Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 26

Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 Stjórnmálamenn María Jóhanna Siqurðardóttir fer höndum um frægq fólkið EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYND: EINAR ÓLASON Hanna Maja heitir ekki Hanna Maja. Eigi að síður myndu fáir þekkja hana undir öðru nafni. Hún hefur verið kölluð Hanna Maja frá því hún man eftir sér og það er nafn- ið sem Stöð 2 notar þegar aðstand- endur þátta eru kynntir. Hanna Maja er 23 ára, sminka á Stöð 2 aðra hverja viku, sjálfstæður atvinnurek- andi hina. Hún segist vera ekta Bog- maður og þoli engin höft. Hún var aðeins ellefu ára þegar hún var farin að eyða öllum stundum í snyrtivöru- verslun móður sinnar en það var ekki fyrr en eftir reynslu á öðrum sviðum sem hún sá aö best væri að feta í fótspor móðurinnar. Appelsínusafi og konfekt í morgunmat Hanna Maja lagði litla svarta bíln- um sínum fyrir utan hótel Borg og setti ekki í stööumælinn. Kom hlaupandi inn í veitingasalinn og spurði hvort hún gæti fengið kakó. Það var ekki til og morgunverður Hönnu Maju varð því appelsínusaíi og konfektmolar. Hún hafði verið að skemmta sér fram á nótt með frönskum kvikmyndagerðarmönn- um sem hún hafði starfað með hér í eina viku og þegar ég spurði hvernig í ósköpunum hún gæti ver- ið svona hress svaraði hún: ,,Af því ég var á bílnum. Það stjórnar því enginn nema ég sjálf hvernig ég er upplögð. Ég vissi að ég yrði að vakna snemma og tók því kvöldið fremur rólega!" María Jóhanna Sigurðardóttir, Hanna Maja, segist vera flökkudýr. Hún var í sveit öll sumur þegar hún var yngri á Arnarstapa á Snæfells- nesi þar sem amma hennar, María Jónína Sigurðardóttir, og afi, Gunn- ar Dal rithöfundur, bjuggu. Hún lék sér við álfa og segir sveitadvölina hafa gert sér gott. Á æskuárunum var árinu þannig skipt að það var Snæfellsnesið á sumrin og Patreks- fjörður á veturna, þar sem hún dvaldi hjá Friðþjófi afa sínum og Hönnu ömmu. Þær stundir sem hún var ekki fyrir vestan á sumrin var hún í kastala á Mallorka þar sem þjónustufólk stjanaði í kringum hana: „Pabbi minn, Sigurður Bjarnason, var í námi í Kaupmannahöfn þegar hann var yngri. Hann stakk af úr skólanum og fór til Mallorka. Þar kynntist hann manni að nafni Hasso, sem var að byrja með bíla- leigu. Pabbi vann við að þvo og þrífa bílana, sem voru ekki nema tveir á þessum tíma. Þeir færðu síðan út kvíarnar og byrjuðu með sjóskíða- leigu, hjólaleigu og fleira og Hasso þessi vildi endilega að pabbi yrði hluthafi í fyrirtækinu. En nei, pabbi sagðist verða að fara heim til íslands og gerði það. í dag er Hasso með yf- ir 2000 bíla og rekur fleiri, fleiri fyr- irtæki og er orðinn milljónamær- ingur. Hann býr í þessum gríðar- stóra kastala, umkringdur þjónustu- fólki, og hefur stóran garð þar sem meðal annars eru apar og ljón." Danskennari af hugsjón Hún ákvað að fara í Fjölbrauta- skólann og valdi sér bóknámssvið og viðskiptasvið: ,,En ég sá fljótlega að það ætti ekki við mig að vera í námi af þessu tagi," segir hún. ,,Þá hætti ég og sneri mér að dans- kennslu. Ég hafði verið í dansi hjá Heiðari Ástvaldssyni frá því ég var fjögurra ára til fjórtán ára, eða fram að þeim aldri sem ekki þótti lengur smart að læra dans!" Hún kenndi um allt land, meðal annars í tvo mánuði i Vestmanna- eyjum og ,,rokk uppi á Skaga með þáverandi Islandsmeistara í rokki honum Alla", segir hún. ,,Ég var með nemendur á aldrinum frá 3—82 ára og kenndi allar tegundir dansa. En maður getur því miður ekki lifað á hugsjóninni einni sam- an. Laun danskennara eru svo lág aö ég hreinlega dáist að þessum stelpum sem hafa enst í þessu árum saman. En starfið er skemmtilegt, það er engin spurning, og átti æðis- lega vel við mig. Eftir hálft ár gafst ég þó upp, því ég sá að ég var farin aö borga með mér í vinnu . . .