Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
9
Byggingarframkvæmdir Júlíusar Hafstein
borgarfulltrúa við Lágmúlann
EFTIR PAL VILHJALMSSON
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
Júlíus Hafstein, fékk úthlutað eftir-
sóttri lóð í Lágmúla. Framkvæmdir
hófust fyrir nokkrum vikum án þess
að teikningar væru samþykktar, en
það er brot á lögum. Þá eru ógreidd
gatnagerðargjöld og byggingarleyf-
isgjald en vanalega heimilar bygg-
ingarfulltrúi ekki framkvæmdir fyrr
en öll gjöld eru greidd. Starfsmaður
byggingarfulltrúa hannaði burðar-
þolið, en það er óheimilt nema í
undantekningartilfellum.
Borgarráð úthlutaði litlu innflutn-
ingsfyrirtæki Júlíusar, Snorra hf.,
lóðinni í Lágmúla 6 fyrir fjórum ár-
um, en þá var hann varaborgarfull-
trúi. Júlíus fékk lóðina í félagi við
Ólaf H. Jónsson hf., kennt við Ólaf
H., fyrrum landsliðsmann í hand-
knattleik og aðstoðarsjónvarps-
stjóra Stöðvar 2.
Þó nokkur eftirspurn var eftir lóð-
um við Lágmúla sem borgarráð út-
hlutaði síðsumars 1985. Þeir voru
samt ekki margir sem vissu af þeim.
Jón Þór Hannesson, framkvæmda-
stjóri Saga Film, fékk úthlutað lóð
við Lágmúla 2—4 og hann segist
hafa frétt af lóðunum fyrir tilviljun.
„Það var dálítill slagur um lóðirnar
og þær margþvældust í kerfinu áður
en þeim var úthlutað," segir Jón Þór.
Meðal annars varð að breyta
skipulagi til að gera lóðirnar bygg-
ingarhæfar. Aður var gert ráð fyrir
að ekki yrði byggt á svæðinu og það
flokkað sem „grænt svæði".
Um sinn gerðu þeir Júlíus og Ólaf-
ur ekkert með lóðina. Vorið 1986
náði Júlíus kjöri sem aðalmaður í
borgarstjórn, en hann er bróðurson-
ur Jóhanns Hafstein, fyrrum for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Davíð
Oddsson borgarstjóri fól Júlíusi for-
mennsku í umhverfismálaráði,
íþrótta- og tómstundaráði og ferða-
málaráði. Júlíus stendur ofarlega í
metorðastiga Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og stundum nefndur lík-
legur arftaki Davíðs í borgarstjóra-
stól.