Pressan - 01.02.1990, Síða 4
4
Fimmtudagur 1. febr. 1990
litilræði
af dreifbýlispólitii
Aö hugsa sér.
Það eru ekki nema tæp tvöhundruð ár síðan
fyrstu pólitíin litu dagsins Ijós á íslandi.
Það er svo skrítið hvað maður hugsar lítið útí
hlutina.
Hvort sem þið trúið því eða ekki, góðir háls-
ar, þá var um aldamótin 1800 engin lögregla á
íslandi og hafði aldrei verið.
Það var ekki fyrr en árið 1803, þegar Reykja-
vík var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi
með konungsúrskurði, að skipaðir voru tveir
lögregluþjónar hér og báðir danskir.
Þetta var, skilst mér, útaf einhverju pexi milli
Ólafs Stephensens stiftamtmanns og Ludvigs
Erichsens amtmanns í Vesturamti og taldi sá
síðarnefndi að Ólafi tækist ekki með nokkru
móti að halda uppi lögum og reglu í Reykjavík.
Þar logaði allt í innbrotum, óreiðu og fylliríi.
Það var fyrsta verk þessara fyrstu lögreglu-
þjóna að beita sér fyrir því að stofnaðir voru
tveir klúbbar, annar fyrir betri borgara og hinn
fyrir menn af lægri stigum, og komst við þetta
sæmileg regla á óregluna í Reykjavík, sem
jókst að sjálfsögðu til muna við þessi umsvif
og er haft fyrir satt að þessir tveir fyrstu lög-
regluþjónar hafi valdið hinu mesta fjaðrafoki í
Reykjavík þarna rétt eftir aldamótin 1800.
Manni kemur þetta svona í hug þessa dag-
ana þegar ekkert lát er á æsifréttum af lög-
regluliði Bolungarvíkur sem einmitt saman-
stendur — einsog frumherjasveitin — af tveim
lögreglumönnum.
Svo mikið kveður að þessari lögreglusveit
um þessar mundir að varla kemst annað að í ís-
lenskri þjóðmálaumræðu.
íslenska þjóðin hefur að vísu löngum látið
lögreglumál í Bolungarvík sig miklu skipta
enda hafa þau stundum þótt í skrautlegra lagi,
en stundum, einsog núna, bregður svo við að
hinn almenni fréttaneytandi hættir að geta
gert sér glögga grein fyrir því um hvað málið
snýst.
Einsog fyrr segir samanstendur lögreglulið
Bolungarvíkur af tveim mönnum og verður
það helst skilið af fréttum að annar sé í leyfi til
vors en hinn í veikindafríi.
Lögreglulið Bolungarvíkur getur, skilst
manni, með engu móti unað því að ísafjarðar-
lögreglan bætist í hópinn, hvorki þeir sem eru
veikir, í fríi, eða við störf.
Yfirvaldið vill hinsvegar að til bráðabirgða
hjálpist Bolungarvíkurlögreglan og ísafjarðar-
lögreglan að við að halda uppi lögum og reglu
í Bolungarvík og á ísafirði. '
Hið harðsnúna lögreglulið Bolungarvíkur vill
ekki una því að ísafjarðarlögreglan hjálpi þeim
að skakka leikinn ef til tíðinda dregur í Bolung-
arvík og síst af öllu vill Bolungarvíkurliðið leyfa
ísfirðingum að „njóta nærveru sinnar", einsog
það er kallað.
Að sögn yfirvaldsins, Péturs Kr. Hafstein, var
hugsunin sú að ísafjarðarlögreglan kæmi til
liðs við Bolungarvíkurlögregluna, eftir að ann-
ar lögregluþjónninn í Bolungarvík væri kominn
í veikindafrí og hinn í orlof, en þessu vilja Bol-
víkingar ekki una og skutu á borgarafundi og
samþykktu að mótmæla harðlega.
