Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 bridge Fyrir nokkrum vikum minntist ég á hve erfitt væri að komast yfir stubba-spil sem ætti erindi í dálk sem þennan. Ég hafði tæpast látið greinina frá mér þegar ég rakst á spil vikunnar. Það er af hógværu sortinni; auð- velt að taka ákvörðun sem hefði breytt smáum plús í lítinn mínus, góð dómgreind. ♦ 74 V G10954 ♦ 754 4» DG8 4 DG3 V D872 ♦ Á93 4» Á73 N V A S 4 105 V K6 ♦ D862 4» K10954 Stilling austurs er aðdáunar- verð. Hve margir myndu ekki freistast í 3-lauf eða 2-grönd af hel- berum ótta við skorina? Vörnin byrjaði vel þegar vestur spilaði út hjarta-2. Suður drap kóng austurs og spilaði trompi þrisvar. Vestur iagði næst niður hjartadrottningu, tók síðan á lauf- ás og spilaði meira laufi á kóng austurs. Austur skipti í tígul-2, sagnhafi reyndi gosann. Flestir hefðu nú fallið á prófinu og drepið á ás, og eftir það er eng- in leið að hnekkja samningnum, en við borðið gaf vestur slaginn. í lokastöðunni varð sagnhafi að gefa tvo tígulslagi. Einn niður. Smár plús í staðinn fyrir lítinn mínus . . . 4 ÁK9862 VÁ3 ♦ KG10 4*62 Rúberta, NS eiga geim og 60-bút. Vestur gefur og vekur á 1- grandi (12—14 p.). Tvö pöss og 2- spaðar í S, betur heppnað en dobl nema við stýrum fingrum suðurs á spaðaútspil. Passað út. skák Skák í Rússlandi Áður hefur þess verið getið í þessum þáttum að nöfn taflmann- anna í rússnesku benda til þess að skákin hafi borist til Rússlands eft- ir öðrum leiðum en til annarra Evrópulanda, líkast til beint frá Bysanz. Rússland hefur lengi ver- ið einangrað, en skák hefur verið stunduð þar afar lengi, þótt ekki fari af því miklar sögur. Snemma á nítjándu öld er þó vitað um snjalla skákmenn og fræðimenn á skák- sviði í Rússlandi og þar ber hæst tvo menn á nítjándu öld: Petroff og Jaenisch. Alexander Dmitrivitsj Petroff (1794—1867) var þeirra eldri. Hann lærði ungur að tefla og var orðinn fremsti skákmaður í St. Pét- ursborg tæplega tvítugur að aldri, en þritugur gaf hann út bók um skák sem var að vísu aðeins prent- uð í 300 eintökum. í þessari bók styðst hann mjög við eldri höf- unda, einkum Philidor og er talið að hún hafi ekki haft mjög mikil áhrif. Petroff sigraði aðra helstu skákmenn Rússa í einvígum um miðja öldina: Jaenisch, Urusov og Shumov, alla með nokkrum yfir- burðum, enda var honum jafnað við La Bourdonnais og Philidor. En hann tefldi aldrei utan Rúss- lands meðan hann var upp á sitt besta. Hann ferðaðist reyndar til London árið 1863 er hann var að mestu hættur að tefla og tefldi tals- vert af léttum skákum með for- gjöf. Frá þeim tíma er til lýsing á honum: „Hávaxinn maður með breitt enni og stór grá augu — góð- mennska og viska skinu úr svipn- um." Við Petroff er kennd ein taflbyrj- un: rússneskur leikur eða vörn Petroffs: 1 e4 e5 2 Rf3 Rf6. Þeir Jaenisch munu hafa unnið saman að könnun á þessari byrjun fyrir bók sem Jaenisch vann að með aðstoð Petroffs, en Jaenisch eign- aði félaga sínum bróðurpartinn af þeim athugunum og kenndi byrj- unina við hann. Petroff var háttsettur embættis- maður í trúnaðarstöðu og bjó lengi í Varsjá. Þar var þessi skák tefld: Hoffmann — Petroff ítalskur leikur Varsjá 1844 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 c3 Rf6 5 d4 ed4 6 e5 Re4 7 Bd5 Rxf2l? 8 Kxf2 dc3+ 9 Kg3 cb2 10 Bxb2 Re7 11 Rg5? Rxd5 12 Rxf7 12 - 0-0!! 13 Rxd8 Bf2+ 14 Kh3 d6+ 15 e6 Rf4+ 16 Kg4 Rxe6 17 Rxe6 Bxe6+ 18 Kg5 Hf5+ 19 Kg4 h5+ 20 Kh3 Hf3 tvískák og mát. GUOMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan P'lLA FITU.- S KAN fj'ÓLOA :v HMABI ií- f £y£)JR HBiMlI-l VLioTm srikiÐ- Hmmi SPJL JtiJLJAP ÚKAms- HLiati (ii • ■l /:> KV/fÖI TMúohý 21 FiaC-L T yf '■ - V/£>- AuKl SAL SPILDU F SPoK- uón-Ai STkFHuR. $K£klrJ H/ÍKKurl HNVÐA 771 TLHGDI MU/.J HÓF RLAutiíi 10 HVilo | E) fiS qaH&- FioTuP. 'SixrJD S\íbll AllKKtiltel II KJÚKw KLIðuít þj'ALf- AÉI U./Vl' K>WduÆ FUot AmBDBiH OP TlðuM MAKKÍ- HAfrf þOKA S£FA SPIBYK FÖNr! fLf-M m&\ fiiyNr/l Tm HoLDRl VF-CGuK ffLAST Sj'AVAfl- C/io-BuA FFll mfmFF F-LDSTÓ R SPh JA hkyssa Aufi- TPYILT HUKLfí- fíftKL- iH&uH. HPF.YP- irVC GKAHDl JHLASS 15 &LETT HEtta Vit- . skfftan EJNS samTok f'israans KRo GtiAMRi H2uPLA 1 2 3 4 5 17 18 19 20 21 10 11 12 13 14 15 16 Verdlaunakrossgáta nr. 60 Skilafrestur er til 28. nóvember og utanáskriftin er PRESSAN, krossgáta nr. 60, Ármúla 36,108 Reykjavík. íuerdlaun ad þessu sinni er bókin Ofung til að deyja eftir Denise Robins — óstarsaga, sem gerist í Kína.Skjaldborg gefur út. Dregiö hefur veriö úr réttum lausnum 58. gátu og upp kom nafn Kristjönu Pórhallsdóttur, Reykjaheiðarvegi 6, Húsavík. Hún fœr senda bókina Mannamun eftirJón Mýrdal, sem er gefin út af J bókaforlaginu Skjaldborg. OIÍIVS Eæanjp j

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.