Pressan - 01.02.1990, Side 10
10
Fimmtudagur 1. febr. 1990
Skattgreiöendur kostuöu þriggja manna sendinefnd sem dualdi hálfan mánuö í Washington
vegna Andramálsins
MILUÓN KRÓNA SENDIFERD?
Það var ekki bara ffrystiskipið Andri BA
1 sem fér erindisleysu vestur um haff.
Þriggja manna neffnd ó vegum rikisins
ffér til Washington til þess að bjarga mél-
um en haffði ekki erindi sem erffiði. Sendi-
fferð þessi heffur vart kostað skattgreið-
endur minna en 700.000 krénur.
EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR
Nákvæmt yfirlit um kostnaðinn við feröalag opinberu starfsmann-
anna til Washington liggur ekki ennþá fyrir í ráöuneytinu.
Það voru þeir Guðmundur Eiríks-
son þjóðréttarfræðingur og Hörður
H. Bjarnason, fyrrverandi sendifull-
trúi í Washington, sem fóru á vegum
utanríkisráðuneytisins. Hermann
Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, var einnig
með í þessari ferð.
En hvers vegna fer nefnd á
vegum ríkisins til þeas að semja
um vinnslukvóta á þorski fyrir
sldp íslenska úthafsútgerðarfé-
lagsins, sem er einkafyrirtæki?
„Það var ákveðið fyrir rúmlega
hálfum mánuði að ræða við banda-
ríska utanríkisráðuneytið vegna
Andramálsins," segir Guðni Braga-
son, upplýsingafulltrúi utanríkis-
ráðuneytisins. „Það er í verkahring
íslenska sendiráðsins í Washington
að sækja um þennan kvóta, vegna
þess að um er að ræða milliríkja-
samning. Útgerð Andra gat ekki
sótt um hann. Málið varðar ramma-
samning ríkjanna um samvinnu-
verkefni í fiskveiðum og fisk-
vinnslu. Viðræðurnar snertu svo-
kallaðan GIFA-samning (Governing
International Fisheries Agreement).
Þannig komum við inn í málið, þetta
eru því eðlileg viðbrögð og sjálfsögð
fyrirgreiðsla," segir upplýsingastjóri
utanríkisráðuneytisins, Guðni
Bragason.
Mikill timi i bið
Hörður H. Bjarnason, einn nefnd-
armanna, segir ástæðuna fyrir því
hve lengi nefndarmenn dvöldu í
Washington vera að mikill tími fór í
bið meðan Bandaríkjamenn réðu
ráðum sínum.
„Þetta er pólitískt erfitt mál fyrir
Bandaríkjamenn og niðurstaðan
fékkst ekki fyrr. Á þeim tíma sem
nefndin fór út var talið að hægt væri
að komast að samkomulagi. Það var
skylda okkar að láta fullreyna hvort
lausn gæti fundist á málinu. Ég held
að flestir hefðu talið það ámælis-
verðara ef við hefðum látið málið
niður falla án þess að prófa allar
samningaleiðir til fulls," segir Hörð-
ur.
Eins og menn þekkja bar ferð
nefndarinnar engan árangur annan
en þann að Bandaríkjamenn stað-
festu að Andra BA 1 væri heimilt að
hefja vinnslu á sandkola þegar tii-
skilin gjöld hefðu verið greidd.
Svo virðist sem afstaða Banda-
ríkjamanna í málinu hafi verið óljós
og erfið að túlka. Að sögn Harðar H.
Bjarnasonar gáfu Bandaríkjamenn
íslendingum undir fótinn í sam-
bandi við mögulegar úrlausnir, og
ríkti því bjartsýni þegar nefndin hélt
utan. „Niðurstaðan olli okkur
vissum vonbrigðum," segir Hörður.
Kostnaður
við ferðina
Nákvæmar upplýsingar um
kostnaðinn við ferð þeirra nefndar-
manna fengust ekki í utanríkisráðu-
neytinu. Ráðuneytisstjórinn vísaði
málinu frá sér, en samstarfsmenn
hans töldu tvísýnt að yfirlit yfir
þann kostnað lægi fyrir að svo
stöddu.
Það er samt ljóst að Andramálið
kemur nú þegar við íslenska skatt-
greiðendur og að kostnaður ríkisins
vegna málsins er umtalsverður.
Miðað við flugfargjöld á fullu verði
og dagpeninga þann tíma sem
nefndarmenn dvöldu í Washington
kostaði erindisleysan alls ekki
minna en 660.000 krónur, og þá er
aðeins óhjákvæmilegur lágmarks-
kostnaður tilgreindur. En flugfar-
gjaldið á manninn er rúmlega
80.000 krónur og dagpeningar i
Bandaríkjunum eru 200 dollarar á
sólarhring, eða um 12.000 íslenskar
krónur. Greiða þurfti dagpeninga í
alls 35 daga vegna ferðar íslensku
nefndarinnar til Washington.
