Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 19. okt. 1989 mm&M, &í ÍSUNDUR )IS OG Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri ísflugs, leggur dæmið upp þannig að yfir vetrartímann hafi millilandaflugvélar Arnarflugs lítið að gera og upplagt að koma þeim í erlend verkefni. Málið er bara að flest flugfélög búa yfir umframgetu á veturna. Há- annatími er yfir sumarið og á þeim tíma liggja ekki á lausu flugvélar til leigu. Þetta snýst við á veturna og þá er meira framboð af flugvélum en eftirspurn. Þetta kannast Isflugs- menn við og stjórnarformaðurinn, Óttar Yngvason, segir harða sam- keppni á þeim markaði þar sem ís- flug ætlar að hasla sér völl. „Það stendur samt mikið til,“ segir Óttar, „þó þetta sé allt óverulegt ennþá.“ Annað atriði gerir ísflugi erfitt um vik. Þær tvær millilandaflugvélar sem eru í þjónustu Arnarflugs eru hvorugar í eigu félagsins. Önnur vél- in er fengin á leigu frá bandarískum aðila, Aviation Sales, og hina tók ríkissjóður íslands upp í skuldir í vetur. Síðarnefnda vélin gengur undir nafninu „þjóðarskútan" í flug- heiminum. Þá flugvél leigir ríkis- sjóður ferðaskrifstofunni Samvinnu- ferðum-Landsýn, sem aftur fram- leigir Arnarflugi farkostinn. Að fenginni reynslu treystir ríkissjóður Arnarflugi ekki betur en svo að ferðaskrifstofa verður að ganga í ábyrgð fyrir ieigugjöldum. Annars er Arnarflug þarna í hagstæðum viðskiptum því félagið borgar að- eins fyrir þann tíma sem „þjóðar- skútan" er í loftinu, en þess á milli stendur vélin arðlaus á flugstæði á Keflavíkurflugvelli. Arnarflugsmenn eru bjartsýnir eins og fyrri daginn. Magnús Bjarnason segir að takist hagstæðir samningar um leiguflug erlendis sé ekki að vita nema Arnarflug kaupi „þjóðarskútuna" frá ríkinu. Þó að Arnarflugsmenn fáist ekki til að viðurkenna Jjað er öllu lík- legra að það verði Isflug hf„ fremur en Arnarflug, sem gerir tilboð í flug- vél ríkissjóðs. ísflug er skuldlaust fé- lag á meðan móðurfyrirtækið er skuldsett upp fyrir haus. Ef ísflug yki hlutafé sitt upp í tíu milljónir, sem heimild er fyrir, er félagið í stakk búið að taka á sig fjárskuld- bindingar sem Arnarflug getur ekki. Nýtt Siglóævintýri? Þess eru dæmi að eigendur skuld- ugra fyrirtækja fari með þau í gjald- þrotaskipti til þess eins að hefja á ný sama rekstur undir öðru heiti og án gömlu skuldanna. í vetur var niðursuðuverksmiðjan Siglósíld lýst gjaldþrota og samdæg- urs var verksmiðjan leigð fyrri eig- endum sem stofnuðu hlutafélagið Siglunes um reksturinn. Þessi aðferð við að afskrifa skuldir vakti almenna hneykslan og andúð. I leiðara DV var skrifað um málið 12. apríl. „Geta menn orðið gjaldþrota, geta menn komist hjá því að greiða skuldir sínar við ríkissjóð og fengið fyrirtækin afhent á silfurbakka að launum? Er allt hægt þegar pólitíkin er annars vegar? Hefur fjármálasið- ferðið engin landamæri?" spyr höf- undur leiðarans, Ellert B. Schram ritstjóri. EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR: EINAR ÓLA O.FL. Freyr Þormóðsson í San Francisco MAÐUR HÉLT AÐ DAGAR SÍNIR VÆRU TALDIR Lýsing Islendings á jarð- skjálftanum í San Francisco í fyrradag. Húsið liðaðist fram og aftur. Skelfilegt hvernig skjálftinn magn- aðist og magnaðist. „Petta var alveg hrœdilegt. Á tímabili hélt maöur aö dagar sínir vœru taldir, þarna vœri stóri skjálftinn kominn og alltþaö. Ég var nýkominn inn, haföi verid niöri í bœ, stód á midju stofugólfinu meö disk og glas í höndunum. Þá kom smáhristingur og ég gerdi mér grein fyrir hvaö var á seyöi og lagdi allt frá mér. Var varla nema rétt búinn aö því þegar allt byrjaöi aö dansa. Húsiö liöaöist fram og til baka og þetta gekk örugglega í einar 15 sekúndur og magnaöist og magnaöist. Maöur stirönaöi. Þaö fór allt á fleygiferö og standlampi á gólfinu hentist fram og til baka. Svo datt allt í dúnalogn og strax á eftir fylltist bœrinn af sírenuvœli. “ Svo fórust Frey Þormóðs- syni, náms- manni í San Francisco, orð þegar Pressan hafði samband við hann í gær og forvitnaðist um reynslu hans af jarðskjálftan- um sem reið yfir Kaliforníu í fyrra- dag. Klukkan