Á yfirvaldinu er helst að skilja að honum
hefði þótt æskilegt að stofna til samvinnu milli
lögregluliðs ísafjarðar og lögregluliðs Bolung-
arvíkur, sem er annarsvegar í orlofi og hinsveg-
ar í veikindafríi, en þessu vilja Bolvíkingar ekki
una af ótta við að samvinna þessi gæti breyst
í „samruna" einsog það er kallað.
Mér skilst að vinnutilhögun á lögreglustöð-
inni í Bolungarvík sé sú, að jafnan sé þar helm-
ingur lögregluliðsins á vakt í einu, en þegar
annar lögreglumaðurinn er kominn í veikinda-
frí verður allt lögregluliðið á vakt, þ.e.a.s. þegar
vakt er staðin.
Þegar hinsvegar svo er komið að annar
helmingur lögregluliðsins er í veikindafríi og
hinn helmingurinn í orlofi munu vaktirfalla nið-
ur.
Og þarmeð eru úr sögunni skilyrði Bolvík-
inga til að láta öllum illum látum og brjóta lög
og reglur, því enginn verður til að hafa hendur
í hári þeirra, passa þá, færa þá í járn og leiða
þeim fyrir sjónir muninn á réttu og röngu.
Og öll íslenska þjóðin stendur á öndinni útaf
þessu stórmáli sem vafalaust verður ekki hægt
að leysa nema með handafli.
Er það ekki með ólíkindum hvað tveir lög-
gæslumenn geta valdið miklum taugatitringi
meðal þjóðarinnar?
En það er víðar óöld í lögreglumálum en í
Bolungarvík.
í Stykkishólmi er vinnueftirlitið búið að reka
löggæslumennina útaf lögreglustöðinni vegna
ófullnægjandi vinnuskilyrða.
Nú hefur lögreglan í Stykkishólmi fimm fer-
metra til umráða og símsvara sem tekur skila-
boð ef um nauðgun, morð eða íkveikju er að
ræða.
Eins er hægt að hringja til Grundarfjarðar ef
lífi manns er ógnað.
En ef marka má fjölmiðla þá eru „margar
hendur á lofti að leysa málin".
Síðasta sem fréttist var að lögreglunni hefði
verið boðið að athafna sig á tannlæknastof-
unni í Stykkishólm en að hollustuháttum þar
hefði verið svo ábótavant að af heilsufars-
ástæðum þætti stórvarasamt að vista, á téðri
tannlæknastofu, „kunningja lögreglunnar" að
ekki sé nú talað um sjálfa löggæslumennina.
Talið er að lífi og heilsu lögreglumanna í
Stykkishólmi yrði ógnað stórlega ef þeir þyrftu
að rækja störf sín undir sama þaki og tann-
læknirinn.
Aðbúnaður þar og hollustuhættir eru í engu
samræmi við þær kröfur sem gerðar eru þegar
verið er að halda uppi lögum og reglu vesturá
Snæfellsnesi.
Sannleikurinn er sá að vinnuskilyrði lögregl-
unnar eru víða með þeim hætti að ekki er
nema von að þeir sem eru til handfjötlunar nef-
brotni stundum í misgripum og að illa fari þeg-
argleymistaðfæra menn úrjökkunum áðuren
þeir eru brotnir saman.
En verðir laganna geta huggað sig við það
að hið alsjáandi auga fjölmiðlanna fylgist
grannt með þeim stórtíðindum sem í nærri
tvær aldir hafa fylgt íslenskum löggæslu-
mönnum.
Og eitt er víst.
Því verður ekki unað að íslensk dreifbýlis-
pólití fái ekki að njóta þess réttlætis sem þeir
boða öðrum.
NV/fí B/LAfí A HAGSTÆÐU VERÐ1
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN
BÍLALEIGAN
»Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
> FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
> 5—12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)
& GEY5IR
sfnti: 688S88
Suðurlartdsbrau116, Reykjavík,
gengið inn frá Vegmúla.