Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. okt. 1989 13 sjúkdómar og fólk Lækitanemar og aðrir nemar Af hverju verða menn læknar? Á flestum stórsjúkrahúsum landsins er mikill fjöldi læknanema og annarra nema. Þetta unga fólk hefur allt ákveðið að helga líf sitt heilbrigðis- geiranum og lifa og hrærast innan veggja heilbrigðisstofnana. Ástæð- ur þessa eru ákaflega margvíslegar. Ég var sjálfur eitt sinn læknanemi, svo ég þekki þá nokkuð vel, aðstæð- ur þeirra og örlagavalda. Margir verða læknanemar af því að læknis- starfið er í ættinni. Þá alast menn upp við það að verða læknar til að viðhalda ættarhefðinni. Þetta er keimlíkt ákveðnum herforingjaætt- um í löndum eins og Prússlandi. Þar urðu ungir menn herforingjar mann fram af manni og þeir sem fóru aðra braut voru litnir hornauga. Sama lögmál giidir í miklum og grónum læknaættum, ef eitthvert barnið fer og gerist prestur, lögfræðingur, lög- regluþjónn eða matsveinn þykir það svik við ættarhefðina. — „Son- ur minn er bara hæstaréttarlögmað- ur,“ heyrði ég eitt sinn lækni segja með tregablandinni, brostinni röddu. — „Hann sem hafði alla burði til að verða ágætur skurð- læknir." Læknisbörnin verða oft ágætir læknar enda löngu búin að ákveða hvaða braut skuli gengin. Á unglingsárunum lásu þau mikið af læknarómunum og spítalasögum svo þau eru þaulkunnug lífinu á sjúkrahúsunum, auk þess sem þau komu oft og heimsóttu foreldra sína í vinnuna svo þau þekkja oft vel ref- ilstigu heilbrigðiskerfisins. Læknis- börnin höfðu því ákveðið forskot á hina þegar byrjað var. Peningar, peningar! Aðrir fara í læknisfræði teknanna vegna. Þeir álíta, að læknisstarfið sé vel launað og tryggi þeim efnaiegt öryggi um aldur og ævi, einbýlishús á góðum stað í bænum, nýlega Mercedes Benza og óafturkallanleg veiðileyfi í helstu laxveiðiám eitt- hvað fram á næstu öld. Slíkir iækna- nemar hafa þá sérstöðu, að þeir fara fljótt að leita fanga þar sem einhver fjárvon er. Þeir reyna að komast í einhver ábatavænleg héruð í öllum fríum eða verða sér úti um einhver aukastörf tengd’ læknisfræðinni, sem gefa aukatekjur. Þessir menn eiga yfirleitt 1—2 blokkaríbúðir við útskrift og þakka það læknanám- inu. Ég held, að þeir hefðu orðið rík- ir hvar sem var, en langfiestum læknanemum helst þó fremur illa á fé. Sumir fara í læknisfræði vegna eigin veikinda eða sjúkdóma hjá einhverjum sér nákomnum. Þessir einstaklingar telja sig vel heima í sjúkdómafræðunum, þar sem þeir sjálfir hafi átt við heilsuvanda að stríða. Þetta er í lagi, nema þegar menn ætla sér í geðlækningar til að leysa alla þá hnúta, sem þeir ganga með í sálartetrinu. Þessir lækna- nemar verða oft þokkalegustu læknar, að því undanskildu, að þeim finnst þeir alltaf vera mun veikari en sjúklingurinn. Hugsjónaeldurinn brennur Aðrir fara út í að læra læknisfræði af hugsjón. Þeir vilja hjálpa með- bræðrum sínum á sem bestan hátt og lækna og bæta böl mannkyns. Því miður hef ég ekki enn fyrirhitt þessa hugsjónamenn, en hef um það góða von, að þá eigi einhvern tímann eftir að reka á mínar fjörur, því ég hef lesið að þeir séu til. Marg- ir fara út í læknanám fyrir tilviljun. Þá langaði eiginlega ekki til að læra neitt sérstakt en fóru í læknisfræði til að gera eitthvað við tímann. Þess- ir einstaklingar eru hvað fjölmenn- astir og verða oft ágætir læknar. Einstaka kvennamaður fer í læknis- fræði, þar sem hann telur sig eiga betri séns á læknaslopp en í sam- festingi merktum einhverri blikk- smiðju. Þessir menn verða yfirleitt fyrir miklum vonbrigðum, því þeir uppgötva snemma í náminu, að mennirnir í samfestingunum hafa mun meiri séns. Hlutverk lœknanemanna Inni á sjúkrahúsunum gegna læknanemarnir ákveðnu hlutverki. Þeir eiga að fylgja eldri og reyndari læknum pg læra af þeim vinnu- brögðin. Á sama tíma eiga þeir að tileinka sér læknismenntunina og læra að umgangast sjúklinga og aðra. Fyrir sérfræðingana á spítöl- unum eru stúdentarnir