Pressan - 01.02.1990, Page 5
5
• ' •
Fimmtudagur 1. febr. 1990
Eigandi gjaldþrota fyrirtækis grœðir milljónir á lóðaúthlutun — án áhœttu:
LÖGLEGT LÖDABRASK
A krepputimum hljóta þetta að teljast
óbatasöm viðskipti. Verktakar stoffna
fyrirtæki með lógmarksstofnfé og fá
tveimur mánuðum siðar úthlutað eftir-
sóttri lóð undir f jölbýlishús i Grafarvogi.
Þeir hafa sjálfir ekki bolmagn til að nýta
lóðina og fá þvi annað verktakafyrirtæki
til þess — en hirða sjálfir hluta ágóðans.
Aðrar tegundir lóðabrasks eru bannaðar
á jörðum sem borgin úthlutar, en þarna
hafa útsjónarsamir kaupsýslumenn
krækt sér i milljónir króna án nokkurrar
eigin áhættu.
EFTIR ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR - MYNDIR EINAR ÓLASON
1 1 ) j
J
Byggingarfyrirtækið Geithamrar
hf. var stofnað þann 23. júní 1988.
Stofnfé var 100 þúsund krónur og
aðaleigandi var Sveinn Úlfarsson,
einn af eigendum fyrirtækisins BOR
hf., byggingar og ráðgjöf. Tæpum
tveimur mánuðum eftir að Geit-
hamrar voru stofnaðir, nánar tiltek-
ið þann 16. ágúst, var byggingarfyr-
irtækinu úthlutað lóðinni Veghús-
um 21—25 í Grafarvogi. Gatnagerð-
argjöldin voru rúmlega þrjár millj-
ónir. í janúar 1989 fór BOR hf. fram
á gjaldþrotaskipti.
Skuldar millgónir
vegna söluskatts
Það vekur athygli að nýstofnað
byggingarfyrirtæki eins og Geit-
hamrar skuli strax fá úthlutað stórri
lóð í Grafarvogi, einkum þar sem
hlutafé fyrirtækisins var aðeins 100
þúsund krónur og aðaleigandi átti
annað fyrirtæki sem var nærri
gjaldþroti og skuldaði milljónir til
hins opinbera, meðal annars vegna
söluskatts samkvæmt upplýsingum
frá borgarfógeta.
Það vekur enn frekar athygli að
fyrirtækið Geithamrar hf. sér ekki
sjálft um byggingarframkvæmdir í
Veghúsum, heldur gerir byggingar-
samning við Magnús Kristinsson
verktaka. Magnús sér um að byggja
íbúðirnar og selja þær, en Geithamr-
ar hf. fá hluta söluágóðans. Sam-
kvæmt upplýsingum fasteignasöl-
unnar sem sér um þessi viðskipti
skipta menn eingöngu við Magnús
þó skráðir eigendur lóðarinnar séu
aðrir.
Engin óhætta —
bara gróði
Þetta þýðir í raun að eigendur
Geithamra hf. fá úthlutað lóð, láta
aðra byggja fyrir sig og taka enga
áhættu, en hirða svo hluta ágóðans
af íbúðasölunni. Hér er alls um 24
íbúðir að ræða og samkvæmt upp-
lýsingum fasteignasölunnar sem
selur þessar íbúðir er þegar búið að
selja flestar íbúðanna, sem verða til-
búnar í mars.
Samkvæmt reglum við lóðaút-
hlutun er óheimilt að selja bygging-
arrétt á lóðum Reykjavíkurborgar
eða selja húseign fyrr en hún er fok-
held. Því væri ólöglegt í tilvikum
sem þessu að selja undirverktaka
lóðina. Kerfið býður hins vegar upp
á misnotkun þar sem byggingarlóð-
ir sem þessi eru eftirsóttar og færri
fá en sækja um. Því geta lóðarhafar
samið við verktaka um að byggja og
taka á sig alla áhættu af því og hirt
hluta gróðans.
Sveinn Úlfarsson, aðaleigandi
Geithamra hf., segir þetta fyrir-
komulag mjög algengt, en vill þó
ekki nefna önnur dæmi. „Ef við-
komandi undirverktaki sér sér fært
að byggja með þessum skilmálum,
þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu.”
Sveinn segir að við lóðaúthlutun
hafi ekki verið komið á hreint
hvernig að byggingu yrði staðið og
aðstandendur Geithamra hafi velt
því fyrir sér hvort þeir hefðu bol-
magn til að byggja. Síðan var ákveð-
ið að fara þessa leið. Að sögn Sveins
hafa Geithamrar ekki staðið í öðr-
um byggingarframkvæmdum, en
fyrirtækið keypti hins vegar veit-
ingahúsið Sælkerann og rekur hann
nú.