„ÓLÝSANLEG REYNSLA"
Gunnar Sveinsson s jómaður leigði ibúð
é Grenimel 9 ffrá júni 1988 til ágústloka
1989. Hann heffur ekki ffengið endur-
greitt tryggingarffé, upphafflega að ff jár-
hœð 105 þúsund kr., og heffur leigusal-
inn, Halldór Hjálmarsson, þar á offan
krafist greiðslu vegna leigu sem hann
segir Gunnar skulda. Þvi haffnar Gunnar
alffarið og heffur sett mál sitt i hendur lög-
fræðings.
Gunnar flutti inn í íbúðina í júní
árið 1988. Fyrir íbúðina, sem er að-
eins 49 fermetrar að stærð, greiddi
hann rúmlega 40 þúsund kr. í leigu
á mánuði að meðtöldum hita og raf-
magni. Þá lagði hann fram 105 þús.
kr. sem tryggingarfé.
„í apríl á síðasta ári hugðist ég
segja íbúðinni upp. Þá benti Halldór
mér á að það væri of seint miðað við
næsta fardaga sem eru 1. júní," segir
Gunnar. „Þann 5. júlí ítrekaði ég
uppsögnina en þá svaraði Halldór
því til að ég væri fimm dögum of
seinn miðað við þriggja mánaða
uppsagnarfrest fyrir næsta fardaga
skv. lögum sem er 1. október.
Ég vildi ekki sætta mig við þetta
enda mátti honum vera fullljóst að
ég ætlaði að segja upp og að upp-
sagnarbréfið frá i apríl væri í fullu
gildi. Hann bar því við að hann gæti
ekki tekið við uppsögn nema hafa
tryggt sér nýja leigjendur að íbúð-
inni. Þann 9. ágúst kom hann hins
vegar með svohljóðandi bréf:
„Ég undirritaður óska þess að
íbúð sú sem ég hef haft á leigu að
Grenimel 9 hér í borg og ég
sagði upp skriflega verði leigð út
frá og með 1. sept. 1989. llpp-
sögnin var dagsett 24. apríl sl.,
afhent og móttekin af leigusala
5. júií ’89. Ég mun skila íbúðinni
í síðasta lagi 31. ágúst nk.“
Undir þetta rituðum við báðir og
þar sem ég var fjarverandi á sjó þeg-
ar kom að mánaðamótum bað ég
ættingja mína að rýma íbúðina fyrir
mig. Sennilega hefur Halldór talið
sig geta leigt íbúðina frá 1. septem-
ber en þegar til kom hefur það ekki
„Hann rukkaði mig um 57 þús-
und kr. til viðbótar tryggingar-
fénu upp á 135 þús. sem hann
hélt eftir."
tekist því þegar átti að skila lyklun-
um neitaði hann að taka við þeim.
Var gripið til þess ráðs að kaila til
lögreglu til að vera vitni að því þeg-
ar lyklunum var skilað og tók hann
þá við þeim.
Þegar ég kom heim fór ég fram á
að fá endurgreitt tryggingarféð en
hann hafnaði því og bar því við að
ég væri skuldbundinn til að greiða
leigu þar til honum tækist að leigja
ibúðina út á ný.“
Þann 6. janúar sl. sendir Halldór
Gunnari reikning þar sem hann
krefur hann um fulla húsaleigu-
greiðslu fyrir september, október og
nóvember með hitakostnaði og full-
um dráttarvöxtum. Þar segist hann
hafa leigt íbúðina út frá 1. desember
fyrir lægri upphæð en hann leigði
Gunnari og krefur Gunnar um mis-
muninn í 6 mánuði eða allt til 1. júní
hæstkomandi. Þá leggur hann fram
útreikning á tryggingarfénu með
vöxtum til 31. október sem hann
segir nema kr. 123.589 og því til við-
bótar krefur hann Gunnar um gjald
fyrir að koma ibúðinni í leigu, 9%
eða alls kr. 18.900. Halldór heldur
tryggingarfénu, 123.589 kr., og telur
að Gunnar skuldi sér því til viðbótar
57.784 kr. að viðbættum dráttar-
vöxtum frá 1. nóv. 1989 til greiðslu-
dags og öðrum kostnaði, ef verður.
í lok bréfsins segir Halldór:
„Hér með skora ég á þig að
greiða ofannefnda skuld þína
eða að semja um hana fyrir 1.
feb. 1990. Að öðrum kosti mátt
þú búast við að skuldin verði
send til innheimtu hjá lögfræð-
ingi og síðan með atbeina dóm-
stóla, sem óhjákvæmilega hefur
stóraukinn kostnað í för með sér
fyrir þig.“
Gunnar fór í vikunni í Sparisjóð
Reykjavíkur og fékk útreikning á
tryggingarfénu til 1. september
1989. Sú upphæð er öllu hærri en
útreikningar Halldórs eða samtals
kr. 135.498 og munar þar um 12 þús.
kr.