aufúsugestir. Þeir minna sérfræðinginn á þá tíma, þegar hann sjálfur var ungur og hressilegur stúdent og hafði engar áhyggjur af metorðum eða eftirliti ríkisendurskoðunar á stofupraxisn- um. Auk þess eru stúdentarnir þakklátir áheyrendur, sem alltaf eru tilbúnir að hlusta á sögur af undur- samlegum lækningaafrekum. Að- stoðarlæknarnir eru mun gagn- rýnni og nenna yfirleitt ekki að hlusta á þessar sögur af sömu áfergju og stúdentarnir. Stúdentarn- ir fá þannig að heyra um yfirburði ákveðinna sjúkrahúsa erlendis, þar sem viðkomandi læknir var aðal- maðurinn. — „Þaðan fór enginn nema gróinn allra sinna meina,“ segja þeir stundum. Venjulegur stúdent verður yfirleitt ákaflega rugiaður á öllum þessum sögum. Starfssvid stúdentsins Stúdentarnir fara snemma að taka eigin sjúkraskrár, tala við sjúklinga, taka blóð og setja upp nálar. Þetta er allt góð æfing fyrir lífsstarfið. Sjúkl- ingarnir bregðast yfirleitt vel við stúdentunum og taka því ágætlega að rekja sjúkrasögu sína í smáatrið- um fyrir þeim. Stúdentarnir taka ná- kvæmari sjúkraskrár en aðrir og geta þær orðið býsna langar. Lækna- neminn segir síðan eldri læknum þessa sjúkrasögu og fær þá oft skömm í hattinn fyrir nákvæmnina. Það er mjög mismunandi, hversu fljótir læknanemarnir eru að til- einka sér fræði sjúkrahúsanna og verða reiðubúnir að fljúga fiðraðir út úr hreiðrinu. Sumir verða aldrei tilbúnir að stökkva út í lífið og fara að taka eigin ákvarðanir og lækna fólk. Aðrir eru fleygir frá því að þeir koma inn á sjúkrahúsin. Slíkir læknanemar fara tiltölulega snemma að segja eldri læknum til, enda kunna þeir allt betur en gömlu skarfarnir. Þeir drífa sig út í eitthvert læknishéraðið eins fljótt og auðið er og stunda þar lækningar af miklu kappi í sumarleyfum og öðrum frí- um. Þessir læknanemar verða alltaf skurðlæknar enda hafa þeir enga þolinmæði tii að bíða eftir neinu sem getur dregist á langinn. Ég gleymi öllum stúdentum Allir stúdentar ganga með þá grillu, að þeir séu ógleymanlegir kennurum sínum og samstarfsfólki inni á deildunum. Ég hitti einn gamlan kennara minn í erfisdrykkju um daginn og heilsaði honum kumpánlega en hann tók alvarlega í hönd mér á móti og kynnti sig. Eg sagði nú enga þörf á slíku, því við náþekktumst. Hann sagðist gleyma öllum stúdentum nema þeim sem væru til einhverra vandræða. — „Ég er alveg búinn að steingleyma þér svo þú hlýtur að hafa verið litlaus og prúður," sagði hann. ÓTTAR Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans hinn 2. nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum. Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga. Alþýðubankinn hf SVÍNAKJÖT V2 kjötskrokkar 398,- pr. kg tilbúið pakkað og merkt í frystinn. SVÍNAKÓTELETTUR SVÍNASCHNITZEL SVÍNARIFJASTEIK SVÍNABÓGUR SVÍNAGULLASCH SVÍNAHRYGGUR SVÍNALÆRI 617,- pr. kg 725,- pr. kg 295,- pr. kg 398,- pr. kg 595,- pr. kg 600,- pr. kg 398,- pr. kg ÁLEGG 10% afsláttur er á öllu áleggi 150 tegundir. Einnig 10% afsláttur af öllum öðr- um vörum okkar. bað munar um minna. Prófaðu okkar góðu sviðasultu lagaða úr nýjum lambahausum. NAUTAKJÖT V2 SKROKKAR 499,- pr. kg V4 FRAMPARTAR 374,- pr. kg /4 LÆRI 658,- pr. kg 10 KÍLÓA PAKKNING NAUTAHAKK 500—1000 g í pakka Aðeins 455,- kr. pr. kg TILBÚIÐ í FRYSTINN SENDUM UM LAND ALLT VISA OG EURO ATH. ÚRBEINUM ALLT KJÖT OG GÖNGUM FRÁ í FRYSTINN. AÐEINS 45,- kr. pr. kg TILBÚIÐ, PAKKAÐ OG MERKT: HRAFN BACHMANN OG STARFSFÓLK LAMBASKROKKAR 369,- kr. pr. kg LAMBALÆRI 590,- kr. pr. kg LAMBASLÖG 115,- kr. pr. kg LAMBAFRAMHR. 695,- kr. pr. kg LAMBABÓGAR 395,- kr. pr. kg LAMBALÆRISSN. 755,- kr. pr. kg LAMBAKÓTILETTUR 597,- kr. pr. kg ATH. FRÍ ÚRBEINING Rúllupylsur fyrir slög Besta verðið SENDUM HEIM, 200,- kr. gjald MUNIÐ 10% AFSLÁTTINN OPIÐ FRÁ KL. 9—18.30 FÖSTUDAGA kl, 9—19.00 LAUGARDAGA kl. 9—18 VERIÐ VELKOMIN m K/ÖimiSTARINN ý||/l LANGHOLTSVEGI 113 S-84848

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.