Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 32

Pressan - 19.10.1989, Blaðsíða 32
PRESSU c ^■vo virðist sem útfararþjón- usta þyki arðvænleg um þessar mundir. Tveir aðilar íhuga alvarlega að bjóða útfararþjónustu í sam- keppni við þær tvær sem fyrir eru. Annar þessara aðila mun vera Ön- undur Björnsson, eigandi bókaút- gáfunnar Tákns. Önundur ætti að hafa góða hugmynd um hvað til þarf þar sem hann er prestlærður. Hinn aðilinn kemur með ferskar hug- myndir frá Bandaríkjunum um hvernig búa skuli lík í gröf.. . ^Forráðamenn Stöðvar 2 lentu næstum í vondu máli þegar Bryn- dís Schram sagði stöðu sinni lausri þar í síðustu viku. Stöðvarmenn sátu við símann að leita að konum svo andlitinu yrði haldið, enda þátt- urinn Kynin kljást á dagskránni í kvöld. Meðal þeirra sem Stöð 2 bauð að taka við starfi Bryndísar var Guðrún Ólafsdóttir (Snúlla), veitingastjóri á Hótel Borg og Café íslandi. Guðrún mun hins vegar ekki hafa haft áhuga og við hlut- verki Bryndísar tekur Björg Jóns- dóttir leikkona, sem meðal annars lék í uppfærslu ríkissjónvarpsins á Silfurtúnglinu og í Vandarhöggi Hrafns Gunnlaugssonar . . . þ | eir, sem ánetjast hafa skaf- miðaskrapi, fá eflaust heldur betur fiðring, þegar þeir frétta af aðal- vinningnum í nýrri miðasyrpu frá Lukkutríóinu. Það er hvorki meira né minna en heilt einbýlishús í Grafarvogi í Reykjavík og sá heppni fær það fyrir litlar eitt hundrað krónur . . . I^Éýr útvarpsstjóri á Aðalstöð- inni, Bjarni Dagur Jónsson, vill ekki láta uppi í samtali við PRESSUNA í dag við hvaða fólk útvarpsstöðin er að semja. Margt af því er í starfi ann- ars staðar, en meðal þeirra sem við höfum heyrt að séu að ganga frá vinnusamningi við Aðalstöðina eru Örn Árnason leikari, Gunnlaug- ur Guðmundsson stjörnuspeking- ur og Inger Anna Aikman, blaða- maður og fyrrum dagskrárgerðar- maður á rás 2 . . . M ^Mhugafólk um sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna í borgarstjórn gefst ekki upp, þó til þessa hafi gengið illa að afla hug- myndinni fylgis. Heyrst hefur að lokaður fundur hafi verið haldinn um málið á Nausti í gærkvöldi, mið- vikudagskvöld, en á hann mun fjöldi manns hafa verið boðaður í þeim tilgangi að kanna viðhorf „grasrótarinnar" til sameiginlegs framboðs gegn veldi Sjálfstæðis- flokksins í borginni. . . | ■slenskt lindarvatn í amenskar smásöluverslanir? Þettd hefur lengi verið draumur margra hér á landi. Við heyrum að Davíð Scheving Thorsteinsson í Sól hf. rói um þessar mundir öllum árum að þessu og verði vel ágengt. Sól hf. flytur út talsvert magn af drykkjarvöru sinni til Bretlands og munu þau viðskipti fara vaxandi . . . þ | — rír aðilar hafa gert með sér samkomulag um útgáfu bóka um dulræn efni. Það eru Sálarrann- sóknarfélagið, Bókaútgáfan Reykholt hf. og Prenthúsið sf., sem standa að þessu framtaki, og eru fyrstu tvær bækurnar væntan- legar fyrir jól. Önnur er íslensk og fjallar hún um endurholdgun og fyrri líf. í henni verður sagt frá reynslu þekktra áhugamanna um sálarrannsóknir en það er Guð- mundur Sæmundsson, sem sá um skrásetninguna. Hin bókin nefnist „Draumar, svör næturinnar við spurningum morgundagsins" og er byggð á dálestrum Edgars Cayce . . . ^^^yrir nokkru kom út bókin The Greenlanders eða Grænlending- arnir eftir Jane Smiley. Þetta er viðamikil heimildaskáldsaga, sem fjallar um norræna menn á Græn- landi til forna og fund Vínlands. Nú eru uppi áform um að gera kvik- mynd eftir bókinni og er það breski leikstjórinn John Hawkesworth sem á að leikstýra myndinni, en hann er einkum kunnur fyrir þætt- ina Húsbændur og hjú. Heyrst hef- ur að verið sé að bera víurnar í Jessicu Lange í hlutverk Guðríð- ar Þorbjarnardóttur . . . Hlokkrar sviptingar hafa verið á ferðaskrifstofunni Veröld eftir að fjármálamaðurinn Svavar Egils- son tók yfir reksturinn. Meðal þeirra sem hafa tekið pokann sinn er Þórdís Hallgrímsdóttir, en hún var aðalgjaldkeri ferðaskrifstofunn- ar . . . leigubílstjórar eiga í stríði við Borgarspítalann. Forráðamenn spítalans gerðu fyrir skemmstu samning við leigubílastöðina Bæj- arleiðir um magnafslátt í viðskipt- um. í kjölfarið voru teknir niður beinir símar til tveggja annarra leigubílastöðva sem almenningur gat haft not af á slysavarðstofu og í anddyri Borgarspítalans. Leigubíla- stöðin Hreyfill sagði upp reiknings- viðskiptum við Borgarspítalann eft- ir að andmæli Hreyfilsmanna voru að engu höfð ... Iólabækurnar eru að fæðast ein annarri. meðal þeirra bóka sem við heyrum að Forlagið gefi út fyrir þessi jól er nýtt smásagnasafn eftir Svövu Jakobsdóttur sem ber heit- ið Undir eldfjalli. Þá er væntanleg á markaðinn bók eftir Birgi Sig- urðsson sem fjallar um síldaræv- intýrið og heitir hún Svartur sjór af síld. Bókin fjallar um síldarævin- týri íhundraðárogsegirhöfundur að hér sé ekki á ferðinni þurr sagn- fræði heldur síldarstemmningin sjálf í öllu sínu veldi. . . k ristinn Finnbogason, sá kunni athafnamaður, er okkur sagt að sé á förum frá Tímanum. Hann hefur mörg járn í eldinum að venju, m.a. eru Búlgaríuferðir á vit tann- lækna geypivinsælar og taka tíma hans allan um þessar mundir... Merrild -hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi. Þú getur valið um þijár mismunandi tegundir af Merrild-kaffi. 103 - Millibrennt 3 04 - Dökkbrennt 104 - Mjög dökkbrennt Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi, sem bragð er af.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.