Eins og fyrr segir krefur Halldór
Gunnar um fulla húsaleigu fyrir
nóvembermánuð. Þó hefur komið í
Ijós að hann leigði hjónum íbúðina
frá 10. nóvember. „Hann neitaði að
gefa þeim kvittun fyrir leigugreiðslu
þann mánuð en í yfirlýsingu sem
hjónin rita undir segjast þau hafa
greitt 20 þúsund kr. húsaleigu fyrir
nóvember og vísa til rafmagnsreikn-
ings þar sem fram kemur að þau eru
skráð fyrir rafmagnsnotkun frá 10.
nóvember," segir Gunnar.
„Þessireynsla er ólýsanleg," segir
hann. „Ég greiddi skilvíslega húsa-
leigu á meðan ég bjó á Grenimeln-
um og olli engum skemmdum á hús-
næðinu. Nú er ekki nóg með að
Halldór neiti að greiða mér trygg-
ingarféð, samtals 135 þúsund, held-
ur segir mig skulda sér leigu og
kostnað allt til 1. júní á þessu ári,
rúmu ári eftir að ég sagði upp hús-
næðinu. Þetta mál er í höndum lög-
fræðings en það hefur kennt mér að
réttarstaða leigjenda er ekki upp á
marga fiska ef leigusalar eiga að
komast upp með svona svívirðu,"
segir hann.
„SAGÐI UPP MEÐ LÖG-
LEGUM FYRIRVARA"
— segir Bragi Jósepsson, en hans mál er talid prófmál í
þessari deilu og verður tekið fyrir í dómi ínœsta mánuði.
„Mitt mál er i höndum lögffræðings og
verður tekið ffyrir i bæjarþingi 12. ffebrú-
ar næstkomandi. Það snýst um endur-
greiðslu á tryggingarfé," segir Bragi
Jósepsson Ijósmyndari sem leigði her-
bergi á Grenimel 9 frá 10. jan.—1. mars
á siðasta ári.
„Halldór telur að herbergi með
aðgangi að baði og eldhúsi sé eins
og íbúð skv. húsaleigulögunum.
Þegar hann neitaði að endurgreiða
mér allt tryggingarféð leitaði ég
„Þetta er hálfgerö rottuhola. Eig-
andinn vann sjálfur viö lagfær-
ingar en þær voru algert fúsk."
fyrst til Leigjendasamtakanna og
Félagsmálastofnunar án árangurs.
Málið endaði svo hjá lögfræðingi,
Tryggva Agnarssyni, sem tók það
að sér sem prófmál mér að kostnað-
arlausu.
Tryggingarféð var 30 þúsund kr.
og Halldór borgaði mér helminginn
þegar ég fór út vegna þess að hann
sagðist hafa þá reglu að borga þann
hluta út ef honum hefði tekist að fá
annan leigjanda í húsnæðið. Her-
bergið stóð autt í mánuð og því
sagðist hann ætla að halda eftir af
tryggingarfénu sem svaraði húsa-
leigu fyrir einn mánuð," segir Bragi.
Hann segir að engar skemmdir
hafi. orðið á húsnæðinu af sínum
völdum og Halldór hafi ekki krafist
tryggingarfjárins þess vegna. „Ég
sagði upp með löglegum fyrirvara,
þ.e.a.s. eins mánaðar fyrirvara, en
Halldór hélt því fram þegar ég fór
að mér bæri að greiða fyrir lengri
tíma.
Ég flutti inn í herbergið 10. jan.
Það var ýmislegt við húsnæðið að
athuga enda er þetta hálfgerð rottu-
hola. Halldór var sjálfur að vinna
við endurbætur sem hann hafði lok-
ið þegar ég flutti inn en það var al-
gert fúsk. Það þurfti t.d. að skipta
um teppi á herberginu en hann lét
nægja að setja nýtt teppi ofan á það
gamla sem náði ekki einu sinni yfir
allan gólfflötinn. Allt var í þessum
dúr. Sameiginlega aðstaðan var
hræðileg, laiigur gangur og eldhús-
ið í ganginum eins og hann var fyrir
breytingarnar, gluggalaust. Þá var
baðherbergið ekki tilbúið þegar ég
flutti inn svo ég þurfti að fá að fara
inn í íbúð þarna í húsinu til að fara
í sturtu á hverjum morgni. Ég var
fljótur að segja upp því ég kærði mig
ekki um að búa í þessu."