“ Þá segist hún hafa heldur betur verið ákveðin i að verða einkaritari: ,,Mér fannst það eitthvað það gáfu- legasta sem mér hafði dottið í hug!" segir hún. ,,Ég fór í Einkaritaraskól- ann og rak jafnframt heildsölu. Við vorum með umboð fyrir snyrtivörur og égeyddi drjúgum tíma í Tollinum þennan vetur. Námið kom sér vel að því leyti að þar lærði ég að fylla út tollskýrslur og þurfti því ekki á lið- sinni neins að halda. En ég hafði vart lokið náminu í Einkaritaraskól- anum þegar ég gat ekki hugsað mér að verða einkaritari! Mig langaði til útlanda og um leið og ég fékk skír- teinið í hendur var ég farin." Nómið ekki svo dýrt — en dýrt í Monte Carlo! Hún fór með pabba sínum til Lúx- emborgar þar sem þau keyptu sér bíl. „Við keyrðum í gegnum Frakk- land niður til Barcelona, þar sem við stoppuðum í fimm mínútur á McDonalds, áður en við tókum ferju yfir til Mallorka. Á meðan við borð- uðum hamborgarana var brotist inn í bílinn, öllum mínum eigum stolið og í Barcelona stóð ég uppi á stutt- buxum og bol. Ég hafði verið með ársbirgðir af fötum með mér, bæði nýjum og sem ég hafði saumað. Eftir nokkurt ferðalag enduðum við á Mallorka hjá Hasso. Eftir mánaðar- dvöl þar fór ég til Nice í Frakklandi því þá var ég búin að taka í mig að læra frönsku og fara til náms í förð- un við snyrtiskóla í París." í Nice kynntist hún íslenskum jafnöldrum sínum og er fljót til svars þegar ég spyr hvort skólanámið hafi verið dýrt: „Nei, ekki svo. Það dýr- asta við þessa tvo mánuði voru ferð- irnar til Monakó og Cannes! Og — við lærðum nánast ekkert í frönsku. Ég held ég hafi ekki verið nægilega dugleg við að mæta í skólann . . .! ímyndaðu þér bara, júlí og ágúst í Nice í Frakklandi í fjörutíu stiga hita og sól . . . Auðvitað varð ströndin alltof freistandi!" Af ógeðslegu hótelnerbergi í einbýlishús Eftir tveggja mánaða dvöl og enn- þá nánast ótalandi á franska tungu hélt Hanna Maja til Parísar: „Mér hafði verið bent á að tala við Elínu Sveins sem nú er einnig sminka á Stöð 2, en hún var við nám í sama skóla og ég ætlaði í. Hann heitir „Christian Chauveau" og er förðun- ar-listaskóli. Elín sagði að mér væri velkomið að búa hjá sér fyrstu vik- urnar, en síðan flutti ég ásamt vin- konu minni, Jóhönnu Guðmunds- dóttur, inn á eitthvert það ógeðsleg- asta hótelherbergi sem ég hef á ævi minni séð. Þar bjuggum við í mánuð og á hverjum morgni var hlaupið niður til að ná í morgunblaðið og leita eftir íbúð. Það gekk ekkert, en Anna, sendiráðsritari við íslenska sendiráðið, komst á snoðir um lítið einbýlishús í úthverfi borgarinnar sem eldri hjón ætluðu að leigja. Leigan var ekkert gríðarlega há því þetta var í úthverfi og ég var með bílinn sem við pabbi höfðum keypt í Lúxemborg." Framundan var skemmtilegur vetur. Þær vinkonurnar komu sér vel fyrir í litla einbýlishúsinu, óku á hverjum morgni niður að lestarstöð þar sem þær skildu bílinn eftir og tóku