Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 21. sept. 1989 litilræði af kynlifi breta Viö Margaret Thatcher erum dálítið gömul í hettunni hvaö varðar kynferöismál, enda erum við á svipuðu reki, með svipaðan kynferðis- og félagslegan bakgrunn, þó ég hafi að vísu ekki komist jafn langt og Margrét félagslega. Þegar við Margrét vorum krakkar voru kyn- ferðismál flokkuð undir „feimnismál", nokkuð sem ekki var haft í flimtingum, nema þá í þröngum hópi stelpna og stráka, og bólfarir þóttu svona frekar einkamál þeirra sem þær voru farnir að stunda. Ekki þótti hæfa að æpa mikið á torgum um slíka hluti. Þá var sérfræðileg kynfræðsla ekki til á ís- landi, enda ekki búið að finna upp félagsráð- gjafa, atferlisfræðinga, sálgreinendur eða kyn- lífsfræðinga. Þessvegna mætti ætla að kynslóð okkar Margrétarstæði á bóla bullandi gati í kynfræð- um og að við héldum að ónefnd líffæri væru aðeins til að pissa með þeim, en það var nú eitthvað annað. Þó merkilegt megi virðast urðum við strák- arnir hérna í vesturbænum furðufróðir um lífs- ins gang strax uppúr sexára aldri, enda engum námsleiða fyrir að fara þegar stelpurnar voru með okkur að húsabaki að miðla okkur af þeirri kynvisku sem þær höfðu komið sér upp. Ég hef sagt það áður og segi það enn, að ég held að ég hafi verið orðinn doktor í uppáferð- um og afleiðingum þeirra, þegar ég var búinn að vera einn vetur í Grænuborg og minnist þess þó ekki að prófessorarnir við þá mennta- stofnun eyddu miklum tíma í kynfræðslu. Grantham á Mið-Englandi er smábær minni en Reykjavík, kannske af svipaðri stærð og vesturbærinn. Þar er Margaret Thatcher fædd og uppalin. Og líkt og við strákarnir hérna í vesturbæn- um vorum í læri hjá stelpunum, alltaf þegar færi gafst, voru stelpurnar í telpnaskólanum í Grantham ólatar við að miðla strákunum af þekkingu sinni dægrin löng. Þegar pabbi og mamma Margrétar héldu að hún væri að leika sér að dúkkunum sínum var hún að sjálfsögðu, einsog hinar stelpurnar af okkar kynslóð, í læknaleik einhvers staðar bak- við hús. Þetta var kynvísinda-akademía barnanna og sá stúdentum fyrir hámenntun í kynfræðum með svo fullnægjandi hætti að ekkert kom flatt uppá kandídatana, þegar kom að því að fara að gera do-do verklega. Af þessum sökum skilur kynslóð okkar Mar- grétar ekki til fullnustu hvílíkt svartnætti fá- fræðinnar hinir yngri búa við þegar kemur að kynferðismálum í dag. Hvað þá að við skiljum hvers vegna sífellt er verið að gera kynlífskannanir. Á sokkabandsárum okkar Margrétar, fyrir stríð, voru verkin látin tala en þagað yfir því hvenær fólk lét til skarar skríða, hvers vegna, hvað oft og með hvað mörgum. Tilefni þessararhugleiðingarerfrétt frá Eng- landi sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar er frá því skýrt að Margaret Thatcher krefjist þess að opinberum stuðningi sé hætt við kynlífskönnun á vegum Gallup-stofnunar- innar. Þessa ákvörðun tók járnfrúin þegar hún var búin að lesa Sunday Times og þótti nóg um. En hvað ég skil hana. Niðurstöðurnar úr könnun Sunday Times á kynhegðan breta eru í sem stystu máli þær: ... að fjórir af hverjum tíu karlmönnum hefðu ekki haft samfarir vikuna áður (það fylgir ekki sögunni „áður" en hvað) og þriðj- ungur allra eiginmanna ekki heldur, en einn af hverjum sex samfarir oftar en þrisvar í síð- ustu viku og einn af hverjum fimmtíu hafði haft samfarir tíu sinnum eða oftar eða að meðaltali 1,51 sinni. Á meðalævi breta getur hann búist við því að samrekkja með 6,81 konu en fjórar af hverjum tíu konum höfðu ekki haft samfarir í síðustu viku og 30 eiginkvenna sögðust ekki hafa notið mannsins síns og þó hafði ein af hverjum sex átt samfarir þrisvar sinnum eða oftar í síðustu viku. Engin aðspurðra kvenna kvaðst hafa átt samfarir tíu sinnum, en höfðu hinsvegar átt samfarir að meðaltali 1,26 sinnum í síðustu viku og má þessvegna gera ráð fyrir því að á meðalævi geti kona bú- ist við því að eiga sér 2,72 rekkjunauta ef þær leggist með fleirum en einum manni. Þessi könnun virðist ekki gefa neina vís- bendingu um það hvernig stendur á munin- um á körlum og konum. Þetta varsemsagt meginefni Morgunblaðs- fréttarinnar í fyrradag um það hvers vegna Margaret Thatcher snerist öndverð gegn kyn- lífskönnun Gallups. Þó ég sé nú að vísu ekki upphafinn aðdáandi Margrétar þessarar í öllum efnum, þá verð ég að segja, að nú stend ég með henni. Og það er aðallega vegna þess að ég er svo logandi hræddur um að ég verði náttúrulaus þegar ég les svona glórulaust píp. Taktu lífið ehhi of alvarlega, þú hemst hvort setn er ehhi lifandi frá því. wi: imxvniin: i midbæm OPERUKJALLAHINIV ER OI'IiVX til kl. 3 e.m. fostudags- og laugardagskvöld Ilrerfisgötu S—10 S//#//' ISSJJ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.