Pressan - 01.02.1990, Síða 8
Um nokkurra ára skeiö hefur Halldór Hjálmarsson leigt út
íbúðir og herbergi í húsi sínu á Grenimel 9. Hefur oft komid til
aluarlegs ágreinings á milli leigjenda og húseigandans í þessu
Fimm fyrrverandi leigfendur
telja leigusala á Grenhnel 9 hafa
haft sig að féþúfu. „EÉ þetta er
löglegt eru leigjendur réttlausir
í þessu þjóðfélagi. “
Halldór Hjálmarsson teigusali:
„Fer í einu og öllu eftír lögum.
Hef stórtapað á viðskiptum við
ýmsa leigjendur hér. “
„VORUM BORIN ÚT OG FENGUM
240 ÞÚS. KR. REIKNING##
„SVEKKTUR OG SÁR##
— Júlíus Halldórsson lagöi sitt múl í hendur lögfrœöings
sem rúölagöi honum ad hœtta uiö, þvíhann myndi tapa’
því fyrir dómstólum. Lögin vœru á bandi leigusalans.
„Maður er auðvitað svekktur eg sár, ##
segir Július HaHdórssen námsmaður sem
leigði herbergi með aðgangi að sameig-
inlegu eldhúsi og baði á Grenimel 9 á sið-
asta ári. Þegar hann fór úr húsnæðinu
eftir skamma dvöl fór hann fram á að fá
afhent tryggingarfóð, rúml. 30 þúsund
kr., en Halldór neitaði.
„Ég leigði þarna í gegnum Stúd-
entasamtökin í tvo mánuði í byrjun
síðasta árs,“ segir Júlíus. „Leiguupp-
hæðin var rúmlega 15 þús. á mán-
uði og ég lagði fram rúmlega 30 þús.
kr. sem tryggingu. Ég stóð alltaf í
þeirri trú að ég hefði leigt þarna
herbergi en ekki íbúð enda gat það
vart farið á milli mála. Þegar ég svo
sagði upp skilaði ég lyklunum til
Halldórs sem tók við þeim athuga-
semdalaust. Þá ætlaði ég að krefja
hann um endurgreiðsiu tryggingar-
fjárins en hann neitaði. „Af hverju
varstu þá að taka við lyklunum,
maður?" spurði ég. Hann svaraði
því að hann tæki alltaf við lyklum ef
ibúarnir vildu skila þeim en ég hefði
leigt þarna íbúð en ekki herbergi og
bæri að greiða húsaleigu fyrir þrjá
mánuði. Þetta hafði hann aldrei
nefnt áður og ekkert sagði um það !
í leigusamningnum. Ég hafði auð- i
vitað greitt fyrir einn mánuð en J
hann sagðist skuldajafna trygging-1
argreiðsluna á móti tvennum mán-1
aðargreiðslum sem hann sagði mig
skulda sér.
Ég setti málið í lögfræðing. Sá ráð-
lagði mér að hætta við málaferli
vegna þeirra ákvæða húsaleigulag-
anna sem kveða á um tvo fardaga á
ári. Ég hafði ekki sagt upp miðað
við fardaga. Hins vegar sagðist lög-
fræðingurinn viss um að Halldór
kæmist ekki upp með að túlka þetta
herbergi sem íbúð. Þar að auki segði
í lögum að tryggingargreiðslu leigj-
enda mætti aðeins nota ef báðir að-
ilar samþykktu eða dómur gengi
um greiðsluskyldu. Hvorugt hafði
átt sér stað í þessu tilfelli og Halldóri
því óheimilt að halda eftir trygging-
argreiðslunni. En lögfræðingurinn
sagði mér sumsé að ég myndi þrátt
fyrir þetta tapa málinu vegna
ákvæða laganna um að uppsögn
miðaðist við tvo fardaga á ári og við
það verð ég að sætta mig. Halldór
hafði þarna af mér tryggingarupp-
hæðina sem í dag er eflaust komin
í tæpar 50 þús. kr„ en eins og lögin
eru virðist ég ekkert geta gert og
enginn aðili í kerfinu kemur leigj-
endum til aðstoðar þegar svona at-
vik koma upp,“ segir Júlíus.
— Sigríöur Vilhjálmsdóttir og Baldvin Sigurðsson lentu í harðri rimmu við
húseigandann og enduðu á götunni. Hann hélt eftir tryggingarfénu og
krafði þau um greiðslur vegna ógreiddrar leigu og skemmda sem þau af-
neita.
Hjónin Sigriður Vilhjálmsdóttir og
Baldvin Sigurðsson voru borin með fóg-
etavaldi út úr ibúð sem þau leigðu á
Grenimel 9 i ágúst árið 1988. Það mál
varð að fróttamáli á sinum tima en þau
neituðu að borga Halldóri leigu fyrr en
hann hefði bætt þeim eignatjón sem þau
sögðust hafa orðið fyrir vegna leka.
Halldór taldi það ekki koma húsa-
leigunni við og undir það tók fógeti
sem kvað upp úrskurð um útburð.
