Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 32
PRESSU
I^Éúna stendur yfir í Reykjavík
landsfundur Alþýðubandalags-
ins. Hugsanlega verða einhverjar
breytingar í stöðum helstu forsvars-
manna flokksins, því heyrst hefur að
Alþýðubandalagsfélagar, aðallega
af höfuðborgarsvæðinu, hafi skorað
á Steingrím J. Sigfússon að gefa
kost á sér í eitt af æðstu embættun-
um. . .
1|
þessar mundir er verið að
breyta skipulagi á heimahjálp á
vegum Reykjavíkurborgar, m.a.
þannig að hún verði hverfaskipt, en
mikil áhersla var lögð á nauðsynleg-
ar endurbætur á starfsemi heima-
hjálparinnar í kjarasamningum árið
1988. Ekki hefur verið auðvelt að fá
fólk til að starfa við heimahjálp, en
síðustu vikur hefur það þó ekki ver-
ið jafnerfitt og oft áður. Lágmarks-
tímakaup' í þessari starfsstétt mun
vera tæpar 290 krónur. . .
HÉýverið lagði Þóra Einars-
dóttir í Vernd upp í ferðalag, sem
hún segir sjálf að verði hennar sið-
asta ferð til Indlands. Meðferðis
hafði Þóra skólabúninga, sem not-
aðir verða í skóla fyrir börn holds-
veikra Indverja. Skólabúningarnir
eru saumaðir upp úr sloppum, sem
pantaðir höfðu verið fyrir ákveðna
ríkisstofnun hér á landi. Þegar til
kom þóttu þeir hins vegar ekki not-
hæfir og þess vegna fékk Þóra þá.
Ríkisstofnuninni líkaði nefnilega
ekki liturinn á sloppunum. . .
a
næsta ari hyggst Penninn
hætta starfsemi í húsi því við Aust-
urstræti sem áður hýsti verslunina
Torgið. Það er þó ekki þar með sagt
að Penninn hverfi gjörsamlega úr
götunni, því við höfum frétt að
verslunin muni hreiðra um sig í
kjallaranum hjá Sigfúsi Eymunds-
syni. Þar mun Penninn sem sagt
bjóða upp á ritföng, en Eymundsson
halda áfram að selja bækur á hæö-
unum fyrir ofan. Ekki vitum við
hvort eitthvert samkrull er fyrirhug-
að hjá þessum fyrirtækjum í
Kringlunni, en nýverið opnaði Ey-
mundsson útibú þar. Verslun Penn-
ans í Kringlunni hefur hins vegar
gengið afar vel, svo ekki er víst að
þeir kæri sig um samstarf við kolleg-
ana á þeim vettvangi...
^Félagar í Starfsmannafélaginu
Sókn munu eignast nýtt orlofshús
næsta sumar, en sú staðreynd gleð-
ur raunar fleiri en fólk innan þeirra
vébanda. Forráðamenn Sóknar
hafa gengið frá kaupum á landi und-
ir tvo sumarbústaði við Hæða-
garðsvatn nálægt Kirkjubæjar-
klaustri og um þessar mundir er
verið að semja við heimamenn þar
um að smíða húsin tvö. Það ku falla
í afar góðan jarðveg meðal manna
fyrir austan að fá þetta verkefni, en
síðara húsið á að afhendast sumarið
1991...
n
^^^ft heyrast sögur um að menn
reyni að koma lánsloforðum sem
þeir hafa fengið hjá Húsnæðis-
stofnun í sölu. I vikunni var einum
heimildamanni okkar boðið há-
markslánsloforð að upphæð 4,2
milljónir til kaups á kr. 500 þús-
und, staðgreitt.
A
^^nn hefur ekki verið gengið
endanlega frá því hvernig umhorfs
verður í Fossvogsdalnum í fram-
tíðinni, þó sættir hafi tekist til mála-
mynda með Reykjavíkurborg og
Kópavogsbæ. Tveir fundir hafa
verið haldnir um málið nýverið, en
engin niðurstaða fengist ennþá.
