Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 2
PRESSU ^EINAR ÓLASON LJÓSMYNDARI ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR '•" ’Fimffiflicíág'ur'IG. 'ðKtr^989 Thor Vilhjálmsson rithöfundur tók hlýlega á móti einu af þeim pardusdýrum sem gengu um salinn, svona til að minna á pardusinn í listasmíðum og ilmvatni Cartiers. Það glumdi við hlátur þegar Philippe Mauclair, framkvæmdastjóri CARTIER, hafði kaliað Bryn- dísi Schram upp á svið til að taka á móti Panthére-ilmvatni frá fyrirtækinu. ílmvatnsglasið var geymt í geysistórri, rauðri öskju sem borði hafði verið settur utan um. Þegar Bryndís ætlaði að opna öskjuna kom hins vegar í Ijós að ógjörningur var aö leysa borðann. Bryndís gafst ekki upp og bjóst til að bíta hann i sundur... Með þeim á myndinni er Arnaud Vignon, aðstoðar- framkvæmdastjóri Cartier í Frakklandi, sem skemmtir sér konunglega við þessar aðfarir. Fanney Óskarsdóttir lögfræðingur, Rúna Guðmundsdóttir snyrtifræðingur og Sigríður Einarsdóttir flugmaður. Meðal gesta var frú Vala Thoroddsen sem hér ræðir við aðrar frúr í veislunni. CARTIERer nafn sem velflestir þekkja — eða kannast við að minnsta kosti. Fyrirtækið var stofnað af Louis Cartier árið 1847 í París og var hann nefndur „konungur skartgripanna", enda var hann sá sem flest konung- borið fólk leitaði til þegar það vantaði glæsilega skartgripi eða höfuð- prýði alsett demöntum. Núna, tæplega einni og hálfri öld síðar, eru það alls kyns munir sem fólk sækist eftir frá Cartier. Úr, hringir, hálsmen, klukkur, pennar, ilmvötn, rakspírar og óteljandi minni fylgihlutir; ailt þykir þetta bera vott um smekk þann sem Cartier innleiddi strax í upp- hafi. Flestar tegundir úranna hafa verið endurunnar með breyttum tíðar- anda, en grunnurinn er ávallt sá sami. Þeim sem hafa reynt að líkja eftir framleiðsluvörum Cartier hefur oft- ast mistekist, enda lumar fyrirtækið á vel geymdum leyndarmálum. Cartier ver að jafnaði 1% af ársveltu sinni í að koma upp um falsarana og gera vörur þeirra upptækar — og það er dágóð summa þegar haft er í huga að velta Cartier var á árinu 1987 rúmlega 600 milljónir Banda- ríkjadala. Cartier þarf lítið að auglýsa. Nafnið er þekkt um víða veröld, enda eru vörur frá Cartier seldar í 124 löndum. Auk þeirra 2.300 starfsmanna sem vinna hjá fyrirtækinu í Frakklandi eru 16.000 til viðbótar staðsettir um heim allan, eingöngu í starfi fyrir Cartier. Það eru liðin þrjátíu ár síðan sá síðasti af CARTiER-ættinni lést. Frá þeim tíma hefur fjöldi stórra fyrirtækja verið aðaleigendur CARTIER og vel stæðir kaupsýslumenn hafa séð sér hag í að eignast hlut í fyrirtæk- inu. Þeir sem fremstir fara í flokki fyrir CARTIER ferðast um heiminn og heimsaekja þau lönd sem selja vörur þeirra. Eitt þeirra landa er að sjálf- sögðu ísland og á mánudaginn var hélt CARTIER glæsilega veislu í Grill- inu á Hótel Sögu. Þangað mættu 160 manns og gæddu sér á þeim óvenjulegu réttum sem þar voru fram bornir: rússneskum kavíar, Strass- borgar-gæsalifur, reyktum laxi í pönnukökum, humri og fleira góðgæti, að ógleymdu konfekti og kampavíni — sem auðvitað kom frá Frakk- landi. Einn gestanna, sem viðstaddur hafði verið Cartier-kvöld erlendis, sagði að þessi veisla væri jafnvel úr garði gerð og þegar CARTIER hélt hóf í St. Moritz: „og það var veisla veislanna.. velkomin i heiminn „Vá hvað ég píri augun fast!" Þessi stúlka fæddist 11. október og var rúmar 18 merkur að þyngd og 54 sm löng. Hún er dóttir Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur og Ólafs Jóns- sonar. „Ég vaf alveg jafn stór og þungur og hún. Ég var nefnilega líka rúm- ar 18 merkur þegar ég fæddist og 54 sm langur. Eini munurinn er sá að ég er strákur!" Sonur Huldu Líneyjar Magnúsdóttur og Egg- erts Björgvinssonar fæddist 12. október sl. „Ég er eldri en þú! Ég fæddist nefnilega 9. október og var 17 og hálf mörk og 53 sentimetrar. Mamma mín og pabbi heita Hall- dóra Sædís Halldórsdóttir og Guðmundur Pétur Bauer." Steinsofandi stúlka, fædd 12. okt- óber. Hún er dóttir Halldóru Guð- mundsdóttur og Árna Pétursson- ar, vó 15 merkur og var 51 sm‘á lengd.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.