Haildór hélt eftir tryggingarfénu og
krafði þau um 24Q þúsund kr. vegna
skemmda og vangoldinnar leigu.
Þau neituðu að greiða reikninginn
og telja sig svikin um tryggingarféð
sem nemur nokkuð á annað hundr-
að þúsund kr.
„Það er liðið V/2 ár síðan þetta
gerðist og engin niðurstaða fengist
því við getum hvergi leitað réttar
okkar,“ segir Sigríður. „Við hjónin
með eitt barn leigðum þessa 49 fer-
metra íbúð á Grenimelnum fyrir
35.500 kr. á mánuði á þágildandi
verðlagi. Tryggingargjaldið sem við
lögðum fram var 95 þúsund kr. og
átti að bæta skemmdir sem kynnu
að verða á húsnæðinu af okkar
völdum. Þegar við höfðum búið
„Ef lögin eru á bandi húseígand-
ans í þessu máli er réttur leigj-
enda nánast enginn í þessu
landi." Hjónin Sigríður og Bald-
vin ásamt barni sínu.
þarna um tíma fórum við að verða
vör við leka og myglan kom í Ijós
undan málningunni á veggjunum.
Við höfðum ítrekað samband við
heilbrigðiseftirlitið sem sagðist hafa
fengið kvartanir frá öðrum leigjend-
um vegna þessa húss. Þegar skoðun
var gerð fékk húseigandinn þrjá
mánuði til lagfæringa, m.a. á baði,
gangi og forstofu," segir hún þegar
hún rekur gang málsins.
ítrekað kom fram leki frá efstu
hæð hússins sem Sigríður segir að
hafi skemmt fyrir sér húsgögn,
hljómplötur o.fl. Mátu þau skemmd-
irnar á 80 þúsund kr. Þau fengu eng-
ar greiðslur fyrir þessar skemmdir
og telja sig hafa sannreynt að Trygg-
ingarfélagið sem Halldór skiptir við
hafi neitað að greiða honum tjónið
vegna vanskila hans á iðgjöldum.
„Þegar komið var fram í júní og
ekkert hafði gerst ákváðum við að
greiða ekki leigu fyrir þann mánuð.
Við fórum síðan í sumarfrí en þegar
við komum aftur var húseigandinn
búinn að fá útburðarúrskurð frá fóg-
eta. Fógeti taldi kröfu okkar um
bætur fyrir vatnsskaðann ekki
koma leigugreiðslum við og leigu-
sali þar með í rétti til að kasta okkur
út. Við vorum á götunni í tvo mán-
uði þar til við fundum annað hús-
næði,“ segir hún. —* —>
húsi og mál þar komist í fréttir. A sínum tíma greindi Þjóðviljinn
frá einni slíkri raunasögu hjóna sem borin uoru út með fógeta-
valdi eftir harðar deilur við Halldór fyrir einu og hálfu ári.
Nokkrir leigjendur hafa leitað til lögfrœðinga vegna deilna við
Halldór og nú hafa fimm fyrrv. leigjendur ákveðið að koma fram
og segja sögu sína. Allir hafa þeir lent íþví að Halldór hefur neit-
að að greiða þeim til baka tryggingarfé sem leigjendurnir lögðu
fram sem tryggingu fyrir hugsanlegum skemmdum af þeirra
völdum. Ágreiningur er um uppsagnir sem Halldór telur ekki
löglegar nema þœr séu settar fram með þriggja mánaða fyrir-
vara og miðist við fardaga sem eru tveir á ári hverju. Telur hann
engu máli skipta hvort um íbúðir eða einstök herbergi með að-
gangi að baði og eldhúsi er að rœöa og kveðst halda eftir trygg-
ingarfénu upp í ógreidda leigu. Leigjendurnir segjast hafa farið í
einu og öllu eftir því sem eðlilegt megi teljast og að Halldór hafi
haft þá að féþúfu. Auk þess að leigja mjög dýrt, bœði litlar 50 fm
íbúðir og fjölda herbergja, sé húsnœðið á margan hátt vart íbúð-
arhœft. Meöal leigjenda Halldórs eru skjólstœðingar Félags-
málastofnunar Reykjavíkur.
EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON - MYNDIR: EINAR ÓLASON
Halldór neitaði að endurgreiða
tryggingarféð og krafði þau síðan
um 240 þúsund kr. vegna vangold-
innar leigu og skemmda á íbúðinni.
„Hann sagði að úttekt hefði leitt í
ljós að gólfteppi væri stórskemmt af
okkar völdum og skemmdir væru á
utidyrahurð. Við viðurkenndum að
slit á gólfteppum væri af okkar vöid-
um en afneituðum allri ábyrgð á
þessum dyraskemmdum. Við höfð-
um sagt Halldóri að við værum
reiðubúin að borga nýtt teppi á
íbúðina enda smámál samanborið
við allt hitt. Enginn lögfræðingur
treysti sér til að taka þetta mál að sér
fyrir okkur og ef lögin eru á bandi
húseigandans í þessu máli er alveg
ljóst að réttur leigjenda er nánast
enginn í þessu landi,“ segir Sigríður.