Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 19. okt. 1989 brfdge krossgátan Lesandi skrifar og spyr hvort toppspilarar reyni að fá fram taln- ingu í öllum spilum sem þeir spila. Eg verð að svara neitandi. í fyrsta lagi gefst einfaldlega ekki nægur tími, spilamennskan yrði of hæg, og í öðrum tilfellum eru ♦ KD9 V Á107 ♦ KDIO 4» KD84 ♦ 73 V 65 ♦ 98752 4» G976 N V A S 4 108652 V-98432 ♦ Á3 4» 3 4 ÁG4 V KDG ♦ G64 4» Á1052 samningar svo auðunnir að taln- ing er ónauðsynleg nema ef til vill í tromplit. Önugu dæmin eru á hinn bóg- inn þegar þér verður Ijóst, síðla í spili, að þú hefðir átt að vera betur vakandi í upphafi! I spili vikunnar var sagnhafa ljós nauðsynin á nákvæmri talningu. S gefur, allir á, og opnar á 1- grandi, sem norður hækkaði í 6- grönd eftir að hafa tvítalið punkt- ana. Út kom tígul-9 á kóng og ás og tígull til baka á drottningu. Til að vinna spilið varð laufið að gefa 4 slagi svo suður hófst handa um að fá fram skiptingu andstæðing- anna. Hann tók slagi sína i hálitun- um og lán hans var ekki valt þegar vestur fylgdi aðeins tvisvar í hvorn. Það sannaði 12 spil í austur, og þegar laufþristur birtist í ásinn var talningin fullkomnuð. Lauf-10 kom næst og vestur átti ekkert svar; það var hægt að hleypa henni af öryggi og ef vestur lagði á var enn innkoma á tígulgosa til að svína fyrir laufníuna. skák Alexander Macdonnell V Alexander Macdonnell (1798—1835) var af írsku bergi brotinn, læknissonur frá Belfast. Hann bjó um skeið í Vestur-lndíum en fluttist til Lundúna og starfaði þar hjá verslunarfélagi það sem eftir var ævinnar. Hann varð lærisveinn Lewis í skákinni en fór fram úr læriföður sínum og var orðinn mesti skákmaður Breta um 1830. Ekki er þess getið að hann hafi kennt tafl eða skrifað um skák, orðstír hans er einvörðungu byggður á því hve vel hann tefldi sjálfur og á hinni feiknamiklu við- ureign hans við la Bourdonnais. Þetta einvígi vakti mikla athygli, ekki aðeins í Frakklandi og Eng- landi, heldur um allan heim. Skák- irnar voru tefldar af meiri snilld en menn höfðu áður séð, þær voru prentaðar víða, menn skoðuðu þær og rökræddu. Þannig varð einvígið mikil lyftistöng fyrir skák- lifið í mörgum löndum. Þessir tveir menn voru ekki að- eins hvor af sínu þjóðerni og gátu ekki talast við nema á máli skákar- innar, því að hvorugur skildi þá tungu sem hinn talaði, heldur voru þeir einnig gerólíkir að skap- gerð og hátterni. Macdonnell var þögull og innhverfur, samanbitinn og allt að því drumbslegur — og tefldi afar hægt. Hann tók tafl- mennskuna nærri sér, gat stund- um ekki sofið þegar hann kom heim frá kappskákinni, heldur gekk um gólf meirihluta nætur. Hann lifði skamma hríð eftir ein- vígið, veiktist og dó árið eftir, að- eins 37 ára að aldri. Aftur á móti var la Bourdonnaisi skrafhreifinn, örgeðja og opin- skár, kvikur og fjörugur. Hann tefldi miklu hraðar en Macdonn- ell, gekk stundum um gólf og bölv- aði hressilega þegar hann þurfti að bíða lengi eftir leik frá keppi- naut sínum. Hann hafði betur í einvíginu, var fljótari að leika og vann fleiri skákir. Hann vann 45 skákir, Macdonnell 27, en 13 skák- ir urðu jafntefli. La Bourdonnais hvarf aftur til Frakklands eftir einvígið og stund- aði iðju sína áfiam, tefldi við menn, skrifaði un; skák og hafði fastastöðu hjáskákfélaginuí París. En svo bilaði hei! n, hann hætti að geta teflt eins mikið og fyrr og missti stöðuna. Hann varð ör- snauður og fluttist aftur til Lund- úna, þar sem menn reyndu eftir megni að greiða fyrir honum. En þar lést hann skömmu síðar bláfá- tækur maður. Aftur á móti var Macdonnell vel efnaður maður þegar hann lést, hann virðist hafa haft meira vit á fjármálum en la Bourdonnais. La Bourdonnais og Macdonnell eru jarðsettir í sama kirkjugarði í Lundúnum, Kensal Green, og er ekki langt á milli leiðanna. Þannig leiddu örlögin þessa fornu keppi- nauta saman að lokum. Á þessum tíma var meiri áhersla lögð á sókn en vörn, skákir þeirra félaga urðu því oft ærið viðburða- ríkar, tvísýnar og spennandi. Til dæmis er hægt að gera sér í hugar- lund að allmiklar sviptingar hafi leitt til þeirrar stöðu sem komin er upp á þessari mynd. Macdonnell hafði hvítt og lék síð- ast 36 Dc3 til þess að geta drepið á el þrívegis. En ekki var langt til loka: 36 - Dxdl! 37 Hxdl e2 og hvítur gafst upp. Lokastaðan er allóvenjuleg, drottning hvíts og hrókur eru al- veg ráðalaus gegn þríeyki peð- anna. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 10 11 12 13 14 15 16 Verdlaunakrossgáta nr. 56 Skilafrestur krossgátunnar er til 31. október. Heimilisfangiö er Pressan, krossgáta nr. 56, Ármúla 36, 108 Reykjavík. í verö- laun er skáldsagan Skræpótti fuglinn eftir hinn virta höfund Jerzy Kozinski. Dregiö hefur veriö úr lausnum 54. krossgátu. Vinn- ingshafinn er aö þessu sinni Kjartan Gissurarson, Sæviðarsundi 38,104 Reykjavík. íverölaun fœr hann bókina Grímsá, „drottn- ing laxveiðiánna”. Þaö er Skjaldborg sem gefur bœkurnar út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.