Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 19. okt. 1989 23 BÍLAKYIMIMIIMGAR BÍLAKYIMIMIIMGAR BÍLAKYIMIMIIMGAR Helstu punktar vegna BX ’90 BX er fáanlegur í mörgum mismunandi útfærslum. BX 14E, 1360 cc vél — 70 hö. — BX 16 TRS, 1580 cc vél — 94 din hö., BX 19 TRS, 1907 cc vél — 107 hö„ BX 19 GTi 1905 cc vél — 125 hö„ BX 19 GTi 16v. 1905 cc vél fjölventla — 160 hö. og BX 19 4x 4 1905 cc vél — 107 hö. Fastur búnaður samkv. verðlista. BX 19 4 x 4 er nýjasta trompið frá Citroén og er hann fáanlegur bæði í 5 dyra útfærslu og station (Break). Helstu kostir þessa bíls eru þeir að hann heldur ávallt sömu hæð frá jörðu, burtséð frá hleðslu. Hægt er að hækka bílinn upp með einu handtaki inni í bílnum. Venjuleg akstursstaða: 14 sm undir lægsta punkt frá jörðu, akstursstaða 2:22 sm undir lægsta punkt. Akst- ursstaða 3: (hám. 15 km hraði á klst.) 25 sm undir lægsta punkt. (Engin fjöðrun.) BX 19 4x4 er með mjög öflugum driflæsingum. Hægt er að læsa átaki milli fram- og afturhjóla og þá um leið læsist átak út í afturhjól og á framhjólum er átaks- dreifing. (Byrji bíllinn að spóla að framan leitar átakið út í það hjól sem hefur spyrnu hverju sinni.) Læsingin er einungis sett á við erfiðustu aðstæður. BX 4x4 er með sítengdu aldrifi og er 53% átak á framhjólum en 47% á afturhjólum, sé læsingin ekki á. Þetta gerir bílinn frábæran í utanbæjarakstri. Engu er líkara en hann sé límdur við veginn í beygjum og á slæmum vegum. Þar koma eiginleikar vökvafjöðrunar- innar best í Ijós, að ógleymdu því að hann heldur alltaf jafnri hæð frá jörðu. BX 19 4x4 5d. kostarfrá um það bil 1.350.000 á göt- una kominn (fastur bún. sjá verðlista). BX19 4 x 4 Station (Break) kostar frá um kr. 1.462.000 á götuna kominn (fastur búnaður sjá verðl.). Lánakjör sbr. Féfangsskilmálar (25% út, afgangur á allt að 30 mán.). Algengustu kjör þó um 40—60% útb. og afg. á 8—18 mán. á hæstu lögl. vöxtum. samkv. lánskilmálum Globus (hæstu lögl. vextir að 18 mán.). PEUGEOT Snjórinn nálgast og því verður nýr fjórhjóladrifinn Peugeot 405 GR 4x4 fáanlegur á næstu vikum hér- lendis. Bíllinn er sídrifinn með læsanlegum drifbúnaði. Aflið skiptist þannig að 53% fara íframhjól en 47% í aft- urhjól. Peugeot hefur unnið fjölmarga rallsigra á fjór- hjóladrifsbílum og nýi 405-bíllinn nýtur þekkingar úr rallheiminum. GR 4x4 verður með 110 hestafla vél, fimm gíra gírkassa og sjálfstæð fjöðrunin er m.a. búin hleðslujafnara. Afturhlutinn heldur sömu hæð frá jörðu þó farangur sé óvenjuþungur og mikill í bílnum. Fyrir þá orkuglöðu verður 160 hestafla MI16 með fjórhjóladrifi fáanlegur að utan. GR-útgáfan fjórhjóladrifna mun kosta nærri 1,6 milljónum króna. Helmingi minna kostar Peugeot 205 Rally, sem fæst nú í umboðinu. Sá bíll var valinn sportbíll ársins í Frakklandi af þekktu tímariti þar í landi og sló stærri bíl við sökum léttleika. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á Peugeot 309-línunni, sem fæst með 60—160 hestafla vél. Nærri milljón ein- tök þessa bíls hafa selst í heiminum. 1990-árgerðin er með nýju grilli, er straumlínulagaðri og fáanleg í mörg- um útfærslum bæði þrennra og fimm dyra. Rúsínan í pylsuendanum hjá Peugeot ersvo glæsivagn sem kem- ur á næsta ári, 605-lúxusbíllinn framdrifni. Hann verður fáanlegur með 115—170 hestafla vél, tölvustýrðri fjöðr- un og hlaðinn aukabúnaði, sem jafnvel Bandaríkjamenn myndu klökkna yfir. Sá bíll kemur með vorinu. MERCEDES BENZ Ekki er um stórvægilegar breytingar að ræða frá fyrri árgerð. Helst eru sjáanlegar breytingar á millistærðinni, þ.e. í gerðum Mercedes Benz 200 E til 300 E. T.d. eru komnir breiðir hlífðarlistar sem ná vel upp á hurðirnar og vindskeiðum undir stuðurum hefur verið breytt. Einnig er ánægjulegt að sjá að krómlistar eru komnir á stuðara og á hliðarlistana. Innréttingar hafa einnig tekið breytingum. Nú má sjá viðarlista í mæla- borði og í hurðum. Af þessu sést að Mercedes Benz breytist ekki stór- vægilega milli árgerða, einungis breytinganna vegna. SUBARU LEGACY KOMINN TIL LANDSINS Nú um næstu helgi, laugardaginn 21. og sunnudag- inn 22. október, verður frumsýndur samtímis í Reykja- vík og á Akureyri nýr og gjörbreyttur Subaru. Þessi nýi Subaru gengur undir nafninu