Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 19. okt. 1989 BILAKYNIMINGAR BÍLAKYNNINGAR BÍLAKYNNINGAR FIAT UNO í BYRJUN NÆSTA ÁRS Breytingar á útliti, aöallega að framan. Nýtt mælaborð o.fl. Verð sennilega frá 550 þúsund. COLT Aksturhæfni Colt ræðst ekki síst af hárnákvæmri smíði undirvagnsins og fjöðrunarkerfisins. Að framan er sjálfstæð gormafjöörun (MacPherson) með nei- kvæðan halla og að aftan er snerilás með þrem festi- punktum og gormum. Þessi búnaður er meginástæðan fyrir því hversu vel Coltinn lætur að stjórn hvernig og hvar sem honum er ekið. Hemlabúnaðurinn með diska að framan og skálar að aftan sér fyrir fy llsta öryggi þeg- ar á reynir. Colt skararframúröðrum vegna þess aðöll smáatriði varðandi gerð hans eru gaumgæfilega vegin og metin áður en ákvörðun er tekin. Ryðvarið hágæðastál er not- að í yfirbygginguna til að auka styrk hennar og sérstakt efni til hljóðeinangrunar er óspart notað í innréttinguna til að halda niðri öllum hávaða inni í bílnum, sem stafar frá vélbúnaði hans og veginum. Vaxi er einnig úðað á staði sem viðkvæmir eru fyrir ryðmyndun til þess að auka endingu bílsins. Jafnvel fyrirferðarmiklir hlutir verða auðveldir með- ferðar í Colt '89 vegna þess að skuthurðin nær alveg niður að stuðara og engin brún er því til hindrunar, þeg- ar lyfta þarf farangri úr eða í geymsluna. Með því að nýta alla þá möguleika, sem tilfærsla aftursætisins býð- ur uppá, má koma fyrir í farangursgeymslunni hlutum sem eru mjög fyrirferðarmiklir. CHRYSLER Voyager-fjölskyldubíllinn var vinsæll ferðabíll meðal íslendinga í sumarfríum í Evrópu í sumar. Nú fæst hann hérlendis og kostar 1.490.000. Framdrifni bíllinn er sjö manna og búinn öflugri sex cylindra vél, sem skilar 141 hestafli og 232 Nm togkrafti. Það ætti að hjálpa í klifri upp erfiðar brekkur í ferðalögum hérlendis, en bíllinn er hugsaður sem ferða- eða sendibíll fyrir mannmargar fjölskyldur. Fjarlægja má tvo afturbekki bílsins og nota hann sem sendiferöabíl, þó innréttingin sé vönduð í hólf og gólf. Sjálfskipting, aflstýri, raflæsingar og raf- knúnir rúöuupphalarar auka við munaðinn í bílnum, sem er mun rúmbetri en hefðbundnirfjölskyldubílar. Þó bíllinn sé plássgóður og stór er hann auðveldur í akstri, nánast eins og snattbíll í meðförum. Spennandi bíll kemur frá Chrysler í byrjun næsta árs, Saratoga heitir hann og erfernra dyra fjölskyldubíll. Hann verðurfáan- Iegurbæðimeð4cylindra vélog6cylindra 141 hestafls vél og sjálfskiptingu. Sjálfskiptingin er ný af nálinni, raf- stýrð og fjögurra þrepa. Voyager og Saratoga verða aðalnúmer Jöfurs í Chrysler-línunni, þó umboðið hafi fleiri fjölskyldubíla ættaöa aö vestan innan seilingar ef þurfa þykir. 1990-ARGERÐIR TOYOTA NÝJUNGAR OG GÆÐI í bílaframleiöslu eru ávallt að koma fram nýjungar í formi og útliti enda smekkur manna misjafn, en eitt eiga flestir sameiginlegt og það er að vilja hafa það mjög gott sem þeir greiða fyrir. Frá upphafi hefur Toyota haft gæðakröfur að leiðarljósi og hefur það skilað Toyota í það að vera orðinn langstærsti bílaframleiöandi í Japan og annar stærsti í heimi. Ýmsar nýjungar verða á boðstólum með 1990-ár- gerðum, má þar nefna vökvastýri í Toyotu Corollu, nýja Toyotu Carinu 2,0 GLi 16V og Foringjann, Toyota 4Runner. Nú verða allir bílar með 3 ára eða 100 þús. km ábyrgð. En veigamesta breytingin verður 6 ára verk- smiðjuryðvarnarábyrgð, þar sem engin endurryðvörn þarf að eiga sér stað. Toyota er þekkt fyrir að senda ekki f rá sér nýjungar án þess að þaulprófa þær fyrst þar sem gæði bílsins sitja ávallt í fyrirrúmi. Eftir áralangar rannsóknir eru þeir nú komnir með efni og framleiðsluaöferðir sem verja bílinn mjög vel gegn ryði. Það sem Toyota hefur umfram aðra bílaframleiðendurí þessu sambandier„EXELITE"-stál, sem er eitt albesta stál sem notað er í nokkurn fjölda- framleiddan bíl í heiminum. Tilraunir hafa staðið yfir í fjölmörg ár bæði í Japan og í hverju sölulandi fyrir sig til að finna sem besta aðferð til varnar ryði. Sérfræð- ingar frá Toyota komu í þessu sambandi til íslands og gerðu tilraunir hér þar sem áhrif grjótkasts og titrings voru skoðuð. Einnig tóku þeir sýni úr ýmsum gerðum vega hér á landi til frekari rannsókna í Japan. Á Norður- löndunum