Pressan - 01.02.1990, Page 14
Les Halles, sem islenskir ferðamenn
kalla stundum hallirnar og standa þar
sem áður var aðalmarkaður Parisar,
gegna að vissu leyti enn sama hlutverki
og áður, enda þótt markaðurinn sé horf-
inn fyrir löngu, þvi þar er nú risastór
verslunarmiðstöð.
EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR
Kvikmynd eftir Sólveigu
Anspach frumsýnd í
París fyrir troðfullu húsi
„Amma mín er rauði
En staðurinn hefur upp á fleira að
bjóða en búðaráp. í fyrra var þar
opnuð myndbandamiðstöð Parísar
þar sem hægt er að skoða, og velja
með aðstoð tölvu, allar heimilda-
kvikmyndir sem gerðar hafa verið
um borgina. í þessari glæsilegu mið-
stöð var skömmu fyrir jólin frum-
sýnd kvikmynd um Vestmannaeyj-
ar. Aðsókn var svo mikil að salurinn
rúmaði ekki alla í sæti og var troð-
fullur út að dyrum. Eftir sýningu
myndarinnar, sem var mjög vel tek-
ið, var boðið upp á hangikjöt og ís-
lenska síld og brennivín svo úr
þessu varð jólaveisla fyrir íslend-
inga í París og franska áhugamenn
um fsland. Myndina gerði Sólveig
Anspach, sem er af íslenskum ætt-
um.
Hvers vegna valdirðu Vest-
mannaeyjar og gosið þar sem
viðfangsefni, Sólveig?
„Ég er fædd í Vestmannaeyjum,
eins og systir mín og mamma mín,
Högna Sigurðardóttir arkitekt. Afi
minn og amma, Sigurður Friðriks-
son og Elísabet Hallgrímsdóttir,
bjuggu þar. Ég var 13 ára þegar gos-
ið varð og það hafði mikil áhrif á
mig eins og alla aðra. Við bjuggum
í París, en mamma tók fyrsta flug
morguninn eftir til íslands til þess að
hjálpa afa og ömmu. Við höfðum
engar fréttir fengið og vissum ekki
hvort einhverjir hefðu farist. Við
vorum mjög áhyggjufull. Ég gat ekki
farið með vegna skólans, en um
sumarið fór ég til afa og ömmu sem
voru þá flutt í lítið hús í Hafnarfirði.
Ég var alveg miður mín að geta ekki
farið til Vestmannaeyja og ég rellaði
svo mikið í ömmu og afa að fara
þangað að hún gafst að lokum upp
og við unnum þar við að hreinsa
burt ösku úr kirkjugarðinum og líka
úr húsinu hennar. Pá voru þarna
stúdentar frá ýmsum löndum að
vinna og þetta sumar var mjög mik-
ilvægt í lífi mínu. Þetta var síðasta
sumarið mitt á þessum stað sem
hafði skipt mig svo miklu máli og ég
fann að bernskan var liðin. Staðirnir
þar sem ég hafði leikið mér sem
barn voru horfnir undir ösku.
Amma og afi sneru aldrei aftur til
Eyja.“
Þú ert fædd í Eyjum, en bjóst í
París?
,,Já, mamma fór heim til Eyja til
að eignast mig og líka Þórunni,
yngri systur mína. Ég er fædd um
hávetur, en hún fór samt. Við syst-
urnar erum henni núna mjög þakk-
látar fyrir þetta. Hún lagði alltaf
áherslu á að við værum íslendingar
og við vorum í Eyjum á sumrin,
þráðurinn í myndinni,
enda þótt margir aðrir
Vestmanneyingar komi
þar við sögu.“
nema þegar við vorum hjá fjöl-
skyldu pabba í Bandaríkjunum.
Hann er ættaður frá Rúmeníu og
Þýskalandi svo fjölskyldan var svo
sannarlega alþjóðleg! Fyrir utan að
vera Islendingar vorum við líka Par-
ísarbúar, fremur en Frakkar, og síð-
ast en ekki síst jarðarbúar. Við syst-
urnar kunnum vel að meta þetta
núna, vegna þess að við höfum
kannski fjölbreyttari möguleika í líf-
inu en ella og við lærðum þrjú
tungumál í bernsku, en þegar við
vorum litlar vorum við stundum dá-
lítið ringlaðar og utangátta og viss-
um ekki almennilega hvaða landi
við tilheyrðum. En Eyjar voru
draumalandið mitt í bernsku. Ég
man að stundum átti frænka mínn,
Andrea Oddsteinsdóttir, sem við
bjuggum hjá í Reykjavík, fullt í fangi
með að draga mig heim af flugvell-
Jean-Jacques Annaud, sem gerði
„Leitina að eldinum", og Louis
Malle, sem gerði „Au revoir les
enfants". Ég hafði alltaf ætlað mér-
að fást við kvikmyndagerð, en mér
fannst ég ekki nógu þroskuð og hélt
ég hefði ekki nógu margt að segja
svo ég fór í annars konar nám fyrst.
ur til Eyja. Hún er eiginlega rauði
þráðurinn í myndinni, enda þótt
margir aðrjr Vestmanneyingar
komi þar við sögu. Amma mín er
mjög sterk kona og heilsteypt og í
myndinni segir hún í fáum, en hnit-
miðuðum setningum frá því sem
hún upplifði."
