Pressan - 01.02.1990, Side 9

Pressan - 01.02.1990, Side 9
Fimmtudagur 1. febr. 1990 9 „FER I EINU OG OLLU EFTIR LÖGUM## — segir húseigandinn, Halldór Hjálmarsson, og vísar öllum kröfum leigjendanna á bug. „Ég heff ffarið efftir lögum i öllum þess- um mdlum og d þvi leikur enginn vaffi að ég heff allan rétt d að Idta tryggingarffé ganga upp i vangoldna leigu,## segir húseigandinn d Grenimel 9, Halldór Hjdlmarsson. Hann segist haffa leigt út húsnæðið undanffarin 4 dr og sé nú að gefast upp d þvi og hætta. „Eg heff stór- tapað ffé d þessu þvi alla vega tilvik haffa komið upp; leigjendur ekki staðið i skil- um, sagt upp húsnæði með litlum sem engum fyrirvara, valdið skemmdum o.s.ffrv.## Hann segist vera með 15 leigj- endur i allt og til að þetta standi undir kostnaði verði hann að innheimta van- goldna leigu, bætur ffyrir tjón og Idta tryggingarfé ganga upp i skuldir, enda haffi hann allan rétt til þess. „Ég sagði upp með mánaðarfyr- irvara en þá neitaði hann að end- urgreiða mér tryggingarféð og sagði að ég hefði leigt íbúð." „LÖGFRÆÐINGURINN GAFST UPP'# — segir Sigurjón Jósepsson sem leigdi eitt her- bergi á Grenimel 9. „Ég var ndnast d götunni og brdðvant- aði herbergi til leigu. Ég ffann herbergi á Grenimel 9 efftir auglýsingu i DV. Mér leist nokkuð vel d það og gerði ótima- bundinn leigusamning við Halldór Hjdlmarsson, eiganda húsnæðisins,## segir Sigurjón Jósepsson, starfsmaður hjd Reykjavikurborg, i samtali við PRESSUNA. Hann bjó i rúmt dr d Greni- melnum en heffur siðan staðið i stappi við Halldór, sem ekki heffur viljað endur- greiða honum tryggingarffé og raunar kraffið Sigurjón um 62 þúsund kr. greiðslu sem Sigurjón haffnar alfarið. Halldór er með fyrirtæki í kring- um þessa útleigu í húsinu sem hann nefnir fasteignarekstur. Fleiri leigjendur en hér eru nefnd- ir hafa lent í stríði við Halldór til að endurheimta tryggingarfé sem þeir hafa lagt fram. Eitt slíkt mál til við- bótar er nú rekið fyrir dómstólum. Halldór hefur greinilega kynnt sér rækilega öll lagaákvæði er snerta ibúðarleigu og bendir á að hann geri leigutökum sínum ævinlega grein fyrir því í upphafi hver sé munurinn á tímabundnum og ótímabundnum leigusamningum. „í lögunum eru skýr ákvæði um uppsagnarfrest, sem er þrír mánuð- ir á íbúðum, og á leigjandi að rýma íbúðina næsta fardag eftir að upp- sagnarfrestur er liðinn. Fardagar íbúðarhúsnæðis eru 1. júní og 1. október. Það er líka alveg ljóst að herbergi með aðgangi að eldhúsi er íbúð í skilningi laganna. Þetta er m.a. staðfest í úrskurði Þorsteins Thorarensen borgarfógeta frá árinu 1980 þar sem segir að reglur um upphaf uppsagnarfrests og hvenær húsnæði skuli skilað miðist við far- dagana án tillits til þess hvort um er að ræða íbúð eða einstök herbergi. Uppsagnir þessara fyrrverandi leigj- enda minna eru því ekki löglegar og lögfræðingar sem hafa fengið mál þeirra til meðferðar hafa ekki treyst sér til að sækja það gegn mér því þeir vita að ég er í fullum rétti," seg- ir hann. Um mál þeirra Sigríðar og Bald- vins segir Halldór að það hafi tekið sig þrjá mánuði að fá úrskurð um út- burð. Þau hafi með endurteknum hætti ekki staðið í skilum á leigu og eftir að þau voru borin út hafi hann þurft að verja mörgum mánuðum í að standsetja íbúðina og ekki getað haft af henni leigutekjur að nýju fyrr en 5 mánuðum síðar. Hann kveðst hafa fengið úttektarmann til að meta ástand íbúðarinnar og skemmdir. I greinargerð Indriða