Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 8
ARNARFLUG BÚTAÐ NÝH FLUGFÉLAG STOFNAÐ UM LEIGUFLUG ERLENI DÓTTURFYRIRTÆKI ANNAST INNANLANDSFLUGIÐ Á næstunni mun Isflug hf. sækja um flugrekstrarleyfi til samgöngu- ráðuneytisins. ísflug er í eigu ein- staklinga sem jafnframt eru stórir hluthafar í Arnarflugi hf. og ætlunin er að hasla félaginu völl á erlendum markaði. Á sama tíma færir dóttur- fyrirtæki Arnarflugs út kvíarnar í innanlandsflugi og vill hnekkja ein- okun Flugleiða á ábatasömustu leið- unum. Hvað verður um Arnarflug hf.? Arnarflug hf. er skuldum vafið fyrirtæki. I vetur bjargaði ríkissjóð- ur félaginu frá gjaldþroti með þeim orðum að ekki yrði um frekari opin- bera aðstoð að ræða. Til að koma rekstrinum aftur á lappirnar gekkst fyrirtækið fyrir hlutafjársöfnun í vetur og fram á vor. Hlutafjársöfn- unin gekk ekki sem skyldi og tókst ekki að fá til liðs við félagið fjár- sterka aðila, eins og eigendur von- uðust til. Yfirbragð örvæntingar var svo á hlutafjársöfnuninni í haust þegar 50 og 100 þúsund króna hlutabréf voru boðin á þeim kjörum að tveir til, fimm farseðlar fylgdu með hverju hlutabréfi. Tvísýn framtíð Arnarflugs hf. varð til þess að í lok september ákváðu nokkrir helstu eigendur að stofna nýtt hlutafélag, ísflug hf. Tilgangur félagsins er að „reka flugfélag til far- þega-, vöru- og póstflutninga, kaup og rekstur fasteigna og flugvéla og annar skyldur atvinnurekstur", eins og segir í samþykkt félagsins. Hluta- fé er ein milljón króna og heimild er til að hækka það í tíu milljónir. Framkvæmdastjóri og jafnframt hluthafi í ísflugi er Magnús Bjarna- son, en hann er sömuleiðis aðstoð- arframkvæmdastjóri í Arnarflugi hf. Að sögn Magnúsar er ísflug stofnað til hagræðingar. „Við ætlum að þreifa fyrir okkur með erlend verk- efni og ef af verður semjum við í nafni Isflugs, en ekki Arnarflugs," segir Magnús, „það er fyrst og fremst hagræðingaratriði." Enn sem komið er hefur ísflug ekki sótt um flugrekstrarleyfi til samgöngu- ráðuneytisins, en það er í bígerð. Hagrætt fyrir gjaldþroti? Hugmyndir forráðamanna Arnar- flugs um hagræðingu virðast ganga út á það að „hagræða" málum þannig að ný hlutafélög eru stofnuð um þær rekstrareiningar móðurfyr- irtækisins sem líklegastar eru til að skila hagnaði. Veturinn 1987 var hlutafélagið Arnarflug innanlands hf. stofnað af stórum hluthöfum í Arnarflugi hf„ auk þess sem móðurfélagið er skráð fyrir hlut. Það félag var stofnað með hagræðingu að markmiði. Arnarflug innanlands hf. tók yfir innanlandsflug fyrirtækisins og keppir um þessar mundir við Flug- leiðir um sérleyfi á hagkvæmustu leiðunum. í næsta mánuði úthlutar samgönguráðherra sérleyfum og Arnarflug innanlands sækir um fjór- ar leiðir sem hingað til hafa alfarið verið í höndum Flugleiða, það er til Vestmannaeyja, Húsavíkur, Patreks- fjarðar og Hafnar. Arnarflug er fyrir með áætlunarflug til átta staða á landinu. Markaðssókn Arnarflugs innan- lands á að fylgja eftir með hlutafjár- söfnun, að sögn forsvarsmanna, og boða þeir hlutafjáraukningu í kjöl- far úthlutunar samgönguráðherra á sérleyfum. Á meðan þrýtur móðurfyrirtæk- ið örendið. Greiðslustaða Arnar- flugs hf. er slík að hluthafar eru krafnir um persónulegar ábyrgðir fyrir skuldum fyrirtækisins. Þar sem félagið fær ekki aukið hlutafé er að- eins um tvennt að velja. Annarsveg- ar gjaldþrot og hinsvegar að auka tekjurnar. Leiguflug er hættuspil Á tíu ára tímabili, 1976—1986, starfaði „gamla" Arnarflug á erlend- um vettvangi. Félagið tók meðal annars að sér pílagrímaflug og um- svifin mikil um hríð. Ævintýrinu lauk 1986 og reið félaginu nærri að fullu. Núverandi eigendur komu til skjalanna á þessum tíma og björg- uðu Arnarflugi frá brotlendingu. Meðal þeirra eru eigendur síðdegis- blaðsins DV, Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, Guðlaugur Bergmann, kaupmaður í Karnabæ, Jóhann Bergþórsson í Hagvirki, Lýður Friðjónsson í gosdrykkja- fabrikkunni Vífilfelli og Axel Gísla- son, núverandi forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands. Sá síðasttaldi var fulltrúi Sambandsins, en það átti úti- standandi verulegar fjárhæðir hjá „gamla" Arnarflugi. Stefna Arnarflugs síðustu þrjú ár- in eða svo hefur verið að byggja upp áætlunarflug til íslands og frá. Leiguflug fyrir erlenda aðila var lagt á hilluna. Áð sumu leyti heppnaðist áætlunarflugið, einkum þó leiðin Keflavík-Amsterdam. Það dugði þó hvergi nærri til að halda rekstrinum fyrir ofan núllið og gamlar skuldir gerðu illt verra. í vetur var Arnar- flug hætt komið en með aðstoð rík- issjóðs tókst að bjarga í horn. Árnarflug á litla möguleika á að auka tekjurnar í áætlunarflugi. Al- mennur samdráttur í efnahagslífinu bitnar á flugfélögum eins og öðrum atvinnurekstri. Þess vegna vilja Arnarflugsmenn reyna fyrir sér á erlendum vettvangi með leiguflug og stofna ísflug. Horf- urnar fyrir erlendum verkefnum eru hinsvegar slakar. Engar flugvélar til að fljúga með

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.