Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 17
f'í'P r * 4 >' r i r .* » .1 < fr » i Í4 <Jr Fimmtudagur 1. febr. 1990 17 IPRESSU MOLAR I leikarar í Þjóðleikhúsinu sýna í Háskólabíói eftir að leikhúsinu verður lokað vegna lagfæringa. Sýningar í bíóinu hefjast í mars og þar verður meðal annars frumsýnd revía eftir Spaugstofuna. í febrú- ar verða tvö leikverk frumsýnd. Hið fyrra er Endurbyggingin eftir Václav Havei og hið síðara Stefnu- mót. Það er samsett úr mörgum stuttum leikritum eftir nútímahöf- unda. Leikþættirnir fjalla um leik- hús og í þeim spreyta sig stjörnur Þjóðleikhússins síðustu 40 árin und- ir stjórn ungra leikstjóra. Gert er ráð fyrir átta leiksýningum á Endur- byggingunni, en aðeins þremur á Stefnumóti. . . "ppi eru áform um að stofna Samskiptamiðstöð heyrnar- lausra og er málið til athugunar hjá ráðuneytum félagsmála, menntamála og heilbrigðismála. Hugmyndin er sú, að þar verði kennt táknmál og túlkar þjálfaðir. Fólk á síðan að geta leitað til mið- stöðvarinnar til að fá táknmálstúlk sér til aðstoðar í lengri eða skemmri tíma og einnig verður félagsráðgjafi í starfi þar, ef hugmyndir þessar verða að veruleika. Þar að auki eru í deiglunni áætlanir um að setja á stofn textasímamiðstöð, sem auð- veldaði heyrnarlausum að ná sam- bandi við almenna síma og heyr- andi fólki að ná tali af heyrnarlaus- 'ftir rúma viku, laugardaginn 10. febrúar, verður frumsýning á nýrri dagskrá í Sjallanum á Akur- eyri. Aðdáendur Pálma Gunnars- sonar geta strax byrjað að bóka sig því í Sjallanum verður dagskráin helguð Pálma og verkum hans. Hljómsveitin sem leikur undir hjá Pálma verður að mestu skipuð gömlu Mannakornunum og með honum munu m.a. syngja Erna Gunnarsdóttir og Ellen Krist- jánsdóttir, sem báðar hafa oft sungið með Pálma. Kynnir á þessu kvöldi og væntanlega öðrum verð- ur fréttamaðurinn Ernir Rúnarsson . . Sigmundur t I ekin hefur verið um það ákvörðun í menntamálaráðuneyt- inu að leggja í haust niður fram- haldsdeildina í Heyrnleysingja- skólanum. Þetta þýðir að á næsta skólaári fara heyrnarlausir ungling- ar í „venjulega" skóla og þá þurfa þeir aðstoð túlka, en nú þegar er boðið upp á túlkaþjónustu í Iðn- skólanum og Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Það er því Ijóst að þjálfa þarf í snarheitum nokkra táknmálstúlka fyrir haustið og verið er að vinna að undirbúningi þess átaks um þessar mundir . . . S&I L&'f Op'1' itK' HÍWSHi UPPLVSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ...... Kraftmikil Bylgja í hlustenda- könnun Sterk staða Bylgjunnar sem auglýsingamiðils kemur enn í ljós í könnun Gallup íyrir íslenska útvarpsfélagið í janúar síðastliðnum: 1. Mest hlustað á Bylgjuna á vinnutíma Bylgjan hefur mesta hlustun allra útvarpsstöðva frá kl. 9-12 og 13-17. 2. Vinsælt fólk á Bylgjunni Af þremur vinsælustu útvarpsmönnunum starfa tveir á Bylgjunni, þau Páll Þorsteinsson og Valdís Gunnarsdóttir. 3. Meðalaldur hlustenda Bylgjunnar er 33 ár Meðalaldur hlustenda Rásar 2 er 42 ár og á Rás 1 er hann 49 ár. Þrátt fyrir að Bylgjan njóti ekki tekna frá ríkinu í formi áskriftargjalda er sterk staða hennar ótvíræð. Bylgjan er frjálst útvarp. SPÓRT4x4 I \ '\ Ódýrasti alvörujeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vegakerfi búa yfir. Veldu þann kost sem kostar minna! ^ ^.BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HE jl S0g8Ks Ármúla 13 - 108 Reykjavík - S* 681200 . *** Verð frá kr. 655.000,-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.