Ní- elssonar, lögg. úttektarmanns, segir að íbúðin sé öll óhrein, gólfteppi ónýt og hurðarspjald fyrir íbúðinni brotið. Samtals kostnaður vegna þessa sé 68.500 kr. Þetta kveðst Halldór hafa krafið þau hjónin um auk vangoldinnar leigu og kostnað- ar með fullum dráttarvöxtum en ekki fengið greitt. Eins og fram kem- ur í viðtalinu við þau segjast þau hafa boðist til að greiða teppið en aðrar skemmdir séu ekki af þeirra völdum. Halldór hefur ekki gengið frekar eftir greiðslu og þau telja sig eiga hjá honum tryggingarfé og við það situr í dag. Halldór telur að frásagnir Braga, Júlíusar og Sigurjóns snúist um samskonar mál, endurgreiðslu tryggingarfjárins. „í lögunum segir að leigjandi skuli fá tryggingarféð greitt til baka ef ekki er gerð krafa til þess vegna tjóns. Þar segir að nota megi tryggingarféð með sam- þykki beggja aðila eða eftir dómsúr- skurð, en þar segir líka að leigusali geti látið það renna upp í vangoldna leigu. Þá þarf ekki dómsúrskurð til því leigufjárhæðin er alveg skýr og fastbundin. Ég tel mig því í fullum rétti að taka til mín tryggingarféð fyrir vangoldna leigu og hef gert það nema mér takist að leigja hús- næðið út á ný á meðan á uppsagnar- frestinum stendur. Þegar svo er hef ég greitt leigjandanum mismuninn til baka,“ segir hann. „Þetta vita lög- fræðingar. Bæði Sigurjón og Júlíus ætluðu að láta málið ganga fyrir dómstóla en lögfræðingur þeirra mætti ekki í réttinn þegar til kom og voru þeir báðir dæmdir til að greiða mér 5000 kr. bætur vegna kostnað- ar sem ég varð fyrir af málarekstrin- um. Nú mun Tryggvi Agnarsson lög- maður reka mál Braga fyrir dóm- stólum en það hlýtur að fara á sama veg því ákvæði laganna eru alveg skýr. Hvað Gunnar Sveinsson varðar þá dró hann til baka uppsögnina sem hann lagði fram í apríl," segir Halldór. „Hann lagði hana svo aftur fram 5. júlí en var þá of seinn miðað við fardaga 1. október. í ágúst gerð- um við samkomulag um að hann rýmdi íbúðina I. september ef mér tækist að leigja hana upp á nýtt frá þeim tíma. Það tókst mér ekki og þar sem Gunnar ákvað að fara með þetta mál í lögfræðing fremur en semja við mig ákvað ég að krefjast allrar skuldarinnar. Ég bendi líka á að lögfræðingur hans, Björn Lárus- son, sendi mér bréf 29. september þar sem hann hvetur mig til að reyna að finna nýja leigjendur og bjóða lægra leiguverð en Gunnar borgaði og segir orðrétt í bréfinu: „Gunnar hefur mikla hags- muni af því að þú lækkir leiguna niður í raunhæft verð. Síðan myndi hann greiða mismuninn fram að næsta fardaga. Myndi þá tryggingarféð duga langleiðina út það tímabil." Þarna viðurkennir hann ekki að- eins að Gunnari beri að greiða mér húsaleiguna þótt hann sé farinn úr íbúðinni heldur eigi tryggingarféð að ganga til þess líka." Halldór var spurður af hverju hann rukkaði Gunnar um húsaleigu eftir að nýir leigjendur voru fluttir inn, eins og fram kemur í viðtalinu við hann. Svarar Halldór því að hann hafi aðeins leyft viðkomandi hjónum að fara inn í íbúðina 10. nóvember en ekki rukkað þau fyrir húsaleigu þann mánuð. Þetta stang- ast á við yfirlýsingu þeirra eins og fram kemur í viðtalinu við Gunnar. „Á síðasta ári stórjókst framboð á húsnæði svo ég varð að lækka húsa- leiguna þegar ég loks fann nýja leigjendur að íbúðinni sem Gunnar bjó í. Ég rukka Gunnar um þennan mismun til 1. júní í vor enda er ég í fullum rétti til þess. Standa ekki allir á sínu í viðskiptalífinu, jafnt laun- þegar sem aðrir? Eg