Munu fulltrúar Reykjavíkurborgar
hafa lagt fram hugmyndir um fram-
tíðarskipulag dalsins, sem m.a. fólu
í sér að hraðbrautin yrði að hluta til
niöurgrafin. Kópavogsbúar voru
engan veginn sáttir við tillöguna og
því virðist ekki lausn á næsta leiti að
svo stöddu. Deiluaðilar munu þó
hittast aftur innan skamms og reyna
að finna málamiðlun. . .
1»
_að er ekki ofsögum sagt af
áhuga Islendinga á dulrænum mál-
efnum. Við höfum þegar flutt fréttir
af nokkrum bókum um slík fræði,
sem væntanlegar eru fyrir jólin, og
nýverið fréttum við af enn einni til
viðbótar. Það er Skuggsjá, sem gef-
ur bókina út, en hún heitir Duiræn
reynsla: Frásagnir af dulskynj-
unum sjö íslenskra kvenna. . .
L
I Heyrst hefur að Þorleifur
Jónsson, eigandi Tunglsins við
Lækjargötu, hafi áhuga á að kaupa
Hressingarskálann. Það fylgir
sögunni að hann hugsi sér að tengja
með einhverjum hætti starfsemina í
Tunglinu, Bíókjallaranum og
Hressó...
Íeikfangatíska breytist líkt og
annað og leikfang sem spáð er mikl-
um vinsældum fyrir jólin er ný teg-
und af Barbie-dúkku. Sú hefur það
fram yfir þær „gömlu" að vera þeim
eiginleikum búin að í hári hennar
litast einn lokkur bleikur fái sólar-
Ijós að skína á hárið...
1»
að hefur ekki farið framhjá
mörgum að Magnús Hreggviðs-
son hefur stofnað almenningshluta-
félagið Fróða hf. um útgáfuveldi
sitt. Meðal þeirra sem við heyrum
að hafi verið boðinn hlutur eru Sjó-
vá/Almennar og Vífilfell, en án
árangurs að því er okkar heimildir
herma. . .
o
^fFnn bætist við ísiensku fjöl-
miðlaflóruna, því á allra næstu dög-
um mun væntanlegt á markað nýtt
menningartímarit. Hefur það hlotið
nafnið Rómur og í fyrsta tölublað-
inu verður m.a. ítarlegt viðtal við ís-
lenskan myndlistarmann, sem kall-
ar sig Zator. . .
Það er þetta með að létta sér lífið og nýta
frftímann vel. Hver kannast ekki við að eiga von á
áríðandi símtali og neyðast til að hanga heima í
biðstöðu. Óþolandi. Fá svo kannski símhringingu frá
gömlum vini sem hefur réttu hugmyndina
um hvernig hægt sé að verja kvöld-
inu, eða helginni og verða að hafna
boðinu vegna þess að maður á von i
símhringingu! Ha.
Svarti síminn náði feykilegri
útbreiðslu hérlendis í gamla daga
eins og allir vita. Hversu margir skyldu hafa lent í því
að vera nýlagstir ofan í heitt og
notalegt bað þegar sá svarti lét í
sér heyra? Vafalaust margir.
Þetta hvimleiða vandamál er úr
sögunni:
Komið er á markaðinn
afburða nett tæki, GoldStar
heimilissímsvarinn. Símsvari og
nútímalegur sfmi í einu tæki.
Allt þetta nýja. Minni,
fjarstýring, hátalari o.s.frv.,
o.s.frv. en fyrst og fremst alveg
hreint frábær gripur sem léttir
Iffið. Eigi maður von á símtali en verði einhverra
hluta vegna að bregða sér frá er
einfaldlega hægt að hringja í
heimilissímsvarann, stimpla inn
lykiltöluna og hlusta á þau skil-
aboð sem á bandinu kunna að
vera. Ekkert mál.
r
WUm
j I
simsya^in^i
er loksins
fáanlegur á
íslandi
- teknlbyiting á heimilinu
Gripurinn fæst á ótrúlega góðu verði eða kr. 14.800.-
stgr. Svo er boðið uppá kjör sem allir eiga að ráða við, þ.e.
greiðslukortasamninga til allt að 6 mánaða.
Nákvæmar leiðbeiningar á íslensku fylgja, fullkomin
viðhaldsþjónusta og ársábyrgð.
Verið velkomin.
TRÖNUHRAUNI 8 . 220 HAFNARFIRÐI . SÍMI 91-652501