Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 21. sept. 1989 25 spáin 18.—25. september (21. mars—20. april) Þaö getur verið aö þú fáir óvæntan glaðning i gegnum póstinn. Ekki fyllast ofsakæti og passaöu tilfinningahitann. Ástamálin eru i fínu lagi og einhver af gagnstæða kyninu i vinnunni gæti kveikt áhuga þinn. (21. apríl—20. mai) Þaö er eitthvað rosalega mikiö aö gerast hjá þérá tilfinningasviöinu. Þérfinnst hlutirsem öðrum finnst einfaldir gifurlega flóknir. Reyndu aö taka það rólega og haltu matar- æöinu í föstum skoröum, ekki reyna neitt nýtt um þessar mundir. (21. mai—21. júní) Tappaðu af reiöi sem hlaðist hefur upp hjá þér þessa vikuna. Það eru margar leiöir til þess og ef þú átt maka er kjöriö að fara i ein- hverskonar likamsrækt með honum. Sunnu- dagurinn er fínn fyrir áhugamálin. (22. júní—22. júli) Það er fólk í kringum þig sem er aö reyna aö hafa áhrif á gerðir þinar. Láttu sem þú sjáir þaö ekki og farðu algerlega eftir þínu.höfði. Frelsi er einkunnarorð þin þessa dagana, og þaö á við um öll svið lifs þins. (23. júlí—22. ágúsl) Líttu til framtíðarinnar með bjartsýni og láttu smávægilega hluti eiga sig. Einbeittu þér að mikilvægum verkefnum um þessa helgi og láttu ekki ráðskast meö þig. (23. ágúst—23. sept.) Þér hættir til að d æm a aðra ranglega og hafa rangar hugmyndir um þá. Leiðréttu þetta og þá líður þér betur. Vinur eða kunningi gæti þurft á smáhjálp og uppörvun að halda frá þinni hendi. Burtséð frá þessu ætti helgin að vera í rólegri kantinum. (23. sept.—24. okt.) Áætlanir sem þú ert með i gangi núna kunna að tefjast og því er þolinmæði mikilvæg þessa dagana. Gerðu bara eitthvað annað í staðinn, þá gleymiröu þér. Einhleypir ættu kannski að huga að makavali. "L' (24. okt —22. nóv.) Jafnvægi er það sem sporðdrekar ættu að hugsa mikið um þessa dagana. Það er nefni- lega ekki óliklegt að óvæntur fundur með þér hærra settum beri ríkulegan ávöxt ef þú neldur rétt á spilunum. Láttu dagdrauma ekki ná valdi á þér. (23. nóv.—2\. des.) Óvænt útgjöld setja strik í reikninginn. Þess vegna ættirðu að hafa augun opin hvað varðar aukavinnu. Gakktu samt ekki of nærri þér á þvi sviði, því heilsan er dýrmætari en peningar. (22. des.—20. jan.) Einhver vandamál eru likleg til að koma upp á yfirborðið á laugardag. Hafðu i huga að oft er sókn besta vörnin. Á sunnudaginn er gott að hugsa aðeins um framtiðina hvað varðar fjárfestingar og annað slikt. (21. janúar—19. febrúar) Ef þú flýtir þér of mikið við það sem þú ert að gera er liklegt að þú gerir eitthvað vit- laust. Slíkt borgar sig ekki. Timinn er nógur og fjölskyldan á lika að fá sinn tima. Lausir og liðugir ættu að fara út að skemmta sér. (20. febrúar—20. mars) Tilfinningar sem hafa kraumað undir niðri aeysast nú upp á yfirborðið af miklum krafti. Ovæntar fréttir sem þú færð eru ekki góðar fréttir að þinu mati. Reyndu að slita þig frá neikvæðum hlutum og gera eitthvað skemmtilegt i framh|áhlaupi Ásgeir Tómasson blaðamaður Undir éhrifum fra umsiónarmanni helgarblsðs ÞV! — Hvaöa persona hefur haft mest áhrif á þig? „Fjöldinn allur, en þó flestar aöeins um skamma hríö. Ætli ég sé ekki einna helst undir áhrifum frá umsjónarmanni helgarblaðs DV." — Hvenær varöstu hrædd- astur á ævinni? „Þegar viö Holberg Másson svifum á loft í loftbelgnum hans frá Seltjarnarnesi einhvern sum- ardaginn fyrir 12—13 árum. Skömmu áöur haföi ég horft upp á Ómar Ragnarsson flengjast um stóran hluta Álftanessins, yf- ir urð, grjót og gaddavír og enda úti á sjó án þess að komast upp í körfuna. Fljótlega eftir mitt flugtak fór skrekkurinn þrátt fyrir aö nokkur brunagöt væru á belgnum. í nokkur ár á eftir var ég hins vegar talsvert skelkaður í litlum eins og tveggja hreyfla flugvélum, sem ég tel vera beina afleiðingu þessa flugs." — Hvenær varöstu glaðast- ur? „Því miður, afar ófrumlegt svar: Þegar ég horfði á krakka- ormana mína koma í heiminn og sá að þeir voru eins og fólk er flest." — Hvers gætiröu síst verið án? „Þess að fá að heyra það með reglulegu millibili að ég sé besti pabbi í heimi. Það er auðvitað al- gjört rugl en gott að fá að heyra það samt." — Hvaö finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Að fara í jarðarfarir. Þarna þurfti ég að hugsa mig verulega lengi