Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. febr. 1990 IPRESSU MOLAR I yrir skömmu opnaöi Baldur Brjánsson fasteignasölu í miðbæn- um. Baldur er kannski kunnastur sem töframaður en um nokkurt skeið sá hann um rekstur Hótels Borgar fyrir Ólaf Laufdal. í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins er birt auglýsing frá fyrirtæki Baldurs, Fyr- irtækjamiðstöðinni hf., þar sem meðal annarra fyrirtækja er auglýst til sölu útvarpsstöð. Margir lögðu saman tvo og tvo og þóttust vissir um að Baldur væri enn í vinnu hjá Ólafi Laufdal og útvarpsstöðin væri Aðalstöðin. Þær getgátur munu þó ekki réttar. Við heyrum að umrædd útvarpsstöð sé hluti Sigurðar Garðarssonar í útvarpsstöðinni Effemm, en eins og menn muna hefur Sigurður verið afkastamikill í kaupum og sölu á ýmsum fyrirtækj- um í borginni, til dæmis Hressing- arskálanum og Ferðamiðstöð- inni Veröld ... ■ apríl eða maí verður úthlutað á þriðja hundrað íbúðum i verka- mannabústöðum í Grafarvogi. Út- hlutendur verða að vanda valið því að þegar hafa borist eitt þúsund umsóknir, sem þýðir að þrír til fjór- ir sækja um hverja íbúð ... "m þessar mundir er verið að fjalla um klámkæruna á Stöð 2 í Sakadómi Reykjavíkur, en það hafa fleiri sjónvarpsstöðvar verið kærðar fyrir að bera klám á borð fyrir áhorfendur. Fyrir skömmu voru t.d. tvær stöðvar í Frakklandi sektaðar rækilega af þessum sök- um. Einkastöðin La Cinq varð að borga heilar fimmtíu milljónir fyr- ir að sýna of djarfa mynd klukkan hálffimm um eftirmiðdag. Og önnur stöð varð að greiða fimmtíu og fimm milljónir króna fyrir að sýna fjórum sinnum á skjánum klukkan hálfníu að kvöldi bæði kyn- líf og ofbeldi. Sjónvarpsstöðvarnar voru dæmdar fyrir að hafa brotið lög, sem sett voru til að vernda börn og unglinga. Þeim er hins vegar heimilt að sýna svokallaðar bláar myndir seint á kvöldin, þegar börn eiga að vera sofnuð. Yfirvöld hafa þá afstöðu að fullorðið fólk geti sjálft valið og hafnað slíku sjón- varpsefni.. . ■ vikunni hringdi Halldór Jóns- son og kvartaði undan þjónustunni í bílaumboðinu hjá Ingvari Helga- syni. Halidór vantaði kúplingsdisk í bíl sinn sem er af gerðinni Datsun Nissan. Ódýrasti kúplingsdiskurinn sem Halldór gat fengið annars stað- ar kostaði 1.800 krónur, en í umboð- inu kostaði varahluturinn 3.200 krónur. Umræddur bíll er fluttur inn not- aður frá Ameríku og til þess að losna við að rífa hann í sundur þurfti varahlutanúmer framleiðanda. Halldór hringdi þá í umboðið hjá Ingvari Helgasyni. Að sögn Halldórs var honum neitað um varahluta- númerið, auk þess sem starfsmað- ur umboðsins hafi verið hinn dóna- legasti og skellt að lokum á Halldór. Pressan fékk staðfest hjá Ingvari Helgasyni að þeir gæfu aldrei upp varahlutanúmer. Guðjón Björns- son í umboðinu vildi ekki fallast á að þetta væri slæm þjónusta, en hélt því fram að aðrar nákvæmar upp- lýsingar um bílinn dygðu yfirleitt til þess að hægt væri að kaupa í hann hluti á öruggari hátt. Þar við bætist að Ingvar Helgason hefur ekki áhuga á að bianda sér inn í vara- hlutasölu þriðja aðila. Hann kann- aðist við tiltekið mál, sagði mann- inn hafa verið æstan, en neitar því að starfsmaður umboðsins hafi komið dónalega fram ... t veir strákar sem brugðu sér út úr bíl sínum við Hafnarhúsið til að pissa sl. mánudagskvöld, um sama leyti og Víkingasveitin lagði til at- lögu við byssumanninn eins og frægt er orðið, urðu heldur betur fyrir barðinu á vöskum Víkinga- sveitarmönnum. Var þeim stillt upp við bílinn með hendur á þaki að am- erískum-'sið, þreifað á þeim hátt og lágt og bíllinn fínkembdur í leit að skotvopnum. Að því loknu fengu þeir að aka brott, reynslunni rík- A.HANSEN • VEITINGAHÚSIÐ í FIRÐINUM • A.HANSEN • RÓMAÐ FYRIR VEITINGAR Veitingahúsið í Firðinum .. .nœrenþiggnmar! í febrúar og mars bjóðum við spennandi máltíð á aðeins 795 kr. Val eftir vild. Forréttur • Súpa dagsins. • Reyktur lax með eggjahrœru. Aðalréttur • Omeletta með þremur mismunandi fyllingum. • Pasta Fortelini með sveppum, skinku og fleski. • Soðinn saltfiskur með spínatsósu. • Vínarsnitsel með pönnusteiktum kartöflum. Kaffi í dag er ekki meira mál að skella sér suður í Fjörð í A.HANSEN úr miðbæ Reykjavíkur en upp í Breiðholt eða Árbæ. MiHUÐA VEITINGAHÚS í rúmgóðum og vinalegum veitingcisal á neðri hæð leggjum við metnað okkar í lipra og þægilega þjónustu á öllum veitingum. í nýjum sérréttaseðli er að finna ótal céd< jK dad'ti spennandi og girnilega rétti. Salirmr a efn hæðinm eru tilvaldir fyrir smærri og stærri kaffi- og matarfundi, hádegisklíkur í leit að næði og árshátíðir klúbba og félaga F&GMENNSKAÍ Nú þegar fermingarnar nálgast, er rétt að hafa í huga fjölbreytta veislu- þjónustu okkar í húsinu og utan þess. HELGARTILBOÐ • Reykþurrkuð gæsabringa með Waldorfsalati. • Kjötseyði „Julienne“. • Sítrónu sorbet. • Turnbauti með sveppum og bakaðri kartöflu. • /s JUelba“. Verð samtals 2.450 kr. M ©AGSINS ÖNN Það er heitt á könnunni allan daginn og kakóið okkar yljar ekki síður en kaffið. A.HANSEN Vesturgötu 4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 LÍF OG FJÖR „Pöbbinn“ á efri hæðinni er vinsæll samkomustaður á hverju kvöldi. Frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds er sprelllifandi tónlist og stemningin ólýsanleg! A.HANSEN • NOTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN • ALHLIÐA VEITINGAHÚS • A.HANSEN er þjónusta sem gerir fjármálastjórum, gjaldkerum og landsbankans sendimönnum fyrirtéekja lífið léttara. Með þvi að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs- ingar fást í bæklingi sem liggur frammi í næsta Landsbanka. 1 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.