„Ekki alvöru
verktakafyrirtæki"
Gunnar Birgisson, formaður Verk-
takasambands íslands, kannast ekki
við að þetta fyrirkomulag sé al-
gengt og telur þetta óeðlilegt, enda
sé hér um brask að ræða. Fram-
kvæmdastjóri verktakasambands-
ins, Pálmi Kristinsson, segist ekki
kannast við að þetta sé algengt
enda séu nýstofnuð fyrirtæki með
100 þúsund króna hlutafé ekki al-
vöru verktakafyrirtæki. „Ég ætla að
vona að þetta sé ekki algengt. Auð-
vitað er eitthvað um þetta, en það
eru þá aðrir en alvöru verktakafyr-
irtæki." Pálmi telur óeðlilegt af
hálfu borgaryfirvalda að beina út-
hlutunum í þennan farveg. „Það
hlýtur að vekja furðu ef yfirvöld eru
að úthluta hlutfallslega miklu magni
af lóðum til fyrirtækja sem eru rétt
orðin til og til aðila sem eru með
annan rekstur og eru beinltnis í
braski."
Pálmi bendir á að oft geti verið
erfitt fyrir sveitarstjórnir að átta sig
á hve langa lífdaga menn eiga sem
verktakar og segist hafa álitið að
þróun mála við lóðaúthlutanir í
Reykjavík væri hægt og bítandi í
rétta átt á undanförnum árum.
Elcki spurt um
f jórhag við
úthlutun lóða
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
borgarverkfræðings, segir ekki
gengið eftir fjárhagsáætlunum
manna við úthlutun lóða nema ein-
hver vafi leiki á um að menn hafi
fjárhagslegt bolmagn til að byggja.
Ágúst segist engar upplýsingar hafá
um þetta tiltekna mál og vill ekki tjá
sig um það, en bendir á að ekki sé
heimilt að selja byggingarrétt sem
borgarráð hafi úthlutað án sam-
þykkis borgarráðs. Ágúst færðist
undan því að leggja mat á fram-
kvæmd sem þessa og sagði að hún
væri matsatriði og færi eftir því
hvernig á málum væri haldið.
Skipta persónuleg
tengsl móli?
Fastar reglur um lóðaúthlutun
fjölbýlishúsa eru ekki til hjá Reykja-
víkurborg. Þegar umsækjendur eru
margir er þvi matsatriði embættis-
manna og borgarráðs hver hlýtur
lóðina. Aðilar í byggingargeiranum
hafa haldið því fram að persónuleg
tengsl við yfirmenn borgarinnar
væru þar þung á metum.
Sveinn Úlfarsson var spurður að
því hvort hann teldi að tengsl hans
við háttsetta menn hjá Reykjavíkur-
borg hefðu haft áhrif á úthlutun til
hans. Hann svaraði: „ Nei, ég ætla
að vona að það hafi ekkert með það
að gera, enda eru það ekki einstakir
embættismenn sem ákveða það.“
BOR gjaldþrota
— kröfur um
60 milljónir
En hvers vegna var stofnað nýtt
fyrirtæki til þess að sækja um lóð
við Veghús, þegar sami aðili átti hlut
í öðru byggingarfyrirtæki, BOR hf.?
Sveinn segir að eigendur BOR hafi
ekki lengur haft áhuga á að vinna
saman. „Fyrirtækið var komið fjár-
hagslega á hnén og samstarfið var
brostið."
Stuttu eftir téða lóðarúthlutun til
Geithamra hf. fóru eigendur BOR
hf. fram á gjaldþrotaskipti og úr-
skurður um gjaldþrot var kveðinn
upp um mitt sumar 1989. Kröfur í
þrotabúið nema um 60 milljónum
króna. Samkvæmt upplýsingum frá
borgarfógeta eru veð fyrir hluta
skuldanna, en ljóst þykir að pening-
ar fást ekki upp í þessar kröfur.
Stærsti kröfuhafi er tollstjóri með
kröfur upp á 20 milljónir.
Eigendur BOR hf. voru persónu-
lega ábyrgir fyrir einhverjum skuld-
anna samkvæmt upplýsingum frá
borgarfógeta. Með því að fá úthlut-
að lóð og láta undirverktaka um að
byggja á henni má reikna með að
Sveinn Úlfarsson geti aflétt ein-
hverju af þessum ábyrgðum.