um." — Hvaö finnst þér skemmti- legast? „Hitt og þetta. Aðallega hitt." — Hvaö fer mest í taugarnar á þér? „Nokkuð margt. Til dæmis það að hafa ekki sama minni, ímyndunarafl og sköpunarkraft og ég hafði þegar ég var átján." — Manstu eftir neyöarlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Ég er alltaf að lenda í því að heilsa fólki sem ég held að ég þekki en þekki ekki, og strunsa síðan framhjá fólki sem ég ætti að heilsa en kem ekki fyrir nokk- urn mun fyrir mig. Þetta er afar hvimleitt." — Ef þú værir ekki í núver- andi starfi, við hvaö vildirðu helst vinna? „Ég gæti vel hugsað mér að vinna sem útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins eða ritstjóri Morgun- blaðsins. Sér í lagi er útvarps- stjórastaðan spennandi. Þar þarf maður engar áhyggjur að hafa af peningum, hvorki tekjum né út- gjöldum, að því er virðist." — Áttu þér leyndan draum? „Nei, þótt skömm sé frá að segja. Hins vegar á ég mér þann opinbera draum að geta losnað við að greiða tugi ef ekki hundr- uð þúsunda króna i dráttarvexti af alls kyns leiðindalánum — eða ránum — á hverju ári. Og því fyrr, þeim mun betra." lófalestur draumar Draumablóm blómstrandi eða með ávexti er manni sjálfum og fjölskyldu manns fyrir góðu. En að dreyma tré visnað eða horfið þaðan sem það átti að vera er fyrir missi. Tengt þessu er orðið ættartré. Nú á dögum fást í mörgum verslunum myndaslíður sem hanga í litlu silfurtré er tákna skal ættartréð. Þegar búið er að setja myndir í slíðrin er ættartréð hlaðið ávöxtum. Skemmtileg hug- mynd byggð á fornu minni. Dreymi konu ávöxt er það mjög oft tákn barns. Stundum finnst okk- ur slíkir draumar undarlegir. Kunn- ingjakonu mína dreymdi stóran og litfagran ávöxt. Hann var gegnsær og inni í honum voru mörg fögur augu sem horfðu á hana. Hún sagði mér þennan draum þegar hún var orðin roskin kona og taldi að sig hefði þarna dreymt fyrir börnunum sínum. Og að endingu, ef mann dreymir fögur og gróskuleg blóm eða tré á leiði vina sinna — þá hefur lífsstarf þeirra orðið til góðs. þannig fylgja draumablómin okkur á leiðarenda. Og taka sjálfsagt á móti okkur hin- um megin. En það er önnur saga. Steinunn Eyjólfsdóttir Fá draumtákn eru eins margræð og blóm. Ýmsir merkisatburðir mannsævinnar virðast táknaðir með blómum, einnig í vökunni. Blómin eru fegurstu lífverur sem maðurinn þekkir. Úr draumheimum flytja þau honum boð og sjálfur reynir maðurinn að túlka tilfinning- ar sínar með blómum. Jafnvel mestu skálkar fyllast mildi í félags- skap blóma. Sumt skyggnt fólk kveðst hafa heyrt blómin syngja. En við, sem ekki er gefin skyggnigáfan, skulum nú hyggja nokkuð að draumablómunum okkar. Pottablóm — þ.e. rótföst blóm — eða blóm sem fest eru í föt manns, barm eða hár tákna afkom- endur eða skjólstæðinga. Litirnir geta sagt til um kyn væntanlegs barns. En eins og flestir vita er blátt táknlitur drengja en bleikt stúlkna frá fornu fari. Rauð og hvít blóm eru talin tilheyra telpum. Stundum eru þó hvít blóm sögð boða feigð. Hvítt táknar þá hreinleika annars heims. Og margir segja rauð blóm tákn ástar. Dreymi stúlku að piltur gefi henni blóm eða ef pilt dreymir hið sama um stúlku, boðar það vís- ast annað af þessu eða jafnvel bæði ást og börn. Dreymi mann hinsvegar afskor- in blóm þar sem maður er staddur í draumnum er það oft fyrir dauðs- falli. Tré og runnar tákna einnig oft persónur. Að dreyma tré og blóm Þessi maður er í eðli sínu vilja- sterkur, en hann skortir svolítið sjálfstraust. Hann er jákvæður og allsveigjanlegur og lætur tilfinn- ingarnar oftast ráða ferðinni. Hann hefur þörf fyrir menningu. Ef hann vinnur ekki sjálfur á slíku sviði er a.m.k. jákvætt fyrir hann að vera innan um menningarlega sinnað fólk. Upp úr þrítugu hafði maðurinn nokkuð góða möguleika til að komast áfram og aftur á aldrinum frá 45 til 55 ára. Einhverjar breyt- ingar tengdar starfi hans eða lifn- aðarháttum eiga sér stað á næst- unni eða hafa nýverið orðið. Það er AMY ENGILBERTS þó ekkert, sem hann þarf að kvíða fyrir. Þessi karlmaður gæti orðið þekktur á ákveðnu tímabili í lífinu. Eftir sjötugt þyrfti hann að fara vel með sig, því þá getur hann náð háum aldri. í þessari viku: Vördur (karl, fæddur 5.10. 1927)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.