Pressan - 21.09.1989, Side 12
12
Fimmtudagur 21. sept. 1989
IPRESSU
MOJLAR
s
^^öfnunin fyrir SEM-hópinn
gekk vonum framar. Ekki aðeins
söfnuðust tæpar 13 milljónir í pen-
ingaframlögum, heldur annað eins
ef ekki meira í vinnuframlögum
hvers konar. Þessar upphæðir komu
inn á aðeins fjórum klukkustund-
um. Þeir sem velta þessum hlutum
fy rir sér og bera saman við 12 miilj-
óna króna söfnun Sjálfsbjargar á
fjórum dögum skrifa árangurinn al-
gjörlega á það hversu mannlegur og
hlýr þátturinn hafi verið. Áhorfend-
ur hafi hrifist svo með að þeir hafi
ósjálfrátt gripið símtólið og hringt
inn framlag sitt. Forsvarskonur
Áhugahóps um bætta umferðar-
menningu og SEM-hópurinn segja
engan vafa leika á að fjárframlögin
skili sér. . .
1|
^^^mfang í kringum endur-
vinnslu dósa þykir orðið í meira
lagi. Nú eru þegar komnar í notkun
vélar sem taka við áldósum og kosta
þær um 380 þús. kr. stykkið en vél-
ar fyrir plastdósir eru að koma á
markaðinn og eru öllu dýrari eða
nálægt einni milljón hver. Þess má
geta að kaupmaður sem tekur við
umbúðum fær 75 aura pr. dós og
gefur augaleið að fjárfesting í slík-
um tækjum borgar sig varla upp á
skömmum tíma. ..
Góð orð
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
Karlmannsrödd tvísaga um sprenging-
arnar í Reykjavík í símtali við
PRESSUNA
MÁLIÐ UPPLÝST
FfílElE
KAFFI
Mi sérö
muninn!
HANN FINNST Á BRAGÐINU....
HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY HF.
Mmm...
EN HRINGINGAR HALDA AFRAM
Eftir hádegi í gær, miðviku-
dag, hringdi ungur karlmaður í
PRESSUNA og kvartaði sáran.
Sagðist hann vita fyrir víst að
maður, sem hringdi í síðustu
viku til DV, hefði alls ekki hótað
að sprengja upp ráðhúsbygging-
una í Tjörninni, þrátt fyrir frétt
blaðsins þess efnis. Karlmaður-
inn ungi sagðist hvorki játa því
né neita að hann væri sá hinn
sami og hringdi til DV, en fullyrti
að hann þekkti vel tii máisins og
vildi þess vegna koma leiðrétt-
ingu á framfæri.
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Aðspurður staðfesti maðurinn að
viðmælandi DV hefði lýst spreng-
ingunum í Reykjavík um daginn á
hendur öfgahópi, sem væri á móti
ráðhúsbyggingunni. Hann hefði
hins vegar alls ekki minnst einu orði
á áð sprengja ráðhúsið. Þetta hefði
verið orðað á þann veg að hópurinn
myndi „einskis svífast til að standa
fyrir fleiri sprengingum í miðbæri-
um til að mótmæla byggingu ráð-
hússins í Tjörninni".
Þegar maðurinn var spurður
hvort þetta þýddi að búast mætti við
fleiri sprengingum á næstunni svar-
aði hann með því að þylja orðrétt
120. grein a. úr refsilögunum frá
1940: „Nú veitir maður vísvitandi
rangar uppiýsingar eða lætur uppi
vísvitandi rangar tilkynningar, sem
eru fallnar til að vekja ótta um líf,
heilbrigði eða velferð manna eða
um atriði, sem varða loftferðaör-
yggi, og varðar það sektum, varð-
haldi eða fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu varðar að útbreiða
þess konar orðróm gegn betri vit-
und.“ Síðan sagðist hann verða að
ljúka samtalinu og lagði á.
í framhaldi af þessu símtali hafði
PRESSAN samband við Gísla Páls-
son, lögreglufulltrúa hjá RLR. Hann
tjáði blaðinu að upplýst hefði verið
hverjir stóðu að hringingunni til DV
í síðustu viku og myndi málið verða
sent ríkissaksóknara á næstu dög-
um.
Um leið og samtali okkar við Gísla
var lokið hringdi nafnlausi maður-
inn hins vegar aftur — og hafði þá
algjörlega tekið annan pól í hæðina.
Sagði hann að símtalið til DV hefði
bara verið ,,gabb“, sem fundið hefði
verið upp á í fylleríi, og að „öfga-
samtökin á móti ráðhúsinu" hefðu
aldrei verið til. Viðkomandi hefðu
líka gefið sig fram við lögregluna.
„Já, þetta var afdrifaríkt fyllerí. . .,“
sagði röddin að lokum og kvaddi.
„Þú œttir nú að koma
ogsmakka
- þetta er örugg/ega besti
kjúklingurinn í bænum. “
•^fAs vj-
HraÖrétta veitingastaður
íhjarta borgarinnar
áhomi
Tryggvagötu og Pósthússtraetb
Si'mt 16480
J
Samkeppni um
íslenskt nafn!
Eins og kunnugt er hefur Reykjavíkurborg
keypt veitingahúsið „Broadway“ við Álfabakka í Reykjavík.
íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri
■ hússins frá og með 1. nóvember n.k.
Hér með er auglýst eftir tillögum um
íslenskt nafn á staðinn.
Tillögum skal skila
á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs
Fríkirkjuvegi 11
fyrir 15. október n.k.
merkt ÍTR - hugmyndasamkeppni.
Tillögur afhendist í lokuðu umslagi
undir dulnefni og með fylgi annað umslag
með nafni höfundar.
íþrótta- og tómstundaráð skiparfimm manna
dómnefnd með fulltrúum frá ÍTR og unglingum.
Veitt verða ein verðlaun kr. 50.000,-fyrir bestu
tillöguna. Ef fleiri en ein tillaga með sama nafni
berst verður dregið á milli höfunda um 1. verðlaunin.
Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar í nóvember.
íþrótta- og tómstundaráð óskar einnig eftir tillögum og
hugmyndum barna, unglinga og foreldra um starfsemi í
húsinu fyrir börn og unglinga. ^
Tillögur sendist ÍTR
Fríkirkjuvegi 11
merkt - starfsemi - fyrir 15. október.
Þeir aðilar sem óska eftir afnotum af húsnæðinu fyrir
fundi, ráðstefnur og skemmtanir er bent á að hafa
samband við skrifstofu ÍTR i síma 622215.