Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 19. okt. 1989 Bjartsýnisskýrslan vekur litla athygli: ER UMHVERFISLOTIÓ DRAUMUR EÐA VERULEIKI? ÍSLAND. Paradís framtíðarinnar. Hingað flykkjast þeir sem sjúkir eru og hrjáðir og hverfa heim sem nýir menn. Hinir offeitu fara héðan grannir og penir. Auðjöfrar koma fjármunum sínum fyrir á íslandi. Veiting umhverfisnóbels Islands á sviði umhverfismála verður árlegur viðburður sem vekur heimsathygli. í verslunum erlendis myndast bið- raðir þar sem hægt er að kaupa ís- lenskan varning. lslandsferðir upp- seldar langt fram í tímann. Draum- órar? Ekki að áliti „bjartsýnisnefnd- arinnar" sem svo hefur verið kölluð. Það hefur verið furðu hljótt um skýrslu „ráðgjafarnefndar um und- irbúning sérstaks kynningarátaks Islands á sviði markaðsmála". Stutt- ar fréttir í fjölmiðlum af blaða- mannafundi sem forsætisráðherra efndi til þegar skýrslan var lögð fram í byrjun október. Jónas Krist- jánsson ritstjóri á DV skrifaði mein- hæðinn leiðara um hugmyndir skýrsluhöfunda undir fyrirsögninni „Ljúft er að láta sig dreyma". Það á svo eftir að koma í Ijós hvort þessi skýrsla hlýtur sömu örlög og svo margar aðrar skýrslur um framtíð- armöguleika lands og þjóðar — það er að segja rykfalja uppi á hillum. Frumkvæði forsætisráðherra Steingríinur Hermannsson for- sætisráðherra skipaði þessa ráðgjaf- arnefnd í byrjun ársins tii að undir- búa sérstakt kynningarátak á sviði markaðsmála, sölumála og ferða- mála. Formaður nefndarinnar var Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins og primus motor í fegurðarsamkeppni íslands með meiru. Aðrir nefndarmenn voru Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra, Kjartan Lárusson, þá- verandi formaður ferðamálaráðs, Magnús Gunnarsson, formaður útflutningsráðs, Stefán Friðfinns- son, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, og Ragnhildur Hjaitadótt- ir, skrifstofustjóri i samgönguráðu- neytinu. Forsætisráðherra lét svo um mælt á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt, að horfa yrði fram á veg og leita nýrra leiða til að tryggja áframhaldandi velmegun á íslandi. ísland til sölu Miðað við þessar forsendur for- sætisráðherra veldur skýrslan von- brigðum. Satt best að segja er þar fátt að finna sem ekki hefur verið lagt til áður. Nema vera skyldi hug- myndir um alheimslottó hérlendis og veiting umhverfisverðlauna. Til- lögur um að koma hér upp heilsu- hælum hafa margoft komið fram á undanförnum áratugum. Langt er síðan farið var að ræða hugmyndir að frjálsum fjármagnaði og auglýs- ingar um hreina og óspillta náttúru íslands hafa verið í gangi erlendis til fjölda ára. Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að dusta rykið af gömlum hugmyndum og bæta nokkrum nýj- um við. En það hefði mátt endur- nýja margar fleiri hugmyndir sem hafa til dæmis verið ræddar og reif- aðar í ferðamálaráði þau 25 ár sem ráðið hefur starfað. Ferðamálaráð hefur hins vegar hvorki haft vald né fjármagn til að framkvæma þær hugmyndir, heldur verið upp á ríkið komið í þeim efnum, og svo mikið er víst að áhugi ráðherra á umbót- um í ferðamálum hefur oftast reynst meiri í orði en á borði. Ráðgjafarnefndin var sammála um nauðsyn þess að íslendingar mörkuðu sjálfstæða stefnu í land- kynningarmálum á alþjóðavett- vangi. Stefnuna