Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 1. febr. 1990 27 Stöð 2 kl. 00.05 FIMMTUDAGUR 1. febrúar Stöö 2 kl. 21.50 SAGA KLAUS BARBIE**** (Hotel Terminus) Sjónvarpsmynd frá 1987 Leikstjóri: Marcel Ophuls Þetta er aldeilis frábær heimilda- mynd um hinn illræmda nasista Klaus Barbie, sem flúði til Bólivíu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en var síðan framseldur til Frakklands þar sem réttarhöld fóru fram yfir honum. Meðal annars eru í mynd- inni mörg viðtöl við fólk, sem þekkti Barbie vel. Sem sagt mjög athyglis- verð sjónvarpsmynd (fyrsti þáttur af þremur!) fyrir þá, sem ekki hafa þegar fengið sig fullsadda af umfjöll- un um ógnir heimsstyrjaldarinnar. Stöð 2 kl. 23.45 SUMARSKÓUNN*H (Summer School) Bandarísk bíómynd frá 1987 Leikstjóri: Carl Reiner Aöalleikarar: Mark Harmon og Kristie Alley Þessi er í skárri kantinum af gaman- og unglingamynd að vera. Hún fjall- ar um afar óhefðbundinn kennara, sem sumar nokkurt fær það verk- efni að kenna hópi vandræðaungl- inga. Maðurinn er raunar íþrótta- kennari, en kennslugreinin er enska, svo það gengur á ýmsu. En leikurinn er góður og það má vel hlæja af og til. FÖSTUDAGUR 2. febrúar Stöð 2 kl. 22.00 MED GRASID í SKÓNUM** (Shakedown on the Sunset Strip) Sjónvarpsmynd frá 1988 Leikstjóri: Walter Grauman Aöalleikarar: Perry King, Season Hubley, Joan Van Ark Miðlungsgóð sjónvarpsmynd (svona la-la, eins og sagt er), sem gerist á fimmta áratug aldarinnar. Hún fjall- ar um löggu í Los Angeles, sem eltist við alræmda gleðikonu — þ.e.a.s. í nafni laganna. Það gengur þó ekki jafnauðveldlega fyrir sig og ætla mætti. Sjónvarpið kl. 22.25 LAUKAKURINN*** (The Onion Field) Bandarísk bíómynd frá 1979 Leikstjóri: Harold Becker Adalhlutverk: John Savage, James Woods og Franklyn Seales Þessi hjartnæma mynd er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um lögreglumann, sem þolir ekki álagið við að verða vitni að morði félaga síns. John Savage leikur stór- vel, eins og venjulega, og það gera einnig aðrir leikarar myndarinnar. Þetta er bíómynd, sem stendur fylli- lega fyrir sínu. EKKIER ALLT GULL SEM GLÓIR*14 (Rhinestone) Bandarísk mynd frá 1984 Leikstjóri: Bob Clark Adalleikarar: Sylvester Stallone og Dolly fíarton Kannski erum við fullrausnarleg í stjörnugjöfinni, því það er hægt að gera ýmislegt betra við tímann en eyða honum í þessa mynd. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli sá, að sveitasöngkonan hún Dolly ætlar að gera söngvara úr leigubílstjóra, sem leikinn er af Sylvester Stallone (öðru nafni Rocky l, II, og svo fram- vegis ...). Það þarf ekki að orð- lengja meira um þessa. LAUGARDAGUR 3. febrúar Stöð 2 kl. 21.20 SKÆRUÓS B0RGARINNAR*** (Bright Lights, Big City) Bandarísk bíómynd frá 1988 Leikstjóri: James Bridges Aöalleikarar: Michael J. Fox, Kiefer Sutherland Mynd byggð á frægri sögu eftir Jay Mclnerney með hinn þekkta Micha- el Fox í aðalhlutverki. Hann leikur rithöfund, sem á í mesta basli með sjálfan sig og lífið almennt og lendir á villigötum vímuefna í New York. Fox leikur þokkalega og það sama má segja um flesta aðra, sem þarna koma við sögu. Það er hins vegar erfitt að