Pressan - 01.02.1990, Page 6

Pressan - 01.02.1990, Page 6
6 Fimmtudagur 1. febr. 1990 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgeíandi: Blað hf. Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Ómar Fridriksson Blaóamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Adda Steina Björnsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Ljósmyndari: Einar Ólason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Prófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hiimarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mónuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöiö: 1000 kr. á mánuöi. Verö i lausasolu: 150 kr. eintakiö. Dæmalausir yfirburðir Sjálfstæðisflokksins Skoðanakannanir á fylgi flokkanna sem birst hafa undanfarið sýna í öllum tilvikum geysilega sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar stjórnarsinna um að Sjálfstæðisflokkurinn sé klíkuflokkur, hafi ekki sýnt málefnalega stjórnar- andstöðu og sé ekki hæfur til að taka við stjórn landsins virðast kjósendur á öðru máli. Endurtekn- ar kannanir sýna dæmalausa yfirburði Sjálfstæðis- flokksins. Reynslan sýnir raunar að Sjálfstæðis- flokkurinn fær alltaf meira fylgi í skoðanakönnun- um en kosningum og auk þess nýtur hann þess að vera í stjórnarandstöðu. t»á er greinilegt að per- sónufylgi borgarstjóra dregur mikið fylgi til Sjálf- stæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ættu að draga lærdóm af þessu. Fylgishrun þeirra heldur áfram og ríkisstjórnin nýtur sáralítilla vinsælda sem fyrr. Þrátt fyrir mörg markverð stórmál sem unnin hafa verið í einstökum ráðuneytum skortir ríkisstjórnina þá ímynd að hún sé að vinna bug á erfiðleikum í efnahagsmálum. Meira hefur borið á þvi að ein- stakir ráðherrar verji verk sín í fjölmiðlum en að sá sem á að sjá um samhæfingu innan stjórnarinnar, vera talsmaður hennar út á við og ímyndasmiður, verji verk ríkisstjórnarinnar fyrir kjósendum. Könnun SKÁÍS á fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til að minnihlutaflokkarnir séu á leið með að þurrkast út. Eina raunhæfa leið þeirra út úr ógöng- unum hlýtur að vera sú að sameinast um einn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Fylgi við slíkan lista er mun meira en samanlagt fylgi flokk- anna í dag skv. könnuninni og hlýtur það að teijast góð byrjun fyrir lista sem er ekki til og hefur þ.a.l. ekki sett staf á blað um stefnu og baráttumál. m a||ticIf Pólitísk þankabrot skrifa Birgir Árna- ®^son, aðstoðarmaður viðskipta- og iðn- aðarráðherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéð- insson hagfræðingur. Leyndin er lœvís í þeim pólitísku menningarkimum sem mynduðust eftir '68 var innan um ofstæki, leynd og trúarlegir yfirtónar. „Við gerðutn uppreisn gegn valdsmennskunni, en sátum uppi með það að verja Gúlagið." Þessa játningu er að finna í bók sem nýlega kom út í Noregi og hefur að geyma uppgjör ýmissa fyrr- verandi forystumanna maó- ista viö sína pólitísku fortíð. (m 1 En bok om maoismen i Norge. Ad Notam Forlag.) APK (m 1) varð aldrei ann- að ep dvergflokkur í Noregi en áhrif hans á ungt fólk urðu talsverð og hann náði að stofna Stéttabaráttuna, dag- blað sem lifir enn. Maóistar í Noregi náðu fótfestu í flestum fjöldahreyfingum og létu mikið að sér kveða á áttunda áratugnum. í bókinni er APK m 1 lýst sem lokuðum menningar- kima og vakningarhreyfingu, þar sem miðstjórnin var bæði leyndarráð og sannleiksráðu- neyti. Hún lagði mat á félag- ana, fyrirskipaði þeim að hætta skólagöngu, fara í verkamannavinnu og verja öllum kröftum sínum í stétta- baráttuna. Enginn greinar- munur var gerður á einkalífi og flokkslífi. Að ganga gegn vilja miðstjórnarinnar var tal- ið jafngilda því að snúast gegn óhjákvæmilegri fram- vindu