Pressan - 01.02.1990, Qupperneq 13
Fimmtudagur 1. febr. 1990
13
HÁVAÐAMENGUN í
Þessar óánægjuraddir heyrast
mest frá viðskiptavinum, en hvað
finnst starfsfólki, sem dvelur í hús-
inu að meðaltali átta klukkustundir
á dag?
Hávaðinn eins og
frá eidhúsviftu
„Þessi hávaði hefur ekki meiri
áhrif á mann en ef það væri kveikt
á eldhúsviftu,” sagði afgreiðslu-
stúlka í verslun í Kringlunni. „Ein-
hvern tíma var gerð könnun úti í
Bandaríkjunum á hávaða og þar
kom í ljós að það er jafnmikill há-
vaði frá eldhúsviftu og í stórmark-
aði, fullum af fólki."
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir á
þessari niðurstöðu og einhverjir
munu vafalaust benda á að enginn
hafi kveikt á eldhúsviftu stanslaust í
átta klukkustundir. En margir við-
skiptavina og starfsmanna í Kringl-
unni kvarta hins vegar undan því að
þar séu lætin svo mikil að fæstum
líði virkilega vel þar inni, þrátt fyrir
hlýlegt umhverfið.
„Tapa verðskyni í
Krínglunni"
Það var búið að kveikja á rúllu-
stigunum og gosbrunninum nokkru
fyrir opnun verslana. í fyrstu var
varla hægt að merkja hljóðið í gos-
brunninum, en eftir nokkrar mínút-
ur fór gutlhljóðið að aukast. „Ég
verð svo rugluð í Kringlunni að ég
fer heist ekki þangað," sagði einn
viðmælenda minna. „Eftir skamma
stund þar inni geng ég framhjá fólki
sem ég á að þekkja án þess að sjá
það. Hávaðinn hefur sömu áhrif á
mig hvað varðar verðskyn. Því tapa
ég algjörlega þarna inni."
Önnur kona sem ég ræddi við var
síður en svo sammála þessu: „Ein-
mitt ekki,“ sagði hún. „Ég verð svo
stressuð í látunum þarna að ég
kaupi aldrei neitt. Stundum hef ég
farið eftir lokun og litið í búðar-
gluggana, en svo þegar ég kem í
húsið næsta dag, innan um hlaup-
andi krakka og gutlandi gosbrunn,
missi ég alla löngun til að kaupa
nokkuð."
Afgreiðslufólk í verslunum í
Kringlunni var svosem ekkert æst í
að ræða um hávaðamengun í hús-
inu: „Hver heldurðu að þori að
svara þér?” spurði ungur maður.
„Við eigum á hættu að vera rekin ef
við segjum orð! Að minnsta kosti
þori ég ekkert að segja.”
Ólýsanleg kyrrð
þegar slökkt er á
gosbrunninum
„Ég er nú orðin svo samdauna
þessum hávaða að ég er hætt að
taka eftir honum,” sagði eldri kona.
„Hitt er annað mál að þegar gos-
brunnurinn þagnar, eins og gerðist
til dæmis í rafmagnsleysinu á
fimmtudaginn, færist ólýsanleg
kyrrð yfir húsið."
Önnur afgreiðslustúlka tók í sama
streng: „Það er eins og allir verði ró-
Þegar Kringlan var opnuð átti ffólk
hversu miklu þægilegra það væri að versí
Þéir sem störfuðu i Kringlunni báru lika lof^
það væri að haffa allt á sama stað og að þe
ekkert að sækja út ffyrir dyr verslunarhússii
liðinn er ffrá þvi Kringlan var ffyrst opnuð ff
meira á óánægjuröddum. Þær beinast e
vaðinn i Kringlunni geri það að verkum a
aða löngun til að dvelja þar innanhúss mj
rt til jbrð að lýsa því
n innánhússen utan.
á hversu þægilégt
ir þyrfftw i rauninnt
ís. Á þeim tima sem
Jst heffur þó borið æ
nhkum að þvi að há-
ffólk hafi takmark-
jög lengi.
EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTURl
legri þegar gosbrunnurinn er ekki í
gangi,” sagði hún. „Mér finnst hann
óskaplega þreytandi en ef ég reyni
að leiða hugann frá honum gengur
þetta þokkalega.”