breyta þessari frásögn í mynd, enda er hún eftirbátur bókar- innar. Sjónvarpið kl. 22.10 FÓSTRAR** (Isac Littlefeathers) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1987 Leikstjófi: Les Rose Aöalleikarar: Will Korbut, Scott Highlands, Lou Jacobi Sjónvarpsmynd þessi er um kaup- manninn (og fyrrverandi töfra- manninn) Abe Kapp, sem dag einn finnur strák á tröppunum hjá sér. Abe, sem er gyðingur, tekur dreng- inn að sér, en sex árum síðar lenda þeir í vanda af trúarlegum rótum. Þegar neyðin er stærst birtist hins vegar ákveðin útgönguleið fyrir þá —þe^i.s. hinn raunverulegi faðir drengsins. Stöð 2 kl. 23D5 DUFLAÐVIÐ DEMANTA*** (Etovan Harrowhousa) Bresk bíómynd frá 1974 Leikstjóri: Aram Avakian Aöalleikarar: Charles Grodin, Trevor Howard, John Gielgud, James Mason, Candice Bergen Þessi er góð, enda fara margir frá- bærir leikarar með hlutverk í þess- ari spennumynd. James Mason, John Gielgud og Trevor Howard bregðast auðvitað ekki fremur en fyrri daginn. Kvikmyndin fjallar annars um mikið demantarán í London. Sjónvarpið kl. 23.45 UPPGJÖR** (Afskedens time) Dönsk bíómynd frá 1973 Leikstjóri: fíer Holst Aöalleikarar: Bibi Anderson og Ove Sprogee Ein dönsk til tilbreytingar, en þó ekki blá, ef einhver skyldi hafa gert sér gyllivonir. f myndinni eru þó raunar atriði, sem alls ekki eru við hæfi barna, en ekki „þannig" atriði! Þetta er spennumynd með óhugn- aðarívafi, þar sem beittur hnífur spilar stóra rullu. Hvað sem um myndina má segja er að minnsta kosti tilbreyting að sjá efni frá Dan- mörku í því flóði af engilsaxnesku efni, sem annars er allsráðandi í ís- lensku sjónvarpi. Stöö 2 kl. 00.45 VINARGREÐI** (Raw Deal) Bandarísk mynd frá 1986 Leikstjóri: John Irvin Aöalleikarar: Arnold Schwarzenegger, Kathryn Harrold Það er ekki mikið varið í þessa mynd, sem fjallar um fyrrverandi löggu, sem kemur gömlum vini sín- um til aðstoðar þegar uppræta þarf starfsemi glæpaflokks í Chicago. Það örlar á gamansemi í myndinni, en það nægir ekki til að halda henni uppi. Stöð 2 kl. 02.20 SVIKIN*** (Intimate Betrayal) Bandarísk mynd frá 1987. Leikstjóri: Robert Lewis Aöalleikarar: James Brolin, Melody Anderson, fíamela Bellwood Þrælgóð afþreyingarmynd fyrir þá, sem hafa ekkert á móti dálítilli spennu. Hún fjallar um fyrirmynd- arhjónaband, en þegar karlinn „deyr“ kemur í ljós að hann var í rauninni alls enginn fyrirmyndar- eiginmaður. Ýmislegt gruggugt kemur í ljós og allan tímann er hinn „látni" á næstu grösum. SUNNUDAGUR 4. febrúar Sjónvarpið kl. 21.55 SÖNGUR NÆTURGALANS**** (And a Nightingale Sang) Bresk sjónvarpsmynd Leikstjóri: Robert Knights Aöalleikarar: Phyllis Logan, Tom Watt, Joan Plowright Bresk mynd með gamansömu ívafi, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um fjölskyldu nokkra í Newcastle á Norður-Englandi. Mamman hefur áhyggjur af því að j kirkjan verði fyrir loftárás, pabb- inn gerist kommúnisti og dæturnar kynnast jafnt jákvæðum og nei- kvæðum hliðum ástarinnar. Leikar- arnir eru frábærir, td. Joan Plow- right, ekkja Sir Lawrence Olivier, og við mælum eindregið með því að þið ljúkið helginni með því að horfa á þessa sjónvarpsmynd. FEinK'fi eftir Mike Atkmson HVEKJCöMST f 015X1WKJ ME0 REKJ o BRALhÞIW ? TIL VARNAR? UK t>A£> BKKl f>Ú?