Ábyrgð
borgaryfirvalda
Úthlutun lóða fyrir stórhýsi er
hagsmunamál byggingarverktaka.
Á undanförnum árum hefur verið
mikið framboð á byggingarlóðum
hjá Reykjavíkurborg en um góðar
lóðir eru yfirleitt margir umsækj-
endur. Eftir því sem næst verður
komist gilda engar ákveðnar reglur
af hálfu borgarinnar um það hverjir
fái slíkar lóðir heldur er það háð
mati embættismanna og borgarfull-
trúa. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
borgarverkfræðings, staðfesti að
fleiri hefðu sótt um fjölbýlishúsalóð-
ir í Veghúsahverfinu en fengu og
samkvæmt heimildum PRESSUNN-
AR var einn umsækjenda Magnús
Kristinsson, undirverktaki á lóðinni
í Veghúsum 21—25.
Samkvæmt úthlutunarreglum er
sem fyrr segir bannað að selja bygg-
ingarrétt á lóðum fyrr en bygging
þar er fokheld. Það sýnir að lóða-
brask af því tagi sem hér hefur verið
lýst stríðir gegn yfirlýstri stefnu
borgaryfirvalda. Það krefst því
svara af hálfu borgarinnar hvers
vegna embættismenn og borgarfull-
trúar bjóða slíku heim með því að
úthluta góðum byggingarlóðum til
aðila sem ekki hafa bolmagn til að
byggja sjálfir og ganga framhjá öðr-
um byggingarverktökum sem geta
sýnt fram á að þeir geti byggt stór
hús — sjálfir.
ff
EKKI EINS OG
BAfAf^EM1 en
RAÐGERT ER
ff
Davíö Oddsson borgarstjóri um
byggingarframkvœmdir í Veghúsum 21—25
PRESSAN innti Davíð Odda-
son borgarstjóra álits á tilhög-
un byggingarframkvæmda í
Veghúsum 21—25. Hann sagð-
lat ekki kannast við þetta mál
en væri það rétt, þá væri þetta
ekki í samræmi við það sem
borgaryfirvöld gerðu ráð fyrir.
„Slík aðferð er fjarri því að vera
í samræmi við það sem menn gera
ráð fyrir. Ef Sveinn hefur staðfest
slíkt, þá myndi það náttúrulega
um leið leiða til þess að við aðrar
lóðaúthlutanir væri þetta einmitt
atriði sem væri tekíð tillit til þegar
ákveðið er hvort menn fái lóðir á
nýja leik eða ekki.
Framhjá slíkum hlutum getur
borgin reyndar aldrei komist. Það
er nú því miður svo f byggingar-
iðnaði okkar að það gengur upp
og ofan. Fyrirtæki sem hefur gert
einn hlut góðan getur lent í vand-
ræðum í næsta verki.
í sjálfu sér er þetta ekki brot á
neinum reglum, en á hinn bóginn
myndu menn að sjálísögðu líta til
slíkra þátta við framhaldsúthlut-
anir."
Davíð seglst ekki kannast við
önnur tilfelli sem þetta og seg-
ir að borgaryfirvöldum hafi
ekki verið kunnugt um fjár-
hagsaðstæður Sveins Úlfars-
sonar við úthlutun.
„Hann hafði gert hér allmarga
góða hluti, þessi verktaki. Til að
mynda gekk hann frá húsurn við
Skóiavörðustíg og stóð sig vel þar,
þannig að sem slíkum mátti vel
treysta honum til þess. Það var
ekki uppvíst við þessar aðstæður
að hann stæði svo tæpt fjárhags-
lega."
— En hvaða reglur eru um út-
hlutanir?
„Þar fara menn mest eftir því
hvort um er að ræða þokkalega
reynda byggingarmeistara. Þegar
nýir menn eru teknir inn, þá eru
það kannski menn sem hafa staðið
við sitt i minni verkum, En það eru
engar fastmótaðar reglur, það er
ekki hægt að hafa slíkar reglur."
Borgarstjóri seglr fjárhag
byggingarmeistaranna yfir-
leitt ekki skoðaðan, nema við-
„Engar reglur gilda um úthlut-
anir," segir Davíð Oddsson
borgarstjóri.
komandi meistari hafí verið
með verk fyrir borgina sem
hafa farið illa. Ef um er að ræða
verk á vegum borgarinnar, svo
sem brúarbyggingar eða skóla,
þá sé fjárhagurinn skoðaður
þar sem stöðvun á slikum
byggingarframkvæmdum geti
verið mjög óþægileg fyrir
borgina.