Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 21. sept. 1989 hitti fólk á dansleikjum, þá vantaði ekki tungumálakunnáttuna!" Einar bætir við: „Já, fólk sem hafði ekki kunnað að segja ,,yes“ eða ,,no“ dags daglega var allt í einu orðið tungumálasnillingar eftir nokkur glös...“ Þau viðurkenna að ekki hafi allir verið almennilegir sem á vegi þeirra urðu. „Sumir voru svo ruddalegir að spyrja hvar ég hefði fengið hana," segir Einar. „Þegar mér var farið að leiðast að svara svona fáránlegum spurningum svaraði ég eitt sinn manni á þá leið að ég hefði keypt hana á þrælamarkaði. „Ha, og hvað borgaðirðu fyrir hana?" spurði hann. Eg svaraði því til að hún hefði kostað fimm dollara. „Af hverju komstu ekki með heilan gám?“ spurði hann.“ Peggy segir þau hafa tekið þá ákvörðun að hætta að fara á böll vegna ágangs fólks, „enda höfðum við aldrei neinn frið til að tala saman"! segir hún og brosir. „Fólk virtist vilja fá svar við ótrúleg- ustu spurningum og þeirra spurði það ekki nema undir áhrifum áfeng- is.“- Vildi opna veitinga- stað við þjóðveginn Árið eina sem Einar hafði lofað Peggy að þau myndu dvelja á Laug- arvatni varð að tveimur. Síðan þremur, fjórum og loks fimm. „Þá fékk ég vinnu á rannsóknarstofunni á Landspítalanum, flutti og Einar fylgdi síðar," segir Peggy. Síðar fór hún að vinna hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og fékk sér aukavinnu á kvöldin í Mandarínan- um, kínverska veitingastaðnum Peggy konan hans kunni ekki eitt orð í íslensku. Hún viðurkennir fús- lega að fyrstu tvö árin hér hafi verið erfið en Islendingar hafi verið alúð- legir: „íslendingar eru þægilegri en til dæmis Bandaríkjamenn," segir hún til viðmiðunar. „Ameríkanar brosa til þín og segja eitthvað, þau almennilegheit eru bara á yfirborð- inu. Það ristir dýpra hjá íslending- um." Hún fékk vinnu í Kaupfélaginu á Laugarvatni og ber ábyrgð á því hversu margt var „ekki til“ þar. Einu orðin sem hún kunni til að byrja með voru nefnilega þau tvö fyrr- greindu, „ekki til“: „Menn báðu um pípuhreinsara, sýndu mér pípurnar sínar til að gera mér þetta skiljan- legt en ég svaraði bara „Ekki til!“,“ segir hún hlæjandi. „Það var ekki fyrr en farið var að hringja óvenju oft í kaupfélagsstjórann til að spyrja hvers vegna ekkert væri til lengur í kaupfélaginu að hann fór að gruna eitthvað.. .!“ En Anna Peggy gerði fleira en af- greiða í Kaupfélaginu. Hún fékk stundakennslu við Héraðsskólann þegar hún hafði lært nokkuð í ís- ienskunni og kenndi þar meðal ann- ars flatarmálsfræði. Hún skrifaði fyrirlestrana niður á ensku og Einar þýddi þá yfir á íslensku. Einhvern daginn, þegar hann var óvenju upp- tekinn, sagði hann Peggy að fletta sjálfri í íslensk-enskri orðabók til að leita að orðunum sem hana vantaði, það væri besta leiðin til að læra mál- ið: „Fyrsta orðið sem hún ætlaði að fletta upp var „gráður"," segir Einar. „í flatarmálsfræðinni var auðvitað mikið um 75 gráður þetta og hitt, 90 gráða horn o.s.frv. En Peggy átt- aði sig ekkert á að komman yfir a- Indversk-lcinverskur efnaffræðingur sem starfað heffur i Kaupffélaginu á Laug- arvatni en ætlar nú að gerast kokkur á mexikönskum veitingastað er mann- eskja sem ekki er til i mörgum eintökum i heiminum. Anna Peggy Friðriksdóttir heitir hún upp á islenskan máta, en hét Peggy Annadale Adal til þess dags er hún fékk islenskan rikisborgararétt. Og hún er sannkölluð veitingahúsadrottning Reykjavikurborgar þvi hún rekur þrjá veitingastaði, þar sem boðið er upp á mat frá fjórum þjóðlöndum.. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Hún er fædd og uppalin í Guyana inu skipti máli og það runnu heldur í Suður-Ameríku, þaðan sem hún beturáhanatværgrímurþegarhún hélt til náms í efnafræði í Penri- las: „Great sexual appetite" (mikil sylvaníu í Bandaríkjunum. Á efna- kynlöngun). . .!!!