Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 19. okt. 1989 25 pHUNN UNDANHALDI? Bíllinn hefur étt undir högg að sækja að und- anförnu. Innflutningurbílahingaðtillandshefur dregist stórlega saman á síðastliðnum tveimur órum svo mjög að þeim sem nærri þessum við- skiptum koma líst ekki orðið á blikuna. Menn hafa haft á orði að ríkissjóð- ur kæmi alltaf auga á leiðir til að skattleggja bifreiðaeigendur, jafnvel í þeim tilfellum sem þeim er alls ekkert skyldara að láta fé af hendi rakna til ákveðinna málefna en þeim sem ekki eiga bíla. Einhverja rekur ef til vill minni til þess að árið 1982 var sett reglugerð sem kvað á um sérstakt gjald af bif- reiðum og bifhjólum, þannig að gjald var lagt á bifreiðir í sjö flokk- um, miðað við eigin þyngd eða sprengirými bílvélar. Þetta þýddi verulega breytingu og mismun á gjaldi eftir þunga og vélarstærð, þannig að nokkur munur varð á að- flutningsgjöldum minni og léttari bíla og hinna sem stærri eru og þyngri. Svo dæmi séu tekin um þá þróun sem átt hefur sér stað í að- flutningsgjaldatöku ríkisins af al- gengustu stærðum fólksbíla var bíll með vél á bilinu 1.300 sm3 til 1.600 sm3 með 79% aðflutningsgjöld frá og með 28.6.’83. Frá og með 11.3.’86. er gjaldið orðið mun lægra, eða ekki nema 19%! Það var einmitt þetta ár, 1986, sem hin gífurlega þensla átti sér stað í innflutningi bifreiða hing- að til lands, sem fræg er orðin. En hvað um það, árið 1987, nánar til tekið þann 9. október, eru gjöldin komin í 30%, og enn er verið að taia um bíl með 1.300—1.600 sm3 vél. Hér að framan var aðeins stiklað á stóru hvað varðar breytingar á að- flutningsgjöldum bifreiða og þess ber aö geta að sú breyting sem átti sér stað árið 1986 varð í kjölfar kjara- samninga í febrúar. Eins og sást á prósentutölunum voru gjöldin farin að hækka á ný árið 1987 o£ hafa reyndar hækkað enn frekar. I reglu- gerð sem Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði undir þann 30. desember á liðnu ári eru gjöldin svo hækkuð enn frekar og er þá svo komið að bíllinn sem um er rætt hér að fram- an má þola aðflutningsgjöld sem hljóða upp á 41%. Með þeirri þróun sem lýst er hér sést að við stefnum hraðbyri í þá átt að verða á ný fram- arlega í röð þeirra landa þar sem hlutur ríkisins af útsöluverði bíla er hvað hæstur. Nú þegar erum við orðin mun hærri hvað þetta varðar en nágrannalönd okkar, mörg hver. Eins og áður sagði hélst þenslan í bílainnflutningi nokkurn veginn í hendur við lækkandi verð og árið 1986 voru fluttir inn til landsins 13.352 bílar, höfðu verið 5.655 árið áður. Flestir höfðu innfluttir bílar orðið árið 1982 eða 8.574, en eins og sjá má er sú tala ekki nema svip- ur hjá sjón, þegar miðað er við inn- flutninginn 1986. Árið eftir, 1987, eykst fjöldi bílanna enn nokkuð og þeir urðu 18.081. Með öðrum orð- um, nokkru fleiri en árin 1983,1984 og 1985 samanlagt! Þegar þarna var komið sögu fór heldur að halla und- an fæti og í fyrra urðu bílarnir „ekki nema" 12.258, eða meira en helm- ingi fleiri en 1985. Þrátt fyrir þá staðreynd að salan væri mun meiri en hún var nokkrum árum áður var hún mun minni en undanfarin tvö ár, og þessi samdráttur varð nokk- urt áfall fyrir bílamarkaðinn. Um- boð sameinuðust og gamalgróin fyrirtæki eins og Veltir urðu að sjá á eftir umboðum sínum. Árið í ár hef- ur svo verið kallað ár hrunsins í bíla- viðskiptum og í yfirlýsingu sem Bíl- greinasamband Islands sendi frá sér á fyrrihluta þessa árs segir að ,,verði bílainnflutningur svipaður það sem eftir er ársins verði hann minni en BIFREIÐAEIGENDUR! SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN Rennið bílnum í gegn hjá Bón- og þvottastöðínní, Sigtúni 3. Óhreinn bíll er leiðinlegur - hreinn bíll er augnayndi. Margir bíleigendur hafa ekki tima til þess að þvo og bóna bila sina en flestir hafa 12-15 min. aflögu (sem þarf til að fara með bil gegnum Bón- og þvottastöðina, Sigtúni 3). Bilarnir eru tjöruhreinsað- ir, siðan háþrýstiþvegnir og um leið fer fram undirvagnsþvottur. Þessu næst er bi!I- inn þveginn með mjúkum vélburstum og einnig fer fram handþvottur sem er nauð- synlegur (hægt er að fá bilinn eingöngu handþveginn). Siðan fer billinn gegnum bónvélina og Ioks fer hann gegnum heitan blástur og er snyrtur. Það tekur ekki míkinn tíma að Iáta þvo og bóna reglulega en það eykur endingu bílsins og ánægju bileigandans. Ath. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bilar á klst., er biðtími stuttur, nánast enginn. Tima þarf ekki að panta. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8.00-18.40. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9.00-16.40. Bón- og þvottastööin hf. Sigtúni 3, Sími 14820. Önnumst allar almennar boddyviðgerðir og málningavinnu. SÆVAR HREIÐARSSON hs. 45701 SÍMI82080 Smiðshöfða 15 — Póstnúmer 112 — Reykjavík Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Það ert /tú. sem situr við stýrið. Il UMFEROAR RÁO BOSCH Diesel- og rafmagnsverkstæöi • LJÓSASTILLINGAR • MÓTORSTILLINGAR • RAFVIÐGERÐIR • DIESELVERKSTÆÐI • VARAHLUTAVERSLUN BRÆÐURNIR (©)ORMSSONHF Lágmúla 9. Sími 38820

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.