lestina inn til Parísar: „Námið var að mestu verklegt og kennar- arnir töluðu við okkur á ensku, svo það kom ekki að sök þótt sumrinu hefði verið eytt á ströndinni!" segir hún. „Eftir skóla sátum við á úti- kaffihúsum og horfðum á fólkið; á kvöldin æfðum við okkur í að mála hvor aðra og búa til góðan mat, enda fitnuðum við um fimmtán kíló þennan vetur! En þetta var virkileg- ur ævintýravetur. Það eina sem skyggði á var að undir húsinu var gamall kolakjallari og þar sem ég er myrkfælin að eðlisfari þorði ég aldr- ei niður á klósettið á neðri hæðinni á nóttunni nema vekja Jóhönnu og láta hana bíða eftir mér í stiganum!" Sminlcan með talstöðina Svo kom hún heim sumarið '85. Prófinu hafði hún ekki lokið því til þess að það yrði fullgilt þurfti hún að safna í myndamöppu. Það var ekki að spyrja að vináttutengslun- um á litla landinu, fyrirsætur buðust til að hjálpa sem og ljósmyndarar: „Það lögðu margir góðir Ijósmynd- arar mér lið," segir Hanna Maja. „Þeirra á meðal voru Sigurður Þor- geirsson í Effect, Árni Sæberg, Frið- þjófur Helgason og Páll Stefánsson. Á því eina ári sem leið frá því ég kom heim þangað til ég fór út með möppuna vann ég hjá mömmu, Bryndísi Friöþjófsdóttur, í snyrti- vöruversluninni hennar, Nönu, svo í nokkra mánuði í versluninni Gallerí og loks hjá Securitas." Útþráin blundaði áfram í Hönnu Maju og hún hafði samband við for- mann Islendingafélagsins í Sydney í Ástralíu: „Mig langaði mikið að komast í vinnu í Adelaide, sem er nokkurs konar Mini-Hollywood Ástralíu, og formaður Islendingafé- lagsins bauð mér að búa í tveggja herbergja húsvagni úti í garði hjá sér. Það hefði allt gengið upp, hefði ég bara ekki verið svona ástfangin af þáverandi kærasta mínum! Hann vildi ekki fara út, ég vildi ekki vera hér, þangað til einn morguninn að ég las í Morgunblaðinu að ný sjón- varpsstöð væri að hefja útsending- ar. Ég hugsaði með mér að þá hlyti að vanta sminku og sótti um. Dag- inn sem ég var kölluð í viðtal var ég að vinna hjá Securitas og gekk um með talstöð! Ég veit ekki hvort hún hafði úrslitaþýðingu, en að minnsta kosti hlaut ég starfið sem fleiri tugir förðunarfræðinga höfðu sótt um.“ Hún segir fyrstu vikurnar á Stöð 2 hafa verið einstakar: „Þá var Stöð 2 eins og lítið fjölskyldufyrirtæki. Við vorum fá í vinnu og ég var reyndar eins og einkaritari Jóns Óttars á þessum fyrstu dögum. Aftur nýttist námið úr Einkaritaraskólanum þvi ég vélritaði bréf, s varaði í símann og þýddi milli þess sem ég sminkaði. Við unnum nótt sem nýtan dag og vorum eins og sam heldin fjölsky Ida. Núna er Stöð 2 í þremur húsum og er orðin að bákni. Þetta hefur allt undið svo upp á sig á þessum þrem- ur árum. En þessi tími hefur verið ótrúlega skemmtilegur og gefandi og á Stöðinni er úrvalslið af yndis- legu fólki." Hún neitar því að sminkur kunni misvel við þá sem verið er að sminka en viðurkennir síðan að hún eigi ákveðin eftirlæti hvað starfinu viðkemur: „Palli Magg og Vala eru sérlega ljúf og það sama gildir um Bubba Morthens. En fáir eru eins þreytandi og fréttamenn sem eru í símanum að Ijúka við frétt einmitt þegar ég er að sminka þá! Þá fyrst get ég orðið pirruð ...!!! Stjórn- málamennirnir eru hins vegar nán- ast undantekningarlaust mjög auð- veldir og gott að eiga við þá.“ Meðal þess sem Hanna Maja hefur starfað

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.