Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 21. sept. 1989 VIKUBLAD Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift ogdreifing:Ármúla 36, sími 68 18 66. Setningog umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaöið: 1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið. hin pressan „Þeir sem gera sér leik að þvi að aka um götur höfuðborgarinnar að kvöldlagi og kasta þar dinamitsprengjum eru hættulegir umhverfi sinu, svo að ekki sé fastar að orði kveðið/# —Úr leiðara Morgunblaðsins. HVER ER ÁBYRGÐ BANKANNA? Sú hryðja gjaldþrota sem gengur yfir atvinnulífið þessa dag- ana er venjulega talin vera til marks um óðagot fyrirtækja á þenslutímum. Fjárfestingar gengu úr öllu hófi og svo réðu menn ekki neitt við neitt. Látum skussana fara á hausinn! var viðkvæði margra og afleiðingarnar sýna sig í dag. Gjaldþrota- beiðnir skipta þúsundum og milljarðar tapast við skipti þrota- búanna og nauðarsamninga. Ársins 1989 verður lengi minnst sem árs gjaldþrotanna á íslandi. Það er algengt að fyrirtækjunum sé kennt um hvernig fór. Þó er ennþá vinsælla að skamma stjórnvöld fyrir óstjórn í efnahagslífinu og að þau geti ekki skapað fyrirtækjunum líf- vænleg skilyrði. Sjaldnar er þess krafist að bankar, sjóðir og fjárfestar verði dregnir til ábyrgðar fyrir að dæla fé í ofsa- fengna og óarðbæra fjárfestingu og eyðslu. Hvaða ábyrgð bera yfirmenn viðskiptabanka og grái markaðurinn á þeim áföllum sem nú ganga yfir atvinnulífið? Var þess gætt að næg- ar tryggingar væru að baki skuldunum og að fjármagnið leit- aði í arðbæra uppbyggingu? Þegar svo er komið að stærsta fyrirtæki þjóðarinnar er sagt riða á barmi gjaldþrots og skuldir þess við stærsta banka þjóðarinnar skipta milljörðum lýsa yf- irmenn bankans því yfir að þeirra ábyrgð sé þagnarskylda og trúnaðarleynd. Á endanum dynja svo þessi áföll yfir almenn- ing í formi hærra vöruverðs, hærri skatta, vaxtaáþjánar og at- vinnuleysis. þankabrot „Ég fæ höfundarþoknun fyrir minn hlut en það kemur engum viö hver hún er." — Rúri myndlistarkona í samtali við DV um listaverk sem hún seldi finnsku hóteli. „Stöö 2 er búin að þykjast vera á leiö- inni hingað ansi lengi og ekkert höf- um viö séö af henni enn." —Hallbjörn Hjartarson kántrisöngvari á Skagaströnd í „Hinni hliðinni" í DV. „Lúðvik Jósefsson hefur haldið fram tölum og veifað plaggi þvi til sönnunar." —Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, í viðtali við DV. „Ráöherra gælir við gamalt kjöt." — Fyrirsögn á forsiðu DV. „En viö erum kröfu- hörö þjód, Islendingar. Eftir aö hafa fariö í verslanir víöa erlendis, m.a. í Þegar Steingrímur hringir í þjóöarsálina Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sendi Seðlabankan- um beittar örvar á margfrægum fundi hjá Alþýðubandalagsfélaginu í Reykjavík í síðustu viku, baðaður kastljósi fjölmiðlanna. Kveinkaði hann s'ér undan því að Seðlabank- inn væri handónýt stofnun fyrir rik- isstjórnina og léti engan veginn að stjórn þegar ráðherrar gerðu til- raunir til að gera eitthvað í peninga- málunum til að laga efnahags- ástandið. Nokkrum vikum fyrr var Stefán Valgeirsson eitthvað að bera sig undan vaxtaokrinu í þjóðfélaginu. Sagði að ríkisstjórnin hefði ýmsu lofað en lítið orðíð úr efndum. Þetta var náttúrlega borið undir Stein- grím, sem ráðlagði Stefáni að minn- ast þess að hann væri formaður bankaráðs í einum stærsta við- skiptabanka þjóðarinnar og hæg heimatökin hjá honum að færa nið- ur vextina í Búnaðarbankanum. Á sama máta svaraði svo Jóhann- es Nordal skeytum forsætisráðherra með því að benda honum á að breyta bara lögunum um Seðla- bankann ef hann kærði sig um. Það væri jú ríkisstjórnar að leggja frum- vörp fyrir þingið ef hún vildi breyta valdahlutföllunum í stjórnkerfinu. Upphrópanir af þessu tagi verða alltaf heldur hjákátlegar þegar í hlut eiga ráðamenn sem eiga að baki áralanga valdasetu. Eru framsókn- armenn fyrst nú að uppgötva hversu mikilvægt stjórntæki Seðlabankinn er í peninga- og fjármálastjórn — eftir v.a.m. nær samfellda 18 ára valdatíð í ríkisstjórnum? Það