Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
5
Austurlenskar eiginkonur íslenskra karla:
Austurlenskar eiginkonur islenskra
karla eiga á hættu að verða einangraðar
og hjálparvana i islensku samfélagi. Fé-
lagsmálaráðuneytið beitir sér fyrir þvi
að setja á laggirnar nefnd með það að
markmiði að athuga hvernig megi að-
stoða konur sem koma frá fjarlægum
heimshlutum og setjast hér að.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON
utangarðs í okkar félagslega kerfi,"
segir Jóhanna. Hún vildi ekki segja
til um hvort ráðuneytið hefði rök-
studdan grun um erfiðar aðstæður
austurlenskra kvenna hér á landi.
Þó staðfesti Jóhanna að ráðuneytið
hefði fengið aðra ábendingu áþekka
erindi félagsmálafulltrúa Hafnar-
fjarðar.
Marta Bergmann er ekki í vafa um
að margar konur sem hingað flytj-
ast að utan og giftast íslenskum
mönnum þurfi aðstoð til að aðlagast
íslensku samfélagi.
„Það hefur mikið að segja að kon-
urnar læri íslensku og fái upplýsing-
ar um hvert þær eigi að leita i kerf-
inu, til dæmis eftir heilbrigðis- og fé-
lagsmálaþjónustu.“
— En má ekki búast við að eig-
inmennirnir geti leiðbeint kon-
unum um þessa hluti?
„Nei, það er ekki öllum gefið að
kenna íslensku og ekki vita allir eig-
inmenn hvaða hlutverki félagsmála-
stofnun gegnir eða hvernig konur
komast í mæðraskoðun og sækja
um dagvist barna," svarar Marta.
Marta Bergmann, félagsmála-
stjóri í Hafnarfirði, sendi félags-
málaráðuneytinu bréf í haust. Hún
mæltist til þess að ráðuneytið léti
fara fram athugun á aðstæðum aust-
urienskra kvenna og kannaði
hvernig félagslegri stöðu þeirra
væri háttað.
Aðspurð sagðist Marta vera bund-
in þagnareiði og þvi gæti ekki svar-
að þeirri spurningu hvort hún
þekkti þess dæmi að aðstæður aust-
urlenskra kvenna væru svo bágar
að nauðsynlegt væri að grípa til að-
gerða.
Það færist í vöxt að íslenskir karl-
menn leiti kvonfangs í fjarlægum
löndum. Pressan fjallaði um þetta
mál í sumar. Þar kom fram að fyrir
tveimur til þremur árum fór að bera
á því að karlmenn ferðuðust til Fi-
lippseyja og Thailands með það fyr-
ir augum að finna sér konu.
Geta lent
utangarðs
Að sögn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra sendi hún
fyrir skömmu erindi til dómsmála-
ráðuneytis og útlendingaeftirlits
þess efnis að skipaður yrði 3ja
manna starfshópur sem færi ofan í
saumana á þessu máli.
„Markmiðið er fyrst og fremst að
athuga hvort þessar konur hafi lent
01 /Tídn- Ivrn
ie9or
<sum
r" ***£■„ ” '<•>
og tl
n,Cl‘n
l,7 i “•
aríuC'
» o,
, „ °n"ð her, st
!par,n*r^ \‘u
I vor greindí PRESSAN fra storaukinni leit islenskra karlnianna að
kvonfangi i Thailandi og a Filippseyjum. Þar kom fram að stulkurnar
sem hingaö koma virðast fyrst og fremst vera að flyja fatæktina i
heimalondunum.
Eftir því sem næst verður komist
er sjaldgæft að mál austurlenskra
kvenna lendi á borðum félagsmála-
stofnana. A þingi félagsmálastjóra
fyrir skömmu var spurst fyrir um
þetta mál og varð fátt um svör. Ekki
er hægt að segja til um hvort ástæð-
an sé sú að konurnar þurfi ekki á að-
stoð að halda, eða að þær einfald-
lega viti ekki um þá aðstoð sem
býðst.
Viðkvæm mál
Það er viðkvæmt mál á íslandi að
eiga maka af framandi þjóðerni.
Það er grunnt á kynþáttafordómum
landans og þess vegna eru yfirvöld
varkár í afstöðu sinni til þessara
mála.
Það er hinsvegar vitað að stunduð
er hjúskaparmiðlun sem samræmist
illa íslenskum hefðum. Karlmönn-
um gefst kostur á að velja sér er-
lenda konu eftir myndalista og er
tæplega hægt að segja að kynnin
séu á jafnréttisgrundvelli.
Þær konur sem koma til landsins
með þessum hætti eru flestar hverj-
ar kornungar og þekkja ekkert til
lands og þjóðar. Það er undir hælinn
lagt hversu vel eiginmenn, eða sam-
býlismenn, upplýsa konurnar um
réttindi þeirra og skyldur.
A hinn bóginn getur verið erfitt
að afla upplýsinga um aðstæður ein-
stakra kvenna án þess að það brjóti
í bága við friðhelgi heimiiisins.
„Þessi könnun verður vitanlega
að fara fram samkvæmt lögum,
þetta má alls ekki vera lögreglu-
rannsókn,” segir Marta.
Hún segist sjá það fyrir sér að við-
komandi fjölskyldum yrði gefinn
kostur á að svara skriflega spurning-
um um aðstæður sínar. Það yrði að
fylgja með tilboð um kennslu, til
dæmis um íslenskukennslu, til að
konurnar sæju sér einhvern hag í
þátttöku.
FERÐATÆKI, GEISLADISKA,
ÖRBYLGJUOFNA og margt fleira.
Okkar annáluöu hagstæðu verð eru
sínum stað og alltaf einhver
sértilboð ígangi. Það borgar sig að
líta við í OPUS. Verið velkomin, næg bílastæði.