sögunnar. „Flokkurinn var til að byrja með afsprengi beinskeyttrar gegnumlýsing- ar á sovéskri og bandarískri heimsvaldastefnu, en snerist síðan upp í það að vera afrit- ari og málpípa kínverska og albanska kommúnistaflokks- ins,“ segir einn maóistanna norsku. Á uppgangsárum norsku maóistanna var ég við nám í Stokkhólmi. Þetta voru rót- tæknitímar, og allir á leið til vinstri. Það var uppreisn gegn sjálfsánægju og efnis- hyggju sjötta og sjöunda ára- tugarins. Það var stúdenta- uppreisn og uppreisn gegn foreldravaldi. Pælingar í komplexum og frjálsum ást- um heyrðu til kvaðanna í kunningjahópum. Heimsyfir- ráðstefna risaveldanna var tætt í sundur yfir kaffibollum og bjórkrúsum. Og Víetnam- stríðið gerði það að verkum að Bandaríkin voru sett á sama bás og Sovétríkin. Kap- ítalískir heimsvaldasinnar í Bandaríkjunum voru ekki taldir hótinu betri en sósíal- heimsvaldasinnar í Sovét. J öllum stjórnmálahreyfing- um ungliða var uppreisnar- andinn áberandi. Það var á þessum tíma sem hægrisinn- arfóru að láta séf vaxa hár og skegg, þannig að ekki var lengur hægt að gera greinar- mun á hægri og vinstri eftir útganginum einum saman. Jafnvel við, sem þá störfuð- um í ungliðasamtökum sænska miðflokksins, vorum kallaðir Bakkabræðra-marx- istar (Áse Nisse marxister). Sannir íslendingar, sem höfðu fengið heimsmynd sína úr Morgunblaðinu, urðu byltingarsinnar á einni nóttu við lestur Dagens Nyheter, en það er morgunblað frjáls- lyndra í Svíþjóð. Það var dauður maður sem ekki var rauður, meðal annars vegna þess að hið síðarnefnda var lykillinn að inngöngu í félags- skap annarra íslenskra stúd- enta. í Uppsölum ríktu send- iráðstökumenn með upp- skriftir frá Fjórða alþjóða- sambandi trotskýista, og í Gautaborg var íslenskur maóistahópur á norskri þró- unarbraut. Úr Norðursjónum eru mengandi efni allt að fjórum árum á leið til hafsvæðanna við ísland. Hugmyndir stúd- enta erlendis eru álíka lengi að skila sér inn í veruleika stjórnmálanna á íslandi. Trottarar og maóistar létu að sér kveða á íslandi í fyllingu tímans, en brátt snerist allt upp í kenningastagl úr fortíð- inni og innbyrðis rifrildi. Stjórnmálaumræður í þáskii- dagatíð kallaði dr. Örn Ólafs- son þetta birtingarform stéttabaráttunnar. Aðrir stúd- entar héldu heim og gerðu karríer í kerfinu og gömlu flokkunum, eilítið lengra til vinstri eða hægri en ella hefði verið, ef þetta umrót sem kennt er við '68-kynsióð- ina hefði ekki orðið. I þeim pólitísku menning- arkimum sem mynduðust eft- ir '68, hvort sem þeir voru kenndir við trotta, maóista, hippa, homma, kvennabar- áttu eða náttúruvernd, var innan um ofstæki, leynd og trúarlegir yfirtónar. Þessar tilhneigingar hafa fundið sér merkilega útrás á nýliðnum áratug. Táknfræðingurinn Umberto Eco, sem ritaði Nafn rósarinnar, hefur nýverið gef- ið út bók um þessa umhverf- ingu. Pendúll Foucoults heitir hún. Á heimshornafiakki sínu hefur hann verið tíður gestur helstu bókabúða. Það vakti athygli hans að þær hill- ur sem áður voru fullar af bókum róttæklinga og marx- ista eru nú settar bókum um austræn trúarbrögð, dul- hyggju, leynihreyfingar og dulin heimssannindi. Og sama fólkið og áður gleypti í sig byltingarrómantíkina kokgleypir nú bækur um launhelgar og lokaðar dyr. Umberto Eco dregur þessar bókmenntir sundur og sam- an í háði. Hann varar sérstaklega við oftúlkun á samlíkingum, þar sem ekki er gerður greinar- munur á staðreyndum og hugtökum og þar sem slíkum ruglanda er blandað í gömul sannindi og þekkt samhengi til þess að auka á trúverðug- leikann. Með slíkum aðferð- um er hægt að tengja saman óskylda hluti og skapa mikla von, sem aldrei er hægt að rífa upp með rótum vegna þess að hún stendur ekki á neinni rót. „Ég skal segja ykkur að til er leyndarregla, sem teygir arma