hef stórtapað á útleigu í gegn- um árin og verð því að standa á mínu ef reksturinn á að geta borið sig. Leigjendur eiga oft í miklum vandræðum í dag. Þeir fá t.d. ekki leigubætur sambærilegar við t.d. húsnæðisbætur húsbyggjenda og það bitnar fyrst og síðast á leigusal- anum. Ég hef t.d. verið hér með skjólstæðinga Félagsmálastofnunar í hópi leigjenda minna og oft átt í ótrúlegu basli við að fá greidda leigu frá þeim, enda er þetta oft á tíðum vandræðafólk. En ef einhver ætlar að halda þvi fram að húsaleigulög- gjöfin sé húseigendum í hag þá er það rangt. Rétturinn er leigjenda- megin og til að fá eitthvað út úr hús- næði sem leigt er út í dag verður húseigandinn að innheimta leiguna, hvort sem leigjandinn er í húsnæð- inu eða hefur skyndilega yfirgefið það. Þannig er líka löggjöfin," segir Halldór Hjálmarsson. „Leigusamningurinn var gerður í desember 1988 og greiddi ég einn mánuð fyrirfram í leigu og 31 þús- und kr. í tryggingarfé sem er ætlað að bæta skemmdir sem kunna að verða á leiguhúsnæðinu. Af ýmsum ástæðum fór mér fljót- lega að líka illa vistin á Grenimeln- um. Húsaleigan var há eða 15.500 kr. á mánuði. Ég þurfti stundum að sofa í fötunum vegna kulda. Þó greiddi ég 660 kr. á mánuði fyrir hita. í lok janúar á síðasta ári sagði ég skriflega upp húsnæðinu og kvittaði Halldór athugasemdalaust fyrir móttöku uppsagnarinnar. Uppsagn- arfresturinn er einn mánuður þegar um einstök herbergi er að ræða skv. lögum og flutti ég út og skilaði her- berginu að mánuði liðnum. Um leið bað ég hann að endurgreiða mér tryggingarféð eins og lög gera ráð fyrir. Hann hafði sjö daga til þess að skila peningunum og sagði mér það. Ég sætti mig við það en að þessum sjö dögum liðnum kom í Ijós að hann var farinn til Bandaríkjanna í mánaðarferð. Ég krafði hann um greiðsluna strax og hann kom heim en hann neitaði og sagðist ekki ætla að greiða mér þessa peninga. Ég hafði heyrt að aðrir leigjendur ættu í stappi við hann út af samskonar málum svo ég setti málið í lögfræð- ing. Lögmaðurinn sendi Halldóri bréf en því svaraði hann með því að senda til baka kröfu á mig upp á 62.986 þúsund krónur. Þá er hann allt í einu farinn að rukka mig um þriggja mánaða húsaleigu og segir að ég hafi leigt íbúð hjá sér. Auk þess krafðist hann greiðslu fyrir ótil- greindar skemmdir á húsnæðinu sem hann sagði að ég hefði valdið. Ég kannast alls ekki við að hafa valdið neinum skemmdum á hús- næðinu og í leigusamningnum segir að ég hafi leigt eitt herbergi, 25 fer- metra stórt. Ég var búinn að greiða leiguna fyrir þennan eina mánuð sem upp- sagnarfresturinn tók en nú var hann allt í einu farinn að krefjast leigu fyr- ir þrjá mánuði auk rúmlega 10 þús- und kr. vegna skemmda sem ég kannast ekki við. Þar með kvaðst hann ekki þurfa að endurgreiða mér tryggingarféð sem er í dag framreiknað og með vöxtum eitt- hvað um 50 þúsund kr. Lögfræðingurinn gafst upp á þessu máli. Hann sá að þetta var mjög erfiður maður enda var hann með annað sambærilegt mál á hendur honum. Hann taldi að ekki væri um það háar fjárhæðir að tefla að borgaði sig að fara lengra með þetta mál svo hann gerði nánast ekki neitt í málinu. Ég greiddi hon- um 5000 kr. í þóknun. Það eina sem hefur gerst síðan er að við höfum tekið okkur saman, nokkrir fyrrver- andi leigjendur á Grenimel 9 sem svipað er ástatt um, og hyggjumst leita réttar okkar í málinu," segir Sigurjón.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.