þyrfti að útfæra á skipulagðan hátt þannig að hún undirstriki sérstöðu lands og þjóðar. Jákvæð ímynd Islands geti síðan orðið til að styrkja sölustarf ís- lenskra fyrirtækja erlendis og auka áhuga útlendinga á að leita eftir þjónustu hér á landi. En er ætlunin að auglýsa ísland og það sem ís- lenskt er eins og hvert annað fóta- nuddtæki vítt og breitt um heiminn? Pressan bar þetta undir Baldvin Jónsson nefndarformann. „Það er alls ekki ætlunin að aug- lýsa ísland sem einhvern útsölu- varning. Þvert á móti að gera landið eftirsóknarvert vegna alls þess góða sem það hefur upp á að bjóða og þar er af nógu að taka. Við höfum góða möguleika á að stórauka tekjur af ferðamönnum án þess að það þýði mikla aukningu á þeim fjölda sem sækir okkur heim. Og við þurfum að auka verðmæti útflutningsvara okkar," sagði Baldvin Jónsson. Hann benti á að það væri síðan stjórnvalda að taka stefnumarkandi ákvörðun í þessum málum. „Kvæntur danskri konu" Nefndarálitið sjálft er stutt og al- mennt orðað. En því fylgja fjórar sjálfstæðar skýrslur. Viðamest er skýrsla þriggja Breta, tveir þeirra eru þekktir bisnessmenn og sá þriðji er læknir að mennt. Tekið er fram varðandi einn þeirra að hann sé kvæntur danskri konu og eigi þau tvö börn á unglingsadlri. Hann sé áhugaflugmaður, fari á skíði í tóm- stundum og stundi tennis. Af ein- hverjum ástæðum vantar hliðstæð- ar upplýsingar um hina Bretana tvo svo ekki sé minnst á upplýsinga- skort um nefndarmenn eða þeirra persónulegu hagi. En þetta var nú útúrdúr. Bretarnir koma víða við í skýrslu sinni og hafa kannað ferðaþjónustu, viðskipta- og peningamál, heil- brigðismál, orkumál, útgerðar- og fiskveiðitækni. Þeir segja að kjölfestan í hug- myndum þeirra sé landkostirnir sem íslendingar láti ýmist eins og þeir viti ekki af eða vanmeti stór- lega. íslendingar eigi að setja nátt- úruvernd á oddinn og hasla sér stór- an völl á því sviði. Við eigum að nota landverndina til að renna stoð- um undir sölustarfsemi. Koma hér upp heilsubæjum og lokka náttúru- unnendur til landsins. Ennfremur að gera Island að skattfrjálsu at- hvarfi. Hér gæti orðið fríverslunar- svæði sem helgaðist af notkun tölva og fjarskiptabúnaðar. Bjóða orku um kapal til Evrópu. Afla tekna með því að leyfa erlendum skipum að sigla undir íslenskum fána og njóta þeirra fríðinda sem því fylgdi. Veita Gróskuverðlaunin, alþjóðaum- hverfisverndarverðlaun. Opna sölu- skrifstofu í Bretlandi hverrar starfs- menn yrðu breskir markaðs- og auglýsingamenn. Aðrar skýrslur með nefndarálit- inu eru frá Hrafni Friðrikssyni yf- irlækni varðandi forvarnir lang- vinnra sjúkdóma, Gunnar Helgi Hálfdánarson veltir fyrir sér , t spurningunni um lsland sem fjár- málaland framtiðarinnar og telur að þar hafi lsland ýmsa möguleika. Hann bendir á að aukin menntun þjóðarinnar hafi snúist upp í and- hverfu sína vegna vannýtingar á menntun og getu þjóðarinnar. Óánægja og firring þeirra einstakl- inga sem ekki fá starf í samræmi við menntun sína og getu séu farnar að spila stórt hlutverk, ef til vill, í ís- lenskum stjórnmálum, til dæmis með flokksbrotum, sem geri það að verkum að æ erfiðara verður að mynda starfhæfar ríkisstjórnir. Loks er skýrsla Trausta Valssonar, arki- tekts og skipulagsfræðings, um að- ferðir til að styrkja ímynd íslands sem þjóðar