var sjö að morgni og að baki hans suðaði sjónvarpið þar sem þulurinn gerði grein fyrir stöðu mála í borginni. Eldar loga enn í miðbænum var sagt, en búið er að ná valdi á þeim. Fjögurra hæða hús hrundi við ... götu, veggur hrundi ofan af húsi og kramdi fimm manns, glerbrotum rigndi úr skýjakljúfunum í mið- bænum sem svignuðu eins og tré í vindi, verslunareigendur þustu niður í miðbæinn að verslunum sínum með skotvopn í hendi til að verja þær fyrir ósvífnu fólki sem hugsanlega vildi notfæra sér ástandið, maður fékk rúðu í háls- inn og dó, þeir sem hafa orðið fyrir tjóni eru beðnir að snúa sér til Rauða krossins, fólk er beðið að láta fé af hendi rakna til þeirra sem eiga í erfiðleikum, fólki er ráðlagt að standa ekki undir húsveggjum heldur finna sér skjól í steyptum inngöngum og fara ekki nærri raf- magnsstaurum . .. . . . eins og stórslysamynd í Candlestick Park hófst kl. 17.00 úrslitaleikurinn í Baseball World Series. Til úrslita léku ann- arsvegar Oakland Athletics og hinsvegar San Francisco Giants. Oakland er borg handan San Francisco-flóans og mikil stemmn- ing var í tengslum við leikinn. Og sjónvarpið var á staðnum eins og alltaf. Bein útsending frá leiknum um öll Bandaríkin. 65.000 manns sátu í stúkunni og fylgdust með þegar skjálftinn kom rétt eftir klukkan fimm. Stúkan gekk í bylgjum en hélt, og troðningurinn varð gífurlegur þegar fólk reyndi að komast í burtu. Og allt í beinni útsendingu, sjónvarpið lét ekki að sér hæða. Þetta var víst eins og stórslysamynd að mati sjónar- votta. Fólkið komst út af vellinum en ekki lengra og sumir voru tepptir þar langt fram á nóttina því hraðbrautirnar suður úr San Fran- cisco gengu allar úr lagi. Um 40.000 manns sátu í bílum sínum við völlinn yfir nóttina. Við borg- ina Santa Cruz, þar sem skjálftinn varð dýpstur, hentust bílar af hrað- brautunum og út í buskann eins og kubbar eða kappakstursbílar á leikfangabrautum. í Oakland gengu fjögurra hæða hús til, hús sem standa þrjá til fjóra metra hvert frá öðru svignuðu svo þak- skeggin kysstust. Borgin í lamasessi Freyr: „Rafmagnið fór af, raf- stöðvar brunnu yfir og það komst ekki á fyrr en í tvö í nótt hjá okkur. Eg veit ekki hvernig það var í öðr- um borgarhlutum. Samgöngu- kerfið er allt lamað, sporvagnar stóðu fastir vegna þess að þeir fengu ekki rafmagn og skólinn er lokaður í dag og verður sennilega eitthvað áfram því það þarf að kanna allar gas- og rafmagns- leiðslur í húsinu. Allt athafnalíf er meira og minna lamað, flugvöllur- inn er enn lokaður og þar fram eft- ir.“ — Hefurðu haft samband við aðra íslenska námsmenn í San Francisco? „Já, fólk hefur verið að hringja sín á milli til að athuga hvort menn séu örugglega ekki heima við. Einn vinur minn var á ferð yfir Bay-brúna skömmu áður en skjálftinn kom. Hann var rétt bú- inn að skipta yfir á aðra hraðbraut þegar hann fann sig eins og í stór- sjó og réð ekkert við bílinn og allir hægðu á sér. Það var blankalogn og sólskin en trén sveifluðust samt til og frá eins og í stólparoki. Ann- ar sat á bókasafni og las og þegar fyrsti hristingurinn kom hélt hann bara að þetta væri þessi venjulegi San-Francisco-hristingur og sat sem fastast. Áttaði sig ekki á hvað var að gerast fyrr en fólk byrjaði að hlaupa öskrandi út af bókasafn- inu. En annars held ég að allir hafi það gott. Eftir á fer maður að hugsa; ég var nýkominn heim en maður hefði getað verið staddur í neðan- jarðarlest og þá er aldrei að vita hvað hefði getað gerst. Kona mín var komin heim af safni sem hún hafði verið að skoða í miðborg- inni, en þar hafði hún upphaflega hugsað sér að vera til klukkan fimm ... Það er auðvitað stórund- arlegt að ekki skuli fleiri hafa farist en mér skilst á fréttum hér að búið sé að staðfesta að þetta hafi verið mesti jarðskjálfti sem hér hefur mælst síðan 1906. Það sem var „kelfilegast við að upplifa þennan jarðskjálfta var hvað hann stóð lengi og hvernig hann magnaðist stöðugt, varð allt- af sterkari og sterkari," sagði Freyr Þormóðsson við Pressuna í gær. Kristján Kristjánsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.