HH
■ S 1 |
Sólveig og frönsku kvikmyndagerðarmennirnir með Eyjamönnum við tökur í júlí sl. „Frökkunum
fannst óskaplega erfitt að vinna í Eyjum og voru alltaf lasnir og kvefaðir og í stöðugu sambandi við
sjúkrahúsið."
inum þegar ekki var flogið vegna
veðurs, eins og oft kom fyrir. Ég
vildi ekki j?efast upp fyrr en í fulla
hnefana! Eg sakna mjög oft íslands
og ég hef þörf fyrir að fara þangað
við og við. Þegar ég er á íslandi
finnst mér ég vera íslendingur."
Hvar lærðirðu kvikmynda-
gerð, Sólveig?
„I FEMIS í París sem áður hét
IDHEC. Nokkrir íslendingar hafa
stundað nám við þennan skóla og
ennfremur ýmsir þekktir franskir
kvikmyndaleikstjórar, svo sem
Hluti af inntökuprófinu í FEMIS,
sem var mjög erfitt, var rannsókn á
stóru verkefni og ég valdi mér þegar
Vestmannaeyjar sem viðfangsefni.
Það eru einmitt svona heimilda-
kvikmyndir um fólk og aðstæður
þess, sem mig langar til að gera í
framtíðinni."
Amma þín er mikilvæg per-
sóna í myndinni.
„Já, ég gerði myndina að vissu
leyti vegna hennar og um hana. Ég
átti mjög erfitt með að sætta mig við
að amma og afi skyldu ekki snúa aft-
Geturðu sagt mér frá tilurð
myndarinnar?
„Myndin er að hluta til lokaverk-
efni mitt við FEMIS. Ég fékk líka
styrki og aðstoð frá Kvikmyndasjóði
íslands, Flugleiðum og Iceland Sea-
food Corp., og síðast en ekki síst frá
Vestmanneyingum sjálfum, sem
voru mjög hjálpfúsir. Ég og Frakk-
arnir, sem unnu við töku myndar-
innar, gistum til dæmis í frystihús'-
inu. Þegar ég lagði hugmyndina fyr-
ir skólastjórnina í FEMIS í fyrra
hristu þeir höfuðið og sögðu að
nemendur ættu að gera lokaverk-
efnið í Frakklandi en ekki á heims-
enda. Þeir sögðu mér að bíða, þeir
ætluðu að athuga málið, svo ég dreif
mig til íslands í mars og fór til Eyja.
Ég vildi komast á sjóinn og fór á
hverjum morgni niður að höfn og
reyndi að komast á bát. En það gaf
aldrei á sjó og seinna komst ég að
því, að konur eru taldar fæla burt
fiskinn svo það var erfitt að komast
í róður. En það tókst að lokum
vegna þrjóskunnar í mér og þá fisk-
uðu þeir svo vel að þeir vildu ekki
sleppa mér aftur! Ég undirbjó þarna
töku myndarinnar sem fór fram í júlí
en þá hafði stjórn skólans samþykkt
hana og þá hafði ég fjóra aðstoðar-
menn með mér frá Frakklandi.
Hljóðmennirnir voru íslenskir,
frændur mínir, Þorvar og Tindur
Hafsteinssynir. Frökkunum fannst
óskaplega erfitt að vinna í Eyjum og
voru alltaf lasnir og kvefaðir og í
stöðugu sambandi við sjúkrahúsið.
íslendingarnir kvörtuðu aldrei,
þrátt fyrir vont veður og erfiðar að-
stæður. Einu sinni vorum við 12
tíma úti á sjó með Ólafi Guðjóns-
syni, sem kemur fram í myndinni,
og Frakkarnir köstuðu upp allan
tímann og héldu að þeir væru að
deyja! En eftir á fannst þeiip þessi
lífsreynsla stórkostleg, enda þótt
hún hefði verið erfið, og einn þeirra,
Nicolas Plateau, skrifaði mjög
skemmtilega frásögn af íslandsæv-
intýrinu í Islendingasagnastíl.
Myndin verður sýnd á ýmsum kvik-
myndahátíðum bæði á þessu ári og
því næsta."
Þú hefur skrifað í blöð á ís-
landi, Sólveig.
„Já, ég hef skrifað í Lesbók Morg-
unblaðsins og í Heimsmynd skrifaði
ég grein um konur í fangeisum. Ég
fór í fangelsin og talaði við konur
sem afplánuðu dóma fyrir glæpi,
stundum mjög alvarlega. Ég skrifaði
bók um þetta, sem Gallimard-forlag-
ið gefur út í vor. Ég gerði líka tvær
stuttar kvikmyndir um þessar konur
og ein af konunum sem ég talaði um
í greininni í Heimsmynd, Sandrine,
sem er vasaþjófur, verður látin laus
til reynslu innan skamms og ég ætla
að gera mynd um hana og hvernig
hún plumar sig þegar hún kemur úr
fangelsinu. Þessi kona er bæði fal-
leg og mjög greind, en það má segja
að aðstæðurnar hafi dæmt hana í
fangelsi strax í barnæsku. Ég er
núna að skrifa handritið að mynd-
inni. Svo er á döfinni að gera tvær
myndir á íslandi. Önnur er um fyrr-
verandi fanga og hvernig þeim
gengur að aðlagast þjóðfélaginu
aftur. Ég hef verið að kynna mér
þau mál talsvert lengi og var svo
heppin að hitta hér í París Steingrím
Gaut Kristjánsson borgardómara
sem var hér í framhaldsnámi í fyrra
og hann fræddi mig mikið um þessi
mál. Hin myndin á að verða eins-
konar kúrekamynd og fjallar um
fjölskyldu sem fer á landsmót
hestamanna. Ég hef í huga að fara til
íslands í sumar og taka myndina og
vona að sú fyrirætlun mín nái fram
að ganga."