skreytir óneitanlega pólitíska umræðu þegar forystumenn stjórn- málaflokkanna skera upp herör gegn kerfinu, í framboðshasar eða á þaulskipulögðum fjölmiðlauppá- komum. Hóta að reka Seðlabanka- stjóra, hreinsa út æviráðna embætt- ismannaliðið, stokka allt kerfið upp á nýtt, skera niður rótfasta útgjalda- pósta, selja ríkisfyrirtæki, útrýma kommissarakerfinu o.s.frv. o.s.frv. Upp úr öllu gnæfir samt sú stað- reynd að íslenska stjórnkerfið er lík- ast til eina vestræna stjórnkerfið sem hefur aldrei gengið í gegnum hreinsun, uppstokkun og endur- skipulagningu. Engin niðurstaða hefur fengist í endurskoðun stjórn- arskrár, sem er að stofni til meira en aldargömul. Engin stjórnkerfislög fyrirfinnast í lagasafni, engin stjórn- sýslulög hafa verið lögfest til að tryggja rétt borgaranna gagnvart kerfinu og leggja upplýsingaskyldu á hendur því opinbera. Jafnvel stjórnmálaflokkarnir eru að mestu utan við lög og rétt. Engin lög kveða á um starfsemi þeirra og fjármál og þeir eru t.d. ekki skattskyldir. Þegar hugað er að sambandi kjós- enda og stjórnmálamanna er mikil- vægt að athuga tvennt; kjósendur laðast að flokki sem álitlegur þykir vegna afreka, stefnu eða þeirrar ímyndar sem formaður og flokkur gefa af sér. En flokkarnir reyna líka að elta uppi skoðanir kjósenda. Vera í takt við tímann og slá sér upp á þeim kröfum sem almenningur ger- ir til „kerfisins" á hverjum tíma. Þegar svo er komið að ríkisstjórn er rúin trausti og stjórnarflokkarnir tapa fylgi má auðvitað búast við upphrópunum ráðherra á borð við yfirlýsingar Steingríms um að ekki sé við stjórnina að sakast, heldur sé það „kerfið" sem láti ekki að stjórn. Þá þyrfti engan að undra þótt for- sætisráðherra færi næst að gera vart við sig í símatímum þjóðarsál- arinnar til að kvarta og skammast yfir óstýrlátum embættakóngum sem ekki láta segjast — þrátt fyrir 18 ára samfellda baráttu framsóknar-' manna við „kerfið", eða þannig. Sofíu, höfuöborg Búlgaríu, á síöasta hausti, komst ég aö þeirri niöurstööu aö vöruúrvaliö á Vegamótum var mörgum sinnum meira og fjölbreyttara en þar sást.“ — Jónína Þorgrímsdóttir í Staöarsveit. Grein í Neytendablaöinu 3. tbl. '89 undir yfirskriftinni „Er SÍS betri kostur fyrir neytendur?" „Ég held aö þaö sé ekki nokkur vafi að fólk er að vakna til vitundar um þaö aö konur eigi fyrst og fremst aö sjá um heimilið." — Rósa Ingólfsdóttir auglvsinaateiknari i Timanum. „Eg hef einungis fengið skellidúndr- andi hlatur út á þetta allt saman, sér- staklega samlíkinguna við sauðkind- ina." — Rósa Ingólfsdóttir i samtali við Timann. „Nú á allt að vera svo fjandi létt og skemmtilegt." —Inga Bjarnason leikstjóri i DV. „Menn eru orðnir óskaplega þreyttir á óbreyttu ástandi í þessari stofnun." — Steingrimur Hermannsson forsætisráð- herra í samtali viö DV um Seölabankann. „En þaö get ég játaö aö þaö getur verið endalaust álitamál, hvaö er sanngjarnt og rétt verð fyrir eign eins og fyrirtæki á borð við banka." — Sverrir Hermannsson bankastjóri i Morg- unblaðinu „Ég hef ekki sagt ósatt." — Olafur Ragriar Grímsson i DV. „Þess vegna er það náttúrulega hjá- kátlegt þegar forsætisráöherrann lít- ur upp úr laxveiðitúrnum sínum og biöur þjóöina að slá af, því allt sé í voða út af þenslu, vaxtaokri, halla- rekstri, skuldasöfnun og þvílíku..." — Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, prestur á Borg á Mýrum, í viðtali við Heimsmynd. „Ákveðinn dagskrárgerðarmaður... heilsaöi fólki sem hringdi inn í þátt- inn með „Good day" og hálfgerðu „How'ya". — Úr lesendabréfi i DV um þátt á Effemm „Þér var gefið vín, ekki láta drekka það frá þér." — Úr Degi þar sem sagt var frá hvernig grin- arar hafa snúið útvarpsauglýsingunni „Þér var gefið vit, ekki drekka það frá þér". „Kristján sagöi aö ekki vœru til nema tveir til þrír tenórar í heiminum í dag sem jöfnuöust á viö Pavarotti: Domingo, Giacomini og hann sjálfur.“ —Ur grein i Morgunblaðinu þar sem greint var frá að Kristján Jóhannsson myndi leysa Pavarotti af í uppfærslu á „Tosca" i Chicago.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.