Pressan - 01.02.1990, Síða 19
Fimmtudagur 1. febr. 1990
19
Meirihluti kvenna í Egyptalandi er umskorinn á unga aldri
og margar þeirra bíöa þess aldrei bœtur:
Sex ára stálka liggur i ráminu sinu i
Kairó. Hán er milli svefns og vöku þegar
hendur seilast inn i rámið og þrifa hana
ár þvi. Stár hönd hindrar hana i að öskra
og hán er borin inn i baðherbergið. Þar
sem hán liggur á gólfinu heyrir hán
hvernig hnifur er hvattur, likt og á hátið
þegar lambi er slátrað. Blóðið frýs i œð-
um hennar: Á að slátra henni? Tvær
sterkar hendur gripa um læri hennar og
draga þau sundur. Svo kemur nistandi
sársauki sem læsir sig um allan likam-
ann. Hún öskrar.
Þetta er umskurn. Ef stúlkan er heppin
grær sárið eftir umskurnina á nokkrum
dögum. Ef ekki getur hún fengið blóð-
eitrun eða aðra sýkingu og jafnvel dáið.
Liklega kemst hán aldrei yfir þetta sál-
ræna áfall.
EFTIR ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR
Umskurn kvenna er tíðkuð í sum-
um arabalöndum, til dæmis í
Egyptalandi, Súdan, Yemen og ríkj-
um við Persaflóa. Umskurnin er í
því fólgin að hluti ytri kynfæra
kvennanna er skorinn af, yfirleitt
snípurinn en stundum meira. Stúlk-
urnar eru yfirleitt sex til átta ára
þegar umskurnin er framkvæmd og
veikjast oft í kjölfar hennar, enda er
öllu hreinlæti ábótavant. Þess eru
dæmi að umskurnin hafi dregið
stúlkur til dauða.
Hreinlætisaðgerð?
Umskurn karla hefur þekkst með-
al arabaþjóða og gyðinga um alda-
raðir. Hún felst í því að forhúð getn-
aðarlims er skorin burt á nokkurra
daga gömlum sveinbörnum. I gyð-
ingdómi á hefðin sér trúarlega skýr-
ingu, en læknar háfa bent á að
umskurn sveinbarna auðveldi
hreinlæti á svæði sem sé viðkvæmt
fyrir sýklum, auk þess sem forhúðin
getur orðið of þröng og því verið
nauðsynlegt að skera í hana eða
jafnvel skera hana af hvort sem er.
Áður fyrr skáru gyðingar á vestur-
löndum sig úr vegna umskurnarinn-
ar, en nú er hún einnig tíðkuð meðal
einstaklinga af öðrum trúarhópum í
Bandaríkjunum. Hið sama er ekki
hægt að segja um umskurn kvenna.
Hún er gagnrýnd af læknum og
með aukinni menntun hefur tekist
að draga úr þessum sið. Þó er meiri-
hluti stúlkna í mörgum arabalönd-
um enn umskorinn.
Til að losa þær við
óhreinan líkams-
hluta
Að baki þessari athöfn liggur sú
skoðun að með henni sé hægt að
draga úr kynhvöt stúlknanna. At-
höfnin fer fram áður en þær komast
á kynþroskaaldur og er liður í að
varðveita meydóm stúlkunnar þar
til hún giftist.
Umskurnin er framkvæmd í
heimahúsi af skurðarkonu eða ljós-
móður. Henni fylgir mikill sársauki
og barnssálirnar verða fyrir áfalli.
Þegar sárið er gróið eru stúlkurnar
hins vegar yfirleitt fegnar því að
þessi óhreini líkamshluti skuli vera
sé farinn, enda hefur þeim verið
sagt frá hræðilegum afleiðingum
þess að hafa hann. Þar á meðal er
þeim sagt að sé snípurinn ekki fjar-
lægður verði stúlkurnar lauslátar,
vergjarnar og valdi umtali. Þá vill
enginn maður giftast þeim, en verra
getur vart hent unga stúlku í þess-
um löndum.
Könnun sem gerð var í Egypta-
landi á áttunda áratugnum leiddi í
Ijós aö 97,5%Jcvenna i ómenntuð-
um f jölskyldum eru umskorin en að-
eins 66,2% kvenna í menntuðum
fjölskyldum.
Skera öll ytri
kynfæri burt
í Egyptalandi er það aðeins snip-
urinn eða jafnvel hluti hans sem er
skorinn burt. í Súdan eru hins vegar
öll ytri kynfæri skorin burt, snípur-
inn og ytri og innri skapabarmar.
