Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
litilræði
af lokasvari
Hr. ritstjóri Tímans.
Elsku Indriöi minn.
Það er orðið voða langt síðan ég hef átt mér
pennavin.
Líklega nærri hálf öld.
Þegar ég var krakki átti ég mér fjölmarga
pennavini um allar trissur svona einsog gekk
og gerðist þegar við vorum að slíta barnsskón-
um.
Þegar svo barnæskunni sleppti og mann-
dómsárin tóku við var einsog öll pennavinátta
kólnaði, sendibréfunum fækkaði og maðurfór
að nálgast pennavinina með öðrum og nýstár-
legri hætti.
Ég held að ég hafi verið rétt rúmlega fermd-
ur þegarég fargaði síðasta pennavininum, ein-
faldlega vegna þess að ég komst að því að aðr-
ar aðferðir til tjáskipta voru fullt eins árangurs-
ríkar og gleðigefandi.
Þetta var á þeim árum þegar öll blöð voru
full af auglýsingum þar sem óskað var eftir
pennavinum, fólk setti nafn sitt og heimilis-
fang í auglýsinguna og bað um að sent yrði
bréfkorn, sem síðan yrði svarað og svo koll af
kolli.
Nú eru slíkar auglýsingar sjaldséðar og lík-
lega heyrir pennavinátta til liðinni tíð, að ekki
sé nú talað um óskir um bréfaskipti á prenti.
Nú bregður hinsvegar svo við að einn af
skríbentum blaðsins sem þú ritstýrir virðist
óska eftir mér sem pennavini undir yfirskrift-
inni YFIR TIL ÞÍN FLOSI.
Þetta er laumupenni Timans sem skrifar
undir dulnefninu Garri og stundum svolítið
ólundarlega.
Það gefur auðvitað augaleið að óhugsandi
er að standa í bréfaskriftum við loftanda og
huldufólk, enda — einsog ég sagði reyndar áð-
an — háttur þeirra sem óska eftir bréfaskiptum
að gefa upp nafn og númer.
Nú langar mig til að biðja þig, Indriði minn,
sem velmeinandi manneskju og ritstjóra Tím-
ans, að koma nokkrum skilaboðum til undir-
sáta þíns Garra í trausti þess að þú sért honum
málkunnugur og hann þér handgenginn.
Segðu Garra einfaldlega að ég væri til í að
eiga við hann bréfaskipti ef einhverntímann
drægi að því að mér fyndist hann þess verðug-
ur.
Mér er það ekki einungis óljúft, heldur er það
óhugsandi að ég leggi mig niður við að eiga í
orðaskiptum við menn sem lúta svo lágt að
ausa úr ólundarpennum sínum yfir menn og
málefni í skjóli nafnleyndar.
Þetta hefur alla tíð verið mín skoðun og með
hana að leiðarljósi hef ég í tuttugu ár skrifað
reglulega í blöð undir skírnarnafni mínu, Flosi.
Svona til glöggvunar er tilefni þessa orða-
Yfirtil þín, Flosi
Gani hcfur nú bara aldrei lent i
öAru eins. 1 grein út af hálfgerðum
framlialdsafmzlum, hcfur Hosi
skrífað hálfgert ástarbréf til rit-
stjóra þcssa blads og faríð um það
obeinuib orðum, að hann bcitti
Garra rítskoðun. Og þetta gcríst
einmitt þcgar allir cru að verða
frjálsir austantjalds, bxði að
skoðunum sinum og öðru. Flosi
nefnir jafnvel siðasta þátt sinn i
Pressu þeina kratanna „af Garra",
sinn og staf og ganga út til vinstrí,
en þá eru þeir farnir að lesa
leiðbeiningamar. Kn þar sem Garrí
gengur hvorki með hatt cða staf
varð honum það á, að tala um
afmxli þegar hann sá þctta voða-
lega orð: Hökt.
Ávarp af sviði
Garrí veit ekki hvemig hann á
að koma orðum að þvi hvað h'onum
skaks það að ég hélt uppá sextugsafmæli mitt
um daginn með vinum og vandamönnum og
hefði tæplega þótt tíðindum sæta ef DV hefði
ekki tekið uppá því að birta myndir úr afmæl-
— Fer Flosa einsog mörgum öðrum af-
bragðs grínistum, að hann þolir illa umtal um
eigin persónu.
Þetta er alrangt.
Mérfinnst ekkert Ijúfara en að um mig sé tal-
að og má þá næstum einu gilda hvað um mig
er sagt, svo sýnifíkinn sem ég er.
Mér er bara svo hlýtt til Tímans og þín, Ind-
riði minn, að ég vil ekki að þið verðið ykkur til
skammar þegar verið er að „moka úr" einsog
við sveitamennirnir köllum viss vorverk.
Mergurinn málsins er sá að mér hefur um
langt árabil blöskrað það hvernig dagblöðin
hafa gegnum árin purkunarlaust birt nafnlaus-
argreinarþarsem vegiðeraðfólki, menn nídd-
ir, rægðir og mannorðsrændir af skríbentum
sem kjósa nafnleyndina frekar en að koma
fram í dagsljósið.
Um það snýst nú þetta mál, en ekki mig og
mína nánustu.
Fleira hef ég svo ekki um þetta að segja.
Vertu margblessaður.
• Konan og börnin biðja að heilsa.
Þinn Flosi.
inu.
Þessi myndbirting hljóp svo fyrir hjartað á
hinum hógværu Tímamönnum að undir dul-
nefninu Garri var hreytt í mig og mína nánustu
svolitlum skít svona í tilefni dagsins.
Sannast að segja óttalegur tittlingaskítur,
sem ég mundi bara brosa að ef mig tæki ekki
svona sárt sú niðurlæging Tímans að þurfa að
bera ábyrgð á skrifum Garra.
Svo ég segi enn og aftur.
Indriði minn.
Losaðu þig við Garra.
Það er Ijóst af grein Garra, „Yfir til þín, Flosi,",
á föstudaginn var, að þú hefur tekið í hnakka-
drambið á þessum huldupenna Tímans og ég
þakka þér, kæri ritstjóri, hve vinsamleg hún er
í minn garð.
Ég vissi raunar alltaf að þú mundir taka til
þinna ráða.
í grein Garra segir á einum stað:
P.S.
Losaðu þig við Garra.
I stærri og betri verslun.
Við bjóðum uppá vörur frá SANSUI,
JVC, BONDSTEC, DANTAX, ELTA og FINLUX.
Hjá okkur færð þú, HLJÓMTÆKI,
SJÓNVÖRP, MYNDBANDSTÆKI,
TÖKUVÉLAR, HÁTALARA,
AUGLYSINGASTOFAN JURTI