Legacy, í lauslegri þýð- ingu „arfleifðin". Þessa dagana er verið að kynna þenn- an bíl víðsvegar í Evrópu en sala er nýhafin á bílnum á Japans- og Bandaríkjamörkuðum. Eins og mörgum er e.t.v. kunnugt, þá voru í janúar sl. sett ný og glæsileg heimsmet í 100.000 kílómetra og 50.000 mílna hraðakstri á hinum nýja Legacy auk þess sem 13 alþjóðleg met voru slegin. Höfðu sum hver staðið óhögguð síðan 1967, þá sett af ekki ómerkari bíl en Porsche 911R. Þremur Legacy-bílum var ekið að heita má viðstöðulaust í 18 daga og 15 klukkustundir sem eitt og sér fellir frábæran dóm yfir hinum nýja Subaru-bíl. Meðalhraði var rúmlega 223 kílómetrar á klukkustund. Helstu nýjungar í Subaru Lagacy er gjörbreytt, straumlínulagaðra útlit. Bíllinn er hannaður í tveimur meginútgáfum, 4ra dyra, sem oft hefur verið kallaður fólksbíll, og skutbílsútgáfu. Hann verðurseldur í þremur mismunandi verðflokkum, DL, GL og GX. Allir ofangreindir bílar eru með nýrri og gjörbreyttri vél. Þó að enn sé byggt á „boxer"-vélinni er nú um að ræða gjörbreytta, 16 ventla vél, 1800 eða 2200 rúm- sentimetra. Hingaðtil lands verðurSubaru Legacy flutt- ur með beinni innspýtingu, sem kemur mjög skemmti- lega út með nýju vélinni. Búast má við að sala á hinum nýja Subaru Legacy verði komin í fullan gang í byrjun nóvember. Sýningar helgarinnar verða því tileinkaðar hinum nýja Subaru Legacy hjá aðalumboði Ingvars Helgasonar hf. á Sævarhöfða í Reykjavík og á Bifreiða- verkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri. SUZUKI YITARA VERÐUR FÁANLEGUR MEÐ SJÁLFSKIPTINGU SNEMMA Á NÆSTA ÁRI ISUZU TROOPER STERKBYGGÐUR SPORTJEPPI Árið 1981 var Isuzu Trooperfyrst fluttur til íslands, þá nýkominn af færibandi Isuzu-verksmiðjanna í Japan. Hugsunin á bak við Trooper-jeppann var að framleiða rúmgóðan og sterkbyggðan ferðabíl, til að þjóna hinum vanþróaðri ríkjum, en í þeim löndum er markaðshlut- deild Isuzu mikil. Þessara bíla biðu því ferðalög yfir óbyggðir og úlfaldaslóðir svörtustu Afríku. Þessar þrautir hefur Trooperinn leyst mjög vel og hlutur hans og hróður aukist með ári hverju. Frá því 1981 að Isuzu Trooper kom fyrst á markaðinn hafa verið gerðar á honum margar endurbætur án þess að hið stílhreina útlit hans hafi breyst mikið. í dag er Isuzu Trooper fáanlegur sem þrennra dyra af styttri gerð, 5 dyra DLX og 5 dyra LS Luxus Wagon. Vél- arnar eru 2,6 ltr„ 100 hö turbo diesel. Isuzu Trooper hefur unnið til margra viðurkenninga á sl. árum. Nú þriðja árið í röð hefur Trooper verið valinn einn af 10 bestu í Bandaríkjunum og sá bíll þar sem kaupandinn fengi mest fyrir peninga sína. í V-Þýskalandi, þar sem menn gera miklar kröfur til farartækja sinna, hefur Isuzu Trooper einnig verið kos- inn besti fjórhjóladrifni bíllinn á markaðnum þar í landi. Þetta sannar margvíslega yfirburði Isuzu Trooper framyfir keppinauta sína. Þessir yfirburðir felast einkum í styrkleika bílsins sem byggður er á heilli grind, miklu rými bæði fyrir fólk og farangur, mýkt og mjög góðum aksturseiginleikum og því sem ekki vegur minnst að Isuzu Trooper er samkvæmt mælingum sparneytnasti jeppabíllinn í sínum stærðarflokki á markaðnum í dag. Isuzu Trooper hefur reynst mjög traustur ferðabíll og hagkvæmur í rekstri enda bilanatíðni mjög lág. Fyrir þá sem vilja komast leiðar sinnar á hagkvæman og öruggan hátt hefur Isuzu Trooper margsannað að hann verðskuldar athygli þeirra. Helstu staðreyndin Hæð undir lægsta punkt Eigin þyngd Lengd Breidd Hæð Beygjuradíus Eldsneytisgeymir MITSUBISHI LANCER HLAÐBAKUR í Lancer-hlaðbak með sítengt aldrif og 1,8 lítra vél (ECI-MULTI) kemst maður eins nálægt því, sem kallað er „öruggur akstur", og unnt er. Með Mitsubishi-seigju- tengslinu (VCU), sem vinnur svipað og olíutengsli milli mismunadrifs í gírkassa og afturáss, er aflinu dreift jafnt á fram- og afturás bifreiðarinnar. Þessi búnaður felur í sér ótvíræða kosti, svo sem: Betra viðbragð úr kyrr- stöðu, meiri möguleika á að komast leiðar sinnar í hvers konar ófærð, meiri rásfestu og betri stýrissvörun í beygjum. Á Lancer hlaðbak með sítengdu aldrifi (4WD) kemst þú ætíð á áfangastað. 225 mm 1415/1545 mm 4120/4470 mm 1650 mm 1800 mm 5,4 m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.