Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 Tveggja- svefntíma-verur Framangreind sannindi eru alveg ný af nálinni, því samkvæmt erlend- um heimildum var kenningin um hina meðfæddu þörf fyrir miðdags- lúr fyrst rökstudd vísindalega árið 1986. Fram til þess ‘tíma höfðu svefnrannsóknarmenn brýnt fyrir „tilraunadýrum", sem fylgst var með að næturiagi, að leggja sig nú örugglega ekki á daginn. Það voru Scott Campbell og sam- starfsmenn hans við Max Planck- stofnunina í Múnchen, sem komu kenningunni á framfæri fyrir þrem- ur árum eða svo. Þeir höfðu fengið fjölda fólks til að dvelja í nokkrar vikur í neðanjarðarbyrgi, þar sem engin leið var að segja til um hvort úti var dagur eða nótt. Tilraunadýr- in máttu sofa þegar þeim hentaði og í ljós kom svipað svefnmunstur hjá langflestum. Þeir sváfu lengi að næturlagi og einnig í einn til tvo tíma um daginn. Líkami okkar virð- ist hins vegar „stilltur" á 25 klukku- stunda sólarhring, svo svefntíminn skekktist smám saman eftir því sem á tilraunina leið, miðað við 24 stunda sólarhring. Vísindamennirnir í Múnchen þóttust því sjá greinileg merki þess að við værum í raun tveggja-svefn- tima-verur, sem þyrftu stuttan svefn u.þ.b. tólf tímum eftir miðbik lengra svefntímabilsins. Manneskja, sem sefur frá miðnætti til klukkan sex um morguninn, gerist t.d. gjarnan syfjuð um þrjúleytið, því þá gefur klukkan í heilabúinu á henni til kynna að mál sé að leggja sig. Minnst fimmtán mínútur Raunar hafði kenningin um mið- dagslúrinn verið sett fram árið 1975 af Dr. Roger Broughton við háskól- ann í Ottawa í Kanada. Hann hélt því þá fram að eftirmiðdagssvefn væri okkur eðlilegur og studdi það m.a. þeim rökum að þó smábörn hættu smám saman að sofa meira eða minna allan daginn hættu þau ekki að fá sér lúr eftir hádegi fyrr en þau kæmu á dagvistarstofnun. Einn- ig benti Broughton á þau þjóðfélög þar sem rótgróin hefð er fyrir eftir- miðdagshvíld eða svokallaðri „sí- estu" yfir miðjan daginn. Víðast hvar í Bandaríkjunum er engin sérstök hefð fyrir miðdags- svefni, en í könnun á tíu þúsund Ameríkönum kom fram að þeir sofnuðu eftir hádegi að meðaltali einu sinni eða tvisvar í viku. Þriðj- ungur aðspurðra lagði sig raunar fjórum sinnum eða oftar í viku, en fjórðungur sagðist aldrei blunda nema að næturlagi. Það voru helst námsmenn og fólk á eftirlaunum, sem hvíldu sig um eftirmiðdaginn, enda á útivinnandi fólk ekki auðvelt með að láta sér renna í brjóst á miðjum starfsdegi. Meðalblundurinn virðist vera u.þ.b. fimmtán mínútur, sem er mun styttri tími en Winston heitinn Churchill sagðist þurfa til að verða allur annar maður á eftir. Vísinda- menn segja hins vegar að fólk verði að sofna djúpum svefni til þess að hvílast eitthvað að ráði og það sé einungis yfirborðssvefn, sem næst á örfáum mínútum. Svefnbekki á vinnustaði! Vísindamaður í Israel, Peretz Lavie, framkvæmdi svefn-könnun, sem fór þannig fram að „tilrauna- dýrin" voru látin sofa sjö af hverjum tuttugu mínútum. Síðan mældi Lavie hversu auðvelt fólkið átti með að sofna á mismunandi tímum sól- arhringseftir 13 mínútna vöku. íljós kom að fólkið á auðveldast með að sofna á kvöldin, eins og búast mátti við, en á ákveðnum tímapunkti um eftirmiðdaginn sigraði Óli lokbrá til- raunadýrin líka með leifturhraða. Sem sagt: enn ein rök fyrir því að þörf fyrir miðdagslúr sé meðfædd. Langar þig mest til að skriða undir sæng, þegar vinnan heffst afftur efftir hó- degishlé? Það er ekkert til að skammast sin ffyrir! Okkur mannfólkinu er eðlilegt að bíunda um eftirmiðdaginn, þó ffæstir haffi aðstöðu til að ffullnægja þeirri með- ffæddu þörff likamans. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Þau gleðitíðindi hafa borist — studd hávísindalegum rökum — að mannskepnan sé frá náttúrunnar hendi „hönnuð" á þann veg að hún þurfi tvo svefntíma á sólarhing. Það er sumsé ekki endilega merki um leti og slóðaskap, þó maður lang- geispi eftir hádegismatinn og langi mest til að halla sér. Móðir Náttúra er einfaldlega að biðja um seinni svefninn! Og þeir, sem hiýða því kalli hennar, verða bæði hressari og skapbetri það sem eftir er dagsins. Syfjan ekki vegna ofáts Þessi merka uppgötvun var nán- ast gerð fyrir tilviljun, þegar vís- indamenn hugðust kanna hvenær á sólarhringnum fólk væri syfjaðast og hvenær best vakandi. Þetta var rannsakað með .ýinsum aðferðum, sem allar leiddu til sömu niður- stöðu: Okkur er meðfædd gífurlega sterk þörf fyrir svefn eftir hádegi, jafnvel þó við höfum sofið vel nótt- ina áður. Syfjan, sem hellist yfir okkur eftir hádegismat, orsakast sem sagt ekki af því að við höfum borðað of mikið, ef marka má þessar erlendu rann- sóknir. Þetta er einfaldlega „forrit" frá náttúrunnar hendi, sem gerir ráð fyrir því að við látum okkur renna í brjóst um miðjan dag. Hvers vegna? Líklega sökum þess að víða um heim er miðdegissólin óbærilega heit og fólki ekkert sérlega hollt að vera mikið á ferli á þeim tíma dags. Þetta er þó einungis tilgáta, en hún kemur fram í bók um eftirmiðdags- hvíld eftir Dr. William Dement, sem hefur yfirumsjón með svefnrann- sóknum við Stanford-háskóla. Þessi mynd var tekin í vikubyrjun af Agli Jónssyni þingmanni á löggjafarsamkundunni. Hvenær dags? Auðvitað eftir hádegil Stundum tekur Móðir Náttúra öll völd og heimtar eftirmiðdagslúrinn, þó illa standi á. Ekki verður betur séð en þau heyi þarna harða baráttu við meðfædda svefnþ Gunnarsson, Guðrún Halldórsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson. (Myndin var te

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.