Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. sept. 1989
9
Sameinaður rekstur Stjörnunnar og
Bylgjunnar fyrir bí:
Mánudaginn 11. september, nákvæm-
lega hálffu ári efftir að útvarpsstöðvarnar
Bylgjan og Stjarnan sameinuðust, bauð
Jón Olaffsson, stjórnarformaður íslenska
útvarpsfélagsins, starfsmönnum á
Stjörnunni starff hjá íslenska útvarpsffé-
laginu, með öðrum orðum á Bylgjunni.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON
Þá hafði íslenska útvarpsfélagið
tekið ákvörðun um einhliða riftun á
samningi þeim sem gerður var um
sameiningu útvarpsstöðvanna 11.
mars sl. Lögmönnum og stjórn
Hljóðvarps hf., sem rak Stjörnuna,
hafði ekki borist formleg vitneskja
um þessa riftun þegar þeir heyrðu
um hana í tvö-fréttum ríkisútvarps-
ins þriðjudaginn 12. september,
enda höfðu stjórnarmenn Hljóð-
varps í íslenska útvarpsfélaginu
ekki verið boðaðir til fundar þar
sem ákvörðun um einhliða riftun
var tekin.
Meðal þeirra sem Jón Ólafsson
bauð vinnu voru þrír af aðaleigend-
um Stjörnunnar, þeir Jón Axel
Ólafsson, Gunnlaugur Helgason
og Þorgeir Ástvaldsson. Þeir þrír
munu hafa tekið sér þann umhugs-
unarfrest sem Jón bauð þeim, tvær
eða þrjár klukkustundir, og eftir því
sem heimildir okkar herma munu
þeir hafa íhugað af alvöru að þiggja
atvinnutilboðið. Hafði þeim verið
bent á að við Stjörnunni blasti ekk-
ert annað en gjaldþrot.
í fréttaflutningi af gjaldþroti
Stjörnunnar hafa ýmsar tölur ver-
ið á lofti. Einhver nefndi sjötíu millj-
ónir, annar níutíu. í fréttatíma ríkis-
útvarpsins á þriðjudagskvöldið, 19.
september, var sagt að skuldir
þrotabúsins næmu tugum milljóna
króna og fréttastofunni væri kunn-
ugt um að ,,um vanskil hefði verið
að ræða hjá Lífeyrissjóði verslunar-
manna. Að sögn bústjóra skuldaði
Hljóðvarp um tvær og hálfa milljón
í lífeyrissjóðsgjöld samkvæmt milli-
uppgjöri í mars. Skuldir við ríkissjóð
vegna ógreidds söluskatts voru þá
tæpar ellefu milljónir og skuld við
Menningarsjóð útvarpsstöðva rúm-
ar þrettán milljónir. Langtímaskuld-
ir og gjaldfallnar afborganir lang-
tímaskulda námu samkvæmt milli-
uppgjöri 23 milljónum", sagði í frétt
ríkisútvarpsins.
Brynjólfur Kjartansson, bú-
stjóri þrotabús Hljóðvarps hf„ sagði
í samtali við PRESSUNA í gær að
ekki væri nákvæmlega ljóst hversu
miklar skuldir Hljóðvarps væru:
„Ég get ómögulega sagt til um
hversu miklar skuldirnar eru,“ sagði
Brynjólfur. „Ég hef fyrir mér reikn-
ingana eins og fyrirtækið stóð í árs-
lók 1988 og eins og það stóð 10.
mars 1989. Síðan þá hefur ýmislegt
gerst, meðal annars það að Ólafur
Laufdal og aðrir eigendur lögðu inn
13 og hálfa milljón í hlutafé." Á
þrotabúið þá kröfur á hendur Is-
lenska útvarpsfélaginu um að
endurgreiða þessa peninga?
„A.m.k. verður íslenska útvarpsfé-
lagið að gera grein fyrir því hvað
varð um þessa þrettán og hálfu
milljón," sagði Brynjólfur. „lslenska
útvarpsfélagið tók einnig að sér inn-
heimtu á útistandandi kröfum
Hljóðvarps hf. og allan rekstur; sá
um sölu á auglýsingum og fleira. Ég
veit ekki hyersu mikið af þessum
peningum íslenska útvarpsfélagið
greiddi til skuldheimtumanna. Ég
hef í rauninni ekkert um þetta mál
og þarf að fá skýrslu um það frá ís-
lenska útvarpsfélaginu hvernig
þessu fé var ráðstafað. Hljóðvarp hf.
hefði haft tekjur og útgjöld í þessa
sex mánuði, hefði Stjarnan verið
starfrækt ein og sér. Þarna koma
líka inn þessar þrettán milljónir, sem
hljóta að hafa létt á einhverju. Þetta
uppgjör liggur því ekki fyrir."