sína um allan heiminn og hefur efnt til samsæris um að breiða út þann orðróm að í gangi sé alheimssamsæri," segir Casabaun, söguhetjan í hinni nýju bók Ecos, á einum stað, og lýsir tilvitnunin vel afstöðu höfundar til leyndar- reglna á borð við Musteris- riddarana og Rósinkransana. Hún er líka skilaboð til þeirra sem einlægt eru að lesa al- heimssamsæri borgarastétt- ar, komma, heimsvaldasinna eða stórkapítalista úr öllu og engu. - o - o - „Pukrið freistar og opnar möguleika á dulinni valdbeit- ingu,“ svo vitnað sé í jólaleið- ara Þjóðviljans um frelsara kristinna manna „sem ævin- lega talaði einfalt og Ijóst fyr- ir opnum tjöldum". Þegar leyndin er sett í ríkiskerfi verður hún að risaváxinni ófreskju eins og í kommún- istaríkjum Austur-Evrópu. Þegar hún birtist í lokuðum trúfélögum, þar sem ríkir :í raun einræði einstaklings eða fjölskyldu, er hún lífshættu- leg þeim sem lenda í klónum á moonistum, Christian Scientists eða Orðum lífsins. Þegar leyndin hreiðrar um sig í stjórnmáiahreyfingum er lýðræðið í hættu. Mér vitanlega er enginn af núverandi formönnum ís- lenskra stjórnmálaflokka í leyndarhreyfingu af einu eða öðru tagi. Það er skynsam- legt af þeirra hálfu. Það er mikilvægt frá sjónarmiði lýð- ræðisins að stjórnmálasam- tök séu sem gegnsæjust fyrir allan almenning og að pukur skapi ekki jarðveg fyrir póli- tískt óeðli. Afturhvarf til klúbbahugarfars og kynjaað- skilnaðar er tilhneiging sem gerir vart við sig í nútíman- um. Gegn henni á að snúast og íslenskir stjórnmálamenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir fara að ioka að sér dyrum, sem opnaðar voru inn í flokkana á siðasta ára- tug með prófkjörum, opnum landsfundum og upplýsing- um um fjárreiður. Jafnvel lítil skref afturábak eru óheilla- spor. hin pressan „Reifst við eiginkonuna og skundaði til íslands." — Fyrirsögn í DV um óvænta ís- landsheimsókn Alex Higgins heimsmeistara í snóker. „Viö vorum oft þreyttir og minnk- uöum samskiptin til aö fórna ekki okkar gamla vin- skap.‘ — Ragnar Kjartansson, fyrrv. stjórnarformaður í Hafskip, um samstarfið við Björgólf Guð- mundsson, forstjóra Hafskips. (DV- frétt úr Sakadómi.) „Enginn á barinn á Sigló um helgina." — Fyrirsögn i Degi á frétt frá Siglu- firði. „Öldur umróts i A-Evrópu brotna á íslandsströndum/# — Fyrirsögn i Tímanum. „Geturðu nefnt mér einn si- gildan skósmið í Grikklandi til forna?" — Bandariska leikskáldið Arthur Miller aðspurður á ráðstefnu hvort ekki væri jafnsjálfsagt að veita rikis- styrk til skósmiða og til leikrita- skálda. (Morgunblaðsfrétt.) „Vist er að Cela hefði aldrei verið sendur á rithöfundaþing hefði hann verið íslendingur." — Garri Timans um nóbelsverð- launahafann Camillo Jose Cela. „Ég virðist vera vel til þess fallinn að passa peninga fyrir aðra en eignast minna af þeim sjálfur." — Þorvarður Eliasson, sjónvarps- stjóri á Stöð 2, i DV-viðtali. „Mafían er lika hér." — Kristján Jóhannsson óperu- söngvari i Morgunblaðsviðtali. „Ég tek ekki ákvöröun um þaö hvort ég verö í framboöi. Ég gei hins vegar tekiö ákvöröun um hvort ég verö ekki í framboöi.“ — Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi i Nýju helgarblaði. „Bændur frá Selvogi og úr Mosfellssveit sáust á hlaup- um í Svínahrauni í slæmu veðri í gær." - DV-frétt. „Ef ekkert gengur að sofna þá er betra að kveikja Ijosin, fara fram úr og gera eitthvað en reyna aftur og aftur að sofna." — Alþýðublaðið. „Þarna er þjóðarvitleysan og plágan í öllu sínu veldi upp- máluð á svo stóra mynd, aö ekki nokkur lifandi maður sér nándar nærri út fyrir hana." — Jens í Kaldalóni i Morgunblaðs- grein. „Kommúnismi heffur hvergi verið til nema i hugum manna." — Árni Björnsson þjóðháttafræðingur í Þjóðviljanum.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.