Síðan er neðri hluti legganganna
þrengdur með nokkrum saumspor-
um, þannig að ógerlegt er fyrir
stúlkurnar að hafa samfarir. Þetta
op er síðan víkkað aftur með hníf á
brúðkaupsnóttina. Við skilnað eða
lát makans er saumað fyrir aftur, til
að tryggja að konan eigi ekki sam-
farir ógift.
Nawal E1 Saadawi, egypskur
læknir og rithöfundur, er ein af fá-
um fræðimönnum sem hafa kannað
umskurn kvenna. Hún segir að þrátt
fyrir sársaukann og áfallið sem þess-
ari aðgerð sé samfara séu flestar
konurnar ekki mótfallnar aðgerð-
inni. Þær gera sér ekki grein fyrir af-
leiðingum hennar og telja í mörgum
tilfellum að hér sé um nauðsynlega
hreinlætisaðgerð að ræða sem jafn-
vel forði þeim frá því að fá krabba-
mein og viðhaldi hreinleika þeirra
og kvenleika.
Sólræn óhrif
Nawal El Saadawi segir afleiðing-
ar umskurnarinnar í sumum tilfell-
um taugaveiklun og öryggisleysi.
Umskurnin minnkar hæfileika til að
njóta kynlífs og getur því valdið
kynkulda. Þannig tekst að minnsta
kosti það ætlunarverk foreldranna
að minnka kynhvöt ungra stúlkna
með umskurninni. Oftar en ekki
ForhúB yfir sníp
Venusarhæð
Smpur
skapsbarmar
Slanshluti
smps
Þvagrásarop
Leggangáöp
Spóng
- Endaþarmur
Yfirleitt er snípurinn eða hluti
hans skorinn af, en stundum öll
ytri kynfæri.
gera konurnar sér þó ekki grein fyr-
ir afleiðingum umskurnarinnar og
erfitt er að komast að þeim nema
með nákvæmum viðtölum.
Minnlcar ekki líkur
ó krabbameini!
Helstu niðurstöður könnunar
Nawals eru að umskurn hafi skaðleg
áhrif á heilsu kvenna og valdi sál-
rænu áfalli. Aukin menntun hefur
dregið úr þessum sið meðal mennta-
manna en ómenntað fólk heldur
honum áfram í þeirri bjargföstu trú
að hann minnki kynlöngun kvenn-
anna og sé því veigamikill þáttur í
að varðveita meydóm þeirra fyrir
hjónaband og hreinlíf i $ hjónabandi.
Hún segir ekkert renna stoðum
undir þær hugmyndir að umskurnin
dragi úr líkum á krabbameini í kyn-
færum. Hins vegar auki hún stór-
lega líkur á sýkingu í kynfærum,
erfiðleikum við þvaglát og bólgum í
þvagrás sem geta haft alvarlegar af-
leiðingar. Þetta á sérstaklega við um
umskurnina eins og hún er iökuð í
Súdan.
Að auki bendir Nawal á að tíðni
sjálfsfróunar hjá umskornum stúlk-
um sé mun lægri en hjá þeim sem
ekki eru umskornar.
Umskurnin í
Kóraninum
Nawal E1 Saadawi telur umskurn-
ina einn þátt af mörgum í kúgun
kvenna í arabalöndum. Að baki
henni liggur hugmyndin um yfirráð
karla yfir konum. Hjónabönd eru yf-
irleitt ákveðin fyrir stúlkur og það
er afar mikilvægt að þær séu hrein-
ar meyjar á brúðkaupsnóttina. Um-
skurnin ýtir undir það. í Kóraninum,
trúarbók múslima, er minnst á
umskurnina. Þar segir Múhameð
spámaður að skurðarkonan skuli
aðeins skera lítinn hluta af snipnum
því að ánægð kona sé til gleði fyrir
húsbónda sinn. Nawal segir um-
skurnina mun eldra fyrirbæri en
Islam en bendir á skynsamlega af-
stöðu Múhameðs spámanns, sem að
mörgu leyti var frjálslyndari en fylg-
ismenn hans nú á tímum.
Umskurn kvenna tíðkaðist víðar
en í arabalöndum fyrr á öldum. Hún
þekktist meðal annars hjá kristnum
mönnum í Evrópu allt fram á síð-
ustu öld. Þar er hún löngu aflögð, en
í mörgum arabalöndum er þessi
hefð ennþá svo sterk að Ifklega tek-
ur öld að afnema hana.