Miklu moldviðri hefur verið þyrl-
að upp í kringum yfirtöku Ólafs
Laufdal á kaupleigusamningi um
tæki Stjörnunnar við fjármögnun-
arfyrirtækið Lýsingu. í frétt ríkisút-
varpsins á þriðjudagskvöldið var
sagt um þann þátt að þremur dög-
um áður en Ólafur Laufdal hefði far-
ið fram á það við borgarfógeta að
Stjarnan yrði tekin til gjaldþrota-
skipta hefði hann gert samning um
yfirtöku kaupleigusamningsins og
greitt inn á hann fimm milljónir
króna. Heimildir PRESSUNNAR
herma að ástæðan fyrir því hversu
Ólafur brá skjótt við hafi verið sú að
þegar hafi legið fyrir tilboð um yfir-
töku samningsins frá Jóni Ólafs-
syni, enda hefði íslenska útvarpsfé-
lagið ekki greitt neitt inn á samning-
inn frá því útvarpsstöðvarnar voru
sameinaðar og Islenska útvarpsfé-
lagið yfirtók reksturinn. „Það mið-
aðist allt að því að koma Ólafi Lauf-
dal á kné," segir heimildamaður
okkar. „Með því að standa ekki í
skilum með greiðslur vissi fslenska
útvarpsfélagið að verið væri að
koma Ólafi Laufdal út í horn, þar
sem hann var í persónulegum
ábyrgðum fyrir kaupleigunni. Ég
held að hinir eigendurnir þrír hafi
gert sér grein fyrir þessu persónu-
lega stríði af hálfu Jóns Ólafssonar
og því ekki tekið atvinnutilboðinu.
Enda skilst mér að gagnkvæmt
traust milli „strákanna" og Ólafs
Laufdal hafi ríkt frá fyrsta degi. En
þegar Jón Ólafsson og Ólafur Lauf-
dal voru komnir í viðskipti saman
mættust stálin stinn."
Ekkert ólögleat við
yfirtöku kaupleigu-
samningsins
Að mati Brynjólfs Kjartanssonar
bústjóra er ekkert ólöglegt við yfir-
töku Ólafs Laufdal á þessum samn-
ingi, jafnvel þótt hann hafi verið
gerður áður en að gjaldþroti kom:
„Ég get ekki séð neitt ólöglegt við
það," segir Brynjólfur. „Það að hann
hafi gengið frá greiðslum sem hann
er ábyrgur fyrir og hefur samið um,
það er ekkert ólöglegt. Ólafur Lauf-
dal er þarna í persónulegum
ábyrgðum og því eðlilegt að hann
semji um þær ábyrgðir. Það væri
skrýtið, ef hann gerði það ekki. Eftir
því sem ég best veit var kaupleigu-
samningurinn gerður milli Hljóð-
varps hf. og Lýsingar hf. í upphafi.
Lýsing hf. rifti þessum kaupsamn-
ingi með bréfi dagsettu 14. septemb-
er. Ólafur Laufdal er persónulega
ábyrgur fyrir þessum samningi.
Hann náði síðan samningi við Lýs-
ingu um að halda áfram greiðslu á
samningnum, eftir því sem ég best
veit." í frétt ríkisútvarpsins kom
jafnframt fram að „bústjóri hefði
ekki lagt blessun sína yfir samning
Ólafs og Lýsingar, þar sem hann var
gerður áður en til gjaldþrots kom.
Þrotabúið hefði því ekki afsalað sér
neinum rétti og bústjóri gæti, ef
honum sýndist svo, rift þessum
samningi". Er það rétt?
„Það er skiptafundur sem ákveður
hvort riftunarmál skuli höfðað. Ef
skiptafundur telur að fara skuli í rift-
unarmál er tillaga þess efnis borin
fram á skiptafundi og skiptafundur
samþykkir eða synjar." En getur
skiptafundur farið fram á að rift
sé persónulegum samningi Ól-
afs Laufdal við Lýsingu hf.?
„Nú er stórt spurt. Af hverju ætti
það endilega að vera hægt? Það er
a.m.k. ljóst að sé um vanskil að
ræða á fjármögnunarleigusamningi
er almennt um riftunarheimild af
hálfu fjármögnunarfyrirtækisins að
ræða. Það ráðstafar síðan tækjun-
um til annarra. Ef hins vegar kemur
í ljós að hluthafi gjaldþrota fyrir-
tækis hagnast eða nær verulegum
hagnaði út úr fyrirtækinu er hægt
að ímynda sér að þrotabúið fari í
riftunarmál. Riftunarmál, sam-
kvæmt íslenskum rétti, er almennt
alltaf fjárkrafa; það er ef einhver
hefur náð undir sig óeðlilegri
greiðslu eignast búið fjárkröfu, en
það myndi ekki geta gengið inn í
samninginn í sjálfu sér heldur yrði
það fjárkrafa. Til þess að ganga inn
í þennan samning yrði viðkomandi
að geta uppfyllt hann og geta sagt
við fjármögnunarfyrirtækið að
hann myndi greiða áfram af samn-
ingnum og vildi eignast þessi tæki."
Heimildir okkar herma að Ólaf-
ur Laufdal hafi komið þessum
samningi í skil. „Mér skilst að
hann hafi samið um þessar greiðsl-
ur, já.“ Meðan tækin eru ekki
greidd að fullu eru þau eign Lýs-
ingar, ekki rétt? „Jú, þau eru eign
Lýsingar hf.“
Stjarnan á óbyrgð
Ólafs Laufdal
Brynjólfur Kjartansson var spurð-
Það hefur verið tómlegt um að litast í húsakynnum Stjörnunnar siðustu daga. Allir starfsmenn hennar
þágu boð Jóns Ólafssonar um starf á By Igjunni. Þrír eigendur Stjörnunnar sjá um að halda úti 24 klukku-
stunda dagskrá á sólarhring.