Það eru hins vegar ekki allir jafn-
duglegir í að leiða hugann frá há-
vaðanum. Ung kona hætti störfum í
verslun í Kringlunni vegna hans:
„Ég var orðin úttauguð af því að
starfa þarna," segir hún. „Ég var
ekki bara með höfuðverk daginn út
og daginn inn heldur var ég líka orð-
in spennt á taugum'. Það getur ekki
verið hollt fyrir nokkurn að hafa há-
vaða glymjandi í eyrunum í átta, níu
klukkustundir á dag. Og svo voru
uppákomur með reglulegu millibili.
Hljómsveitir spilandi ofan í gutlið
frá gosbrunninum, grenjandi börn
eða gargandi unglingar, urgið frá
stigunum og annað. Ég gafst upp. Ég
gat ekki hugsað mér að eyða ævinni
í loftlausu rými þar sem ekkert sam-
band var við umheiminn nema há-
vaði.“
því sem fyrst var, en það nægir
ekki.“
Þennan morgun voru fáir á ferli.
„Þetta kallast nú ekki hávaði miðað
við hvernig verður hér síðdegis,"
sagði ungur maður og tvær af-
greiðslustúlkur sögðu að það væri
nú meiri hávaði frá hlaupandi
krökkum en gosbrunninum: „Það
heyrist ekkert í gosbrunninum
nema fyrst á morgnana. Svo yfir-
gnæfa önnur hljóð það gutl...“
Samkvæmt heimildum okkar hef-
ur verið kvartað um hávaðann á
vinnustaðafundum í Kringlunni og
á einum slíkum fundi var rætt um að
koma upp hljóðdeyfi í húsinu. Sömu
heimildir herma að veikindi meðal
starfsmanna í Kringlunni séu mjög
algeng.
Einar Ingi Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir
rétt að kvartað hafi verið um há-
vaða frá gosbrunninum en í fyrra
hafi verið lækkað í honum: „Gos-
brvjnnurinn var upphaflega 6 metr-
andi að kvartað sé um
far hjá starfsmönnum
lélegt heilsu-
hér.“
Hávaöinn íKringlunni er farinn aö
þreyta starfsfólk verslana sem og
viöskiptavini. Kvartaö hefur veriö
viö Vinnueftirlit ríkisins og stjórn
Kringlunnar. Starfsfólk hefur
stöku sinnum hellt sápu í gos-
brunninn til aö neyöa menn til aö
slökkva á honum.
Sápu hellt í
gosbrunninn
En þótt lýsingar af þessum toga
kunni að hljóma hlægilega í eyrum
einhverra finnst sumu starfsfólki
hreint ekki fyndið að starfa í stöðug-
um hávaða. Nokkrum sinnum hefur
starfsfólk tekið sig til og hellt sápu í
gosbrunninn. „Það var neyðarúr-
ræði til að fá þá til að slökkva á hon-
um,“ sagði einn starfsmaðurinn.
„Það hefur verið reynt að kvarta
við stjórnina hér, en án nokkurs
árangurs. Að vísu hefur verið dregið
nokkuð niður í gosbrunninum frá
ar á hæð en er núna aðeins einn
metri og þarafleiðandi lágværari.
Það er verið að skoða hvort hægt sé
að breyta honum, en hávaðinn í
honum er ekki mikill núna.“ Hann
segist hins vegar ekki kannast við
að rætt hafi verið um að setja upp
hljóðdeyfa: „Enda engin þörf á því,“
segir Einar Ingi. Hann segist ekki
hafa orðið var við að mikið beri á
veikindum meðal starfsfólks í
Kringlunni: „Ég get auðvitað ekki
fullyrt um hvort veikindi meðal
starfsmanna hér eru meiri eða
minni en annars staðar. Það hefur
að minnsta kosti ekki verið áber-
Kvartað við
vinnueftirlit ríkisins
Einhverjir starfsmenn tóku sig til
og kvörtuðu við Vinnueftirlit ríkis-
ins. Þar fékk PRESSAN þær upplýs-
ingar að hávaði á ákveðnum stað í
Kringlunni hefði verið mældur. Hjá
vinnueftirlitinu varð fyrir svörum
Víðir Kristjánsson, sem reyndar
framkvæmdi ekki umrædda mæl-
ingu og sagði því í raun erfitt fyrir
sig að alhæfa um hvort hávaðinn
hefði verið innan eðlilegra marka:
„Þetta eru augnabliksmælingar,
önnur framkvæmd inni í verslun í
námunda við gosbrunninn, hin
frammi. Inni í versluninni mældist
hávaðinn í kringum 60 desibel en
fyrir framan hana mældist hann um
70 desibel. Út frá þessum tölum er
ekki hægt að segja hvað nákvæm-
lega kemur frá gosbrunninum eða
hvort tónlist var á, samræður eða
annað."
