tækja eru Naustið og íslenska myndverið. Fyrir skömmu ætlaði Svavar að kaupa sig inn í auglýs- inga/kvikmyndagerðarfélag í borg- inni. Þegar til kom reyndist framlag- ið ekki vera beinharðir peningar heldur auglýsingatími á Stöð 2. . . idaup Svavars Egilssonar á Ferðamiðstöðinni Veröld,, hafa vakið mikla athygli. Svavar keypti af Sigurði Garðarssyni og Sigurði Erni Sigurðssyni, en raunar er því fleygt að til hafi staðið að rifta sölu- samningnum við þá tvo vegna va- nefnda. Veröld er sögð styrkjast verulega í sessi með innkomu Svav- ars. Samkeppnin hefur verið hörð sem aldrei fyrr í ferðaskrifstofu- bransanum og staða margra þeirra sögð vera tæp. Er m.a. sagt að Ómar Kristjánsson sé ekkert mjög áfram um að halda áfram með Útsýn og má rifja upp að á sínum tíma var sagt að viðræður væru í gangi á milli hans og sambands- manna um að Samvinnuferð- ir/Landsýn yfirtækju Útsýn, en Ómar nældi í Byggingarvöruversl- unina í staðinn. Samvinnuferð- ir/Landsýn eru sagðar standa nokk- uð sterkt í dag og þá hefur heyrst að ferðaskrifstofurnar Polaris og Atl- antik standi í viðræðum um sam- starf eða sameiningu. Frekari svipt- ingar gætu því orðið í bransanum í vetur og má minna á yfirlýsingar framkvæmdastjóra Útsýnar fyrr á þessu ári þar sem hún spáði að fáar ferðaskrifstofur myndu ná að lifa út árið. .. v msir verkalyðsforingjar hém miklar áhyggjur af því að Ein- ar Oddur Kristjánsson skuli vera orðinn formaður Vinnuveitenda- sambands íslands. Segja þeir hann alversta andstæðing sem verkalýðshreyfingin hafi nokkurn tíma fengið. Astæðan: Jú, hann tali nefnilega mál sem allir skilja!.. . Hlýjar innréttingar í Hallar- garðinum í Veitingahöllinni hafa vakið athygli. það var þó enginn innanhússarkitekt seni gerði tillög- ur um hvernig breyta skyldi salnum heldur Birna Sigurðardóttir, fyrr- um auglýsingastjóri hjá ýmsum tímaritum, þeirra á meðal Húsum og híbýlum.. . L ■luthafarnir í Ferðamiðstöð- inni Veröld sem Svavar Egilsson keypti af, þeir Sigurður Garðars- son, og Sigurður Örn Sigurðsson eru ekki hættir í viðskiptalífinu þótt þeir hafi sagt skilið við ferðabrans- ann. Sigurður Garðarsson keypti nýverið Kaffi Hressó og Sigurður Örn Sigurðsson hefur nú fest kaup á versluninni Parísartískunni. . . Þrekhjól í miklu úrvali, verð frá kr. 10.900.- staðgr. kr. 10.355.- ÆFINGABEKKIR OG LÓÐ Æfingabekkir, verð frá kr. 6.210.- Lóðasett Handlóð, 0,5 kg, 1,5 kg og 5 kg, einnig 8 kg og 10,4 kg raðsett Fót- + handlóð, 1,2 kg og 2,3 kg. Æfingastöðvar margar gerðir, Fit for Lrfe Heimsþekkt æfingatæki FJÖLNOTATÆKI -16 ÆFINGAR Róður, bekkpressa. armréttur, arm- beygjur, hnébeygjur o.fl. Verð frá kr. 13.373.- staðgr. kr. 12.704. Ármúla 40 Sími 35320 l/érslunin postkrofu - kreditkortaþjonusta Sendum Gættu heilsunnar - komdu þér í æfingu Landsins mesta úrvai æfingatækja V-þýsk gæðatæki SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar að ráða: Norræna ráðherra- ncfndin er samvinnu- stofnun ríkisstjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir flcst meginsvið samfélags- ins. Skrifstofan hefur frumkvæði að verkefn- um og sér jafnframt um aðákvörðunum ráð- herranefndarinnar sé hrint i framkvæmd. Skrifstofan skiptist í fimm sérdeildir, fjár- hags- og stjórnsýslu- deild, upplýsingadeild og skrifstofu fram- kvæmdastjóra. 