\ BKl- rAfCTU,TIUir 4JÝ4-P S&SIR&U ). TIL FJÓRTÁkJ FYKKÍ / PÓMA SEW É(ó HEF ywi OTI&.'I SBKVR ' dagbókin hennar Ég kemst ekki yfir hvað lífið er ógeðsiega óréttlátt. Ef það er Guð, sem stjórnar þessu öllu saman, finnst mér meira en lítið duló hvað hann er eiginlega að hugsa... Mamma hennar Siggu í næsta húsi dó sko barasta um helgina, . hvorki meira né minna! Ég næstum lamaðist, þegar hún kom og sagði mér það (þ.e.a.s. Sigga, auðvitað), og varð eins og milljón aumingjar (þ.e.a.s. ég). Ég meina, hvað í ósköp- unum getur maður sagt, þegar vin- kona manns segir manni hágrátandi að mamma hennar sé dáin upp úr þurru. Þetta var ólýsanlega erfitt, þvi hún henti sér grátbólgin í fangið á mér og ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Og ekki gat ég sagt nokkurn skapaðan hlut til að láta henni líða betur. Þegar mamma manns er dáin þýðir ekkert að vera með röfl um að ástandið lagist eða svoleiðis. Sem betur fer kom mamma heim og tók að sér að halda utan um Siggu og reyna að segja eitthvað ró- andi, en það reddaði náttúrulega engu. Grey stelpan var alveg óð í að vita hvar mamma hennar væri nið- urkomin fyrst hún væri ekki lengur hérna á jörðinni og það er ógeðsleg- 'ur vandi að svara þannig spurning- um, þegar maður hefur ekki sjálfur prufað að deyja. Sigga var samt heppin að lenda á mömmu, því hún er ein af þeim sem eru alveg klárir á því hvað verður um mann eftir dauðann, þó hún viti ekkert um málið af eigin reynslu. (Sem betur fer, 7-9-13 og allt það!) Hún er svona spíritisti og segir að maður verði áfram nákvæmlega eins týpa á himnum nema bara með gegnsæjan líkama. Það róaði Siggu heilmikið, enda er mamma alltaf sjúklega sannfærandi, og eftir smástund gat hún farið heim til sín aftur. Ég er hins vegar ekki jafnauðtrúa og Sigga og mér finnst ansi skrítið að Guð hafi haft meiri þörf fyrir mömmu hennar en fimm manna fjölskylda, sem núna er orðin gjör- samlega kvenmannslaus — fyrir ut- an Siggu. En hún kann ekkert að elda hrygg og búa til brúna sósu og allskonar, sem húsmæður gera. Það eina, sem Sigga kann að búa til, er grillað brauð með skinku og osti og ekki geta þrír strákar og einn pabbi lifað á ostabrauði það sem eftir er! Þess vegna er ég hörð á því að það voru engin meira „aðkallandi verk- efni" fyrir mömmu hennar Siggu hjá Guði en hérna í Reykjavík, hvað sem einhverjir spíritistar segja. Þetta er bara eitt allsherjar órétt- læti, eins og þessi heimur almennt. Núna er ég til dæmis algjörlega út- steypt í bólum og hárið á mér fitnar svo ofboðslega að ég þarf að þvo það á hverjum einasta degi. En flest- ar stelpurnar í mínum bekk eru eins og flauel í framan og þurfa ekki að 'þvo sér um hárið nema svona tvisv- ar í viku. Er eitthvert réttlæti í því eða hvað?! Samt er það kannski smámál mið- að við að missa mömmu sína, eins og Sigga, áður en hún er einu sinni búin að kenna einhverjum öðrum í fjölskyldunni á þvottavélina og þurrkarann. Vonandi var hún samt ekki búin að henda leiðbeiningun- um. Það væri sko bömmer...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.