Hvort þessar tölur gefi vísbend-
ingu um hvort hávaðinn sé þá innan
leyfilegra marka eða ekki svaraði
Víðir:
„í reglunum er miðað við hættu á
heyrnartjóni, og þar eru mörkin 85
desibel. Síðan eru ákvæði í reglum
um aðra staði, þar á meðal skrifstof-
ur og aðra staði, þar sem gerðar eru
kröfur til einbeitingar og samræður
eiga að geta átt sér óhindrað stað. í
því ákvæði segir að leitast skuli við
að utanaðkomandi hávaði sé ekki
meiri en 50 desibel. En það er auð-
vitað matsatriði hvort Kringlan
myndi flokkast undir slíkan stað. Á
öðrum stað stendur að í stjórnklef-
um eða verkstjórnarherbergjum,
þar sem mikilvægt er að samræður
geti átt sér stað, skuli að því stefnt að
utanaðkomandi hávaði sé ekki
meiri en 65 desibel að jafnaði. Það
er því ekki tekið beint á verslunum
í þessum reglum, en strax og há-
vaðamæling er farin að fara yfir
55—60 desibel þarf að kannski að
brýna raustina. I þessum reglum er
verið að hugsa um utanaðkomandi
hávaða, sem berst úr öðru rými,
eins og er í því tilviki sem verið er að
fjalla um hér. Ég geri ráð fyrir að
dyrnar að versluninni hafi verið
opnar þegar mælingin var gerð.“
Hávaðamengun
einn af stærstu
streituvöldunum
En heyrnarskerðing er ekki eini
áhættuþátturinn þegar fólk vinnur í
hávaða. Hávaðamengun er einn af
mikilvægustu streituvöldunum
samkvæmt upplýsingum sem við
fengum hjá Odda Erlingssyni sál-
fræðingi:
„Það er mjög misjafnt hvernig
fólk þolir hávaða," sagði Oddi. „Ef
maður heldur að maður geti stjórn-
að hávaðanum, hækkað hann eða
lækkað, þá verður hann bærilegri.
Það hefur verið gerð könnun sem
lýtur að þessu. Suð var sett hjá
tveimur hópum. Öðrum hópnum
var sagt að hann gæti slökkt á suð-
inu þegar hann vildi; hinum að
hann gæti ekkert ráðið við suðið.
Það var áberandi hversu miklu
meiri streitueinkenni gerðu vart við
sig hjá þeim sem töldu sig ekkert
ráða við hávaðann."
Dæmigerð streitueinkenni gera
vart við sig hjá þeim sem illa þola
hávaða, til dæmis vöðvaspenna,
óróleiki og svefnleysi. Hvort reikna
megi með að þeir aðilar sem rætt er
við í þessari grein og þola illa hávað-
ann í Kringlunni geti átt erfitt með
að einbeita sér í vinnu vegna hans
og skili þarafleiðandi minni afköst-
um svarar Oddi: „Já, alveg örugg-
lega. Áhugi á vinnunni minnkar, af-
köstin minnka og streitueinkennin
gera fljótlega vart við sig. Síðan geta
komið langvarandi streitueinkenni
sem geta orðið að sjúkdómi."
Oddi segir viðhorf fólks til hávaða
skipta miklu máli og sagði að án efa
hefðu einhverjir sagst ekki taka eftir
neinu meðan aðrir ættu fullt í fangi
með að starfa á staðnum. Hvað væri
til ráðs fyrir þá benti Oddi á að hægt
væri læra að slaka á með hávaða:
„Menn geta annaðhvort breytt um
umhverfi eða breytt viðhorfi sínu til
hlutanna," segir hann. „Hávaðinn
hefur miklu minni áhrif á þá sem
telja sig eða vita að þeir geta stjórn-
að honum. Þetta verður miklu
meira vandamál hjá þeim sem vita
að þeir hafa engin áhrif á hversu
mikill hávaðinn er. Trúin flytur
fjöll."