“ fræðistofu þar rakst hún á íslenskan námsmann sem lagði stund á líf- Eftir nokkur glös fræði og efnafræði og ári síðar voru VOfitdr ekkí þau gift og lögð af stað til heima- ■ . . .. „ lands hans, íslands. Einar Óskars- enskukunnottuno. son hafði lokið stúdentsprófi frá • Reyndar segir Einar að Peggy hafi Menntaskólanum á Laugarvatni nánast þagað í tvö ár, aðeins hlustað fimm árum áður, fengið styrk til og smám saman farið að skilja framhaldsnáms í Bandaríkjunum og meira af íslenskunni. „Svo allt í einu hugðist starfa hér í eitt ár áður en einn daginn byrjaði hún aö tala ís- hann héldi aftur utan til doktors- lensku eins og hún hefði ekki gert náms. Hann ákvað því að þiggja annað!" segir Einar. — Það var starf sem kennari við sinn gamla reyndar nauðsynlegt, því sam- skóla á Laugarvatni og ætlaði að skiptaörðugleikarnir voru orðnir dvelja þar einn vetur. nokkrir: „íslendingar virðast óskap- - lega feimnir við að tala erlend I koupfelagið tungumál' þegar aðrir íslendingar Ó Laugarvatni heyra," segir Peggy. „En þegar ég sem Ning vinur hennar rak: „Þá kviknaði áhuginn á að opna veit- ingastað fyrir alvöru," segir Peggy. „Eg hafði alltaf átt þann draum að opna lítinn veitingastað; allt frá því ég var lítil stelpa og amma mín átti einn slíkan." Einar segir að Peggy hafi gríðarlegan áhuga á matargerð og sé snilldarkokkur, enda hafi hún strax fengið hugmyndina að veit- ingastað á Laugarvatni: „Peggy vildi helst opna lítinn stað við þjóð- veginn," segir Einar. » Ári eftir að þau fluttust í bæfnn, haustið 1985, bauðst þeim að taka á leigu matsölustaðinn Sælkerann, sem sérhæfði sig í ítölskum mat. Undir stjórn þeirra blómstraði stað- urinn og þeim fannst lífið leika við sig: „Það gekk allt okkur í hag,“ segja þau. „Við vissum ekkert um veitingarekstur og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Þetta var bara draumur að rætast og um að gera að prófa." Reyndar tóku þau mikla áhættu, veðsettu heimili sitt í Mosfellssveitinni og hefði rekstur- inn ekki gengið upp hefðu þau stað- ið á götunni: „Þetta var hundrað prósent áhætta," segir Einar. „En það vann allt með okkur." Ætti að fó bjartsýnisverðlaun Hálfu ári síðar urðu eigendaskipti á staðnum og nýir eigendur sögðu Peggy og Einari upp leigusamningn- um. Það leið þó ekki langur tími þar til þau voru komin á kaf í veitinga- rekstur, og frá maí ’86 fram í febrúar ’87 ráku þau bæði Sælkerann og Fógetann: „Þar vorum við fyrst með þennan venjulega fransk-íslenska matseðil, en opnuðum svo indversk- an matsölustað, Taj Mahal, á efri hæðinni.” Þar með voru þau aftur farin að taka áhættu: „Fólk varaði okkur við," segir Peggy. „Það var fullyrt við okkur að íslendingar væru ekki tilbúnir til að sækja ind- verskan matsölustað að því marki að reksturinn gæti borgað sig.“ Ein- ar viðurkennir að sér hafi ekkert litist á hugmynd Peggyar í fyrstu: „Eg var skíthræddur við þetta. En Peggy er svo bjartsýn. Hún ætti að fá Bjartsýnisverðlaun Brostes. ..! „Sumir segja nú að ég sé alltof köld,“ segir Peggy brosandi. „En ég þóttist viss um að þörf væri á nýjum, öðru- vísi matsölustöðum hér." Þótt þau hafi haft gaman af veit- ingarekstrinum sem slíkum átti ekki við Peggy að hafa krá á sama stað. „Ég get unnið við allt sem snýr að veitingahúsum; eldað, þvegið gólf, hvað sem er, nema unnið á bar. Ég þoli ekki þessi drykkjulæti sem fylgja krám. Ég vil bara hafa huggu- legan matsölustað, þangað sem fólk kemur til að borða." Einar gerðist þjónn á kvöldin ásamt því að kenna fulla kennslu við Menntaskólann í Hamrahlíð og segir að sér hafi alltaf þótt svolítið spennandi að áfgreiða á bar: „Það var oft alveg stórkostleg stemmning á Fógetanum," segir hann. Sjö vikur við kar- abíska hafið en . . . í desember í fyrra seldu þau Fógetann og lögðu land undir fót. Þau héldu til Karabíska hafsins, þar sem faðir Peggyar býr, og höföu full- an hug á að kaupa þar veitingastað: „Sjö vikna fríið okkar fór í að skoða veitingastaði! “ segir Einar. Það dæmi hefði vel getað gengið upp að þeirra sögn: „Veitingahúsarekstur er alls staðar eins,“ segir Einar. „Ég myndi treysta mér til að setja upp veitingahús hvar sem er í heimin- um.“ Samt komu þau heim. Peggy seg- ist hvergi vilja búa nema hér: „Þótt ég hafi búið við Karabíska hafið, Guyana og í Ameríku er Island það land sem ég vil eiga heima í,“ segir hún. „Ég er alin upp á stað þar sem mikið er um glæpi og ég er ennþá þannig erlendis að ég er stöðugt á varðbergi. Á íslandi er maður svo öruggur og meðan maður er með börn er hvergi betra að vera. Það væri kannski annað viðhorf ef við værum barnlaus. ..“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.