2 RAÐUNAUTA Annan á sviði jarðyrkju og skógræktar og hinn til menningarkynning- arí öðrum löndum. Tveiraf ráóunautum okkar láta af störfum og við leitum annarra í þeirra stað. Ráðunautur á sviði jarðyrkju og skóg- ræktar Hinn nýi ráðunautur á að taka að sér fram- kvæmdastörf fyrir ráð- herranefndina (land- búnaðarráðherrana) og norrænu embættis- mannanefndina varð- andi jarðyrkju- og skóg- ræktarmál. Unnið er i samvinnu við norrænar stofnanir, samvinnu- nefndir og vinnuflokka ásamt þjóðlegum stofn- unum á viðkomandi' starfssvæði. í starfmu felst einnig áætlanagerð ogleiðbeiningísam- bandi við ýmis aðkall- andi vandamál um jarðyrkju- og skógrækt- armál á Norðurlöndum og á alþjóða vettvangi. Ráðunauturinn má bú- ast við að fram- kvæmdanefndin feli honum einnigönnur verkefni._ Ráðunautur til menningarkynningar i öðrum iöndum Hinn nýi ráðunautur á að annast ýmis konar áætlana- og stjórnunar- leg mál á sviði norr- ænnar samvinnu um menningarkynningar. Framkvæmdanefndin vinnur núna að menn- ingarkynningu í lönd- um utan Norðurlanda með sýningarhaldtog kynningu á norrs^nni menningu. Nefndin hefir t.d. borið ábyrgð á norrænu sýn- ingunni Scandinavia Today í Bandaríkjun- um 1982/83, með fram- haldi í Japan 1987/88. Sýningá norrænni aldamótarlist í Lon- don, Dusseldorf og París 1986/87. Fyrirhuguð starfsemi á næstunni er m.a. sýning á norrænni nútímalist - frá öðrum tug aldarinn- ar - í Sovétríkjunum í júní-sept. 1990. Umsækjandi þarf þannig að hafa stað- góða þekkingu á mis- munandi tegundum lista ásamt störfum við norrænar menningar- stofnanir. Reynsla af stjórnun þjóðlegra og alþjóð- legra menningarstofn- ana eræskileg. Ráðunauturinn má bú- ast við að fram- kvæmdanefndin feli honum einnig önnur störf. Sameiginlegt fyrir báðar stöður: Störfin gera miklar kröfur til samstarfs- hæfni og sjálfstæðis jafnframt því að geta tjáð sig skýrt bæði skrif- lega og munnlega á einu af þeim tungumálum sem notuð eru, en þau eru danska, norska og sænska. Störfin fela í sér (tals- verð) ferðalög. Ráðning ertímabundin með samningi til 4 ára með nokkrum möguleikum á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá stör.fum á ráðningartímanum. Skrifstofa ráðherra- nefndarinnar erí Kaupmannahöfn og aðstoðar hún við að útvega húsnæði. Á vett- vangi norrænnar sam- vinnu er lögð áhersla á jöfnuð ogjafnrétti og eru því konur jafnt sem karlar hvattartilað sækja um stöður þessar. Nánari upplýsingar varðandi stöðu ráðu- nautsá sviði jarðyrkju og skógræktar veitir Poul Andersen ráðu- nautur. Nánari uDplýsingar um stöðu ráð unauts til menningarkynningar í öðrum löndum veitir Tryggvi Gíslason deild- arstjóri. Harald Lossius starfs- mannaráðunautur svarar fyrirspurnum um ráðningarskilmála. Sími í Kaupmannahöfn er 9045-33 114711. Umsóknarfrestur renn- urút l.október. Skriflegar umsóknir skal senda til: NORDISK MINISTERRÁD, Generalsekreteraren, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.