er ann umhverfismál- um. Er raunar um að ræða háskóla- ritgerð höfundar frá árinu 1982. Hvert verður framhaldið? Það kom nokkuð á óvart þegar Pressan leitaði álits á fyrrnefndri skýrslu að aðilar í viðskiptum og ferðaþjónustu voru yfirleitt litt kunnugir efni hennar. Höfðu lesið eða heyrt fréttir um innihaldið en það ekki vakið mikinn áhuga. „Þetta er svona flugeldasýning sem stendur stutt yfir," sagði einn viðmælandi blaðsins meðan annar sagði að orð væru til alls fyrst og það væri af hinu góða að koma fram með sem flestar hugmyndir að fjöl- breyttara atvinnulifi. Þegar skýrslan var kynnt sagði forsætisráðherra að þetta mál væri fyllilega sambærilegt og að minnsta kosti ekki minna en 140 milljarða fjárfesting í álbræðslu. Nefndin taldi þurfa 250 milljónir á ári til að kynna lsland og íslenskar vörur. Þeir pen- ingar gætu komið af hagnaði frí- hafnarinnar í Leifsstöð. Steingrímur sagði hins vegar að engum pening- um yrði veitt í þetta verkefni á þessu ári eða því næsta. Skýrslan yrði kynnt hagsmunaaðilum og hægt væri að gera stórátak í þessum mál- um ef ekki yrði hver höndin upp á móti annarri. Það er því greinilegt að forsætis- ráðherra slær ýmsa varnagla í þessu máli. Og kannski ekki að ástæðu- lausu. Fram til þessa hefur gengið misjafnlega að fá hagsmunaaðila til að vinna saman þegar innflutningur ferðamanna er annars vegar eða út- flutningur á vörum og þjónustu. Hver og einn hefur viljað bauka í sínu horni og fái hann ekki viðskipt- in er honum nokk sama hvort þau falla í hlut erlendra aðila. Það er hins vegar ljóst að eitthvað verður að gera til að renna fleiri stoðum undir atvinnu- og tekju- möguleika þjóðarinnar. Hefur mjög verið horft til ferðaþjónustunnar í þeim efnum. Ekki blæs byrlega á þeim bæ um þessar mundir þótt aldrei hafi komið fleiri erlendir ferðamenn til landsins. Þegar rætt er um að lokka hingað útlendinga til megrunar sýnist raunar óþarfi að reisa sérstök megrunarbæli i þeim tilgangi. Mun ódýrara er að búa svo um hnútana að þegar fitubollurnar eru komnar til landsins þá verði þeim ekki sleppt úr landi fyrr en eft- ir sex vikur eða svo og allan þann tíma verði þeim gert að borða á veitingahúsum hér. Fyrir fólk með miðlungstekjur eða minna er næsta Ijóst að megrun hlýtur óhjákvæmi- lega að fylgja í kjölfarið í Ijósi verð- lags á ofsköttuðum veitingahúsum. Bjartsýnisnefndin er uppfull af bjartsýnum hugmyndum, en það er engu líkara en undirtektir séu dauf- ar. Kannski eru sumar hugmyndir nefndarinnar óraunhæfar, kannski erum við svo jarðbundnir að við getum ekki ímyndað okkur að al- heimslottó eða umhverfisnóbel komi okkur að neinu gagni. Eins og fyrr segir þótti Jónasi Kristjánssyni lítið til hugmynda nefndarinnar koma. í leiðara í DV segir hann meðal annars: „Þjóðin þarf hvild frá harmafrétt- um raunveruleikans, gjaldþrotum fyrirtækja, siðferðisbrestum ráð- herra, peningaúðun milljarðasjóða Byggða-Stefáns og annarri slikri martröð. Forsætisráðherra skilur þessa þörf og býður okkur til vistar í himnaríki ímyndafræðinganna. Þá er sælt að láta sig dreyma um, að dollarar og jen og frankar renni i stríðum straumum til íslands, nafla alheimsins, í alheimslottó alheims- umhverfisverndar." Það á eftir að koma í Ijós hvort draumurinn rætist.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.