hefur Toyota verið með 6 ára ryðvarnar- ábyrgð í gangi í nokkur ár með mjög góðum árangri en ísland er eitt síðasta landið í Evrópu sem fær leyfi verk- smiðjanna til að veita þessa ábyrgð, þar sem þeir töldu aðstæöur hér á landi krefjast meiri varnar en víðast hvar annarsstaðar. Toyota er leiðandi framleiðandi á mjög mörgum sviðum tækninýjunga, t.d. átti Toyota árið 1984 yfir 90% af öllum fjölventlavélum í Japan. „EXE- LITE"-stálið, sem Toyota hefur einkaleyfi á, er einn af mörgum þáttum sem gera Toyota einn vandaðasta bíl veraldar. FAVORIT prá SKODA Tékkar fagna nú velgengni Favorit-bílsins frá Skoda. í Danmörku varð hann í einu af efstu sætunum í kjöri um bíl ársins 1990 og sömu sögu er að segja um mörg önnur lönd. Helstu kostir þykja vera góðir aksturseigin- leikar, gírskipting, sterkur undirvagn, vél og ekki síst verðið. Hérlendis kostar bíllinn 434.000. Favorit 136L eins og bíllinn heitir er framdrifinn og búinn 62 hesta vél og fimm gíra gírkassa. Tæknimenn hjá Porsche-verk- smiðjunum sáu aö mestu um hönnun nýrra vélarhluta og gírkassans, en ítalski hönnuðurinn Bertone um útlit- ið, sem er mun vestrænna en á öðrum austur-evrópsk- um bílum. Farangursrýmið er meira í Favorit en á sam- bærilegum bílum, t.d. Daihatsu Charade, Fiat Uno og Mitsubishi Colt. Léttur stýrisbúnaðurinn, sjálfstæð fjöðrunin og öflugt hemlakerfið ættu að veita bílnum góðan hljómgrunn hérlendis. Umboðið hefur þegar selt nærri hundrað bíla og hafa færri fengið bíla en vildu sem komið er. Verksmiðjan annar ekki eftirspurn vegna vinsælda bílsins í Mið-Evrópu. Stór sending er þó væntanleg af Favorit, sem er ekki síst hannaður með frostharðan tékkneskan vetur í huga. Hann ætti því aö duga vel hér- lendis, þegar allra veðra er von. LADA SPORT 1600 FJÖGÚRRA GÍRA OG FIMM GÍRA LADA SPORT hefur hlotið mjög góðar viðtökur hér á landi enda hefur hann reynst firna vel við ólíkar aðstæð- ur, í byggð sem á fjöllum uppi, vetur jafnt sem sumar. LADA SPORT er fjögurra manna jeppi. Hann hefur al- drif, þ.e. að stöðugt átak er á öllum fjórum hjólum og ökumaður getur með einu handtaki læst drifinu á milli fram- og afturhjóla. Aldrifið gerir LADA SPORT mjög stöðugan og öruggan í akstri, t.d. í lausamöl og í hálku og snjó. LADA SPORT er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Hann er þrídyra. Stór hurð er að aftan svo auðvelt er að komast í farangursrýmið sem er mjög rúmgott. Aftursætinu má einnig velta fram og auka þannig rýmið til muna. Til að nýta plássið sem best er varahjólinu komið fyrir frammi í vélarhúsi ásamt verkfæratöskunni. LADA SPORT er því afar hentugur ferðabíll. Hann hefur einnig reynst bændum og verk- tökum traust vinnutæki og skapað öryggi í vetrarsam- göngum. LADA SPORT hefur ekki síst gert fjölmörgum náttúruunndendum kleift að ferðast um ókunnar slóðir og njóta fegurðar öræfa íslands. Sprengirými sm3 1570 Afl vélar DIN hö 78 Hámarkshraði km/klst 132 Hröðun sek 0-100 km/klst 23 Eyðsla 1/100 km við 90 km/klst 10,4 í bæjarakstri 13,7 Mesta lengd sm 372 Mesta breidd sm 168 Hæð undir lægsta punkt sm 22 Felgustærð tommur 16 Eigin þyngd kg 1150 Burðarþol kg 400 Þungi aftanívagns kg 1000 Bensíntankur I 45 3NÝIR MAZDA 323 „Allt er þegar þrennt er" segir máltækið og nú fær það alveg nýja merkingu því það eru komnar 3 mismun- andi gerðir af MAZDA 323, nýjar frá grunni. Hver þeirra býður upp á allt þaö sem þú hefur alltaf búist við af MAZDA og miklu meira til! Gerðirnar eru misstórar og hafa gjörólíkt yfirbragð, útlit, og eiginleika. 3 dyra Coupe-gerðin er sportlegur og snaggaralegur bíll, 4 dyra Saloon-gerðin er geysirúm- góður bíll með virðulegu yfirbragði, sem minnir töluvert á suma dýra þýska bíla og Fastback-gerðin sem er stærst að utanmáli er afar rennilegur og nýtískulegur bíll. Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera einstak- lega vel hannaðir og smíðaðir, með 16 ventla vélum, vökvastýri og 5 gíra kassa eða sjálfskiptingu sem stað- albúnað. Það er því sama hvaða gerð af MAZDA 323 þú velur, þú getur verið viss um að eignast tæknilega fullkominn og vandaðan bíl, sem mun veita þér ómælda ánægju um ókomin ár. MAZDA — stöðug þróun í átt til fullkomnunarl!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.